Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
36
Viðar Helgason bygg-
mgameistari - Minning
Fæddur 29. ágúst 1938.
Dáinn 17. október 1979.
Viðar Helgason, byggingameist-
ari, Akureyri, lést miðvikudaginn
17. október s.l. Útför hans verður
gerð frá Akureyrarkirkju í dag.
Við vinir Viðars vissum að hann
gekk ekki heill til skógar hin
síðari ár, en þrátt fyrir það kom
fráfall hans yfir okkur sem reið-
arslag. Hann var í blóma lífsins,
einungis 41 árs að aldri, fyllri
lífsorku og óbilandi dugnaði en
flest okkar, sem efti'r lifum, en
enginp má sköpum renna og nú er
þessi góði drengur horfinn yfir
móðuna miklu.
Viðar Helgason var fæddur í
Ólafsfirði 29. ágúst 1938. Foreldr-
ar hans voru Pálína Jóhannsdótt-
ir, sem lifir son sinn 82 ára að
aldri, og Helgi Jóhannesson, mik-
ill hagleiksmaður og völundur á
hvaðeina, sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann lést á síðasta ári, en
Pálína býr hjá dóttur sinni á
Ólafsfirði. Þau Helgi og Pálína
bjuggu lengst af í húsi, sem nefnt
er Syðstibær í Ólafsfirði og áttu
þau 12 börn. Viðar var næst
yngstur. Eina dóttur misstu þau
unga, en nú eru 10 systkini Viðars
á lífi.
Viðar fluttist að heiman 18 ára
að aldri og hóf nám hjá Ágústi
Jónssyni á Akureyri síðla sumars
1956 og meistararéttindi í húsa-
smíðaiðn hlaut hann 1963. Um líkt
leyti og Viðar fluttist jafnaldri
hans frá Ólafsfirði til náms í
húsasmíði til Akureyrar, Aðalgeir
Finnsson frá Ytri-Á. Þeir Aðal-
geir og Viðar höfðu þá lítið þekkst
í Ólafsfirði. Þeir gengu þar ekki í
sama skóla. Aðalgeir sótti skóla á
Kleifum en Viðar í þorpinu í
Ólafsfirði. Þegar til Ákureyrar
kom lágu leiðir þeirra saman, m.a.
borðuðu þeir saman sem ungir
námsmenn á Hólabraut 22 hjá Rut
Ófeigsdóttur, síðar tengdamóður
Viðars.
Þessir ungu samhentu félagar
Aðalgeir og Viðar, færðust síðar
mikið í fang. Þeir voru ásamt
fleirum stofnendur fyrirtækisins
Haga h.f. árið 1961 og með því
hófst samvinna þeirra. Árið 1963
stofnuðu þeir svo sitt eigið fyrir-
tæki, Aðalgeir og Viðar h.f., sem
nú er orðið eitt af stærstu bygg-
ingarfyrirtækjum hér á landi. Þar
var þó ekki látið við sitja. Aðalgeir
og Viðar stofnuðu íspan h.f. 1971
og ári síðar Glerborg h.f. í Hafn-
arfirði, ásamt Bjarna Kristinssyni
og fleirum. Gler og spegla h.f,
stofnuðu þeir ásamt Finni Magn-
ússyni 1974, og Tölvang h.f. 1977
ásamt fleirum en það fyrirtæki
sér um tölvuvinnslu fyrir Aðalgeir
og Viðar h.f.
Þessi upptalning segir sína sögu
um fádæma dugnað og áræði
Viðars og Aðalgeirs, en þó í raun
og veru ekki um það sem máli
skiptir. Samstarf og samheldni
þessara vina minna er óhætt að
segja að sé alveg einstök. Þeir
voru óíkir að skapferli, en þó unnu
þeir það þrekvirki á stuttum tíma
að byggja upp stórfyrirtæki, þótt
tómhentir námsmenn væru í
fyrstu. Á samstarf þeirra bar
aldrei skugga. Þar ríkti fullt og
óskorað trúnaðartraust, sem var
þeirra aðalsmerki. Það er til
marks um einstæða vináttu og
samheldni þeirra og eiginkvenna
þeirra að þau fóru oftast saman í
frí og nutu ríkulega samvistanna
öll fjögur, þegar tækifæri gafst til
að hverfa um stund frá amstri
atvinnurekstrarins.
