Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 30
I
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna
í Reykjaneskjördæmi fer fram
laugardag 27. okt. og sunnu-
daginn 28. okt. Þátttaka i próf-
kjörinu er heimil öllu stuðn-
ingsfólki Sjáifstæðisfiokksins í
kjördæminu, sem öðlast hefur
kosningarétt og auk þess félags-
bundnu sjálfstæðisfólk 16 ára
og eldra.
Kynning frambjóðenda í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjördæmi
Arndís Björnsdóttir
kennari, Sunnuflöt 14,
Garöabæ. 34 ára. Maki:
Ottó S. Schopka
Bjami S. Jakobsson,
form. Iðju, félags verk-
smiðjufólks, Ásbúö 13,
Garöabæ. 48 ára.
X
Jt
Matthfas A. Mathiesan
fyrrv. alþingismaöur,
Hringbraut 59, Hafnarfiröi.
48 ára. Maki: Sigrún Þ.
Mathiesen.
Ólafur G. Einarsson
fyrrv. alþingismaöur,
Stekkjarflöt 14, Garöabæ.
47 ára. Maki: Ragna Bjarna-
dóttir.
EHert Eirfksson
verkstjóri, Langholti 5,
Keflavík. 41. árs. Maki:
Birna Jóhannesdóttir.
Rannveig Tryggvadóttir
þýöandi, Vallarbraut 20,
Seltjarnarnesi. 52 ára.
Haraldur Gíslaaon
framkvæmdastjóri, Sæ-
viöarsundi 96, Reykjavík. 51
árs. Maki: Björg Ingólfsdóttir.
Richard Björgvinsson,
bæjarfulltrúi, Nýbýlavegi
47, Kópavogi. 54 ára. Maki:
Jónína Júlíusdóttir.
Helgl Haltvarösson
skipherra, Lyngheiði 16,
Kópavogi. 48 ára. Maki:
Þuríöur Erla Erlingsdóttir.
Salome Þorkelsdóttir
gjaldkeri, Reykjahlíö,
Mosfellssveit. 52 ára. Maki:
Jóel Kr. Jóelsson.
Kristján E. Haraldsson,
form. Múrarasambands
íslands, Kársnesbraut 45,
Kópavogi. 43 ára. Maki: Erla
Hjartardóttir.
Sigurgeir Sígurðsson
bæjarstjóri, Miöbraut 29,
Seltjarnarnesi. 44 ára. Maki:
Sigríöur Gyða Siguröardóttir.
Frábær baðaðstaða er i Innstadal og er hún óspart notuð i ferðum Göngu-Víkinga.
Sú þúfa vandfundin,
sem Göngu- Víkingar
þekkja ekki í Hengli
GÖNGUDEILD sú, scm á sinum
tíma fékk nafnið „Göngu-
Víkingar". á tveggja ára afmæli
um þessar mundir, en deildin
var formlega stofnuð 23. október
1977 þegar 166 manns gengu úr
Sieggjubeinsskarði yíir i Innsta-
dal. Tilgangurinn með stofnun
þessarar deildar var að fá fólk
út úr bilum sinum, en iðka i
staðinn gönguferðir og náttúru-
skoðun um helgar.
Frá stofnun hafa Göngu-
Víkingar farið í gönguferðir á
hverjum sunnudagsmorgni, nema
í júlí og ágúst. Safnast hópurinn
saman kl. 11 við Nesti á Ártúns-
höfða og þar er hverju sinni tekin
ákvörðun um hvert skuli halda.
Helzta göngusvæðið hefur verið
Hengilssvæðið, en þó er vand-
fundin sú þúfa í nágrenni Reykja-
víkur, sem GV kannast ekki við.
Göngur á vegum deildarinnar eru
yfirleitt ekki auglýstar nema
eitthvað sérstakt sé uín að vera.
Á verkefnaskrá GV er að
merkja gönguleiðir í nágrenni
Reykjavíkur, sem allir geti not-
fært sér án þess að vera í
skipulögðum hópferðum. Fyrsta
leiðin, sem fengið hefur nafnið
Skeggjagata, verður formlega
opnuð og kynnt á sunnudaginn. í
því sambandi gefa GV út fjölrit-
aða lýsingu af gönguleiðinni og á
sú lýsing að geta verið fullkominn
fararstjóri fyrir hvern og einn.
Gönguleið þessi liggur á Skeggja
og er merkt 75 vörðum, en í efstu
vörðunni á Skeggja hafa GV
komið fyrir gestabók. Ætlunin er
að selja þessa leiðarlýsingu og
verður peningunum varið til
kaupa á útsýnisskífu, sem GV
byggjast setja upp á Skeggja.
