Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 48
á ritstjórn og skrifsíofu: 10100 3M*rguni>I«ibid LAUGARDAGUR 27.0KTÓBER 1979 Sími á afgreiöslu: 03033 ]W«roimbIobií Gormánuður heldur innreið sína í dag með fyrsta vetrar- degi og mega landsmenn ef- laust búast við roki og rign- ingu dag og dag, reyndar eins og verið hefur víða nema þar sem bændur hafa verið að nýta síðbúna þurrkdaga nyrðra til að bjarga töðu sinni í hlöður. I.jor-m. I.milm N eita framsóknarmenn í Siglufirði að eiga aðild að f ramboðslistanum? MIKIL ólga er meðal framsóknarmanna í Siglufirði vegna þess að ekki fór fram prófkjör til framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra í komandi kosningum og eru talin áhöld um, hvort Siglfirðingar tilnefni menn á listann eða ekki og hvort Siglfirðingar myndu þá taka sæti á listanum, án slíkrar tilnefningar, þótt kjördæmisráðið setti fram óskir þar um. Kjördæm- isráðið heldur fund á sunnudaginn, þar sem gengið verður frá framboðsiistanum. Ljóst var að Ólafur Jó- hannesson myndi ekki skipa efsta sæti listans. Siglfirðingar sögðu þá, að þeir teldu eðlilegast að skipa listann með próf- kjöri, en að öðrum kosti að þeir, sem áfram gæfu kost á sér færðust upp. Síðan gerðist það, að Guðrún Benediktsdóttir, Hvamms- tanga, sem skipaði fjórða sætið á listanum síðast, ákvað að gefa ekki kost á sér, en í fimmta sætinu þá var Bogi Sigurbjörnsson skattendurskoðandi, Siglu- firði. Kjördæmisráðið hafnaði prófkjöri og var framsóknarmönnum í V-Húnavatnssýslu falið að tilnefna nýjan mann í þriðja sætið. Munu þeir hafa leitað m.a. til Gunnars Sæmundssonar bónda Hrútatungu, sem ekki gaf kost á sér, en í gærkvöldi staðfesti Eiríkur Tryggva- son Búrfelli, í samtali við Mbl., að framsóknarmenn í V-Húnavatnssýslu hefðu tilnefnt Ingólf Guðnason sparisjóðsstjóra, Hvammstanga, í 3. sæti listans. í dag á að halda fund í Framsóknarfélagi Siglu- fjarðar, þar sem ákvörðun verður tekin um fram- boðsmálin. Tregur rœkjuafli RÆKJUVEIÐIN á öxarfirðl hef- ur gengið mjög treglega að undanförnu og hafa bátar oft ekki fengið nema 10—20 kassa i veiðiferð eða milii 180 og 360 kg að þvi er Kristján Ármannsson framkvæmdastjóri Sæbliks á Kópaskeri tjáðí Mbl. Kristján sagði að veiðarnar hefðu byrjað nokkuð vel fyrstu dagana í október, en nú síðustu vikur hefðu þær gengið mjög illa og bátarnir yfirleitt verið með lítinn afla. Sex bátar stunda veiðarnar frá Kópaskeri og sami fjöldi frá Húsavík og hefur hvor staður 270 tonna kvóta, sem er mun minna en í fyrra. Ekki kvaðst Kristján hafa á reiðum höndum skýringar á minnkandi afla, en hugsanlega mætti kenna um ofveiði í fyrra. Samstarfsflokkarnir í borgarstjórn: Meiri- hluta- fundir lagðir nidur „ÞEGAR beiðni framsóknar- manna um endurskoðun á mál- efnasamningnum var komin fram taldi ég rétt að láta meiri- hiutafundina falla alveg niður, þar sem Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hafði þá ekki sótt siðustu meiri- hlutafundina og þeir þvi ekki þjónað tilgangi sínum, þar sem aðeins 7 borgarfulltrúar sóttu þá,“ sagði Björgvin Guðmunds- son borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins, er Mbl. leitaði staðfestingar Jhans á því í gærkvöldi. að sam- ráðsfundir borgarfulltrúa Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks væru nú niður fallnir. Mbl. reyndi að ná tali af Sjöfn Sigurbjörnsdóttur i gærkvöldi. en árangurslaust. Björgvin Guðmundsson sagði, að við upphaf meirihlutasamstarfsins í borgarstjórn hefðu flokkarnir komizt að samkomulagi um að samráðum þeirra í milli skyldi aðallega háttað með tvennu lagi; annars vegar svonefndum oddvita- fundum efstu manna af listunum, þ.e. Björgvins, Sigurjóns Péturs- sonar og Kristjáns Benediktssonar, og hins vegar með meirihlutafund- um, þar sem allir borgarfulltrúar flokkanna þriggja mættu. Björgvin sagði, að meirihlutafundirnir hefðu ekki verið haldnir reglulega og hefði Sjöfn sótt þá stopult og þá síðustu ekki. Hefði hann þá talið þýðingarlaust að sækja þá einn af hálfu Alþýðuflokksins og síðan tekið ákvörðun um að hætta því eftir að framsóknarmenn settu fram ósk um endurskoðun mál- efnasamningsins. Jafnframt kvaðst Björgvin hafa tilkynnt það, þegar til fyrsta fundar um endurskoðun- ina átti að koma, að Alþýðuflokk- urinn gæti ekki tekið þátt í end- urskoðun fyrr en búið væri að skera úr því innan Alþýðuflokks- ins, hvort meirihlutasamstarfinu yrði haldið áfram eða ekki. Ekið á gangandi vegfaranda ALLMARGIR árekstrar urðu í höfuðborgarumferð- inni í gær og voru þeir orðnir 15 samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í gærkvöldi. I einu tilviki var um slys að ræða. Var það laust eftir klukkan 16 að ekið var á gangandi vegfarenda á Hverfisgötu og var hann fluttur á slysadeild. Þá var nokkur órói í Árbæjar- hverfi er unglingar á vél- hjólum fóru í flokki um hverfið og röskuðu næturró borgaranna. Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík og Reykjanesi verða haldin um helgina PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi vegna komandi alþingiskosninga fara fram nú um helgina. í Reykjavík er kosið á morgun og mánudag og í Reykjaneskjördæmi í dag og á morgun. Þá verða fundir í kjördæmisráðum sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Norðurlandi vestra og á Vestur- landi, haldnir nú um helgina og tekin þar ákvörðun um skipan framboðslista flokksins við komandi kosningar. Prófkjör flokksins á Austurlandi fer svo fram um næstu helgi. Alþýðuflokkurinn heldur Hjá Alþýðubandalaginu verð- prófkjör í sex kjördæmum um ur seinni umferð forvalsins um helgina, Reykjavík, Reykjanesi, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og á Vesturlandi, en sjálfkjörið var á lista flokksins á Austur- landi. hvernig listi flokksins skuli skipaður í komandi kosningum í Reykjavík, auk þess sem talin verða atkvæði í forvali flokksins í Suðurlandskjördæmi, en kosn- ing fór þar fram í vikunni. Þá verða haldnir fundir flokksráða víða um land, en enn er óráðið um framboðslista flokksins á Austurlandi og í Norðurlands- kjördæmi vestra. Skoðanakönnunum Framsókn- arflokksins í Reykjavík og á Reykjanesi lýkur um helgina, auk þess sem kjördæmisráð flokksins víðs vegar um land munu þinga um framboðslista flokksins. Sjá ennfremur um próf- kjörsmál á bls. 22 og 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.