Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 15

Morgunblaðið - 27.10.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 15 ÚTVARP REYKJAVÍK HELGARVIÐTALIÐ „Nú verða sagð- ar morgunfré ttir ” Ljósm. Mbl.: KristjSn. Karl Kristjánsson loftskeytamaöur í Gufunesi innan um öll tækin og hvílir höndina á morslyklinum góöa. „Útvarp Reykjavík, nú verða sagðar fréttir.“ Hver þekkir ekki þetta upphaf fréttatíma ríkis- útvarpsins, en þeir eru hins vegar ekki margir, sem hafa heyrt þessa tilkynningu í morsi og þaðan af síður skilið boðskapinn. sem í kjölfarið fylgir. Frá Loftskeyta- stöðinni í Gufunesi eru daglega sendar út útvarpsfréttir á morsi og einnig er fréttatími útvarpsins í hádegi sendur á stuttbylgju. Þessar fréttir eru einkum ætlað- ar fyrir sjómenn á hafi úti, en einnig íslendinga í nálægum lönd- um, geta margir hverjir náð þess- um fréttum reglulega, en þó er það mjög misjafnt eftir skilyrðum hverju sinni. Morsfréttunum hefur verið náð með góðum tækjum í Tel Aviv í Israel og dæmi eru um, að menn hafi hlustað á kosningaút- varp á stuttbylgju í Sviss. Haukur Erlendsson deildarstjóri Fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi hefur með þessi mál að gera og sagði hann í samtali við Hlaðvarp- ann, að útdráttur úr fréttatíma útvarpsins væri sendur klukkan 21.30 á kvöldin og síðan aftur klukkan 7.40 á morgnana. Nýbúið er að taka upp sendingar á þessum tíma, en þær voru áður fjórum sinnum á sólarhring. Samdráttur- inn í ríkiskerfinu kemur víða við sögu. Ekki er þó endaniega gengið frá því að þessir tímar verði notaðir í framtíðinni. Hádegisfréttum er útvarpað á stuttbylgju daglega og er þá út- sendingunni „kúplað“ inn á stutt- bylgju og sent á fjórum tíðnum. Sent er frá klukkan 12.10 til 12.50 eða fram að auglýsingum og snar- lega hætt þegar þær byrja. Hauk- ur Erlendsson tjáði okkur að stuttbylgjusendingar ættu að heyrast í Skandinavíu, Bretlandi og öðrum nálægum löndum. Mors- fréttirnar, sagði hann að hefðu heyrst í ísrael, en þar starfar kollegi loftskeytamannanna, Björgúlfur Gunnarsson, hjá E1 Al-flugfélaginu. Hann hefur góða aðstöðu til að ná þessum fréttum og tekur fréttir að heiman þegar hann kemur því við. Þessi þjónusta er þó, eins og áður sagði, fyrst og fremst hugsuð fyrir sjómenn á hafi úti. Nást morsfréttirnar mjög víða, en það fer þó eftir skilyrðum hverju sinni. Mynd Daníels Sigmundssonar af Gunnvöru þar sem hún lá í Fljótavík á Ströndum eftir strandið í janúar 1949. EFTIR miklar og heitar deílur um skólastjórastööuna í Grindavík nú í haust, brigzlyrði á báða bóga og jafnvel lögreglurannsókn, varö það úr aö Gunnlaugur Dan Ólafsson, þrítugur Kópvægingur, gegndi skólastjórastöðunni í vetur, en næsta vor yrði þessi staða, og einnig staða yfirkennara við skólann, auglýst laus til umsóknar. í Grunnskóla Grindavíkur eru um 450 nemendur á aldrinum 6—16 ára og þar starfa 20 kennarar, en þó ekki allir í fullum stööum. Til að grennslast fyrir um hvernig skólastarfið gengi í þessum mjög svo umtalaða skóla höföum við samband við Gunnlaug í vikunni og var hann fyrst spurður hvort skólastarfiö væri komíð í eðlilegt horf. Ég vildi gera mitt til að legsaþessa deilu L|ó*m. OuMlnnur. Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri í Grindavík, liðsinnír nokkrum nemenda sinna í gærmorgun. — ÞAö, sem lýtur aö skóla- starfinu sjálfu, er alveg komiö í eðlilegt horf. Hins vegar, vegna alls þessa deílumáls, vannst ekkl nægur tími til aö búa skólann undir skólastarfiö, t.d. í sam- bandi við húsnæðismálin. Viö erum því enn að bíta úr nálinni meö þaö og höfum jafnvel þurft aö kenna í félagsheimilinu Festi. En þetta er allt aö komast í rétt horf og er þaö ekki sízt aö þakka góðri samvinnu og einurö kenn- ara. — Er skólinn þó i of litlu húsnæói? — Skólinn er reyndar ekki í ýkja gömlu húsi, en það er oröiö of lítiö fyrir skóla meö þennan nemendafjölda. — Nú hófst skólastarfiö síöar í Grindavík í haust vagna þessa deilumóls, var mikil ólga í skól- anum sjólfum meðan ó þessu stóö? — Meðan þetta stóö sem hæst allt saman, þá var skólinn ekki byrjaður og meöan Hjálmar var hér í Grindavík var enginn skóli byrjaöur nema hvaö viö vorum búin að boöa 9. bekk. — Hvernig stóö ó þvi aö þú varöst skólastjóri í Grindavík? — Eftir aö Hjálmar var ráöinn sem skólastjóri, þá sagöi yfir- kennarinn af sér í mótmælaskyni viö þá ráöningu. Þá var farið fram á þaö við mig, að ég tækl aö mér yfirkennarastarfið og ég geröi það eftir að hafa