Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
Amundi
Loftsson:
Feður lyginnar
Enn einu sinni hefur íslenska
þjóðin, náð lærdómsríkum
áfanga. Enn ein vinstri stjórnin,
öllu þá heldur stjórnleysan, er að
engu orðin, stjórn sundrungar
ósamstöðu og ráðaleysis, stjórn-
in sem meirihluti okkar batt
vonir sínar og traust við. Stjórn
sem lofaði okkur bættum lífs-
kjörum, auknu jafnrétti og bylt-
ingu í félagslegum umbótum.
Jæja lesandi góður, hver er
svo staðan þegar upp er staðið
eftir rúmlega ár, og stjórnin
okkar leggur á flótta? Hvar er
þinn hagvöxtur, hvar höndlar þú
enn loforð stjórnarinnar, ert þú
ekki eftir allt saman hinn
ánægðasti? Þeir sögðu nú greyin
að meginmarkmiðið hefði reynd-
ar náðst, og það var að full
atvinna héldist. Ja, sei sei, það
hefur sem sagt verið á þeirra
stefnuskrá, að það myndi mok-
fiskast allt í kringum landið,
sem er undirstaða atvinnulífs-
ins, og verð yrði sæmilega gott
fyrir afurðirnar. Þetta hlýtur að
vera mikilsverður liður á stefnu-
skrá, og þeim tókst sem sé að
framkvæma þennan lið, og við
héldum vinnunni. ÞÖKK SÉ
ÞEIM ER AÐ STÓÐU.
Velmegun
sósíalismans
Og við unum glaðir við
síversnandi launakjör, aukið
misrétti, og að sjálfsögðu meiri
skatta, ja hætt er nú við.
Ekki nenni ég nú að fara með
þessa gömlu loforða-þulu fyrri
stjórnarflokka, enda kann þjóðin
hana utan að. En við sjáum öll ef
við viljum, að lyginni var ausið
yfir okkur, „fagurskreyttri lygi“.
Svo stóðu þeir eins og þursar
þegar þeir sáu að fólkið hafði
trúað þeim, og þá var úr vöndu
að ráða. Rúma tvo mánuði tók að
hnoða þessum óskapnaði saman.
Hvað olli? Óttinn við afleiðingu
lyginnar, og ekkert annað, enda
vill enginn þeirra kannast við
skammir sínar og svik og ráða-
leysi. Hvað eigum við svo að
kalla þetta, „velmegun sósíal-
ismans" eða eitthvað þessháttar,
þetta má heita hvað sem það vill
fyrir mér. En eitt er víst að lygin
lagar ekki okkar vanda, við
skulum ekki reyna það aftur.
Framsýni
sósíalismans
Nú verðum við að brjóta odd
af oflæti okkar og fela einum
flokki átökin við vandann.
Flokki sem vinnur af festu og
öryggi og gerir sér glögga grein
fyrir eðli hans og afleiðingum og
viðurkennir staðreyndir s.s.
síhækkandi olíuverð svo dæmi sé
tekið. Eg minnist þess að á
viðreisnarárunum í tíð Jóhanns
Hafstein sem iðnaðarráðherra,
sýndu nokkrir ágætir sjálfstæð-
ismenn því mikinn áhuga að
reist yrði olíuhreinsunarstöð hér
á landi. Og hverjir voru á móti
aðrir en þeir sem alltaf eru á
móti? Það voru kommúnistar,
framsýni sósíalismans gerið þið
svo vel. Hvað ætli hún væri búi'n
að spara mörg þúsund milljónir
sú? Það var ógæfulegt bjástur á
viðskiptaráðherra okkar fyrr-
verandi, þegar hann var að
reyna að gráta nokkra olíudropa
út úr vinum sínum Rússum
undir verði og allt kom fyrir
ekki. Það er annars athyglisvert
hvað kommúnistar ygla sig hver
framan í annan, þessir bræðra-
lagseiíglar.
Völdin aðalmálið
Ég get ábyrgst það sem fyrr-
verandi harðlínukommúnisti, að
þeir sem gefa Alþýðubandalag-
inu atkvæði sitt í kosningum,
halda fyrst og fremst að þeir séu
Ámundi Loftsson.
að kjósa hærra kaup sér til
handa, en nú hefur sá ágæti
flokkur fært okkur heim sann-
inn um eitthvað allt annað, eða
öllu heldur ekki neitt, enda
hrekkur það út úr þeim annað
slagið, að vandinn sé ekki aðal-
málið, heldur völdin, að geta
drottnað yfir okkur. Ég er viss
um að Gvendur á Eyrinpi hafði
of lítið kaup, en ég er hins vegar
ekkert viss um að hann hafi
viljað miðstýringu og ríkisforsjá
á öllum sköpuðum hlutum. Við
verðum að læra betur að virða
okkur og aðra sem sjálfstæðar
persónur, við verðum að læra að
verða ábyrgir gerða okkar og
hætta óverðskulduðu heimtu-
frekjuvæli og að stappa niður
fótunum. Þetta mun Sjálfstæðis-
flokkurinn hjálpa okkur við með
stefnu sinni, að láta okkur sjálf
njóta arðsins af okkar basli.