Nú sakna Lilja og Aðalgeir
vinar í stað, frábærs starfsfélaga
og meðeiganda, og starfsfólk
fyrirtækjanna saknar Viðars, sem
var í senn mikill mannasættir,
drenglundaður stjórnandi og stór-
huga framkvæmdamaður, sem
viðskiptavinir jafnt og starfsfólk
virtu og báru hlýhug til.
Viðar Helgason hafði ákveðnar
skoðanir á þjóðmálum — eins og
raunar á fleiri sviðum. Hann
fylgdi Sjálfstæðisflokknum að
málum og vann margvísleg trún-
aðarstörf fyrir hann, m.a. í nefnd-
um á vegum bæjarins. Hann gekk
í Frímúrararegluna 1973 og tók
virkan þátt í því starfi eins og
öðru, sem hann tók sér fyrir
hendur.
Viðar kvæntist 6. sept. 1959
Birnu Eiríksdóttur frá Akureyri.
Þau áttu fimm börn: Reyni, f.
1960, Björk, f. 1962, Hörpu og
Gígju, tvíbura, f. 1964, og Ruth,
sem er 9 ára. Viðar var mikill
gæfumaður í einkalífi. Hann unni
heimili sínu konu og börnum öðru
fremur og helgaði sig heimilinu
svo sem mest hann mátti, þrátt
fyrir umsvif í atvinnurekstri.
Birna bjó Viðari einstaklega fag-
urt og hlýlegt heimili, sem þau
bæði þreyttust aldrei á að fegra
utan húss og innan. Garðurinn er
einn fegursti á Akureyri og segir
það sína sögu. Á heimili þeirra
Birnu og Viðars var notalegt að
koma og ræða málin. Þar var að
finna fölskvalausa vináttu,
hreinskilni, lifandi áhuga á þjó-
málaumræðu, leik og starfi, ásamt
þeirri gestrisni, sem verið hefur
aðall íslenzkustu heimila fyrr og
síðar.
Ég þekkti Viðar Helgason frá
barnæsku, en kynntist honum
mest eftir að við hjón fluttumst til
Akureyrar. Hann var þéttur á
velli og þéttur í lund, harðdugleg-
ur, tápmikill, skapmikill, en hlýr
og hvort sem hann var harður
húsbóndi eða umburðarlyndur
vildi hann samstarfsfólki sínu og
samferðarmönnum vel enda vart
hægt að finna trölltryggari vin.
Ég veit að söknuður og eftirsjá
Aðalgeirs og konu hans, Lilju, er
ósegjanlegur og ennfremur sam-
starfsmanna hans, en mestur og
sárastur harmur er kveðinn að
Birnu konu hans og börnum.
Ég bið góðan Guð að styrkja
þau og styðja í sinni djúpu sorg.
Megi minningin um svo góðan
dreng verða þeim huggun. Vidda
þakka ég samfylgdina, drengskap-
inn og vináttuna. Við Rúna send-
um Birnu og börnunum, aldraðri
móður og systkinum Viðars og
Aðalgeiri og Lilju innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi okkur öllum minningu
Viðars Helgasonar.
Lárus Jónsson
Viðar Helgason var fæddur
þann 29. ágúst 1938 í Ólafsfirði og
ólst upp í foreldrahúsum, en hann
var sonur hjónanna Pálínu Jó-
hannsdóttur og Helga Jóhannes-
sonar og var hann næst yngstur 12
barna þeirra.
Átján ára gamall lagði hann
leið sína til Akureyrar til náms í
húsasmíði. Árið 1963 stofnaði
hann fyrirtækið Aðalgeir og Viðar
h.f., með vini sínum Aðalgeir
Finnssyni sem er Ólafsfirðingur
og hafði einnig lokið námi í
húsasmíðum á Ákureyri. í hönd-
um þeirra hefur þetta samstarf
þróast upp í eitt stærsta bygg-
ingafyrirtæki á Akureyri.
Kynni okkar Viðars hófust fyrir
allmörgum árum, þegar þeir fé-
lagar tóku að sér bygginga-
framkvæmdir á vegum þess fyrir-
tækis sem ég starfa við. Það kom í
minn hlut að hafa dagleg viðskipti
við Viðar í um það bil tvö ár, á
meðan á byggingaframkvæmdum
stóð.