hugsað mig vel um. Þaö sem geröist næst var aö Hjálmar sagöi upp sínu starfi þegar þaö var endan- lega ákveöiö af hans hálfu, að hann kæmi ekki til Grindavíkur. Skólanefndin sneri sér þá til mín og fór þess á leit viö mig, aö óg tæki þetta starf aö mér. Skóla- nefndin var sammála um aö æskja þessa og ég geröi þaö meö það'í huga aö leggja mitt af mörkum til aö leysa þessa deilu. Sú ástæöa vó miklu meira en einhver sérstakur áhugi fyrir starfinu og allra sízt viö þessar aöstæöur. — Er þetta frumraun þín aem skólastjóri? — Já, ég hef ekki áöur gegnt þessu starfi. Ég var kennari í Kópavogi í 2 ár eftlr aö ég lauk kennaraprófi, þá var óg í 4 ár viö kennslu á Vopnafirði og þetta er þriöja árið mitt hér í Grindavík. Ég hef því komið töluvert nálægt þessu áöur, bæöi meö kennslu annars staöar og svo erum viö meö kennararáö hér eins og gengur í svona skólum. Ég var því töluvert Inni í skólastjórn áöur og kom því ekki alveg tómhentur í starfið. — Hvaö takur viö aö loknum þessum vetri, nú var sagt aö skólastjórastaöan yröi auglýst. Hvaö hyggst þú gera? — Þaö er alveg óráðiö hvaö ég geri í vor. Þessar stööur veröa auglýstar í vor, þ.e. skólastjóra- og yfirkennarastaöan. Ég hef ekkert ákveöiö hvaö ég geri þá og ætla aö sjá til hvernig þetta gengur í vetur. — Er gott að vera í Grinda- vík? — Mér hefur líkaö prýöilega aö vera hérna, gott fólk og góöír nemendur yflr höfuö. — Margir hafa klifað á menn- ingarskorti í Grindavík, hefur þú sem aökomumaöur oröiö var viö „fiska undir steini“ á staðn- um? — Síöur en svo og ég hef enga trú á aö hér sé frekar menningarskortur en í öðrum sambærilegum sjávarplássum. Fólk hefur ýmiss konar tóm- stundaiöju og félagsmál hér finn- ast mér í nokkuö góöu lagi. Þaö er töluvert mikiö hér um alls konar slíka starfsemi og nóg um aö vera ef menn hafa áhuga á því á annaö borö. — Ég vildi gjarnan bæta því viö í lokin, aö ég vona aö þessum deilum sé lokiö og menn snúl bökum saman, jafnvel þó þeir kunni aö hafa mismunandi skoö- anir á jjessum málum. Þessi deila má ekki bitna frekar á krökkun- um, ég vil aö skólinn sem slíkur hafi forgang og hann fái starfs- friö. BRETAR LEITA FRÉTTA UM GÖMUL SKIP „Það er nú ekki aldeilis að við sgnum þessu rœkt” Fyrir nokkru barst Morgunblaðinu bréf frá Minjasafni Rannsóknarfélags Lowestoft-hafnar í Englandi. í bréfinu var beðið um upplýsingar um skipið Gunnvöru er strandaði í Fljótavík á Ströndum í janúar 1949. Skipið var byggt í Lowestoft 1925, gufuskip, sem upphaflega bar nafnið Merit. Bretarnir höfðu mikinn áhuga á að fá mynd af skipinu á strandstað og vita um feril þess í eigu íslendinga. Safna þeir minjum, myndum og upplýsingum um skip þau sem smíðuð hafa verið í Lowestoft eða verið í eigu þeirra. Þetta minjasafn þeirra hefur lengi verið starfandi og áhuginn fyrir sögulegum minjum ekki nýtilkominn. Svo vel vildi til að Daníel húsa- smíðameistari og „altmuligtmand1' á ísafirði hafði tekiö mynd af Gunnvöru vorið 1949 og varö hann góöfúslega viö beiðni Bretanna og útvegaði þeim þessa mynd. í spjalli viö Hlaövarpann sagöist Daníel hafa „snattaö" í kringum slysa- varnaskýlin og starfsemi SVFj í rúmlega 30 ár, eöa frá 1942—1973. — Ég eyddi tómstundunum í þetta starf og lét smíða mörg slysavarna- skýli á sínum tíma, sagöi Daníel. — Átta þeirra voru sett upp norðan Djúpsins, en ég held að viö höfum látiö smíða 13 skýli hér á ísafiröi og þau fóru um allt land. Ljósm: Jón P. Ásgeirsson. Daníel Sigmundsson um borö í varöskipinu Tý í júlímánuöi síöast- liönum. En viö vildum vita hvort eitthvaö væri eftir af Gunnvöru í Fljótavik og sömuleiöis hvort Daníel teldi ekki aö viö gætum ýmislegt lært af Bretum varöandi söfnun muna, mynda og upplýsinga varðandi sjómenn, veiöar ýmiss konar og vinnubrögð í sjávarútvegi. — Það er orðið heldur lítið eftir af Gunnvöru þarna í Fljótavíkinni, sagöi Daníel. — Brúin var úr járni og hún er nú samanhnoðuð í fjörunni, en allt það sem var úr tré er löngu horfið. Mér finnst það virðingarvert hjá Bretanum að vilja vita hvaö veröur um sinn skipastól og þaö er nú ekki aldeilis aö viö sýnum þessu rækt. Þaö væru örugglega margir, sem væru tilbún- ir aö leggja sitt af mörkum, gamlir hlutir liggja víöa og margir hafa frá miklu að segja. Starfsemi sem þessi ætti ólíkt meiri rétt á sér í peninga- austri kerfisins heldur en margt annað, en það er lítill áhugi víðast hvar fyrir svona löguðu. Hvernig var ekki fariö með gamla Ægi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.