Morgunblaðið - 11.11.1979, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 11.11.1979, Qupperneq 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 3. grein skyldi eiga sam- leið með hverjum? Vogin/Vogin 23. september—23. október EFTIR að hafa metið ákvarðanir sínar lengi lengi, hikað og verið með og á móti, tekst voginni loks að ná jafnvægi. Vogir látast aldrei vita það sem þær vita ekki, eins og mörgum merkjum hættir til. Þær eru ófeimnar við að spyrja. Þær velta síðan málunum fyrir sér þvers og kruss. Séu þær í vafa viðurkenna þær það fúslega. Þær eru gagnteknar þeirri mór- ölsku þörf að gera það sem er rétt. Annað truflar samvizku þeirra óþyrmilega. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að komist nú vogin loks að niðurstöðu er undantekning ef ekki er hægt að treysta. því í hvívetna. Og þær víkja ekki eftir það. Ekki af þrjósku. Þær eru bara svo vissar um að niðurstaða þeirra sé rétt. Það skiptir síðan ekki sköpum, hvort þeim hafa þarna orðið á mistök — öllum má ljós vera einlægni þeirra. Þetta er eitt af því sem gerir vogir svo geðfelldar. Vogir hafa margar fengið á sig þann stimpil að þær séu óáreiðanlegar og skipti sýknt og heilagt um skoðun. En því finnst vogum gott að eiga hvorri við aðra. Það ríkir skilningur á því að þær vildu alténd gera rétt. Tvær vogir saman munu tala mikið. Hvert mál er brotið til mergjar. Vogin er intellektúelt merki og ræðir málin jafnan út frá því sjónarmiði, heldur en að láta tilfinningar ráða. Fái vogir að vera óáreittar una þær sér vel. Þær hafa yndi af öllu sem er fallegt, þola ekki óhreinindi og allt sem er ljótt og argt meiðir í þeim sálina. Raunir og bágindi annarra hafa djúp áhrif á þær, en þar með er ekki sagt að þær hafi orku né úthald til að gera eitthvað í málinu. Tvær vogir þurfa ekki að leggja hart að sér til að samskiptin verði farsæl. Þær hafa mjúk og góð áhrif hvor á aðra og báðir aðilar þannig gerðir að þeir vilja frið og kyrrð. Vogir eru viðkvæmar nokkuð, listrænar og njóta lista og yfirleitt alls sem fagurt er af ívið meiri innileik en mörg önnur merki. Vog/ sporðdreki 23. september—23. október 23. október—22. nóv. Sporðdrekinn sýnir misbrestum vogar óvenjulegt umburðarlyndi en samt er ákveðin gætni nauðsynleg, þegar sporð- dreki og vog nálgast hvort annað. Þau laðast mjög hvort að öðru, en ekki er hægt að segja að þau séu allra heppilegasta par. Sporðdrekinn er að vísu umburðarlyndur gagnvart henni eins og áður sagði, en sveiflur vogar geta líka oft farið ákaft í taugarnar á honum. Vogin er næm og getur haft mikinn ávinning af því að kynnast sporðdreka og færa sér vísdóm hans í nyt. En vogin gleypir þó engan veginn við öllu sem sporðdrekinn segir — að minnsta kosti ekki nema leggja nokkur velvalin orði í belg. Voginn kallar það skemmtilegar rök- ræður — sporðdrekinn segir háðslega að þetta sé þras. Og þar með getur náttúru- lega slegið í brýnu. En sporðdrekinn uppgötur snemma í kynnum þeirra að vogin er gædd óvenjulegum persónutöfr- um, hún er ljúf og skemmtileg og það er gott að vera í návist hennar — að minnsta kosti svona oftast nær. Eins og alkunna er hefur sporðdrekinn ákaflega sterka andúðartilfinningu og þeir eru mjög af- dráttarlausir í því sem þeim hugnast eða ekki. Þessar fastmótuðu skoðanir sporð- dreka geta í samskiptum við vogina kallað fram töluverða spennu, þegar þær brjóta í bága við innbyggða tilfinningu vogar fyrir því sem henni finnst réttlatt og sanngjarn leikur. Þá lætur vogin óspart í ljós gremju sína og þar með er líka umburðarlyndi sporðdrekans fokið út í veður og vind. Vogin er dálitið löt að upplagi — kannski væri sanngjarnara að segja að sveiflur hennar valdi því að hún fari stundum í athafnalega lægð. Þetta gremst sporðdrekanum, sem er sérdeilis úthalds- samur og fullur af orku. En hvað sem erfiðleikur þeirra líður á stundum, er sporðdreki veikur fyrir töfr- um vogarinnar. Sporðdrekinn skynjar að vogin þarfnast örvunar og þegar vogin finnur farveg fyrir sköpunar- eða athafna- þrá er hún fáum lík, mild og fús og vill mikið gefa til að halda friði og jafnvægi. Sú auka þolinmæði sem sporðdreki þarf stundum að sýna henni getur skilað sér vel til hans aftur. Vog/ bogmaður 23. september—23. október/ 22. nóvember—21. desember Vog og bogmaður er ákaflega heppilegt fólk saman. Þau hafa-bæði ólýsanlega þörf fyrir að tja sig. En gera það á ólíka vegu. Bogmaðurinn er alltaf að skrifa eitthvað hjá sér og hann er alltaf að hugsa um allt milli himins og jarðar. Og veit svo ekkert skemmtilegra en tala um það. Þrátt fyrir málgleði beggja nálgast þau tjáningar- form sitt á ólíkan hátt. Vog er miklu meira abstrakt og rökréttari í hugsun en bog- maður sem flögrar út og suður og missir iðulega samhengið í hugsunum sínum af því það er svo margt sem leitar á hugann í einu. Bæði vog og bogmaður er skemmti- legt fólk, geðfellt og yfirleitt geðgott. En vog og bogmaður geta ært óstöðugan með þeirri ólýsanlegu þörf að ræða nánast hvert einasta smáatriði, fjalla um allar hliðar á öllu. En þau verða aldrei leið á málþörf hvort annars. Af því að þau eru líka svo hrifin hvort af öðru á annan veg. Vog og bogmanni leiðist aldrei saman. Þau tala saman af fjálgleik og hafa mjög hressandi áhrif hvort á annað. Með fáum undantekningum má segja að þrátt fyrir að stöku rökræður geti farið út í leiðindi og argaþras, gangi þetta yfirleitt ósköp vel og hugnanlega. Milli þessara merkja geta orðið heitar ástríður. En það kemur venjulega ekki fyrr en síðar. Fyrst þurfa þau að kynnast, tala og segja hvort öðru allt. Þegar kærleikurinn hefur verið vakinn er trúlegt að þeim gangi flest í haginn, vegna þess hve miklu fleira sameinar þetta fólk en sundrar. Vinátta sem myndast milli þeirra og traust slitnar ekki svo glatt. Samband þeirra verður aldrei fyrst og fremst líkamlegs eðlis, m.a. vegna þess sem fyrr hefur verið sagt og vegna þess að þau vekja endalaust forvitni hvort hjá öðru um hvort annað — þrátt fyrir endalaust tal. Vogin/ steingeitin 23. september—23. október/ 21. desemher—20. janúar Sagt er um einstaklinga í þessum merkjum að varla sé nema tvennt til — l!| jigii ÍAVAvkvIH * jijj v-' ■> UHé«BÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.