Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
Gunnar S. Bjömsson trésmíðameistari formaður
Meistarafélags byggingamanna:
Er þörf á breyttri skipan
kjara- og samningsmála?
Mikið hefir verið rætt um
kjaramál á undanförnum árum,
þessar umræður hafa einkennst
nokkuð mikið af ádeilum aðila
vinnumarkaðarins hvorn á
annan. Stundum hafa ádeilurnar
verið réttmætar og stundum
ekki.
Útkoma slíkra deilna hefur
hins vegar verið neikvæð að því
leyti að öll samskipti þessara
aðila hafa orðið stirðari og
erfiðari viðfangs, þó að þessir
sömu aðilar viti, að góð sam-
skipti eru grundvöllur þess að ná
góðum árangri í samskiptum
manna á milli jafnt og ákveð-
inna samtaka.
Þeir sem hafa fylgst með
samningum á síðustu árum og
þekkja vel til þessara hluta, vita
í hvers konar frumskógi taxta,
samningsákvæða, og alls konar
útreikningsleiða við lifum í dag.
Ef t.d. eru teknir sex hópar
innan Alþýðusambands Islands
þ.e. verkamenn, iðnverkafólk,
byggingamenn, málmiðnaðar-
menn, verslunarmenn og rafiðn-
aðarmenn og skoðað hve margir
taxtar eru í gildi í samningum
þessara hópa, þá eru þeir um sex
hundruð talsins. Erum við ekki í
þessu tilviki að gera málin flókn-
ari en við þurfum, sérstaklega
þegar þess er gætt að stór hluti
af þessum töxtum er með alls
konar útreikningsformúlur, sem
mjög fáir aðilar skilja. Enda er
nú svo komið að all flestir
almennir launþegar og atvinnu-
rekendur hafa ekki hugmynd um
hvernig eigi að reikna út laun
þegar launabreytingar verða.
Sama má segja um ýmis samn-
ingsákvæði, sem eru mjög mism-
unandi milli stétta. Þetta eru
atriði sem aðilar vinnumarkað-
arins þurfa að beita sér fyrir
lagfæringum á.
Sú hugmynd hefur talsvert
verið rædd í röðum atvinnurek-
enda, að aðilar vinnumarkaðar-
ins settu á fót starfshóp, t.d.
3—4 menn frá hvorum aðila,
sem hefði það hlutverk að skoða
og skilgreina möguleika til þess
að gerður yrði einn samræmdur
kjarasamningur fyrir alla
stærstu hópa innan A.S.Í. Slíkur
samningur þyrfti að innihalda
öll helstu kjaraatriði, sem al-
mennt eru í samningum. Einnig
þyrfti að fækka töxtum verulega
og einfalda þá. Hafa yrði í huga,
að efni slíks samnings væri í sem
mestu samræmi við gildandi
ákvæði almennra samninga,
þegar hann væri gerður.
Koma þyrfti upp einhvers
konar starfsmati, með það í
huga að ná sem eðlilegastri
uppröðun launþega, eftir eðli
þeirra starfa, sem þeir vinna. Af
nokkrum atriðum, sem taka
þyrfti sérstaklega á í slíkri
umfjöllun, vil ég nefna, að ein-
falda og fækka verulega ýmsum
álagskerfum, sérstaklega hjá
iðnaðarmönnum og fella ýmsar
sérgreiðslur inn í taxta. Gera
þarf ákvæði um slysa- og veik-
indagreiðslur, þannig að at-
vinnurekendur geti tryggt sig
gegn ýmsum slíkum greiðslum.
Meðan þessi ákvæði eru eins og
þau eru nú og ekki er hægt að
taka tryggingar fyrir þeim
skakkaföllum, sem upp koma, er
sýnilegt að ýmis smærri fyrir-
tæki standa engan veginn undir
þeim greiðslum, sem á þau geta
fallið. Auk þess má búast við að
þessi ákvæði í núverandi formi
leiði til þess, að fyrirtæki segi
upp eldra starfsfólki og þeim
launþegum, sem búast má við
miklum forföllum hjá vegna
veikinda. Ég gæti nefnt mun
fleiri atriði, sem lagfæra þarf, en
læt þetta nægja.
Ekki efast ég um að ýmsir
mundu finna slíkri samræmingu
flest til foráttu, en þó einkum
það, að heildarsamtök hafi eng-
an rétt til að vinna að slíku máli,
þar sem allur réttur til samning-
agerðar liggur hjá hverju félagi
fyrir sig. Ég held þó að hér sé
aðeins um fyrirslátt að ræða.
Kostir slíks samningsfyrirkomu-
lags eru svo ótvíræðir að ég held
að menn geti ekki sett fótinn
fyrir hugmyndir sem þessar og
dæmt þær fyrirfram ónothæfar.
