Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 fltargtiitfrlftfrife hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstrœti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla Dómarnir í Prag Yaldhafar Tékkóslóvakíu þola ekki lengur að horfast í augu við samvisku þjóðar sinnar. Þeir hafa gripið til þess ráðs að loka hana bak við lás og slá í von um að geta með því hrætt almenning til frekari hlýðni við kerfi kommúnismans. Samviskufangar hafa þeir verið nefndir á íslensku, sem látnir eru sæta refsingu fyrir að hafa skoðun og þora að láta hana í ljós. I Tékkóslóvakíu eru þeir sakaðir um undirróður gegn ríkinu og dæmdir til fangavistar. Ellefu árum eftir vorið í Prag ríkir þar nú helkuldi mannfyrirlitningar. í vikunni voru sex forvígismenn mannréttindahreyfingarinnar í landinu sviptir frelsi. Vaclav Havel, leikritaskáldið, sem nú hefur verið dæmdur til að sitja fjögur og hálft ár í fangelsi, sagði í opnu bréfi til Gustav Husaks leiðtoga kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, sem hann ritaði 1975, að Tékkar og Slóvakar væru helteknir hræðslu. Þjóðfélagið hefði á sér yfirbragð rólyndis, af því að enginn dirfðist að æmta eða skræmta af ótta við að missa spón úr aski sínum. Þótt pólitísk réttarhöld væru það, sem menn óttuðust mest, réði hræðslan við að geta ekki séð sér og sínum farboða daglegum gerðum rnanna. Havel sagði, að leiðin til þess að komast áfram væri sú, að láta ekki hugsanir sínar í ljós, forðast að skapa vandræði, bæla áhuga sinn á sannleikanum, og þagga niður í samvisku sinni. Þau sex, sem nú hafa verið dæmd, vildu ekki kæfa lífsneistann í brjósti sér með þessum hætti. Vladimir Bukovsky ítrekaði það margoft á fundinum í Reykjavík fyrir skömmu — eins og sjá má af seinni hluta frásagnarinnar af fundinum, sem birtist hér í blaðinu á morgun, sunnudag, að helsta von andófsmanna austan járntjalds væri áhugi Vesturlandabúa á örlögum þeirra. Nógu háværar kröfur og festa í samskiptum við kommúnista- stjórnirnar gætu ef til vil! þokað þeim eitthvað. Ríkisstjórn Tékkóslóvakíu var það fullljóst, þegar hún ákvað að láta til skarar skríða gegn mannréttindahreyfingunni í landi sínu, að það mundi mælast mjög illa fyrir um allan hinn frjálsa heim. En einræðisseggirnir sendu ekki leynilögregluna af stað til atkvæðaveiða á Vesturlöndum. Þeir voru að treysta sig í valdasessi heimafyrir og hugsuðu sem svo, að háværir kveinstafir hefðu svo sem heyrst frá Vesturlöndum áður og fljótlega þagnað á ný. í kjölfar þess hefðu síðan nytsömu sakleysingjarnir tekið til við sína fyrri iðju og með alls kyns samanburði og útúrsnúningum reynt að réttlæta aðgerðir kommúnism- ans. Hér á landi höfum við kynnst því viðhorfi í Þjóðviljanum, sem heldur fast í þá stefnu, að ástandið sé svipað hér á landi og í Tékkóslóvakíu, þar sem við höfum bandarískt en Tékkóslóvakar sovéskt herlið í landi sínu. Það er skylda allra frjálshuga manna, hvar sem þeir eru, að leggja fram krafta sína til þess, að lífsneisti sá, sem mannréttindahreyfingin í Prag hefur tendrað, kafni ekki í kúgun kommúnistastjórnarinnar. Stjórnvöld jafnt sem einstaklingar verða að leggja lóð sín á þá vogarskál í von um að sanngirni og réttsýni megi sín enn einhvers, jafnvel handan járntjalds. Prófkjör Stjórnmálaflokkarnir ljúka um þessa helgi fyrsta þætti kosninga- undirbúnings með ákvörðun framboðslista í einstökum kjördæm- um. Fjölmargir listar liggja þegar fyrir, en þar sem prófkjör eða skoðanakannanir fara fram, verður gengið til atkvæða nú um helgina. Fyrir síðustu kosningar gumaði Alþýðuflokkurinn mjög af því, hve framboð hans væri ákveðið með lýðræðislegum hætti, en þá efndi flokkurinn mjög víða til prófkjörs. í orði segist flokkurinn halda sömu stefnu nú, en í raun er það svo, að frambjóðendur hafa yfirleitt tryggt sér ákveðin sæti átakalaust á yfirborðinu að minnsta kosti. í Reykjavík