Morgunblaðið - 11.11.1979, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979
53
Enda þótt félagarnir... eigi það sam-
eiginlegt að hafa glataö krúnunni,
erhérum mjög sundurlausan
söfnuð að raeða (Sjá: Kóngafóik)
Bokassa bætist í hópinn
• Enn á ný hefur fjölgað í hópi landflótta þjóðhöfðingja, en sú fína klíka hefur
fariö stækkandi undanfarin ár. Enda þótt félagarnir í þessum hópi eigi það
sameiginlegt að hafa glatað krúnunni, er hér um mjög sundurlausan söfnuð
aö ræða, og vart má við því búast, að margir verði til þess að bjóða hinn nýja
félaga velkominn.
Þaö er hinn skelfilegi varúlfur
Bokassa, sem steypt var af stóli í
Miö-Afríku keisaradæminu fyrir
skömmu. En hversu Ijót sem saga
hans er, getur hann meö réttu
tekið sér sess meö „frændum“
sínum frá Albaníu, Frakklandi,
Rússlandi, Júgóslavíu, Búlgaríu
og Grikklandi, sem og öörum
kórónu- og landlausum kóngum
og prinsum í Evrópu.
Það voru yfirleitt alræöisstjórn-
ir kommúnista, sem sviptu evr-
ópsku þjóöhöföingjana völdum,
og var saga margra þeirra heldur
óskemmtileg. Eigi aö síöur telja
þeir sig hátt yfir Bokassa hafna
og raunar á hann fáa sína líka í
þessum hópi.
Á okkar tímum hafa mörg forn
konung- og keisaradæmi í
Norður-Afríku hruniö, t.d. í Libyu,
Yemen, Eþíópíu, Túnis og íran.
Fall íranskeisara þótti mestum
tíöindum sæta, og hann er betur
settur fjárhagslega en flestir
þjáningabræöur hans þar til hann
var fluttur í skyndingu til New
York bjó hann í einskonar virki á
kiettasnös og t öryggisskyni er
aöeins haföur á því einn inngang-
ur. Kóngafólk þaö, sem hefur
hreiöraö um sig í Evrópu, lifir
miklu þægilegra Itfi, enda þótt
þaö kvarti síknt og heilagt um
peningaleysi.
Mariam prinsessa af Eþíópíu,
sonardóttir Haile Selassíe, fyrrum
keisara býr í stórri íbúð í West
End í London. En hún veröur aö
borga dýra leigu og jafnframt aö
sjá fyrir foreldrum sínum, krón-
prinsi og krónprinsessu Eþíópíu,
og til þess aö ráöa fram úr því,
stundar hún skrifstofuvinnu
ásamt systrum sínum þremur.
Mariam prinsessa þvertekur fyrir
það, að afi hennar hafi verið
vellauöugur maður, og kveöst
bara óska þess, aö svo heföi
veriö.
Leka, konungur Albaníu bjó
ásamt konu sinni, sem er áströlsk
aö þjóöerni í rammgerðri bygg-
ingu rétt fyrir utan Madrid, þar til
spænsk yfirvöld báöu þau aö
flytjast úr landi. Þau fengu aö
setjast aö í Ródesíu.
Mariam
prinsessa
þvertekur fyrir
það að afi henn-
ar hafi verið
vellauðugur
og kveðst bara
óska þess að _ „
svo hafi verið J
Simeon konungur af Búlgaríu
er eins konunglegur og nokkur
getur veriö. Hann er afkomandi
Victoríu drottningar og þar af
leiöandi náskyldur Elizabetu
drottningu og Filipusi prins. Hann
er barnabarn Umberto ítalíukon-
ungs og Luois Mountbatten lá-
varöur var náfrændi hans. Hann
er á einn eöa annan hátt skyldur
bókstaflega öllu kóngafólki í Evr-
ópu. Simeon varö Búlgaríukon-
ungur aöeins 7 ára aö aldri.
Skömmu síöar var hann beöinn
um aö fara úr landi og hann flúöi
til Egyptalands ásamt móöur
sinni og systur. Þar bjuggu þau í
nokkur ár. Síöar settist hann aö í
Madrid og býr þar ásamt
spænskri eiginkonu sinni og fimm
börnum þeirra.
Einn af náfrændum Simeon er
Tomislav prins af Júgóslavíu.
Kona hans er Margarita prins-
essa, en hún er fædd í Þýzkalandi
og systkinabarn Filipusar prins.
Þessi eöalbornu hjón stunda
búskap í Surrey á Englandi.
Fátt er vitað um Konstantín
Grikkjakonung og hann sést
sjaldan í London, en hann býr í
úthverfi borgarinnar, Hampstead.