Viðar var hamhleypa til vinnu
og sagði sínar skoðanir umbúða-
laust, jafnvel svo að sumum þótti
nóg um. Alrrei fór þó svo í þau tvö
ár sem við unnum saman að við
skildum ekki sáttir, þótt báðir
hefðum við okkar skoðanir.
En tengslin rofnuðu ekki þótt
daglegum viðskiptum væri lokið.
Samgangur okkar og fjölskyldna
okkar óx, og nú hófust kynni af
heimilisföður og einkavini sem var
ljúfmenni og gleðimaður í vina-
hópi. Það voru skemmtilegar
stundir sem við hjónin áttum með
Birnu og Viðari í Hamragerði 2 og
Lerkilundi 22 og það verða þær
stundir sem verða skýrastar í
minningunni um Viðar.
Um hádegi hinn 17. október s.l.
barst fréttin um lát Viðars. Þótt
við vissum að hann gengi ekki
heill til skógar, kom fregnin svo
óvænt að erfiðlega gekk að trúa
henni. Það er erfitt að trúa því að
maður eigi ekki eftir að hitta jafn
lífsglaðan og ágætan félaga og
Viðar var.
Hinn 6. sept. 1959 kvæntist
Viðar eftirlifandi konu sinni,
Birnu Eiríksdóttur og varð þeim
fimm barna auðið, Reynis, 19 ára,
Bjarkar 17 ára, Gígju og Hörpu, 15
ára og Ruthar, 9 ára.
I Hamragerði 2 ríkir mikil sorg
eftir þau miklu umskipti sem hafa
orðið og er það ósk og von að hinn
hæsti höfuðsmiður lini þær þján-
ingar. Eitt vitum við, að þær ljúfu
endurminningar, sem þau eiga,
eru þeim huggun í harmi.
Frá okkur Ingu fylgja kveðjur
og þakkir fyrir ánægjuleg kynni
og einlægar bænir til Birnu og
barnanna á erfiðri stundu.
Gunnar bórsson
Við ókum burt frá gröíinni,
enginn sagöi neitt,
og undarleg var gangan heim í hlaöið,
þvi fjaliiÖ hans og bærinn og ailt
var orðið breytt,
þó auönin væri mest, þar sem kistan
hafði staðið.
bó ennþá blöktu í stjökunum örfá kertaljós,
var allsstaðar í húsinu döpur rökkurmóða.
Á miðju stofugólfi lá föl og fannhvit rós,
sem fallið hafði af kistu drengsins góða.
Ég laut þar yfir rósina, svo
enginn annar sá,
að öllum sóttu lífsins þungu gátur.
Svo kyrrt var þarna inni, að klukkan
hætti að slá,
en klökkvans þögn er innibyrgður grátur.
í silfurvasa lét ég mina sumarbjörtu rós,
en samt var henni þrotið lif og styrkur.
Svo brunnu þau að stjökum hin
bleiku kertaljós.
og blómið hvarf mér — inn iii
ögn og myrkur.
Davið Stefánsson.
Okkur setti öll hljóð er harm-
fregnin barst, laust fyrir hádegi
17. okt. sl., þess efnis að Viðar
væri látinn. Slíku er ekki hægt að
trúa, getur þetta verið satt, hann
var hérna rétt áðan, ég var að tala
við hann, hann ætlaði að koma
eftir hádegi og ræða betur við mig,
þurfti aðeins að skreppa heim
sagði hann. Er ekkert réttlæti til,
hver er tilgangurinn með því að
hrífa burtu athafnamann í blóma
lífsins frá konu, börnum og
gróskumiklum fyrirtækjum?
Hann var vanur að koma snemma
á morgnana, gustmikill í fasi og
myndarlegur á velli, berandi með
sér lífsþróttinn og athafnaþrána
við upphaf hvers vinnudags, þessa
ómetanlega eiginleika til fang-
bragða við umfangsmikið daglegt
starf. Jú, því miður er þetta víst
satt og þess vegna höfum við öll
verið svo hljóð og talað svo lágt,
því hvort sem menn líta á endalok
mannlegs lífs sem upphaf annars
æðra tilverustigs eða ekki, eru
sorg og tregi fylginautar dauðans,
þessa óhjákvæmilega atburðar
sem fylgir öllu lífi. Það mun verða
gengið hljóðlega um lengi lengi í
fyrirtækjunum. Við munum reyna
að rækja okkar störf af vand-
virkni og trúmennsku eins og
hann brýndi svo oft fyrir okkur.
