Morgunblaðið - 27.10.1979, Síða 46

Morgunblaðið - 27.10.1979, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979 Stórsigur íslendinga gegn írum í körfuknattleik io8rio ÍSLAND vann næsta auð- veldan sigur gegn slöku írsku liði í íþróttahúsinu í Njarðvík í gærkvöld, 108 gegn 80. Islenska liðið hafði yfirburði á öllum sviðum, hittni þeirra var mun betri, þeir voru fljót- ari í .sókninni og hraða- upphlaupin þeirra nýttust vel. írska liðið olli von- brigðum í Njarðvík í gær- kvöldi, baráttan sem ein- kennt hefur irsk lið í gegnum árin var ekki fyrir hendi. Hraðaupp- hlaup voru vart reynd hjá liðinu. Hvað eftir annað misstu leikmenn boltann klaufalega og eldfljótir leikmenn íslenska liðsins beinlínis skildu þá eftir. Liðin fóru sér hægt í byrjun Það var Símon Ólafsson sem skoraði fyrstu körfuna í leiknum en hann ásamt Jóni Sigurðssyni, Kristni Jörundssyni, Gunnari Þorvarðarsyni, og Kristni Ag- ústssyni hófu leikinn fyrir Island. Bæði liðin fóru afar rólega af stað í byrjun leiksins og þreifuðu fyrir sér. Eftir 5 mínútna leik var staðan 8—8, en upp úr því náði ísland undirtökunum í leiknum og forystu án þess þó að vera afger- andi betra liðið á vellinum. Staðan breyttist í 21—14 og 10 stiga munur var á liðunum í hálfleik 43-33. Yfirburðir íslands koma í Ijós I síðari hálfleiknum komu yfir- burðir íslenska liðsins berlega i ljós, og stigin hrönnuðust upp. Hraðaupphlaupin heppnuðust vel og kunnu írarnir ekkert svar við þeim. Þá voru íslensku leikmenn- irnir afar harðir í fráköstunum og hittni þeirra var mjög góð. Eftir 11 mínútna leik í síðari hálfleik var staðan orðin 77—52 og á 15. mínútu 87—65. Islendingar stefndu ákveðið að 100 stiga mark- inu og það tókst að rjúfa 100 stiga múrinn á 18. mínútu síðari hálf- leiksins en þá skoraði Gunnar Þorvarðarson og staðan varð 101 gegn 71. 30 stiga munur og var það mesti munurinn á liðunum í leikn- um. íslenska liðið Þrír nýliðar léku með islenska landsliðinu. Þeir Július Valgeirs- son, Gísli Gíslason og Árni Lárus- son. Þeir komu allir mjög vel frá leiknum, sýndu góða frammistöðu og börðust vel. Jón Sigurðsson hafði sig frekar lítið í frammi, gerði mest af því að leika meðspilara sína uppi. Bestu menn íslenska liðsins voru þeir Gunnar Þorvarðarson sem skoraði 21 stig, Símon Ólafss- on sem skoraði 19 stig og Kristján Ágústsson sem var með 18 stig. Aðrir sem skoruðu fyrir Island í leiknum voru: Kristinn Jörunds- son 10 stig, Þorvaldur Geirsson 8 stig, Júlíus Valgeirsson 10 stig, Guðsteinn Ingimarsson 8 stig, Gísli Gíslason 7 stig, Jón Sigurðs- son 4 stig, Árni Lárusson 4 stig. Stigahæstur íranna var Marty White með 19 stig og Andy Houlinov með 18 stig. Þeir voru jafnframt bestu menn liðsins. Sagt eftir leikinn: Einar Bollason landsliðsþjálf- ari. — Þessi stórsigur kom mér nokkuð á óvart. Ég átti von á írunum mun sterkari. Annars er það skoðun mín að góð frammi- staða íslenska liðsins í kvöld og góður leikur þess hafi endurspegl- að þær miklu framfarir sem átt hafa sér stað hér á landi í körfuknattleiknum. Strákarnir gerðu eins og fyrir þá var lagt, sýndu mikla hörku og góða bar- áttu í vörninni. Þær gagnrýnis- raddir sem verið hafa um valið á ungu strákunum í liðið, ættu að breytast því að