Sagt er, aö hann láti lítið á sér
bera, vegna þess aö hann lifl enn
í voninni um að veröa leiddur til
hásætis á Grikklandi á nýjan leik.
En ekki telur annaö kóngafólk aö
þaö sé líklegt. Þaö heldur aö
hann hafi ekki meiri möguleika á
aö endurheimta ríki sitt en skelm-
irinn Bokassa. — BARRY EVER-
INGHAM.
AÐVORUNl
„Varúð: Inniholdur eíni. som jjeta þronst sér í gejrnum húðina og
valdið krabbamoini eins og komið hofur í ljós við tilraunir á dvrum.”
• í síðasta mánuði skipaði
bandaríska matvæla- og lyfja-
málaráðuneytið svo fyrir, að
þessi aðvörunarorð skyldu prent-
uð á allar umbúðir um hárlitun-
arefni, sem innihéldi ákveðið
efnasamband; fimm árum eftir
að vísindamenn í Kaliforníu vör-
uðu við efninu. Akveðið hefur
verið, að sams konar aðvörunum
verði komið fyrir á snyrtistofum.
Hið
háska-
ur hárlitunarefna hafa jafnvel
kvartað um að þvagið verði
brúnleitt eftir að þeir hafa litað
hárið með ákveðnum efnum.
En hvað þá með hin efnin sex
og „nýju efnin“ sem iðnaðurinn
er farinn að nota? „Rannsóknir
fara nú fram á þeim,“ segir dr.
John Winninger, snyrtisérfræð-
ingur ráðuneytisins. „Þegar þeim
lýkur býst ég við að varað verði
við fleiri efnum.“
Það var dr. Bruce Ames, líf-
efnafræðingur við Kaliforníuhá-
skóla, sem kom af stað umræðum
um hárlitunarefnin árið 1975.
„Ég var við kennslu og hafði látið
nemendurna koma með ýmis al-
geng efni og síðan athuguðum við
hvort þau yllu stökkbreytingum á
bakteríum." Tvö efnasambönd
höfðu þau áhrif: sígarettutjara og
hárlitunarefni. Ames hélt áfram
með tilraununum og athugaði 169
tegundir hárlitunarefna og komst
að raun um að 150 ollu stökk-
breytingum og voru þess vegna
líkleg til að valda krabbameini.
Sú uppgötvun hrinti af stað
rannsóknum og tilraunum
Krabbameinsstofnunarinnar með
dýr og leiddi að lokum til aðvör-
unarorðanna á umbúðunum.
Víðtækari rannsóknir hafa síðan
Hárlitunarefnið
þrengir sér gegn-
um húðina og út í
blóðstrauminn
Þrátt fyrir þetta er hætt við, að
þær 40 milljónir Bandaríkja-
manna, sem fara með 400 millj.
dala í hárlitunarefni á ári hverju,
verði lítt varar við þessar upplýs-
ingar og er ástæðan sú, að flestir
stærstu framleiðendurnir í
Bandaríkjunum hafa „umskapað"
framleiðsluna og útilokað þannig
þetta hættulega efni að eigin
sögn. Fulltrúar matvæla- og
lyfjaráðuneytisins halda því þó
fram, að sumir framleiðendur
hafi aðeins skipt á 4-MMPD,
efnasambandinu varasama, og
öðrum koltjöruefnasamböndum,
sem einnig eru talin geta valdið
krabbameini.
Snemma á arinu 1978 skýrði
Krabbameinsstofnunin banda-
ríska svo frá, að af 13 algengum
hárlitunarefnum, sem gerðar
hefðu verið tilraunir með, hefðu
sjö valdið krabbameini í rottum
og músum. Af þeim reyndust
4-MMPD langhættulegast. Eins
og önnur hárlitunarefni þrengir
það sér auðveldlega í gegnum
húðina og berst síðan með blóð-
inu um líkamann. Sumir notend-
l
komið í kjölfarið, t.d. sýndu
vísindamenn við New York-
háskólann fram á fyrr á þessu
ári, að konum, sem hafa litað hár
sitt að staðaldri um tíu ára skeið,
er miklu hættara við brjóst-
krabba en öðrum.
Sú stofnun í Bandaríkjunum,
sem fjallar um hollustuhætti á
vinnustöðum, hefur einnig bent á,
að rannsóknir sýni, að tíðni
krabbameins í hárgreiðslufólki
og fólki, sem fæst við snyrtingu,
er mjög há, einkum í kynfærum.
En hve mikil er hættan af
þessum efnum? „Það veit raunar
enginn með vissu,“ segir dr.
Ames. „Kannski mjög rnikil,
kannski ekki. Hér er þörf miklu
víðtækari rannsókna, og þá eink-
um á fólki sem hefur verið í
langvarandi snertingu við efnin.“
- VILLIAM SCOBIE