er málum til dæmis þannig háttað, að sjálfkjörið er í öll fimm efstu sæti listans nema það efsta, þar sem vegið er gegn formanni flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn býr við lýðræðislegustu aðgerðirnar við val á frambjóðendum. Þar er það sett í vald kjördæmisráða að ákveða hvaða tilhögun skuli höfð á ákvörðun framboðs. Sé valin sú leið, að efna til prófkjörs eins og gert hefur verið í Reykjavík, á Reykjanesi og Austurlandi, bjóða menn sig ekki fram í ákveðin sæti, heldur sitja allir frambjóðendur jafnt, en kjósendur raða þeim á framboðslistann með atkvæði sínu. Það er undir þátttöku kjósenda komið, hvort framboðslist- ar sjálfstæðismanna verða endanlega ákveðnir í þessum prófkjörum, því að reglur mæla svo fyrir, að ákveðinn lágmarksfjöldi þurfi að taka þátt í kjörinu og 50% þeirra þurfi að kjósa mann í ákveðið sæti til að festa hann þar á listanum. Morgunblaðið hvetur til víðtækrar þátttöku í þeim prófkjörum, sem nú fara fram. Með þeim hætti er tryggt, að endanlegir framboðslistar endurspegli áhuga manna á þeim, sem gefa kost á sér. , Geir Hallgrímsson á Oðinsfundi í fyrrakvöld: Við vitum allir íslendingar, sagði Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, á Óðins- fundi í fyrrakvöld, að kosningabar- áttan sem framundan er verður hörð. Og formaður Alþýðubanda- lagsins, Lúðvík Jósepsson, hótar því, að eftirleikurinn verði enn harðari. Við sjálfstæðismenn mun- um ekki láta okkar eftir liggja í baráttunni, hvort heldur sem er fyrir eða eftir kosningar. Það verður fyrst og fremst kosið um tvennt að þessu sinni: 1) Viðskilnað vinstri stjórnar og 2) Nýja efnahagsstefnu, sem mið- ast við það að ná niður verðbólg- unni. Ferill þessarar vinstri stjórnar, sem nú er öll, er kunnur að endemum. Hún er sú þriðja sinnar tegundar, sem býður algjört gjald- þrot á tæpum aldarfjórðungi — í miðjum hlíðum eigin kjörtímabila. Engu að síður dásama allir aðild- arflokkar hennar þetta stjórnar- mynstur og enginn þeirra hefur þorað að tala um annað stjórnar- form, fyr en gengið hefur verið úr skugga um, að ekki sé hægt að mynda vinstri stjórn. Allir hafa þeir sett einhvers konar geislabaug yfir vinstri stjórnar hugmyndina og talið hana eiga hljómgrunn meðal launa- manna. Eg hygg að þessi geisla- baugur sé horfinn og að í hugum launafólks sé allt annað ofar þessa dagana en ný vinstri stjórn. En við skulum ekki loka augum fyrir því, að vinstri stjórnar möguleiki kann að bíða að baki kosninga, ef ekki verður nógu rækilega við spyrnt með því að efla Sjálfstæðisflokk- inn, færa honum forystu- og úr- slitavald, með því að gera hann stærsta, langstærsta stjórnmála- afl þjóðarinnar. Við höfum heyrt að forystumenn Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks fóru þess að leit við forseta Islands, að hann reyndi að end- urlífga vinstri stjórnina nú — áður en gengið yrði til kosninga. Við er að búazt að sömu kendir kvikni eftir kosningar sem fyrir þær — og að Alþýðuflokkurinn verði þá enn á ný til í tuskið. Upphaff og endir á skerðingu láglauna Öll munum við loforð sungin í eyru þjóðarinnar fyrir kosningarn- ar 1978: samningar i gildi, aukinn kaupmáttur launa. Þeir, sem lof- orðin gáfu, sögðu þau fela í sér kaupmátt, sem stefnt hafi verið að með kjarasamningum 1977. Stétt- arfélag, sem nýlega lét vinna úttekt á kaupmáttarþróun launa stjórnartímabilið, staðhæfir, að 15—20% skorti upp á, að staðið hafi verið við þann kaupmátt, er að var stefnt með fyrgreindum samningum. Nú verðum við að játa að þeir samningar voru óraunhæf- ir, miðað við þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur. Engu að síður sýna þessar tölur svik vinstri stjórnar flokkanna. Og það má gjarnan koma fram, að eftir allan gaura- ganginn, í kjölfar verðbólguhemla 1977 og 1978, þá er kaupmáttur launa nú mun minni en hann var eftir febrúarlögin það ár, hvað þá heldur