Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 1 1 Ekki skiptir mestu máli þaö sem er á borðinu, heldur þaö sem er á stólunum. Þessi setn- ing á matseöli í klúbbi í fjarlægu landi þótti smellin. En hún setti líka gráu heilasellurnar í gang til alvarlegri þenkinga. Er annars ekki sjálfsagt, og óþarfi aö ræöa, aö neytandinn skipti meira máli en þaö sem neytt er. Maöurinn sé sjálfur mikilvægari en þjónustan eöa lífsgæöin, sem til eru oröin hans vegna. Sem ég sit hér og pára á blaö, streyma í morgunsáriö bílarnir niöur Elliöavoginn úr Breiöholt- inu. Eftir stutta stund linnir. Og í gærkvöldi á heimleiö sat ég dágóöa stund í umferöarþröng- inni, eins og síld í dós — allir að koma úr vinnu. Einn kunningi minn — en aöeins einn — leikur á kerfiö okkar. Hann situr meö einhverja skýrsluna sína yfir kaffibolla heima hjá sér þessa morgunstund og brunar svo á auöri götunni í vinnuna hálftíma á eftir hinum. Á kvöldin nýtir hann biðtímann á vinnu- staönum. Hann hefur meö einkaframtaki komið sér upp sveigjanlegum vinnutíma, sem lagar sig aö aöstæöum — og hans eigin þægindum. Mér hefur af ýmsu tilefni komiö ofarnefnt spakmæli í hug aö undanförnu. Til dæmis í hinni miklu umræðu um tækifæri kvenna til aö starfa á vinnu- markaði eöa í stjórnmálum, og aöhæfing þess aö húshaldi og heimilislífi. En þaö á auövitað við um alla, konur og karla. Þegar allt er sagt og gert, hefur venjulega meira veriö sagt en gert, sagöi spakur maöur. Ætli þaö eigi ekki viö hér? Umræöur, og síöan ekki söguna meir. Og þó . . . Erum viö ekki enn aö keppa aö því aö þjappa öllum störfum og vinnutíma á sömu dagstund- irnar, sífækkandi dagstundir? Er þaö til hagræöis fyrir okkur — fyrir einstaklingana? Eöa er þetta bara gamalt markmiö, sem lummar áfram af vana? Örlaö hefur á umræðum um sveigjanlegan vinnutíma. Nokkur fyrirtæki hafa tekiö hann upp og gefist vel, aö því er starfsfólk og vinnuveitendur tjáöu okkur á ráöstefnu sjálfstæöiskvenna. Varla gæti það raunar veriö nema til góös fyrir hinn vinnandi einstakling að geta hagrætt vinnustundum sínum og sveigt aö öörum aöstæöum. Valiö þaö sjálfur. Byrjaö fyrr og hætt seinna eöa öfugt. Samt viröist öll löggjöf, allar opinberar reglu- geröir, allir vinnusamningar, allt samstarf atvinnugreinanna og yfirleitt allt viöhorf í okkar sam- félagi miöa aö því aö koma í veg fyrir þaö. Starfstími stórra vinnustaöa, svo sem verzlana og nú síöast banka, hefur færst saman, á sömu stundir dagsins — þær hinar sömu sem allir eru bundnir viö í vinnu. Allir eiga aö gera allt á sömu stundu, öllum til óhagræöis. Langar biöraðir fólks með hlaönar matarkörfur viö kassana í stórverzlunum kl. 6—7 á föstudagskvöldum og stressað starfsfólk, bendir til þess aö sú hagræðing sé ekki fyrir manneskjurnar, hvorki viö- eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR skiptavini né starfsfólk. Sam- færsla á opnunartíma bankanna, sem gerir þaö aö verkum aö venjulegt vinnandi fólk (líka í ósveigjanlegum vinnutíma) getur aöeins komist í banka stutta stund einu sinni í viku, þegar mannþröng er þar, hún hlýtur aö veröa til þess aö þaö notar banka í lágmarki. Og vinnuveit- endur verða sjálfsagt aö hætta aö greiöa því kaupiö gegnum slíkar stofnanir. Hvaö gera þeir sem fá ávísunina á föstudags- kvöldi? Eta hana um helgina eöa láta sér nægja aö horfa á hana? Sú ágæta aöferö aö greiða laun inn á reikning, var raunar ekki hnökrala'ust sniöin fyrir launþegana — manneskjuna. Gáruhöfundur tekur t.d. laun frá tveimur