Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
13
Árni Ketilbjarnar frá Stykkishólmi:
Ávarp til launþega
og verkalýðssinn-
aðra sjálfstæðis-
manna í Reykjavík
í síðustu kosningum voru tveir
ágætir menn felldir úr hópi sjálf-
stæðismanna á Alþingi, úr verka-
lýðsarmi Sjálfstæðisflokksins,
þeir Guðmundur Garðarsson,
fyrrverandi þingmaður og formað-
ur Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur, og Pétur Sigurðsson, og
töldu margir hugsandi menn að á
rangri braut væri þar gengið.
Nú er það vitað mál, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er annar stærsti
verkalýðsflokkur landsins, og
snýnist mér því, að farið sé aftan
að hlutunum, þegar formanni fjöl-
mennasta verkalýðsfélags lands-
ins er sparkað úr röðum sjálfstæð-
ismanna.
Ég er í engum vafa um að
aðalforustumenn Sjálfstæðis-
flokksins, þeir Geir Hallgrimsson
og Gunnar Thoroddsen, eru hlut-
Guðmundur H. Garðarsson
verki sínu að fullu vaxnir, enda
þjóðkunnir heiðursmenn sem unn-
ið hafa landi sínu og þjóð mikil-
væg störf sem þeim ber að þakka.
Þrátt fyrir það, að við sjálfstæð-
ismenn höfum mjög góða forustu-
menn, þá lít ég svo á, að nýju blóði
beri að veita inn í raðir sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík og öðrum
kjördæmum landsins í væntan-
legu prófkjöri sem verða mun
seint í þessum mánuði. Ég skora
því á alla launþega og verkalýðs-
sinnaða kjósendur að koma með
prófkjöri sínu Guðmundi Garð-
arssyni formanni Verzlunarfélags
Reykjavíkur, sem er fjölmennasta
verkalýðsfélag landsins, í öruggt
þingsæti hér í Reykjavík, annað
væri Sjálfstæðisflokknum til van-
sæmdar.
Eins og ég hefi áður nefnt í
þessu ávarpi mínu, tel ég nauðsyn-
legt að velja að nokkru leyti nýja
þingmenn hér i Reykjavík, í því
sambandi sýnist mér að yfirveg-
uðu máli, að Halldór Blöndal
myndi sóma sér vel á Alþingi, það
sýna hin ágætu skrif hans í
Morgunblaðinu og hin góða
frammistaða hans í sjónvarpi.
Við sjálfstæðismenn, sem til-
heyrum verkalýðsarmi flokksins,
munum vinna vel og örugglega að
kjöri Guðmundar Garðarssonar
formanns Verzlunarfélags
Reykjavíkur, enda hefur hann
sýnt og sannað að hann er dug-
mikill foringi, og hefur unnið
merk störf á Alþingi, og mætti í
því sambandi minna á störf hans í
þágu lífeyrissjóðanna og fleira.
Stöndum því sterkan vörð um
komu Guðmundar til næsta Al-
þingis og veitum honum öruggan
stuðning i prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins.
Sjálfstæðismenn og fólk úr öðr-
um flokkum, sem varð fyrir mikl-
um vonbrigðum vegna getuleysis
og kosningasvika hinnar þriðju
vesölu vinstristjórnar, sem aðeins
hékk við völd í eina 13 mánuði, og
sló því met í ræfildómi og kosn-
ingasvikum, sem sagt hundadaga-
stjórn, ættu nú að fylkja sér um
Sjálfstæðisflokkinn, sem er sá eini
flokkur sem möguleika hefur á því
að ná meirihluta á Alþingi íslend-
inga. Gefum Sjálfstæðisflokknum
tækifæri til þess að sýna hvað
hann getur gert til þess að stöðva
hina miklu verðbólgu á íslandi,
sem öllum er til bölvunar, að
minnsta kosti þeim lægst launuðu.
Verðbólguna verður að stöðva,
ella er voðinn vís í efnahagslífi
Islendinga.
Kommúnistana þurfum við að
þurrka út úr Alþingi íslendinga,
því þeir eru þar til óþurftar.
Flestir muna þegar Jakinn
reyndi að stöðva allan útflutning
Islendinga með lögleysu sinni, og
hefði með því kollvarpað öllu
efnahagslífi landsmanna.
Að síðustu, fólk úr öllum stétt-
um hefur fengið að kenna á
skattpíningu vinstri stjórnarinnar
og kosningasvikum hennar, því
ætti fólk úr öllum flokkum að
fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn
og fá nú einu sinni ábyrga ríkis-
stjórn. íslendingar, kjósum því
Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosn-
ingum og tryggjum framtíð
íslenzku þjóðarinnar.
Sigrum og stjórnum vel.
„Kjósum ungt fólk,,
Bæklingur Heimdallar i Reykjavík
HEIMDALLUR, samtök ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík, hef-
ur gefið út bækling vcgna próf-
kjörsins um helgina, sem ber
yfirskriftina „Kjósum ungt fólk".
Þar er sérstaklega minnt á
prófkjörið sem fram fer á sunnudag
og mánudag, og hvatt er til þess að
veita ungum frambjóðendum braut-
argengi.
Minnt er á, að kosninga-
rétt í prófkjörinu á ungt fólk á
aldrinum 16 til 20 ára, sé það í
Heimdalli eða öðrum félögum sjálf-
stæðismanna í Reykjavík.
Þeir ungn frambjóðendur sem_nú
gefa kost á sér eru Bessí Jóhanns-
dóttir, Friðrik Sophusson, Hall-
varður Sigurðsson, Haraldur
Blöndal, Hreggviður Jónsson og
Kristján Guðbjartsson.
Erum með
stórgólfteppa-
sýningu
frá kl. 10
á morgun
\
*eS
.vCV^
N'\V-
Áskorun
Vekjum athygli á framboðum eftirtalinna trúnaöarmanna í
launþegasamtökunum, er taka þátt í prófkjörum
Sjálfstæöis-flokksins.
Reykjaneskjördæmi
Ágúst Geirsson
form. Félags íslenskra
símamanna.
Bjarni S. Jakobsson
form. Iðju.
Kristján E. Haraldsson
form. Múrarasambands
íslands.
Reykjavík
Kristján Ottósson
form. Félags blikksmiða.
Guömundur H.
Garðarsson
form. V.R.
Pétur Sigurðsson
form. Sjómannadagsráðs.
Gerum hlut launþega sem mestan.
Sýnum í verki aö Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta.
AUGLÝSING
Stuðningsmenn