Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
Frlmerki
eftir JÓN
AÐALSTEIN
JÓNSSON
V etrarstarf frímerk ja-
safnara er að hef iast
Svo hefur ráðizt, að ég hafi
enn á hendi þátt um frímerki
hér í blaðinu, en svo hefur verið
óslitið síðastliðna þrjá vetur,
eins og þeir vita, sem áhuga hafa
á þessu efni. Raunar var ætlunin
að hefja þennan þátt fyrir hálf-
um mánuði, eða um miðjan
mánuðinn, svo sem gert var í
fyrra, enda eru safnarar nú
óðum að taka fram frímerki sín
og albúm eftir hvíld sumarsins.
Því miður gat ég ekki haldið þá
áætlun, en nú skal þess freistað
að hefja þáttinn.
í fyrravetur var þessi
frímerkjaþáttur hálfsmánaðar-
lega, og tókst nokkurn veginn að
halda þeirri reglu. Slíkt getur að
vísu verið allbindandi — ekki
sízt fyrir einn mann, — jafnvel
þótt af nægu efni sé að taka.
Sannleikurinn er sá, að tiltöiu-
lega auðvelt er að fitja upp á
umræðuefni í tómstundaþætti
sem þessum, ef bæði tími og vilji
er fyrir hendi, en vitaskuld
verður efnið misjafnt að gæðum.
Hinu neita ég svo ekki, að mér
þóttu lesendur um of tregir eða
hlédrægir til að senda þættinum
línur til birtingar á síðasta vetri,
en vonandi taka einhverjir rögg
á sig á vetri komanda. Þá vil ég
þegar í upphafi taka það fram,
að ekki er víst, að unnt verði
fyrir mig að halda sömu reglu og
í fyrra, en um hitt verður reynt
að sjá til, að þáttur þessi birtist
annaðhvort á laugardegi eða
sunnudegi. Lesendur mega sem
sagt ekki búast við honum hálfs-
mánaðarlega, enda þótt þess
verði vissulega freistað. Hitt
gæti svo aftur komið fyrir, ef
sérstakar ástæður verða til, að
nýr þáttur kæmi út að viku
liðinni.
Ný frímerki
Frá því er síðasti þáttur birt-
ist 21. júlí sl., hefur Póst- og
símamálastofnunin gefið út tvö
frímerki. Er annað þeirra 140 kr.
að verðgildi og tileinkað Al-
þjóðaári barnsins. Hitt merkið
er 500 kr. og gefið út í tilefni
þess, að Stjórnarráð íslands
varð 75 ára 1. febrúar sl. Þar
sem þessi frímerki hafa verið í
umferð síðan 12. sept., er
ástæðulaust að lýsa þeim nánar
hér. Þó get ég ekki látið hjá líða
að fara um þau nokkrum orðum.
Barnaársmerkið er teiknað af
„ungri listakonu, Nönnu Huld
Reykdal (f. 1971)“, eins og segir í
tilkynningu póststjórnarinnar.
Að mínum dómi er þetta merki
stílhreint og mynd þess í fullu
samræmi viö tilefnið. Stjórnar-
ráðsmerkið hefur Þröstur Magn-
ússon teiknað. Þar finnst mér
vanta alveg ramma utan um
sjálft myndefnið, þannig að allt
rennur út í eitt, þegar frímerkið
er límt á hvítt umslag. Er ég satt
að segja hissa á, að vanur
teiknari skuli ekki sjá þessa
missmíði á annars þokkalegu
merki, sem sýnir okkur skjaldar-
merki íslands fyrir 1904 og svo
eftir til ársins 1919. Vitaskuld
má deila um, hvernig bezt sé að
hafa eða orða þann texta, sem
settur er á frímerki. En hér
hefði ég kosið að sleppa ákveðna
greininum og segja einungis:
Skjaldarmerki til 1904 og svo
Skjaldarmerki 1904—1919. Of-
notkun greinis er aldrei til
fyrirmyndar og hér hefði hann
að ósekju mátt missa sig.
Þegar Póst- og símamála-
stofnunin sendi út tilkynningu
sína um ofangreind tvö frímerki,
tilkynnir hún ósköp sakleysis-
lega um útkomu „nýs merkis".
Þar segir svo: „Nr. 184, 30. IV.
1979 110 kr. 3.500.000 (leiðrétt-
ing, correction)." Ef þessi klausa
skyldi hafa farið fram hjá ein-
hverjum safnara, vil ég vekja
athygli á henni.
Hér hefur póststjórnin sem
sagt bætt 2 milljónum við 110 kr.