Ef við t.d. gætum með slíku
losnað við alla þá togstreitu, sem
ríkir á milli hinna ýmsu hópa,
um innbyrðis launahlutföll, væri
það eitt nóg til að réttlæta slík
vinnubrögð. Ég geri mér fulla
grein fyrir því, að sú hugmynd,
sem hér er sett fram krefst mjög
mikillar vinnu, en sú vinna
myndi fljótt skila sér aftur í
bættum vinnubrögðum við
samningsgerð og launaútreikn-
inga. Forsendan er, að menn séu
tilbúnir að ræða þessi mál í
fullri hreinskilni og skoða án
nokkurra skuldbindinga, hugs-
anlegar leiðir og aðferðir.
Gleymum á meðan öllum göml-
um væringum og fastmótuðum
skoðunum á því kerfi, sem við
búum við.
Þær breytingar, sem orðið
hafa á öllu okkar þjóðlífi krefj-
ast þess, að fylgst sé með á öllum
sviðum og þá ekki hvað síst á
sviði launa- og samningamála.
Ég tel, að í komandi samning-
um í vetur eigi Alþýðusamband
íslands og Vinnuveitendasam-
band íslands að koma á fót
starfshópi, sem fengi það hlut-
verk að skoða einhverjar slíkar
leiðir, sem ég hef hér minnst á.
Hópnum ætti að setja nokkuð
rúman starfstíma en þó það
skilyrði að ljúka störfum og
skila frá sér stefnumörkun í
þessum málum fyrir ákveðinn
tíma. Sú vinna, sem í slíkt væri
lögð ætti vafalaust eftir að verða
bæði launþegum og atvinnurek-
endum til góðs á komandi árum.
Björg Einarsdóttir skrifstofumaður:
Pólitískt hugrekki -
flokkslegt siðgæði
Flestir eignast á ævi sinni
stórar stundir, sem rísa hátt í
endurminningunni og verða mörg-
um ómetanlegur sjóður. En dag-
legt ' líf fólks, þráðurinn sem
spunninn er milli þeirra atburða,
sem eftir sitja þegar litið er til
baka, skiptir þó mestu máli.
Hvernig er daglegt líf okkar
íslendinga um þessar mundir?
Flest erum við hrakin af vinnu-
álagi, kapphlaupi um hverja stund
og óvissu.
Óvissan birtist okkur í þenslu á
vinnumarkaðinum, í peningamál-
um og af óróleikanum í tali
stjórnmálamanna.
Við heyrum talað um verðbólgu
sem vágest, vitum að hún eróæski-
leg, en samt finnst sumum að hún
hafi skilað þeim ávinningi.
Við heyrum talað um að ráða
þurfi niðurlögum verðbólgunnar,
koma á raunverulegu verðgildi
peninga og raunsönnum vöxtum
svo við áræðum að geyma afrakst-
urinn af vinnu okkar í banka.
Launamaðurinn, sem fyllir
stærsta flokk landsmanna, vill fá
að vita hvort hann heldur atvinnu
sinni þó ráðist verði til atlögu við
sjúkt efnahagskerfi. Fólk veit nú,
samkvæmt boðun stjórnmála-
manna, að raunverulegar úrbætur
í efnahagsmálum kosta óþægindi
og það vill fá að vita hverjir eiga
að þola þau óþægindi. Fólk vill
skýr svör á skiljanlegu máli um
hvort einhverjir sleppi, en aðrir
fái óhæfilega bagga að bera.
Islenskt fólk þráir stöðugleika í
daglegt líf sitt, það vill vita að
kveldi, hvers konar dags það megi
vænta að morgni. íslenskir for-
eldrar vilja hafa einhverja hug-
mynd um hvernig framtíð þeir
eigi að búa börn sín undir.
Sá stjórnmálaflokkur hér á
landi, sem býr sig undir að svara
fólki þessum spurningum — hikar
ekki við að segja hluti þó þeir séu
óþægilegir — hefur pólitískt þor
til að standa við ummæli fyrir
kosningar að þeim loknum —
vinnur traust fólks af því að orð
og athafnir standast á — sá
stjórnmálaflokkur einn getur unn-
ið kosningarnar. Mikið atkvæða-
magn til að fieyta meirihluta
þingmanna, er aðeins hálfur sigur.
Fullur sigur er efndir að kosning-
um loknum.
Við sjálfstæðismenn, sem til
samans erum stærsta stjórnmála-
aflið í landinu, eigum að horfast í
augu við staðreyndir af kjarki og
trausti hver á öðrum.