Hann vill færa okkur völdin í
hendur, og treysta frelsi ein-
staklingsins og virða hann.
Hann vill láta atvinnuvegi
landsmanna njóta arðs af því
sem þeir skapa þeim til'eflingar,
og þó sér í lagi til að útrýma
kaupránstilhneigingu. Hann vill
efla fjölbreytni í iðnaði, þannig
að allt hvíli ekki á einni megin-
stoð „Sjávarútveginum".
Hvað viljum við
Við verðum að átta okkur á
því hvað við viljum, viljum við
síhækkandi verðbólgu? Viljum
við aukna miðstýringu og ríkis-
forsjá og misbeitingu ríkisvalds?
Viljum við útrýma sjálfsbjarg-
arviðleitninni og kalla yfir okkur
heimtufrekjuaumingja ýmiskon-
ar? Viljum við drottnandi vald
sem segir okkur að sitja og
standa eins og henta þykir? Eða
viljum við stöðugt og gott verð-
lag? Viljum við traust og góð
viðskiptasambönd við aðrar
þjóðir? Viljum við efla fjöl-
breytni atvinnulífsins og virkja
vatnsföllin okkar og koma upp
stóriðju? Viljum við yfirleitt
ekki þurrka síðasta sultardrop-
ann af nefi okkar? Eða eigum við
að láta kommúnista ljúga okkur
full og láta þá svo auðmýkja
okkur og svíkja í annað sinn?
Svend-Aage Malmberg haffræðingur:
Lúðvik Jósepsson
og íslenska loðnan
Þessa mynd tók Emilía Björnsdóttir i hinni nýju verslun í
Hafnarstræti, og á myndinni eru þær Guftrún Markúsdóttir og Sigrún
Hallsdóttir. Verslunin nefnist STRÆTIÐ.
Strætið í Hafnarstræti
Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi
alþingismaður, sér astæðu til þess
í viðtali við Morgunblaðið 25.
október að lasta sjávarútvegsráð-
herra, Kjartan Jóhannsson, fyrir
fund íslenskra og norskra fiski-
fræðinga um sameiginlegar rann-
sóknir þeirra á íslensku loðnunni,
sem á að halda í Reykjavík í
næstu viku.
Lúðvík virðjst mer rugla saman
rannsóknum fiskifræðinga annars
vegar, og ákvörðunartöku stjórn-
valda hins vegar. Það er góð og
gild venja að haf- og fiskirann-
sóknir séu sem frjálsastar þrátt
fyrir alla eiginhagsmuni og sér-
eign varðandi nýtingu á auðlind-
um hafsins. Alþjóða hafrann-
sóknaráðið hefur gengið á undan í
þessum efnum með góðu fordæmi,
enda er óhægt um vik í þessum
fræðum að ná árangri ef fara á
eftir einhverjum línum á sjókort-
um og segja: hingað og ekki
lengra. Þannig hittast haf- og
fiskifræðingar hinna ýmsu landa,
fleiri eða færri, iðulega á hinum
og þessum stöðum, til þess að bera
saman bækur sínar eins og það er
kallað. Okkar menn hafa t.d. sótt
margan fundinn í Noregi og
reyndar stýrt þeim þar sem m.a.
var fjallað um norsk-íslensku
síldina, og þá að sjálfsögðu bæði
innan og utan norskrar lögsögu.
Svend-Aage Malmberg
Eins hafa t.d. Sovétmenn sótt
fundi hingað heim til viðræðna við
starfsbræður sína um m.a. kol-
munna bæði utan og innan
íslenskrar lögsögu. Þannig má
lengi telja.
Vissulega eiga þjóðirnar hags-
muna að gæta, en hagsmunirnir
mega þó ekki koma í veg fyrir að
vísindamenn þeirra geti skipst á
skoðunum um veigamikil málefni
eins og nú um íslensku loðnuna.
Sameiginlegt álit fiskifræð-
inganna hlýtur reyndar að styrkja
málstað okkar ef við göngum út
frá því sem vísu að hann sé réttur
Vísindalegt mat fiskifræð-
inganna á veiðiþoli íslensku loðn
unnar snertir ekki beinlínis það,
hvað hver fær til skiptanna. Er
telji fiskifræðingarnir að loðnu-
stofninn sé í hættu, þá leiðir sú
niðurstaða til þess að sjónarmið
íslendinga fær væntanlega meiri
hljómgrunn en ella og við getum
þá líka fylgt málinu betur eftir,
innanlands og utan, af festu.