Evrópumerkið frá í vor, því að
hún var þegar búin að gefa upp
upplag þess, 1.500.000, og var það
jafnstórt og af 190 kr. merkinu
úr sömu seríu. Eitthvert feimn-
ismál virðist þetta vera hjá
stofnuninni, því að ég hef aldrei
heyrt það fyrr, að endurprentun
frímerkis væri „leiðrétting".
Sennilega á þetta að vera ein-
hver afsökun við safnara, því að
þeir eru vitanlega ekki of hressir
yfir því, að gripið sé til endur-
prentana sama merkis út úr
neyð eða af mistökum póst-
stjórnarinnar. Vonandi endist
svo þetta nýja upplag fram að
næstu burðargjaldshækkun, sem
trúlega er ekki langt undan, ef
að líkum lætur. Ekki hef ég
heyrt um nokkurn mismun á
„fyrri" og „seinni" prentun, enda
er svissneska prentsmiðjan svo
vönduð við sitt verk, að ég á
tæplega von á því. En ég held, að
samtök frímerkjasafnara þurfi
að vera vel á verði, ef íslenzka
póststjórnin leikur aftur þennan
leik.
Næstkomandi fimmtudag, 1.
nóvember, er svo von á tveimur
nýjum minningarfrímerkjum.
Er lægra verðgildið 150 krónur,
og ber það merki mynd þeirra
hjóna Jóns Sigurðssonar forseta
og Ingibjargar Einarsdóttur. En
í desember eru eitt hundrað ár
liðin frá láti þeirra, og af því
tilefni er frímerkið gefið út.
Þröstur Magnússon hefur teikn-
að þetta merki og notað sem
fyrirmynd næsta sjaldgæfa
ljósmynd af þeim hjónum, sem
birtist í Bréfasafni Jóns, er út
kom á aldarafmæli hans árið
1911. Mun þessi mynd hafa verið
tekin um sama eða svipað leyti
og þau gengu í hjónaband árið
1845. Hitt frímerkið er 200
krónur að verðgildi, og er út-
koma þess tengd frægasta rit-
höfundi Islendinga að fornu,
Snorra Sturlusyni, en á þessu ári
eru átta aldir liðnar frá fæðingu
hans. Þessa afmælis hefur þegar
verið minnzt á veglegan hátt af
Háskóla Islands og ríkisstjórn-
inni með samkomu í hátíðasal
Háskólans í júní síðastliðnum og
svo sýningu á handritum og
útgáfum á ritum Snorra í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins. Stóð sú
sýning lengi sumars. Vel hefði
farið á því, að minningarfrí-
merki póststjórnarinnar hefði
komið út um leið og afmælisins
var minnzt í sumar og raunar
sjálfsagt. Trúlega hefur hér ver-
ið eitthvert sambandsleysi milli
réttra aðila.
Engu að síður afsakar það
ekki, að póststjórn okkar er því
miður oft anzi svifasein í útgáfu-
málum sínum. Myndefni þessa
frímerkis er hluti af því eina
blaði, sem varðveitzt hefur úr
Kringlu, elzta handriti Heims-
kringlu, sem vitað er um og ritað
var um 1260. Hér hefur þess
vegna einnig bætzt enn eitt
merki í flokk íslenzkra handrita-
frímerkja, og fer vel á því.
Dagur frí-
merkisins
verður að þessu sinni haldinn
þriðjudaginn 6. nóv. n.k. Segja
má, að hann verði með hefð-
bundnum hætti, enda er hann
kominn í nokkuð fastan farveg
og orðinn árviss atburður í
samskiptum íslenzkra frí-
merkjasafnara og íslenzku póst-
stjórnarinnar. Hefur hún eins og
áður látið gera sérstimpil til
nota á aðalpósthúsinu í
Reykjavík, og sést i honum telpa
að leik. Er stimpillinn þannig
tengdur barnaári Sameinuðu
þjóðanna, og á það vissulega vel
við.
I tilkynningu póststjórnarinn-
ar um Dag frímerkisins er tekið
fram, að lágmarksburðargjald
undir bréf sé 110 kr. og 90 kr.
undir prentað mál. Þetta verða
menn að hafa í huga, þegar þeir
frímerkja umslög sín, því að ella
fá þeir þau ekki stimpluð. Um
leið og ég bendi á þetta, sakar
ekki að minna safnara á að nota
mismunandi frímerki á umslög-
in, ef þess er kostur, því að það
eykur fjölbreytnina. Þá þarf
tæplega að nefna það við safn-
ara, að Félag frímerkjasafnara
gefur að venju út sérumslög til
nota við stimplun á Degi
frímerkisins, og fást þau í
frímerkjaverzlunum og eins hjá
félaginu sjálfu.
