Morgunblaðið - 27.10.1979, Síða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
Ölafur G. Einarsson:
Það var ekki ætlun mín að
skipta mér af miður vinsamlegum
skrifum um fyrirtækið Olíumöl
h.f. Þau skrif hafa nú staðið yfir
með smá-hvíldum síðan í janúar
og greinarnar sjálfsagt orðnar
nálægt 30 talsins í einu dag-
blaðanna. En þar sem ég hef orðið
þess var að málefni félagsins eru
notuð gegn mér í prófkjöri því,
sem fram fer nú um helgina, og
menn vita yfirleitt ekki hvað satt
er, verð ég í sem stytstu máli að
greina frá staðreyndum.
skyldu bæta við sig þar af kr. 200
milljónum, og hafði þeim verið
útvegað íán til þess. Fram-
kvæmdasjóður hafði samþykkt að
gerast meðeigandi með 100 millj-
ón króna hlut, og verktakar gátu
svo bætt við sig allt að 100
milljónum. Þessar ráðagerðir voru
samþykktar á aðalfundi. Af þeim
sveitarfélögum, sem hlut áttu í
félaginu, höfnuðu fjögur að bæta
við eign sína, Seltjarnarnes, Mos-
fellssveit, Gerðahreppur og Hafn-
arfjörður.
lags. Þótt þær yfiriýsingar hafi
reynzt marklitlar til þessa, er nú
alveg augljóst mál, að því verkefni
verður ekki lengur skotið á frest.
Því er það sannfæring mín, að
næg verkefni séu framundan og þá
þarf þetta félag ekki að biðja um
hjálp.
Tilvera félagsins hefur gjör-
breytt gatnakerfi flestra þéttbýl-
issveitarfélaga á landinu, og það
er einnig því að þakka að þessir
stuttu spottar þjóðvegakerfisins
hafa verið lagðir, eins og t.d.
austur yfir Hellisheiði og um
Suðurland, á Reykjanesi, í Mos-
fellssveit og víðar. Félagið er vel
búið tækjakosti, á fullkomna olíu-
stöð í Hafnarfirði og ræður yfir
þeirri tækniþekkingu, sem þarf til
að anna þeim verkefnum er fyrir
Verkefnin framundan næg
— og þá þarf þetta fyrirtæki
ekki að biðja um hjálp
Félagið hefur átt við mikla
rekstrarerfiðleika að stríða að
undanförnu. Orsakir eru margar,
en þessar helstar: of mikil eða
hröð fjárfesting, erfiðar erlendar
skuldir, sem í verðbólgu, með
tilheyrandi gengisfellingum, hafa
orðið æ erfiðari, og lítil verkefni
miðað við afkastagetu.
Fráfarandi stjórn, sem ég var
formaður í, skilaði af sér á
aðalfundi í vor. Þá hafði hún
undirbúið viðreisn félagsins þann-
ig, að hlutafé skyldi aukið um allt
að kr. 400 milljónir. Sveitarfélög
Ríkisstjórnin samþykkti í vor,
að heimila Framkvæmdasjóði lán-
töku, ef þörf væri, til þess að
sjóðurinn gæti lánað framan-
greindar upphæðir til sveitarfé-
laganna og gerst sjálfur aðili. Bréf
var skrifað af fjármálaráðherra,
samgöngumálaráðherra og félags-
málaráðherra, þar sem hvatt var
til þess að félaginu yrði hjálpað
yfir erfiðleikana.
Þrátt fyrir allar þessar sam-
þykktir hefur ekki enn verið
gengið endanlega frá hlutafjár-
aukingunni. Um orsakir þess ræði
ég ekki. Það hefur að sjálfsögðu
aukið á erfiðleikana, að ekki hefur
tekizt að fá þetta aukna fjármagn
inn í reksturinn. Til viðbótar
kemur svo, að aumingjaskapur
hins opinbera í lagninu bundins
slitlags hefur aldrei verið meiri en
í ár. Þannig fellur framleiðslan úr
rúmlega 70 þús. tonnum í 30
þúsund tonn. Allir, sem við rekst-
ur fást, skilja afleiðingarnar.
Félagið hefur á ferli sínum tekið
trúanlegar yfirlýsingar stjórn-
málaflokkanna, að nú yrði að gera
stórátak í lagningu bundins siit-
liggja. Afkastageta fyrirtækisins
er um 170 þúsund tonn á ári.
Framleiðsla til þessa er hins vegar
á fimmta hundrað þúsund tonn,
eða sem svarar slitlagi á veginn
frá Reykjavík og austur fyrir
Akureyri.
Skuldir félagsins eru nú nálægt
1300 milljónum. Eignir þess nema
svipaðri upphæð samkvæmt mati,
sem unnið var fyrir tæpu ári. Það
eignamat er við það miðað, að
félagið verði áfram í rekstri. Ef
félagið yrði gjaldþrota, fengist
ekki þetta verð fyrir eignir þess.
