Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 32

Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Sighvatur Björgvinsson fjármálaráðherra: I síðustu Alþingiskosningum gekk mikill fjöldi kjósenda til liðs við okkur, frambjóðendur Alþýðu- flokksins. Stefna sú, sem við kynnt- um í kosningabaráttunni og börð- umst fyrir, hlaut góðar viðtökur og fólkið í landinu kaus okkur, fram- bjóðendur Alþýðuflokksins, til þess að fylgja þeirri stefnu fram. Það er þessu fólki sem við eigum að standa reikningsskap gerða okk- ar. Þetta fólk spyr: Hvers vegna lét Alþýðuflokkurinn stjórnarsam- starfinu lokið? Hvers vegna valdi hann þennan tíma til þess? Hvers vegna var ekki reynt betur? Þessum spurningum og öðrum áþekkum mun ég leitast við að svara í máli mínu hér á eftir. Áratugur Ólafs Jóhannessonar ins, legði stefnumál sín um aðgerð- ir gegn dýrtíðinni fyrir þessi sam- tök og spyrði: Viljið þið nú ekki vera með? Marka jafnvægisstefnu í launamálum sem félli að jafnvæg- isstefnu ríkisvaldsins í öðrum þátt- um efnahagsmála? Það er umhugsunarefni fyrir alla landsmenn, að árið 1979 er lýsandi dæmi um hve þessi stefna Alþýðu- flokksins og afstaða er rétt. Á því ári hefur mikils jafnvægis gætt í launamálum. Launahækkanir hafa orðið mjög óverulegar, en engu að síður hefur dýrtíðin vaxið hröðum skrefum. Þetta er sönnun fyrir því, að launamál og dýrtíðarmál eru ekki eins samofin og sumir halda. Dýrtíðarvöxturinn á árinu 1979 verður ekki rakinn til óbilgirni í launamálum heldur þvert á móti til þess, að allt fór úr böndunum í Sighvatur Björgvinsson. að menn gætu gert sér einhverjar vonir um að árið 1980 yrði árinu 1979 betra. Það var fyrsta þessara þriggja mála ákvörðunin um hækk- un á landbúnaðarvöruverðinu í september s.l. Sú ákvörðun var tekin með þeim undarlega hætti, að um þetta mál voru atkvæði látin ganga í ríkisstjórn og hækkunin knúð fram með stuðningi tveggja stjórnarflokka gegn vilja Alþýðu- flokksins. Slík málsafgreiðsla er dæmalaus vegna þess, að eins og stjórnarfari okkar er háttað, verða ráðherrar alltaf samábyrgir um öll mál, og hvernig getur ráðherra verið ábyrgur fyrir máli, sem hann greiðir atkvæði gegn? Raunar mun vera kennt í lagadeild Háskóla íslands, að ríkisstjórn sé dæmi um stofnun, þar sem ekki sé hægt að ganga til atkvæða um ágrein- ingsmál vegna þeirrar sameigin- legu ábyrgðar sem ráðherrum er falin. Og hvað gat svona afgreiðsla Hvers vegna stjórnarslit? Sumir segja, að 8. áratugurinn, sem senn ér á enda, sé áratugur Ólafs Jóhannessonar og Framsókn- arflokksins. Þrátt fyrir allt er sá áratugur þó hvorki áratugur eins manns né eins flokks, heldur miklu frekar áratugur eins máls. Þetta eina mál er dýrtíðin. Það gerðist jafn snemma og Ólafur Jóhannes- son komst til valda sem forsætis- ráðherra, að dýrtíðin í landinu þrefaldaðist og þar hefur hún staðið föst allar götur síðan. Þessi mikla dýrtíð hefur ekki aðeins grafið undan efnahag þjóð- arinnar. Hún hefur ekki aðeins grafið undan fjármálum launþega og áfkomu launastéttanna í land- inu. Hún hefur ekki aðeins stór- aukið misréttið í þjóðfélaginu því þeir efnuðu og betur búnu hafa getað velt af sér dýrtíðarbyrðunum yfir á aðra. Dýrtíðin