Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
3
Nefnd undirbýr frjálsan útvarpsrekstur
ÁHUGAMENN um írjálsan útvarps- og sjónvarpsrekst-
ur héldu í fyrrakvöld fund um þau mál og voru
frummælendur þeir Guðmundur H.Garðarsson og ólaf-
ur Hauksson. Fundarstjóri var Indriði G. Þorsteinsson
og fundarritarar Haraldur Blöndal og Pétur Rafnsson.
Sóttu fundinn á þriðja hundrað manns og urðu miklar
umræður eftir framsöguerindin. Var samþykkt að
stofna til samtaka, er hafi þann tilgang að vinna að því
að rekstur útvarps á íslandi verði gerður frjálsari en
hann nú er.
í ræðum manna kom fram að
vegna breyttra viðhorfa og nýrra
möguleika í tækni á sviði hljóð-
varps og sjónvarps ætti að vera
vel mögulegt að hrinda áformum
um frjálsari útvarpsrekstur í
framkvæmd, en með því mætti
skapa ákveðna samkeppni milli
Ríkisútvarpsins og hinna nýju
stöðva er leitt gæti til betra efnis.
Töldu fundarmenn óviðunandi að
búa við einn ríkisfjölmiðil undir
valdi stjórnmálainanna þar sem í
því fælist ákveðin hætta fyrir
lýðræðislega stjórnarhætti og
kváðu frelsisskerðingu í því fólgna
að leyfa ekki nema einum aðila
rekstur útvarps. Af þeim ástæðum
töldu menn brýnt að koma upp
sjálfstæðum hljóðvarps- og sjón-
varpsrekstri.
A fundinum var eftirfarandi
ályktun samþykkt samhljóða:
Almennur fundur áhugamanna
um frjálsan útvarps- og sjón-
INNLENT
varpsrekstur haldinn í Reykjavík
fimmtudaginn 25. október 1979,
samþykkir að stofna til samtaka,
sem hafi þann megintilgang að
vinna að því að rekstur útvarps á
íslandi verði gerður frjálsari en
nú er, og að afnuminn verði
einkaréttur sá, sem Ríkisútvarpið
hefur nú á útvarpi skv. ákvæðum í
lögum nr. 19 frá 5. apríl 1971.
Samþykkir fundurinn að kjósa nú
nefnd manna, sem vinni að undir-
búningi stofnunar samtakanna.
Skal nefndin undirbúa samþykktir
fyrir samtökin og boða til stofn-
fundar samtakanna, svo og að
gera aðrar nauðsynlegar ráðstaf-
anir í þessu skyni.
Um 180 manns skrifuðu undir
yfirlýsingu um stofnun samtak-
anna og var á fundinum kjörin
nefnd 16 manna til að vinna að
undirbúningnum og eru þeir:
Guðmundur H.Garðarsson,
Indriði G.Þorsteinsson, Ólafur
Hauksson, Haraldur Blöndal, Pét-
ur Rafnsson, Björn Vignir Sigur-
pálsson, Markús Örn Antonsson,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Bessí
Jóhannsdóttir, Stefán Hilmars-
son, Sveinn R. Eyjólfsson, Magnús
Kjartansson, Asgeir Hannes
Eiríksson, Kristinn Andersen,
Hannes Gissurarson og Jón Ólafs-
Rekstur útvarps
á íslandi verdi
gerdur frjálsari
„Hver er stefna stjóm-
málaílokkanna 1 mál-
efnum fatlaðra?”
Ellefu bát-
ar með síld
Höfn. 26. október.
ELLEFU síldarhátar fóru á
miðin í Kærkvöldi þótt
bræla væri og fengu rúm-
lega 2000 tunnur. Stemma
saltar 1.000 tunnur og
Síldarsöltun h/f byrjar í
fyrramálið að salta af þess-
um afla um 600 tunnur og
fara 4 — 500 í frystingu.
Áframhaldandi bræla er á mið-
unum og litlar líkur á að bátarnir
fari út i kvöld. Fraktskip komu
hingað í dag og biðu þess að
komast inn en urðu að snúa frá
vegna veðurs. Einar
— spyrja fatlaðir flokkana
Einar Hákonarson er hér að hengja upp málverkið „Biðstöð”. Honum til aðstoðar er nemandi hans úr
Myndlista- og handiðaskólanum, Páll Guðmundsson. Ljósm. Emilia.
Einar Hákonarson sýn-
ir á Kjarvalsstöðum
SAMEIGINLEGUR fundur Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík,
og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á ísíandi,
samþykkti nú nýverið að skora á stjórnir landssambands fatlaðra og
Blindrafélagsins að beina þegar í stað nokkrum spurningum til þeirra
stjórnmálasamtaka, sem bjóða fram i öllum kjördæmum landsins.
Aðalfundur öryrkjabandalags íslands, haldinn 25. okt. s.l., tók undir
þessa áskorun. Sérstök nefnd var skipuð til að sjá um framkvæmd
málsins. Spurningalisti hefur verið saminn, sem sendur verður öllum
stjórnmálaflokkunum og er svara við spurningunum æskt fyrir 10.
nóvember n.k.
EINAR Hákonarson opnar mál-
verkasýningu á Kjarvalsstöðum
i dag, laugardaginn 27. október
kl. 15. og mun sýningin standa
til 11. nóvember. Á sýningunni
eru 67 oliumálverk, flest máluð
á siðustu tveimur árum. Þetta
er 7. einkasýning Einars en
hann lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskólanum árið 1964.
Siðar stundaði hann fram-
haldsnám við Valands-lista-
háskólann í Gautaborg. Að þvi
námi loknu kenndi Einar við
Myndlista- og handiðaskólann i
Reykjavik þar til hann tók þar
við sem skólastjóri á s.l. ári.