Félagar í F.F. minnast dagsins
á ýmsan hátt, en nú mun áreið-
anlega margur sakna Sigurðar
Ágústssonar, sem sá allt frá
upphafi um, að margs konar efni
var sýnt á nokkrum stöðum í
Reykjavík þennan dag, en auð-
vitað naut hann til þessa aðstoð-
ar ýmissa ágætra félaga. Þegar
þetta er ritað, mun ekki að fullu
ráðið um gluggasýningar í sam-
bandi við Dag frímerkisins að
þessu sinni. Þó hef ég heyrt, að
reynt muni verða að hafa sýn-
ingu í gluggum Landsbankans að
Laugavegi 77 og þá e.t.v. sýnt
eitthvað af þeim hjálpargögnum,
sem safnarar nota við söfnunina,
t.d. frímerkjalistar og bækur og
blöð um frímerki. En þetta
kemur allt í ljós síðar.
Þá er ákveðið, að frímerkja-
safnarar í Reykjavík og ná-
grenni geti hitzt og rabbað
saman um hugðarefni sín á
Hótel Holti (í Þingholti) að
kvöldi Dags frimerkisins, svo
sem venja hefur verið um nokk-
ur ár. Hefst samkoman kl. 20.30,
og eru safnarar hvattir til að
fjölmenna.
Frímerkja-
uppboð í dag
Hlekkur sf. heldur 5. frí-
merkjauppboð sitt í dag í ráð-
stefnusal Hótels Loftleiða, og
hefst það kl. 14. Uppboðsefnið
verður til sýnis frá kl. 10—11.30
á sama stað. Þar sem uppboðið
er svo nærri, er ástæðulaust að
lýsa efninu nákvæmlega hér.
Alls eru 420 númer og vissulega
allmikil fjölbreytni í efni. Þó
verður að segja eins og er, að
heldur virðist þar færra um
verulega áhugavert efni en á
fyrri uppboðum Hlekksins. En
þrátt fyrir það geta vafalaust
margir gert þar góð kaup, og því
er sjálfsagt að hvetja frímerkja-
safnara til að fara á það. Þess
vegna minnist ég á uppboðið hér,
þótt seint sé.
Eru peningarnir ydar kannski
dýrmætari en þér haldid...?
VERÐLAG er síbreytilegt á
slíkum verðbólgutímum, sem við
nú lifum á, og verð á mynt og
seðlum virðist halda vel í við
verðbólguna. Gull- og silfurmynt
hefur undanfarið hækkað mjög
mikið, miðað við hvaða gjaldmiðil
sem er. Verðskráning á íslenskri
mynt og seðlum er í verðlistanum
íslenskar myntir. Ég ætla rétt
aðeins að benda á, að 10 eyringar
frá 1925 og 1929 eru þar metnir á
þetta 7 þús. til 27 þús. krónur
stykkið. Það væri þó alveg einstök
tilviljun ef einhver ætti 10 eyring
frá 1925 eða 1929, sem hefur aldrei
farið í umferð, og er eins og nýr úr
sláttunni en svoleiðis peningar eru
örugglega 27 þús. króna virði. Ég -
hefi tekið 10 eyringana hér sem
dæmi, en í sumar keypti ég 2
krónu pening frá 1925 á 37 þús.
Einn alKennanti verðliatinn sem ialenHk-
ir myntsafnarar nota. Hér er nýjanta
llttíáfa hans.
krónur. Sá peningur er líka eins og
nýsleginn. 1 eyringar, 2 eyringar
si«a*
mentkatalog
1980
Norden
WJ079
11. UDQAVE
eftir RAGNAR
BORG_____________
og 5 eyringar hafa enn ekki náð
neinu umtalsverðu verði, en allar
upplýsingar um verð á íslenskri
mynt er að finna í verðlistanum
íslenskar myntir 1980, sem m.a. er
seldur á Myntsýningunni í Boga-
salnum. Gamlir gull- og silfurpen-
ingar geta haft töluvert verðgildi.
Við myntsafnarar veitum þeim,
sem koma á Myntsýninguna í dag,
og taka með sér gömlu peningana,
íslenska eða útlenda, ókeypis þjón-
Myntin á myndinnl er til sðlu hjá
Möntstuen i Kaupmannahöfn. Peninsur
nr. 2 kostar 4250 danskar krónur.
Peninxar nr. 20 otc 21 eru svo dýrir ott
sjaldtcœfir, að beðið er um tilboð i þá.
Aðrir penintcar á myndinni kosta þetta
675 til 1200 danskar krónur.
ustu við að meta verðmæti þeirra.
Við munum hafa með okkur verð-
lista yfir gamla og nýja peninga.
Myntsýningin er opin frá kl. 14.00
til 22.00 og þetta er næst síðasti
dagur sýningarinnar.