vinnuveitendum, sem greiöa þau skv. samningi viö bankann, aö mér skilst inn á ávísanareikning í ákveönu útibúi Landsbankans, sinn á hvorum staönum. Annar á Laugavegi 77, hinn á Vegamótaútibúi við Laugaveg (þar sem ekkert bílastæöi er aö hafa), þótt ég búi í Kleppsholti, steinsnar frá þriöja útibúinu og starfi viö hliðina á aöalbankanum. En útibúin eru sem kunnugt er vel dreifð um bæinn til hagræðis fyrir viö- skiptavinina, svo stutt sé fyrir þá í banka. Eöa er þaö ekki ástæö- an fyrir þeirri fjárfestingu? (Svar viö væntanlegum mótmælum: í deild fyrir útibúin í aðalbanka er ekki hægt aö fá ávísanahefti. Alls staöar annars staöar í heiminum, þar sem ég hefi þurft aö nota banka, velur maöur sér bankaútibú sem næst sér og lætur ávísa öllu á reikning sinn þar og engin útgjöld eöa tímatöf viö flutning. En þetta var auka- gára, sem bar mig örlítið af ieiö. Þó er hér sama spurningin um viöhorfiö til manneskjunnar á stólnum eða kræsinganna. Spurningin er semsagt, hvort viö erum ekki farin út af kúrsin- um. Búin aö gleyma aö þjónust- an og störfin eru til okkar vegna, en ekki manneskjan fyrir þau. Er þetta rétta stefnan, ef litið er af sjónarhóli, þar sem sjá má víðara og lengra fram? Fólki fjölgar í heiminum. Tækni fer vaxandi og leysir manneskjuna af hólmi eöa léttir henni störfin. Atvinnutækifærum fækkar í tæknivæddum heimi. Færri leysa þar nauösynleg störf af hendi. Tölvur stýra verkum í heilu verksmiöjunum og þetta er eitt af stóru vandamálunum í Evrópu nú. Atvinnuleysi vex. Annaö hvort veröa þeir, sem vinna, þá aö greiöa uppihald hinna af aflafé sínu — hvort sem þaö eru atvinnulausir eöa aldr- aöir, sem æ fyrr er ýtt út af vinnumarkaöinum til aö rýma fyrir þeim yngri, eöa þá aö fólkið veröur aö skipta vinnunni á milli sín. Færri vinnustundir á hvern eða aö dýru vinnutækin eru nýtt lengur. Ekki til aö lengja vinnutíma hvers og eins, heldur til aö skipta honum og dreifa vinnustundunum. Meö sveigjanlegum vinnutíma vaxa möguieikar og vaikostir bæöi starfsfólks og þeirra sem þjónustunnar eiga aö njóta. Báöir geta fengiö nokkurt val- frelsi um vinnutíma og stundir til aö reka erindi sín. Manneskjan fær svolítiö meira svigrúm í samanreknu kerfi sínu. Hún og hennar sérþarfir fara aö skipta máli. En þá veröur þaö aö vera samkomulag milli þessara tveggja aðila, vinnuveitandans og starfsmannsins á staönum, þeirra tveggja sem vita í raun um sínar eigin sérþarfir. En ekki koma einhvers staðar frá óper- sónulegum samtökum eöa stjórnvöldum. Hvenær ætli sá sem á stólnum situr fari aö skipta meira máli en þaö sem tilreitt er fyrir hann? Auövitað af eintómri mann- gæsku þess, sem veit upp á hár hvaö er gott fyrir hann? Og þá skal þaö vitanlega í hann. Kannski viö verðum aö bíöa eftir aö sannist málshátturinn: Reynslan er viska, sem maöur hefur aflað sér, þegar allt er oröið um seinan! Annar kostur er aö taka nýtt miö og setja kúrsinn eftir því. ...OG ÞAÐ. VARÐIJOS Þrátt fyrir þaö er alltaf þörf annarra Ijósa. Þaö er þörf margbreytilegra Ijósa og PHILIPS framleiöir flest þeirra. Hjá okkur eru til milli 400 og 500 tegundir Ijósapera. Þaö er m.a. venjulegar Ijósaperur, kertaperur, kúluperur, flúorpípur, halógenljós, kvikasilfursperur, bílaperur, merkjaljósaperur o.s.frv., o.s.frv. Þaö er næstum sama hvaöa nöfnum þær nefnast: PHILIPS framleiöir þær, viö seljum þær. heimilistæki sf A HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 1 5655 PHILIPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.