hefur ekki aðeins valdið öllu þessu, svo og því, að lífskjör íslendinga hafa dregist aftur úr lífskjörum í öllum nálæg- um löndum. Dýrtíðin hefur líka valdið því, að allar tilraunir stjórn- valda til þess að ná fram umbótum á öðrum sviðum en í efnahagsmál- um, hafa farið út um þúfur. Þannig hefur dýrtíðin t.d. spillt tilraunum allra ríkisstjórna til þess að lög- leiða nýmæli í félagslegum málefn- um, svo sem í tryggingamálum, húsnæðismálum o.fl. slíku. Jafnóð- um og slík nýmælf hafa verið lögleidd, hefur dýrtíðin eyðilagt framgang þeirra. Þetta var meginkjarninn í boð- skap okkar Alþýðuflokksmanna fyrir síðustu kosningar. Við sögð- um: Dýrtíðarvandinn er slíkt höf- uðmein á Islandi, að öll önnur mál falla í skuggann. Á meðan dýrtíðin heldur stjórnlaust áfram náum við aldrei árangri í neinum málum sem til heilla horfa fyrir alþýðu þessa lands. Meginviðfangsefnið verður því að vera að vinna bug á verðbólgunni. Fyrr en það getur orðið mun okkur ekkert verða ágengt á öðrum sviðum og allar tilraunir til þess að ná árangri í auknum réttarbótum fyrir launa- fólk munu fara út um þúfur svo lengi sem ekki verður náð tökum á dýrtíðarmálinu. Stefna Alþýðu- flokksins I samræmi við þessa skoðun kynntum við í síðustu kosningabar-' áttu tillögur okkar um gerbreytta efnahagsstefnu. Lengi vel hafa menn rætt um verðbólgu og launa- mál í einu og sama orðinu, þannig að reynt hefur verið að koma því inn hjá almenningi, að launamálin séu eina orsök verðbólguvandans. Þessu hefur Alþýðuflokkurinn ávallt mótmælt. Meginatriði í hinni gerbreyttu efnahagsstefnu Alþýðuflokksins var, að ýmis önn- ur mál en launamálin — mál sem ríkisvaldið hefur alfarið í sínum höndum og þarf ekki við neinn að semja — gætu ráðið meiri úrslitum um árangur í baráttu gegn dýrtíð- inni en launastefnan. Þessi mála- flokkur eru t.d. útgjöld ríkisins, skattamál, fjárfesting í opinberum framkvæmdum, lántökur erlendis og lántökur innanlands, vaxtamál, peningamál o.s.frv. Og við Alþýðu- flokksmenn lögðum til að ríkis- valdið tæki upp þá gerbreyttu starfs- og stefnuhætti að marka ábyrga og aðhaldssama stefnu í þessum málaflokkum, og eftir að hafa komið sér saman um slíka vörn gegn verðbólgunni gengi ríkis- vaidið á vit aðila vinnumarkaðar- þeim málaflokkum sem ríkisvaldið fer eitt með og þarf ekki að semja um við neina aðra. Hefðu þeir málaflokkar verið í lagi, og sama jafnvægis gætt þar eins og gætt hefur í launamálunum, stæðum við nú ekki uppi með 55% óðaverð- bólgu. Tillögur Alþýðuflokksins I samræmi við þessa stefnu- mörkun lagði Alþýðuflokkurinn þrívegis fram á s.l. vetri tillögu um mótun jafnvægisstefnu í efna- hagsmálum, þar sem ríkisvaldið átti að marka aðhaldsama og ábyrga stefnu í þeim þáttum dýrtíðarvandans, sem ríkisvaldið eitt ræður yfir. Við vildum sem sé Alþýðuflokksmenn, að ríkisstjórn- in byggði varnarlínu gegn dýrtíð- inni með svipuðum hætti eins og bóndi reisir varnargirðingu til að verja land sitt ágangi. Engum bónda myndi detta í hug að hengja slíka varnargirðingu upp á einn staur, og engum bónda myndi detta í hug að sú girðing veitti nokkra vörn, ef ekki væru allir staurar hennar heilir. Með sama hætti lögðum við á