Morgunblaðið - 27.10.1979, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 1
Hann er á heimsmælikvarða —
enginn vafi!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Oft er bilið milli vandvirkni og
óvandvirkni furðu stutt og segja
má, að spilið í dag geti talist
dæmi um það. Vinningur virðist
háður sviningu og spilið því
auðvelt viðfangs.
Við lítum á það sem úrspilsæf-
ingu, norður gefur og allir á hættu
en austur-vestur segja alltaf pass.
Norður
S. ÁKD
H. ÁD
T. K642
L. Á753
Suður
S. G10983
H. 753
T. Á83
L. 94
COSPER
Viltu enn halda því fram að það sé skotvegur þangað
vestur?
Um eftirlit á vinveit-
ingaskemmtistöðum
Hvernig stendur á því, að ungl-
ingum 15—16 ára er hleypt inn á
skemmtistaði eins og t.d. „Klúbb-
inn“.
Það er ekki að ástæðulausu að
ég varpa fram þessari spurningu.
Ég veit nefnilega að dóttir mín,
sem er aðeins 16 ára gömul, stærir
sig af því, að henni sé alltaf hleypt
inn í „Klúbbinn". Er dyravörðum
ekki skylt að skoða nafnskírteini
allra þeirra ungmenna, sem vín-
veitingastaði sækja. Það getur
ekki verið á færi nokkurs mann að
dæma um hversu gamalt unga
fólkið er, eins þroskað, frjálslegt
og fullorðinslegt og það er í dag.
Mér er kunnugt um að kvenlög-
reglan hafi á sínum tíma strangt
eftirlit með danshúsum bæjarins
með góðum árangri, en illu heilli
var það lagt niður. Gaman væri að
E
Lausnargjald í Persíu
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna hristjónsdóttir
sneri á íslenzku
Þrju grönd, spiluð í norður, eru
greinilega besti samningurinn. En
lesendur ættu að mynda sér skoð-
un um úrspil í 4 spöðum, eftir að
vestur spilar út lágu trompi.
Séu vinningsslagirnir taldir
sjást níu, 5 á tromp og 4 á hina
litina og tíunda slaginn má fá á
hjartadrottningu eigi vestur kóng-
inn. En hvað skeður ef svíningin
tekst ekki? Lítum á þann mögu-
leika.
Útspilið tökum við í blindum,
spilum þá tígli á ásinn til að svína
hjartanu. Það tekst ekki, austur
tekur með kóng og spilar trompi.
Og nú er slæmt að eiga ekki
innkomu á hendina svo að fá
mætti tíunda slaginn með því að
trompa hjarta í blindum. Og
spilum við laufi þá spilar vörnin
eflaust trompi í þriðja sinn og við
fáum ekki nema níu slagi.
Þannig er greinilegast, að útspil
vesturs veldur því, að við verðum
að sleppa svíningunni alveg. Strax
í öðrum slag tökum við á hjartaás
og spilum síðan drottningunni.
Eftir það geta andstæðingarnir
ekki komið í veg fyrir, að við
trompum hjarta á blindum og
vinnum okkar spil.
Örýggisspilamennska sem þessi
er auðvitað rétt og sjálfsögð bæði
í rúbertubridge og sveitakeppni.
En í tvímenning getur hún gefið
lélegan árangur því þeir sem svína
í svona stöðu fá góða skor þegar
legan er þeim hagstæð.
98
Þau boð höfðu komið um
talstöðina nóttina áður.
4- Auðvitað. sagði Eileen. —
Heimskuiegt af mér að hugsa
ekki út í það. Hann er kaup-
sýslumaður. Hann gerir ekkert
nema útspekúlerað.
— Seztu þarna, sagði hann
og talaðu inn í þennan hljóð-
nema.
Hún yppti öxlum. Hann hafði
aldrei orðið var við beiskju hjá
henni fyrr.
— Hvað á ég að segja? Viltu
senda þeim peninga ella drepa
þau mig. Hann hlýtur að vita
það.
Peters hallaði sér fram. Boð-
in siðustu nótt höfðu verið
svartsýnislegri en fyrri skýrsl-
ur. Logan Field var ekkert að
ílýta sér. Hann hafði látið
undirmann sinn um að semja
um lokaáfangann við Homsi.
Þessi undirmaður viidi sönnun
um að konan væri á lífi, áður en
hann tæki afstöðu.
— Sjáðu nú til, sagði hann
— nú hefurðu tök á því að tala
við hann. Þetta er ekki sízt þín
vegna.
Hún settist niður og spennti
greipar. Hún leit á hann.
— Ég ætla ekki að grátbiðja
um ncitt, sagði hún hljóðlega.
— Og það breytir heldur svo
sem engu. Hann gæti verið
búinn að greiða lausnargjaidið
fyrir Iöngu ef hann hefði haft
einhverjar verulegar áhyggjur
af mér.
— Þér skjátlast, sagði Pet-
ers. — Það er ekki svona
einfalt. Þetta mál varð ekki
útkljáð í einu vettfangi.
— Er þá ekki um pcninga að
tefla?
Hann hikaði. Hann vildi að
hún sendi boðin og þau yrðu
eins skiimerkileg og hægt var.
Hvað svo sem hélt aftur af
þessum eiginmannsræfli henn-
ar þá gæti verið að angistarbón
frá henni gæti loks leitt þetta
mál til lykta.
— Nei, það eru ekki pen-
ingar í þess orðs merkingu ...
Ilann sá hana líta niður og
svo snöggt á hann.
— Guð hjálpi mér — ef það
stendur eitthvað í sambandi við
Imperialoliuna, sagði hún.
Hann setti kassettu i tækið.
— Láttu ekki svona, sagði
hann. — Gefðu honum tæki-
færi. Hann vili fá þig aftur. Nú
skaltu tala inn í þetta, segja til
þín. Hafðu það eins persónulegt
og þér er unnt, svo að hann
skilji að þetta er ekta. Og í
hamingju bænum reyndu ekki
að vera með belging. Þú hefur
engin efni á bvi.
Hún tók litla hljóðnemann og
bar hann að vörum sinum. Hún
gerði eins og hann bað, sagði til
sin og hvaða dagur væri. Hún
kvaðst vera við góða heilsu og á
lífi og bað að hann fengi sig
leysta úr haldi, svo að hún gæti
farið aftur til Lucy. „Ég óska
þér og Janet alls góðs.“
Peters slökkti á tækinu.
— Hvers vegna sagðirðu
þetta? Hver er Janet? Hvað
þýðir það?
— Þú þarft ekki að vera
tortrygginn, sagði Eilcen
hljóðlega.
— Það sannar honum bara
að boðin eru ósvikin.
— Þetta var of hlutlaust.
sagði hann. Hann var argur
vegna þess hún vildi ekkerf
gera sjálíri sér til bjargar. —
Nú þurrka ég þetta út og þú
endurtekur þetta. Segöu honum
að þú sért í hættu og þú sért
hrædd.
Hún stóð upp.
— Ég sagði þér það, sagði
hún. — Ég grátbið engan um
neitt. Ef þú þurrkar þetta út
segi ég ekkert i staðinn. Hann
veit upp á hár hvaða hlutskipti
biður min. Það gæti bara verið
sá möguleiki að honum væri
sama.
Pcters tók saman tækið.
— Allt í lagi, sagði hann. —
Ilafðu það eins og þú vilt.
Þegar hann var kominn að
dyrunum fann hann að hún var
hjá honum og snart hönd hans.