Næsta gönguleið, sem GV hyggj-
ast merkja verður í Marardal og
hefur leíðin fengið nafnið Mar-
arstígur. Verður hún einnig tengd
inn á Skeggjagötu.
Á sunnudag verða Göngu-
Víkingar með opið hús í Skiða-
skála Víkings í Sleggjubeins-
skarði, þar sem þessi nýja göngu-
leið verður kynnt. Veitingar
verða á boðstólum og er öllum
boðið að koma og kynnast nánar
starfsemi deildarinnar og að
sjálfsögðu að reyna við hina nýju
gönguleið. Skipulegar ferðir
verða farnar kl. 11 og 13. Þess má
geta, að yfir sumarmánuðina
hafa GV skipulagt gönguferðir
innan síns hóps víðs vegar úm
landið, m.a. Hornstrandir,
Emstrur, Lónsöræfi o.fl. Síðast-
liðinn vetur reyndust skíðagöng-
ur mjög vinsælar og þykir Innsti-
dalur kjörinn til skíðagöngu. Er
ætlunin að halda skíðagöngunum
áfram í vetur og þá m.a. í
samráði við Skíðadeild Víkings.
Prftfkiör Sjálfstæðisflokksins, sem bú-
r I uiivjux ajctlloLccUla settir eru í kjördæminu og kosn-
manna í ingarétt hafa til Alþingis, svo og
þeim flokksbundnum sjálfstæð-
Reykjaneskjördæmi: ismönnum, er náð hafa 16 ára
aldri og búsettir eru í kjördæm-
inu.
Talning fer þannig fram, að
fyrst eru talin saman þau at-
kvæði, er frambjóðendur fá í
fyrsta sæti. Sá, er flest atkvæði
hlýtur í fyrsta sæti, skipar það,
en atkvæði annarra í það sæti
teljast þeim til tekna í næstu
sæti fyrir neðan. Þannig mun sá
skipa annað sætið sem fær flest
atkvæði í fyrsta og annað sætið,
sá skipar þriðja sætið, sem flest
atkvæði fær- í það fyrsta, annað
og þriðja og þannig koll af kolli.
Kjörstaðir verða 'opnir laugar-
daginn 27. okt. frá kl. 13 til 19 og
í PRÓFKJORI sjálfstæð- sunnudaginn 28. okt. frá kl. 10 til
ismanna í Reykjaneskjördæmi 22. Kjörstaðir verða á eftirtöld-
skal kjósa minnst fimm af um stöðum:
frambjóðendum með því að Garðabær og Bessastaðahrepp-
númera framan við nöfn þeirra ur: Flataskóli v/Vífilsstaðaveg.
með tölustöfum einum til fimm. Grindavík: Festi.
Seðill er ógildur, ef merkt er við Garður: Samkomuhúsinu.
færri nöfn, heimilt er að merkja Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegi
við fleiri. 66.
Til þess að úrslit séu bindandi Hafnir: Barnaskólanum.
fyrir kjörnefnd verða 2.720 að Keflavík: Sjálfstæðishúsinu.
taka þátt í prófkjörinu, eða '/i Kjalarnes/Kjós: Fólkvangi og
þeirrar atkvæðatölu, sem Sjálf- Félagsgarði.
stæðisflokkurinn hlaut í síðustu Kópavogur: Sjálfstæðishúsinu,
alþingiskosningum, og auk þess Hamraborg 1.
þurfa einstakir frambjóðendur Mosfellssveit: Hlégarði.
að fá a.m.k. 50% greiddra og Njarðvík: Sjálfstæðishúsinu.
gildra atkvæða til að kosning Seltjarnarnes: Anddyri íþrótta-
þeirra sé bindandi. hússins.
Þátttaka í prófkjörinu er Sandgerði: Leikvallarhúsinu.
heimil öllum stuðningsmönnum Vogar: Hafnargötu 24.
Messað á Hallgrímsártíð
í TILEFNI af 305. ártíð Hallgríms
Péturssonar verður sérstök há-
tíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju
í Saurbæ á morgun, sunnudaginn 28.
okt. Hefst guðsþjónustan kl. 14. Séra
Sigurður Pálsson vígslubiskup pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
séra Sigurði Sigurðarsyni á Selfossi
og séra Jóni Einarssyni sóknarpresti
í Saurbæ. Kirkjukór Selfosskirkju
syngur við guðsþjónustuna undir
stjórn organistans, Glúms Gylfason-
ar. Guðsþjónustan verður með
klassísku sniði svo sem tíðkaðist á
dögum séra Hallgríms.
Hvernig
Hvar
Hvenær