það áherslu, að varnarlína gegn verðbólgunni yrði ekki reist á fáum stoðum, t.d. þeirri einu að vera aðeins stöðugt að krukka í kaupið. Við lögðum líka á það áherslu, að það væri tilgangs- laust að ætla að slík varnarlina gæti haldið, ef allar stoðir hennar væru ekki traustar og menn ættu jafnan að hafa girðinguna alla í huga, og varnargetu hennar, en ekki bara hvern einstakan staur út af fyrir sig. Við lögðum fram á s.l. vetri tillögur um slíka stefnumörkun alls þrisvar sinnum. Fyrst í nóv- embermánuði, síðan í desember- mánuði og loks í janúar- og febrúarmánuði. Það er athyglisvert og umhugsunarvert fyrir lesendur þessara orða að mat efnahagssér- fræðinga ríkisstjórnarinnar á því hvað gerst hefði, ef þessar tillögur Alþýðuflokksins hefðu verið sam- þykktar, er að dýrtíðin hefði nú verið komin niður undir 30% og kaupmáttur launa hefði rýrnað um rúmlega 1%. Þetta hefði getað orðið. Tillögurnar fengust hins vegar aldrei samþykktar og þess vegna stöndum við nú í þeim sporum að verðbólgan er um 55% og kaupmáttur launa hefur rýrn- að um yfir 2%. Sökum þess að afstaða Álþýðuflokksins fékk ekki framgang í ríkisstjórninni hafa launþegar sem sé tapað á tveimur vígstöðvum. Þeir hafa tapað í dýrtiðarmálunum, þannig að dýrtíðin nú er næstum því helm- ingi meiri en hún hefði þurft að vera. Og þeir hafa tapað i kaup- mætti launa, vegna þess að kaup- máttur launa nú er verulega minni en hann myndi hafa verið, ef tillögum Alþýðuflokksins hefði verið sinnt. Opið bréf til kjósenda Alþýðu- flokksins Við þingmenn Alþýðuflokksins sáum þetta fyrir á s.l. vetri. Við sögðum fólki hvað eftir annað að svona myndi fara, ef tillögum okkar yrði ekki sinnt. Reynslan hefur nú staðfest, að við höfðum rétt fyrir okkur í öllum atriðum, og ég bið menn enn að minnast þess, að við sögðum þjóðinni á s.l. vetri aftur og aftur, að svona myndi fara, éf ekki yrðu ráð í tíma tekin. Læra ekki af reynslunni Sú niðurstaða, sem liggur á borðinu, átti því ekki að geta komið neinum á óvart. Að minnsta kosti engum þeirra, sem fylgdust með umræðunum á Alþingi og skrifum okkar þingmanna Alþýðuflokksins, á s.l. vetri. Meginatriði málsins hlaut því að vera: Vildu menn læra af þessari reynslu; voru samstarfs- flokkar okkar reiðubúnir til þess að sjá og viðurkenna að áframhald- andi stjórnleysi af því tagi sem ríkti á s.l. vetri, myndi leiða til algjörs ófarnaðar? Voru menn í ríkisstjórninni og stjórnarherbúð- unum nú reiðubúnir til þess að brjóta blað í efnahagsmálum með gerbreyttri stefnu? Við vonuðum, Alþýðuflokks- menn, að svo gæti orðið. Við þóttumst sjá nokkur merki þess hjá Framsóknarflokknum, en í þriggja flokka ríkisstjórn þarf þrjá til, og ef slíkur skilningur er ekki hjá öllum samstarfsflokkunum fær ríkisstjórnin engri breytingu á- orkað. Og eftir því sem lengra leið á haustið varð okkur ljósara og Ijósara, að í Alþýðubandalaginu var enginn skilningur á því sem gerst hafði. Þvert á móti voru Alþýðubandalagsmenn staðráðnir í að halda áfram á þeirri braut óreiðu og stjórnleysis, sem menn höfðu fetað allt árið 1979. J»rjú mál réðu úrslitum Það voru þrjú mál, sem hvert á fætur öðru urðu til þess að þing- menn og ráðherrar Álþýðuflokks- ins