þeir stóðu sig allir með mikilli prýði. - H. Halls./þr. Þorunn gerist sundþjálfari Frá Sundfélaginu Ægi Um þessar mundir eru að hefj- ast sundæfingar hjá Sundfélaginu Ægi. Hefst vetrarstarfið nokkru seinna nú en undanfarin ár, vegna lokunar Sundhallar Reykjavíkur. Afreksfólk félagsins hefur þó æft nú um tveggja mánaða skeið. Æfingar fyrir yngri félaga og nýja félaga hefjast þriðjudaginn 30. október í Sundhöll Reykja- víkur. Æft verður þrisvar í viku, þ.e. þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 18.50. Þeim sem æfa er skipt í getu- hópa, þannig að hver fái verkefni við sitt hæfi. Sundfélagið Ægir hefur ávallt lagt mikla rækt við unglingaþjálf- un og mun í vetur vanda til hennar jafnvel enn betur en nokkru sinni fyrr. Hefur félagið ráðið þrjá þjálf- ara til þess að þjálfa. Þeir eru Guðmundur Harðarson, sem um langt árabil hefur verið landsliðs- þjáifari í sundi, Kristinn Kol- beinsson, sem hefur getið sér gott orð undanfarin ár við þjálfun hjá Ægi og Þórunn Alfreðsdóttir, en hún var eins og flestum er kunn- ugt besta sundkona okkar um árabil. Munu allir þessir þjálfarar þjálfa yngri flokka félagsins. Nán- ari upplýsingar veita Guðmundur Harðarson í síma 30022, og Hall- dór Hafliðason í síma 35723. Þórunn Alfreðsdóttir • Kristinn Jörundsson fyrirliði íslenska landsliðsins í körfuknattleik brunar í hraðaupphlaupi í landsleiknum í gærkvöldi í Njarðvík. Til vinstri á myndinni eru tveir bestu menn íslenska liðsins, þeir Gunnar Þorvarðarson lengst til vinstri og KrÍStján ÁgUStSSOn. I.jrtKmynd RAX. Við munum leggja allt í sölurnar til að sigra Vestur-Þjóðverja í dag“ segir Olafur Jónsson fararstjóri unglingaliðsins á HM möguleika tslands. — Takist okkur að ná upp jafn sterkum varnarleik og á móti Rússum í fyrradag þá sigrum við í leiknum sagði Olafur. — Ég er mjög bjartsýnn á sigur. Það er mikil stemmning í hópnum og það verður allt lagt í sölurnar. Við höfum verið i allt kvöld að horfa á leiki Þjóðverjanna á myndseg- ulbandi og reynum að finna út veikleika þeirra. Þeirra mesti styrkleiki liggur í hversu góðan varnarleik þeir spila. Vestur-Þjóðverjar sigruðu Hol- lendinga með 20 mörkum gegn 9 í fyrradag. Þeir sem hvíla í leiknum í dag verða Kristján Arason, Ársæll Hafsteinsson og ölafur Guðjónsson. Þess má geta, sagði ólafur, að hinn frægi þjálf- ari Þjóðverja Stenzel fór heim í fýlu í upphafi keppninnar, en ef Þjóðverjum tekst að sigra á morgun og tryggja sig í átta liða úrslitin halda menn að hann komi aftur til Danmerkur, sagði Olafur að lokum. - þr. Sigurður Gunnarsson Viking hef- ur átt mjög góða leikl úti og er markhæsti maður liðsins. í DAG kl. 13.30 að islenskum tima leikur unglingalandsliðið i handknattleik afar þýðingarmik- inn leik i IIM-keppninni i hand- knattleik sem nú fer fram i Danmörku. íslendingarnir mæta þá Vestur-Þjóðverjum og takist þeim að sigra i leiknum eru þeir komnir i átta liða úrslit keppn- innar. Það er þvi til mikils að vinna. Mbl. ræddi i gærkvöldi við fararstjóra hópsins ólaf Aðal- stein Jónsson og spurði hann um Ársþing B.S.Í. ÁRSÞING badmintonsam- bands Islands fer fram í dag að Snorrabúð í Aust- urbæjarbíó og hefst þingið klukkan 10.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.