maílögin. Þess er og vert að minnast að í báðum þessum lögum var lögð sérstök áherzla á verndun lægstu launa, en engin slík ákvæði er að finna í efnahagslögum vinstri stjórnar frá því í vetur, sem kennd hafa verið við Ólaf Jóhann- esson. Það er einkennandi fyrir vinstri stjórnina, að hún hóf sinn feril með því að hækka laun hinna hæst launuðu um 12% meðan laun hinna lægst launuðu stóðu í stað eða jafnvel lækkuðu. Hún endar feril sinn með þeim hætti, að 1. desember nk., að óbreyttum efna- hagslögum stjórnarinnar frá því í vetur, hækka laun hinna hærra launuðu 2% meira en hinna lægst launuðu. Að vísu var búið að draga úr verðbótum hinna hærra laun- uðu fyr á árinu. En engu að síður er ekki hægt að verja það, að hlutur hálauna verði meiri en láglauna 1. desember. Því höfum við sjálfstæðismenn gert það að kröfu okkar að sama gangi yfir alla að þessu leyti. Upphaf og endir vinstri stjórnar vóru sem sé með þeim sama hætti, að ganga á hlut þeirra verst settu í þjóðfélag- inu. Vinstri stjórnin lofaði fleiru en auknum kaupmætti. Hún lofaði að ráða niðurlögum verðbólgunnar. Óþarfi er að tiunda efndir hennar. Verðbólgan hefur rokið upp í yfir 50 til 65 af hundraði, eftir því hvort reiknað er með bygg- ingarvísitölu eða framfærsluvísi- tölu á ársgrundvelli. Og það sem verra er, að ekki sér fyrir endann á þessari verðbólguþróun. Við erum í sjálfvirkum vítahring. Og afleið- ingin er m.a. sú, að hagvöxtur hefur stöðvast, þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur aukazt ekki, sem þó er undirstaða raunhæfra kjara- bóta. Kaupmáttar- trygging án verðþenslu- áhrifa Þegar svo er komið, sem nú er, er eðlilegt, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir því, hvern veg við skuli bregðast, hvert þeir vilji stefna. Og það er ekki óeðlilegt að á fundi Oðins, félags launþega, að minnt sé á þau markmið í kjara- málum, sem flokkurinn hefur sett fram í efnahagsstefnu sinni: end- urreisn í anda frjálshyggju. Það er meginstefna að kjarasamningar séu gerðir á ábyrgð aðila vinnu- markaðar, séu gerðir samtímis og til svipaðs tíma, taki mið af þjóðhagsvísitölu, samræmist þeim markmiðum að verðbólgan hjaðni og að rekstur atvinnuveganna sé tryggður. Samráðum við aðila vinnumarkaðarins verði beint í fastan farveg. Við kji viðskili ar og Kosningabaráttan veröur hörö — eftirleikurinn kann aö veröa haröari Þetta felur það í sér að horfið verði frá þeim vinnubrögðum, sem viðhöfð vóru 1974 og 1977. Við munum það, að vinstri stjórnin sem sat þá, tók vísitöluna algjör- lega úr sambandi, í kjölfar samn- inga þá, og nauðsyn þótti bera til að grípa inn í kjarasamninga og framkvæma sérstakar efnahags- ráðstafanir 1978. Reynslan sýnir, Kjörstaðir í próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins 1 Reykjavík PRÓFKJÖR sjálístæðismanna í Reykjavik fer fram á morgun og mánudag, en í dag fer fram utankjörstaöakosning í Valhöll við Háaleitisbraut fyrir þá sem ekki geta af einhverjum ástæðum kosið kjördagana. A morgun verður kosið á sjö stöðum í hinum ýmsu hverfum borgarinnar, og eru kjörstaðir þessir: Nes- og Melahverfi: KR-heimilið. Vestur- og Miðbæjarhverfi: Vesturgata 4= (VBK). Austurbæjar-, Norðurmýrar-, Hlíða- og Holtahverfi: Templarahöllin v/Eiríksgötu. Laugarnes-, Langholts-, Voga- og Heimahverfi: Kassagerðin. Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi: Valhöll við Háaleitisbraut. Árbæjarhverfi: Hraunbær 102B. Breiðholtshverfin: Seljabraut 54 (Kjöt og fiskur). Rétt til að kjósa hafa allir Reykvíkingar sem kosningarétt munu hafa í alþingiskosningunum í desember, og auk þess allir félagar sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík á aldrinum 16 til 20 ára. Kjósa á átta frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, og á að merkja við þá í númeraröð, frá einum upp í átta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.