endanlega misstu alla trú á að hægt væri að fá fram stefnubreyt- ingu í stjórnarsamstarfinu, þannig boðað um vinnubrögð ríkisstjórn- arinnar í framtíðinni þar sem einhver einn stjórnarflokkurinn gat ávallt átt von á því að vera borinn ofurliði í atkvæðagreiðslu og gerður ábyrgur gegn vilja sínum fyrir aðgerð, sem hann var and- vígur? En þetta var þó ekki meginatriði málsins, heldur hitt, að með þess- ari afgreiðslu á búvöruverðshækk- uninni var ríkisstjórnin að brjóta á bak aftur launastefnu, sem hún og aðilar vinnumarkaðarins höfðu orðið ásátt um. Búið var að afstýra því með velvild heildarsamtaka launafólks, að einstakir hópar launþega gætu náð í meiri kjara- bætur sér til handa en almennt höfðu verið veittar, þar til ríkis- stjórnin með ákvörðun sinni um búvöruverðshækkunina braut sjálf þessa stefnu og þetta samkomulag með þeim hætti að ákveða að ein stétt í landinu, bændur, skyldi fá 16,7% launahækkun á sama tíma og allir aðrir höfðu orðið að láta sér 12,4% hækkun nægja. Við Alþýðuflokksmenn fullyrtum, að eftir slíkar aðfarir ríkisstjórnar væri borin von að unnt væri að ná nokkru samkomulagi við launþega- samtökin um launastefnu, a.m.k. næstu mánuðina. Jafnframt að með þessari ákvörðun hefði ríkis- stjórnin, að óþörfu, yerið að magna verðbólgubálið með aðgerðum sem beinlínis stefndu að því að auka dýrtíðina í landinu í stað þess að reyna að draga úr henni. Þetta var fyrsta málið af þre- mur, sem úrslitum réði. Annað málið: Annað málið sem rak á fjörur ríkisstjórnarinnar eiginlega strax í kjölfar búvöruverðshækkunarinn- ar var skattamál. Vegna þess að ríkisstjórnin hafði engum tökum náð á dýrtíðinni í landinu, hafði fjármálastjórn ríkisins öll farið úr böndunum eins og annað, og ríkis- sjóður breyst í botnlausa verð- bólguhít. Á 6 mánaða fresti höfðu menn þannig orðið að gripa til stöðugt nýrra skattlagninga til þess að mikilvægir þættir, eins og heilsugæsla, greiðsla úr almanna- tryggingakerfi o.fl. slikt stöðvað- ist ekki. Alls hafði rikisstjórnin þannig á starfstima sinum lagt á 19 nýja skatta. Afstaða Alþýðuflokksins, sem hann kynnti í ríkisstjórninni strax um miðjan júlímánuð s.l. var sú, að hér yrðu menn að spyrna við fótum og tillaga Alþýðuflokksins var, að á árinu 1980 yrðu útgjöld ríkissjóðs við það miðuð, að ekki yrðu lagðir á frekari skattar. Þegar fjármálaráðherra, þ. 12. september s.l., lagði hins vegar tillögur sínar um skattamál fyrir ríkisstjórnina í fyrsta skipti, kom í ljós, að þær tillögur gerðu ráð fyrir að tekjuskattur á launafólki yrði hækkaður um nokkra miljarða króna. Ráðherrar Alþýðuflokksins lögðust alfarið gegn þessu og lýstu því yfir, að þeir gætu ekki staðið að slíkri afgreiðslu og myndu ekki samþykkja fjárlög sem þannig væru gerð. Fráleitt væri að á sama tíma og lífskjör í landinu myndu óhjákvæmilega rýrna eitthvað, m.a. sökum olíuverðshækkunar, þá fylgdi ríkisstjórnin því höggi eftir með því að hækka að óþörfu tekjuskatta á launafólki og rýra þannig enn frekar kaupmátt launa. Framsóknarflokkurinn neit- aði að fallast á þessa afstöðu Alþýðuflokksins. Alþýðubandalag- ið neitaði einnig og krafðist þvert á móti meiri útgjalda ríkissjóðs, sem að sjálfsögðu