„Ég mála mannlíf, það stendur
mér næst,“ sagði Einar í stuttu
spjalli við Mbl.
„Viðhorfin til myndlistar hafa
breyst mikið á síðustu árum.
Áður fyrr var málari einskis
metinn ef hann málaði ekki
samkvæmt einhverjum viður-
kenndum stíl. Nú er það ekki
stíllinn sem skiptir máli, heldur
það sem hvert málverk hefur til
að bera, hinn innri tónn verks-
ins.“
Á sýningu Einars á Kjarvals-
stöðum eru tvær myndir málaðr
við Njálssögu. Önnur myndin er
í eigu Búnaðarbankans en hin
hangir í Valhöll á Þingvöllum.
„Mér finnst það furðulegt að
þjóð sú sem metur bókmenntir
eins mikið og raun ber vitni
skuli ekki hafa sýnt sögu sinni
þá ræktarsemi að láta mála
myndir upp úr henni. Eina
myndin af þessu tagi, sem ég
veit um að er í opinberri stofnun,
í er mynd Gunnlaugs Blöndal af
Þjóðfundinum en hún hangir í
anddyri Alþingishússins. Það
tru aðeins einstaklingar sem
hafa farið fram á það við mig að
ég málaði verk upp úr sögu
Jónas Ingimundarson við hljóðfærið
Islands. Einhvern tímann var
samt samþykkt þingsályktun-
artillaga um að stuðla að því að
gerð voru málverk af merkisat-
burðum úr sögu landsins, en það
varð um hana eins og svo
margar aðrar tillögur, hún datt
uppfyrir. Þegar íslendingar geta
ekki sýnt sögu sinni nægjanlega
ræktarsemi eiga þeir stutt eftir
ólifað sem ein þjóð.
Mig langar að lokum að geta
þess að ég er mjög gramur yfir
meðferð sjónvarpsins af frétta-
flutningi af málverkasýningum.
Því vísaði ég fréttamanni sjón-
varps burtu héðan í dag. Ég vil
ekki lenda í þerri „föstudags-
ruslakistu“ sem þeir hafa komið
sér upp. Ég lenti í þessari sömu
aðstöðu er ég hélt sýningu í
Bogasal árið 1970. Þá hafði FÍM
gert þá samþykkt að félagar
skyldu ekki þoða fréttamenn
sjónvarps á blaðamannafundi
fyrir málverkasýningar. Eftir
þau mótmæli sá þátturinn
„Vaka“ dagsins ljós og er hann
enn við lýði.
En fréttaflutningur sjónvarps
virðist mótast of mikið af áhuga
fréttamannanna. Ef haldið er
rall eiga þeir menn góðan full-
trúa og ef haldin er hestasýning
er sagt frá slíku í fleiri daga. En
umfjöllun um myndlist er eng-
in,“ sagði Einar að lokum.
Píanótónleikar
Jónas Ingimundarson, píanó-
leikari, heldur n.k. mánudag 29.
október tónleika á Kjarvals-
stöðum og verða þeir haldnir
inni á sýningunni hjá Einari
Hákonarsyni. Hefjast tónleik-
arnir kl. 21 en sýningunni verður
lokað kl. 20.30 tónleikakvöldið.
Á efnisskránni er m.a. sónata
eftir ítalska tónskáldið Balta-
sarre Galuppi, sem uppi var á 18.
öld. Eftir Frans Schubert verða
leikin þrjú píanóljóð sem útgefin
voru að tónskáldinu látnu. Þessu
næst eru á efnisskrá tónleikanna
verk eftir Franz Liszt og Sergei
Rachmaninoff. Tónleikunum
lýkur á sónötu eftir argentínska
tónskáldið Alberto Ginastera.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi, er fyrrnefnd framkvæmda-
nefnd boðaði til í gær. Starfs-
maður nefndarinnar, Magnús
Kjartansson, fyrrv. ráðherra,
sagði, að ætlunin með þessu væri
að vekja stjórnmálaflokkana til
vitundar um réttindaleysi fatlaðs
fólks og fá þá til að marka skýra
stefnu í málefnum fatlaðra. Magn-
ús sagði, að á íslandi væru nú á
milli 30—40 þús. manns fatlaðir
og ætti sá hópur tölulega séð 10
þingmenn af þeim 60, er sitja á
Alþingi.
taka tillit til þeirra, er þeir setja
X-ið á kjörseðla sína í desember.
Spurningalistinn verður birtur í
heild í Mbl. síðar.
Spurningunum til stjórnmála-
flokkanna er skipt í tvo kafla. I
öðrum kaflanum er spurt um rétt
fatlaðra til þátttöku í almennri
stjórnmálastarfsemi, um val fólks
á framboðslista, setu á Alþingi, í
sveitarstjórnum o.fl. í hinum er
spurt um stöðu fatlaðra almennt,
afstöðu stjórnvalda til starfsað-
stöðu þeirra, lífeyrisgreiðslur o.fl.
Svörin við spurningunum verða
síðan birt opinberlega og að sögn
nefndarmanna, munu fatlaðir og
aðstandendur þeirra áreiðanleg'.
Ljfem. Mbl. Kristián.
Þessi mynd var tekin á blaðamannafundinum í gær. Á myndinni eru nefndarmenn framkvæmdanefndar-
: 'nar, talið frá vinstri: Rafn Benediktsson formaður Sjálfsbjargar í Reykjavik, Magnús Kjartansson
starfsmaður nefndarinnar, Sigursveinn D. Kristinsson, Halldór Rafnar og Gísli Helgason.