Við vitum að verslunin er
hreyfiaflið, farvegurinn fyrir
verðmætið sem skapast á öllum
vinnustöðum landsins til neyt-
enda, innanlands og utan. Blómleg
Björg Einarsdóttir
verslun skapar blómlegt mannlíf
og fjölþætt mannlíf myndar
sterka einstaklinga, sem gera
þjóðfélag okkar þolið, svo það fær
staðist áföll.
Við vitum að óróleikinn á vinnu-
markaðinum stafar af því að
ólýðræðisleg vinnubrögð í laun-
þegasamtökunum, okkar eigin
samtökum — alls þorra vinnu-
færra manna í landinu, teyma
okkur út í hverja ófæruna af
annarri.
Við verðum að skilja að kjara-
samningar eru viðskipti tveggja
aðila, launþega og vinnuveitenda,
en ekki leikfang stjórnvalda og
íhlutun ríkisstjórna eingöngu
réttlætanleg sem nauðvörn lands-
manna allra.
Við verðum að lifa við þær
aðstæður, sem land okkar býður
upp á eða við sköpum sjálf,
gagnrýnislaus viðmiðun erlendis
frá getur blekkt okkur og losað af
þeirri rót, sem við eigum í sögu
okkar, tungu og þjóðlegri sam-
kennd.
Prófkosningarnar, sem sjálf-
stæðismenn ganga nú til víða um
land, er undanrás fyrir alþingis-
kosningarnar í desember. Við
skulum ganga til þessara kosninga
með hugarfari skákmannsins og
hugsa leikina fram í tímann. Það
eru kosningarnar í desember, sem
við þurfum fyrst og fremst að
vinna og standast prófraunina í
kjölfar þeirra.
Fyrir liði sjálfstæðismanna
mun þá fara sá formaður, sem
Sjálfstæðisflokkurinn kaus með
yfirgnæfandi trausti á Landsfundi
flokksins s.l. vor. Reykvíkingar
eiga þess kost í prófkjöri sínu um
helgina að staðfesta það traust
með því að velja formann sinn í
fyrsta sæti, í því felst flokkslegt
siðgæði — allt annað væri vatn á
myllu andstæðinga okkar að kosn-
ingum loknum.
Kristján Guðbjartsson:
Kristján Guðbjartsson.
Landbúnaður og ríkisbáknið
Landbúnaðarmál eru orðin mikill
höfuðverkur, hið sjálfvirka verð-
hækkanakerfi er mjög verðbólgu-
hvetjandi og leiðir til eilífs kapp-
hlaups milli hins almenna launþega
og bóndans, þessu verður að breyta.
Draga verður úr uppbótum og
styrkjum til landbúnaðarins og
selja vöruna á raunhæfu verði og
láta landbúnaðinn standa á eigin
fótum.
í stað niðurgreiðslna væri heil-
brigðara að mæta raunverði með
auknum fjölskyldubótum og lág-
launauppbótum, það kæmi þá þeim,
sem á þyrftu að halda til góða. Þeir
bændur sem væru með of lítil bú
sem skiluðu ekki lágmarkstekjum
fengju þá láglaunauppbætur, en
hætt yrði að styrkja þau bú sem
ekki þurfa á því að halda.
Reksturinn yrði þá heilbrigðari
og bæturnar færu til þeirra sem
þyrftu þess með, en ekki til ann-
arra.
Matvælaframleiðsla landbúnað-
arins yrði þá sjálf að vera sam-
keppnisfær við aðra matvælafram-
leiðslu, sem myndi þá draga úr
kapphlaupinu milli kaupgjalds og
verðlags.
Það þarf að færa vald Seðlabank-
ans til ríkisstjórnar og alþingis, og
grípa til raunhæfra aðgerða, sem
eru fólgnar í stórfelldum samdrætti
í ríkisbúskapnum.
Ríkisvaldið verður að ganga á
undan með niðurskurð fram-
kvæmda. Útflutningsuppbætur á
landbúnaðarvörur verða að minnka.
Umsvif ríkisins sjálfs eru megin-
ástæða verðbólgunnar og hárra
vaxta.
Afnema verður vörugjald sam-
fara réttri gengisskráningu en þá
myndi gengisbreyting ekki leiða til
verðhækkana, en gera kauphækk-
anir mögulegar.
Afnema þarf verðjöfnunargjald
og söluskatt af rafmagni, afnema
þarf söluskatt af sem flestri inn-
lendri framleiðslu og þjónustu, með
þeim hætti yrði dregið verulega úr
skattheimtu og hægt mjög á verð-
bólgunni. .
Við sjálfstæðismenn verðum að
stuðla að heilbrigðu þjóðskipulagi
og raunhæfari samkeppni á grund-
velli raunverðs.
Sjálfstæðismenn, stöndum vörð
um frelsið með heilbrigðri sam-
keppni.