hefðu leitt til meiri skattbyrðar. Þetta var annað málið sem réði úrslitum um afstöðu Alþýðuflokks- ins. Tómhent ríkisstjórn Þriðja málið, og það sem algjör- um úrslitum réð um að Alþýðu- flokkurinn taldi endanlega von- laust að nokkrar umbætur fengjust fram á stefnu ríkisstjórnarinnar, var það sem nú skal frá greina. Þegar Alþingi kemur saman 10. október ár hvert er það kvatt saman til þess að taka við boðskap ríkisstjórnarinnar. Samningar um efnahagsstefnu stjórnvalda eiga ekki að byrja á samkomudegi Alþingis, heldur þvert á móti. Þá á ríkisstjórnin að hafa lokið umfjall- an sinni um alla helstu þætti efnahagsmálanna; þá á ríkisstjórn að hafa lokið tillögugerð sinni um þau efni; og Alþingi kemur saman til þess að taka við þeirri tillögu- gerð. Það er bundið í sérstökum lögum hvað það er sem ríkisstjórninni ber skylda til að leggja fyrir Alþingi á haustin, þegar þing kemur saman. Þannig á ríkisstjórn að leggja fyrir slíkt þing fjárlagafrumvarp þar sem mörkuð er stefnan í skatta- málum og útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. í öðru lagi ber ríkis- stjórn skylda til þess að leggja fyrir Alþingi eftir þingsetninguna, svokallaða lánsfjáráætlun þar sem leitað er heimilda Alþingis til öflunar lána erlendis og jafnframt kveðið á um til hvers þau lán eigi að nota. I þriðja lagi ber síðan ríkisstjórn lagaskylda til þess að leggja fram í upphafi Alþingis svokallaða þjóð- hagsáætlun, en það er áætlun ríkisstjórnarinnar um þjóðarbú- skapinn á næsta ári, sem lögum samkvæmt á að byggja á stefnu- mótun ríkisstjórnar um allar helstu stærðir þjóðarbúskaparins, svo sem eins og í skattamálum og ríkisfjármálum almennt, erlendum lántökum, í framkvæmdum hins opinbera, í peninga- og vaxtamál- um, í verðlagsmálum, í launamál- um o.fl. I fjórða lagi ber svo forsætisráð- herra lögum samkvæmt skylda til þess að flytja þjóðinni í útvarpi svonefnda stefnuræðu ríkisstjórn- arinnar 14 dögum eftir að Alþingi kemur saman. í þessari stefnuræðu á forsætisráðherra að lýsa fyrir þjóðinni hvað ríkisstjórnin hafi orðið ásátt um að gera í efna- hagsmálum og í öðrum málum á næsta ári. Engin samstaða Þegar Alþingi átti að koma saman til þess að taka við þessum boðskap, sem ríkisstjórninni ber skylda til að leggja fyrir þing í upphafi starfstíma þess, var mál- um hins vegar komið svo sem hér segir: Fjármálaráðherra hafði í hönd- um fjárlagafrumvarp sem Alþýðu- flokkurinn neitaði að styðja vegna þess að í því var gert ráð fyrir enn einni hækkun skatta og Alþýðu- bandalagið neitaði að styðja, af því að Alþýðubandalagið krafðist meiri útgjalda til tiltekinna verk- efna en frumvarpið gerði ráð fyrir. Lánsfjáráætlun hafði fjármála- ráðherra til í drögum, sem gerðu ráð fyrir því, að á næsta ári yrði afla erlendis lánsfjár fyrir milli 90—100 milljarða króna, en það hefði þýtt að érlendar skuldir þjóðarinnar hefðu aukist um 50— 60 milljarða króna á einu ári og er slíkt dæmalaust. Alýðuflokkurinn studdi ekki þessa lánsfjáráætlun vegna þess að hann var andvígur svo mikilli skuldasöfnun erlendis. Alþýðubandalagið var líka andvígt áætluninni vegna þess að því þótti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.