Það er ekki hægt annað en tala um
hann eins og hann væri hérna, því
það rúm sem hann fyllti í hugum
okkar allra, sem göngum hér að
daglegum störfum, er það stórt að
án vitundarinnar um nálægð hans
er nær óhugsandi að framkvæma
það sem fyrir liggur. Er það ekki
einkennilegt að sjúkdómurinn sem
hann kenndi fyrst fyrir tíu árum
síðan og við vitum öll að hann leið
mikið fyrir og sem hefir nú
fullkomnað verk sitt, kom okkur
algjörlega á óvart. Elja hans og
vakandi áhugi á öllu því sem var
að gerast villti okkur sýn. Kannski
hefur Viðar vitað betur. Kannski
hefur hann farið á undan til að
leggja grundvöll að nýju samstarfi
síðar. Guð einn ræður.
Viðar Helgason fæddist í Ólafs-
firði 29/8 1938, næst yngstur tólf
systkina, kom ungur til Akureyrar
og nam húsasmíði. Kvæntist eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Birnu
Eiríksdóttur, 1959 og eignuðust
þau fimm mannvænleg börn.
Fyrirtækið Aðalgeir & Viðar h.f.
stofnuðu þeir æskufélagarnir Við-
ar og Aðalgeir Finnsson árið 1963.
Fjölskyldur þeirra hafa alla tíð
verið mjög samrýmdar og djúp er
sú sorg sem ríkir hjá Áðalgeir,
Lilju og þeirra börnum vegna
fráfalls hins besta vinar og félaga.
Það er átakanlegt að horfa á þann
mikla trega og þá djúpu sorg sem
lýsir sér hjá Aðalgeir, sem fyrstur
varð til þess að færa okkur,
starfsfólki þeirra félaga, harma-
fregnina. Aðalgeir minnist hins
ánægjulega samstarfs þau ár sem
þeir hafa verið saman með rekstur
fyrirtækja. Við starfsfólkið höfum
alla tíð litið á þá félaga sem eina
órofa heild. Aðalgeir og fjölskyldu
hans vottum við dýpstu virðingu.
Birnu og börnunum vottum við
öll dýpstu samúð og hluttekningu í
sorg þeirra, og biðjum góðan Guð
að styrkja þau og styðja í þeim
erfiðleikum sem fráfall hins
ástríka föður og elskulegasta eig-
inmanns hefir að geyma.
Starfsfólk fyrirtækjanna,
Aðalgeir & Viðar h.f.
tspan h.f.
Gler & Speglar s.f.
t Móöir okkar og stjúpmóöir
LAUFEY JÓNSDÓTTIR
Bugöulæk 10
er látin.
Helga Kristinsdóttir, Bergur Kristinsson,
Elísabet Kristinsdóttir, Gunnlaugur Kriatinsson.
t
BENEDIKT FRIÐRIKSSON,
frá Broddanesi
lézt aö heimili sínu Engjaseli 83. aöfaranótt 25. þ.m.
Jaröarförin auglýst síöar.
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Torfi Benediktsson,
Tryggvi Benediktsson,
Svala Noröberg.
t
Bróöir okkar og mágur,
MAGNÚS SIGURÐSSON,
Laugavegi82
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 29.
13.30.
október kl.
Margrét Siguröardóttir Jóhanna Siguröardóttir
Einar Guöjónsson Anna Soffía Steindórsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför,
ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR
fré Ekru,
Efstasundi 43, Reykjavík.
Systkinin.
t
Þökkum samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur og ömmu
KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR
Frakkastíg 24.
Ósk Guömundsdóttir.
Einar Guómundsson,
Gunnar Guömundsson,
Hilmar Guómundsson,
og barnabörn.
Gunnþórunn Erlingsdóttir,
Ólöf Gísladóttir,
Sigrún Ólafsdóttir,
t
Innilegustu þakkir fyrir allan hlýhug og styrk veittan mér og mínum
i veikindum og eftir lát
HULDARS SMÁRA ÁSMUNDSSONAR.
Fyrir hönd barna, ættingja og vandamanna
Björg Siguróardóttir.