Að öðru leyti er það stjórnvalda
að ákvarða aflamagn, og að sjálfs-
ögðu ráða íslendingar því sjálfir
hvað mikið er veitt innan þeirra
lögsögu. Um það atriði geta ekki
verið neinar deilur. Við ákvörðun-
artöku stjórnvalda á aflamagni er
gott að geta stuðst við samdóma
álit íslenskra og norskra fiski-
fræðinga. Þetta veit Kjartan Jó-
hannsson, sjávarútvegsráðherra,
vænti ég, og því er sem er af hans
hálfu. Allt tal sem gerir fund
fiskifræðinganna tortryggilegan,
er til þess eins að skaða okkar
málstað, og reyndar málstað loðn-
unnar. Lúðvík Jósepsson hefur
líka hingað til látið slíka fundi
óátalda að því að ég best veit, bæði
í fyrra, í sumar sem leið og oft
áður. Hugsanlega er kominn kosn-
ingaskjálfti í hinn annars spaka
og framsýna mann á sviði fisk-
veiðilögsögu við ísland. Lúðvík
Jósepsson sér vonandi að sér í
þessu máli og gengur í lið með
íslensku loðnunni, þótt engan hafi
hún kosningaréttinn. Það getur
hann t.d. gert með að halda á lofti
rannsókna- og fundafrelsi á sviði
haf- og fiskirannsókna.
Hafnarfirði
26. október 1979
NÝLEGA var opnuð ný verslun í
Hafnarstræti í Reykjavík, sem
einkum mun versla með kvenfatn-
að. Eigendur eru þau hjónin Guð-
rún Markúsdóttir og Þór Fannar.
Hin nýja verslun ber nafnið Stræt-
ift, og er til húsa í Hafnarstræti
18.
Hafnarfjörður:
Bætt aðstaða víð sundhöllina
B/EJARRÁÐ Hafnarfjarðar hef-
ur falift íþróttafulltrúa, bæjar-
verkfræðingi og skipulagsfull-
trúa að vinna að útfærslu hug-
mynda um viðbyggingu við
sundhöllina i Hafnarfirði.
Gert er ráð fyrir því að hug-
myndir liggi fyrir fullmótaðar í
desember n.k., en samkvæmt hug-
myndinni er gert ráð fyrir því að
búnings- og baðaðstaða öll verði
bætt verulega.
Jens í Kaldalóni:
Björgun úr björgum — leiðrétting
Bæjum, 18. október 1979.
í frétt frá mér í Morgunblaðinu
17. þ.m. um björgun fjár úr
björgum, vildi svo illa til að nafn
annars þeirra, er að þeirri björgun
stóðu misritaðist hjá mér svo
hrapallega, að ég vil hér með
koma á framfæri leiðréttingu þar
um. Nefndur lögfræðingur þar
heitir Tryggvi Guðmundsson, en
ekki Hinrik eins og þar er skrifað,
bið ég viðkomandi afsökunar á
þessum mistökum.
Tryggvi er ættaður af Strönd-
um, sonur Guðmundar Óla Guð-
jónssonar í Skjaldarbjarnarvík, og
síðar Þaralátursfirði. Hefur hann
stundað eggjatöku og fuglatöku í
Horn- og Hælavíkurbjargi frá
unglingsárum með Kjartani þess-
um Sigmundssyni félaga sínum í
Bjarnarnúpsförinni, og láta þeir
félagar sér ekki allt fyrir brjósti
brenna þá komnir eru á vígaslóðir
í bjargferðum sínum. Tjáði
Tryggvi mér að 2 lömb, af þeim 9
kindum, sem þeir björguðu úr
Bjarnarnúp, hefðu þeir orðið að
taka upp á vað, mátti ekki tæpara
vera en að annar þeirra komst á
syllu þá, er þau voru á, til að
bregða á þau böndum, þar sem
hinn togaði í uppá næstu syllu.
K-.ki veit ég um aðra menn hér um
slíðir, sem færir eru til slíkra
l'eiða, og er mikill skaði að því að
sú stétt manna deyi út, svo marga
nauðsyn sem þeir leysa kunna í
slíkum tilfellum sem þessum.
Þá skal einnig tekið fram, að
Kjartan Sigmundsson er ættaður
úr Hælavík, en ekki Drangavík,
eins og fram kom í fyrri frétt. Erí
verði þessi mæti lögfræðingur
jafnfær og harðskeyttur í lögvís-
indum og fuglabjörgum, verður
ekki á hann snúið fyrir ekki neitt.
En í bjargferðum hygg ég að hann
muni geta snúið á koílega sína.