Á aðalfundi s.l. vor töldu sumir
fulltrúar að til þess að koma
málum félagsins í lag þyrfti að
losna við framkvæmdastjórann og
stjórnarformanninn. Hvort
tveggja varð, en erfiðleikum er
ekki lokið. Framkvæmdastjórinn
hætti snemma sumars að eigin ósk
og ég gaf ekki kost á mér sem
stjórnarformaður, en sit áfram í
stjórn. Sem slíkur hef ég reynt
með félögum minum í stjórninni
að leggja mitt af mörkum til að
halda félaginu gangandi. Það hef-
ur tekizt til þessa. Við höfum talið
það skyldu okkar gagnvart eigend-
um félagsins að gera allt, sem
unnt er, til að forða rekstrarstöðv-
un. Ef félagið verður gjaldþrota
tapa sveitarfélögin ein um 230
milljónum króna. Þeir sveitar-
stjórnarmenn, sem leggja stein í
götu þess að félagið rétti við, eru
ekki að gæta hagsmuna sinna
sveitarfélaga. Ef afstaða þeirra
byggist hins vegar á því, að ekki sé
þörf fyrir framleiðslu félagsins,
eða að þessi rekstur sé betur
kominn í höndum ríkisins, er hægt
að skilja þá.
Fyrir starf þessa félags hefur
hugsunarháttur fólks gjörbreytzt
að því er varðar umhverfi þess.
Það unir því ekki að vaða aurinn á
götum bæja sinna eða þola rykið,
þegar þurrt er. Vaxandi skilning-
ur er einnig á nauðsyn þess að
leggja bundið slitlag á þjóðvegina.
Ef félag þetta hættir störfum
verður óhjákvæmilega hlé á þess-
ari framleiðslu. Hún mun hins
vegar hefjast að nýju síðar, en þá
eingöngu í höndum ríkisins.
Yfirlýsing fjármálaráöherra í
Dagblaðinu í gær er ekki tímabær
og ekki gefin af réttum aðila. Það
sem þarf til að forða gjaldþroti er
að fjármagn, sem lofað var, verði
greitt. Auk þess þarf velvilja
ráðamanna. Ef fjármálaráðherra
telur sig meiri mann af því að gera
ekki það, sem í hans valdi stendur,
til að koma í veg fyrir fjárhagslegt
tjón ýmissa aðila, þá er það hans
mál. Hann er sá maðurinn, sem
mestu ræður um framvindu mála.
Hreggviður Jónsson:
Fyrir nokkrum dögum var kveð-
inn upp dómur í bæjarþingi
Reykjavíkur. Þetta mál fjallaði
um loforð, sem var gefið kjpsend-
um, launþegum Reykjavíkurborg-
ar fyrir síðustu kosningar og síðan
áréttað af sigurvegurunum í borg-
arráði og borgarstjórn með sam-
þykkt, sem er einstök. Samþykktin
var einstök að því leyti, að þar var
samþykkt að greiða „öllu starfs-
fólki borgarinnar“ í nánar til-
greindum áföngum „fuliar verð-
bætur skv. ákvæðum kjarasamn-
inga“. Þetta mál er mikið mál,
grundvallaratriði í siðgæði og í
stjórnarfari. Dómurinn sem féll
Voru þeir allir á útimarkaðinum
við pylsuvagninn? Sjálfstæðis-
flokkurinn í borgarstjórn var ein-
huga í þessu máli og mótmælti
þessu sem ólöglegu og taldi meiri-
hlutann fara út fyrir valdsvið sitt.
Það stjórnmálalega siðleysi,
sem kom fram í vinnubrögðum
núverandi meirihluta, er það sem
einkennt hefur alla sögu vinstri
manna. Þeir telja sig hafna yfir
landslög, hvað þá önnur lög.
Þegar nýr meirihluti hafði tekið
við stjórn Reykjavíkurborgar í
fyrsta sinn í hálfa öld voru
andstæðingar sjálfstæðisflokksins
Launþegar munu stefna
atkvæðum sínum til liðs
við sjálfstæðisstefnuna
var í þágu þeirra upplausnarafla,
sem ríkt hafa síðasta áratug og
valdið 58 til 75% óðaverðbólgu.
Þau hafa lofað, lofað og svikið. Eg
gerði kröfu um að það gerræði
Reykjavíkurborgar að greiða ekki
skv. þessari samþykkt yrði
hnekkt, svo varð ekki. Þar féll því
dómur um, að lýðræðið sé á
undanhaldi. Tími gerræðis og
geðþótta ráðamanna er í uppsigl-
ingu.
Aldrei fyrr í sögu þessa lands
hefur verkaiýðsleiðtogum og
launþegum verið gerð slík smán.
Hvar var Guðmundur J. og hvar
voru þeir leiðtogar verkalýðsfélag-
anna, er þetta mál heyrði undir?
„himinlifandi". Aðalástæðan fyrir
þessum kosningasigri var, að í
kosningabaráttunni hafði megin-
áherzlan verið lög á kjaramálin
undir slagorðinu „samningana í
gildi". Hinn nýi meirihluti sóð nú
frammi fyrir miklum stjórnmála-
legum vanda. Aðeins hálfur mán-
uður til Alþingiskosninga og því
reið a' að höfuðkosningaloforðið
yrði efnt og það þegar í stað, svo
hægt yrði að láta kné fylgja kviði í
komandi kosningum. Því ákváðu
þeir að slá Sjálfstæðisflokkinn út
af laginu og gerðu þessa sam-
þykkt, sem mun lengi lifa, vegna
þess að hún átti aðeins að gilda
þegar lög væru sett af ríkisstjórn-
in Geirs Hallgrímssonar, en ekki
þegar sams konar lög væru sett af
nýrri vinstristjórn undir forsæti
Ólafs Jóhannessonar. Þetta eru
vinnubrögð, sem ættu vel heima
annars staðar í verölainni en hér á
landi. Andstæðingum okkar sjálf-
stæðismanna hefur því orðið á
skekkja í landfræðilegri staðsetn-
ingu slíkrar samþykktar. Við er-
um allt of vestarlega, til að hægt
sé að fara þannig með okkur. Við
munum því sýna í verki andstöðu
okkar gegn slíkum ólögum og
alræði. Launþegar munu stefna
atkvæðum sinum til iðs við sjálf-
stæðisstefnuna i komandi kosn-
kosningum.
Hausthappdrætti Krabba-
meinsfélagsins hafið
Krabbameinsfélagið hefur
nýlega hleypt af stokkunum
hausthappdrætti sinu og eru
vinningar að þessu sinni tíu
talsins: Fjórir fólksbilar,
Dodge Omni, Saab 99 GL,
Citroen Visa Club og Toyota
Starlet DL, en hinir sex vinn-
ingarnir eru Crown útvarps- og
segulbandstæki. Er hcildar-
verðmæti vinninga meira cn 22
milljónir króna.
Ágóðinn af happdrættinu
rennur fyrst og fremst til
fræðslustarfsemi krabba-
meinssamtakanna svo og
krabbameinsleitar, frumu-
rannsókna og krabbameins-
skráningar. Er öll starfsemin að
meira eða minna leyti háð því að
landsinenn taki happdrættinu
vel, en á það hafa samtökin ætíð
getað treyst, segir í frétt frá
Krabbameinsfélaginu. Hafa ha-
ppdrættismiðar verið sendir
skattframteljendum á aldrinum
23—67 ára. Auk þess verða
miðar seldir úr happdrættisbíl
við Bankastræti og á skrifstof-
unni, sem jafnframt veitir nán-
ari upplýsingar, en dregið verð-
ur 24. desember. Jónas Ragn-
arsson starfsmaður Krabba-
meinsfélaganna sagði að sú
stefnubreyting hefði orðið með
vinninga að hafa vinningsbjlana
sparneytna og hentuga fremur
en stóra og dýra bíla, sem
almenningur ætti erfitt með að
reka og væru allir happdrættis-
bílarnir í ár taldir sparneytnir.
Forval Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík
SÍÐARI umferð forvals Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavik um
skipan framboðslista vegna
komandi alþingiskosninga fer
fram i dag og á morgun að
Grettisgötu 3. í dag verður
kosið frá 14.00—19.00 og á
morgun frá 14.00—23.00.
Tilnefningu félagsins til síðari
áfanga forvalsins hlutu tólf
manns, en Ásmundur Stefánsson
og Stella Stefánsdóttir gáfu ekki
kost á sér í síðari umferð og í
stað þeirra tilnefndi kjörnefnd
þau Ester Jónsdóttur og Þröst
Ólafsson. í forvalinu taka því
þátt þau: Adda Bára Sigfúsdótt-
ir, Álfheiður Ingadóttir, Ester
Jónsdóttir, Guðjón Jónsson,
Guðmundur J. Guðmundsson,
Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún
Hallgrímsdóttir, Guðrún Helga-
dóttir, Ólafur Ragnar Grímsson,
Sigurður Magnússon, Svavar
Gestsson og Þröstur Ólafsson.
Síðari áfangi forvalsins miðar
að því að velja sex menn til
framboðs og rétt til að greiða
atkvæði í forvalinu hefur hver sá
félagi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík sem fullgildur er sam-
kvæmt flokks- og félagslögum.