Morgunblaðið - 11.11.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.11.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 75 ÁNÆSTUNNI NÝJA BÍÓ : MAGIC — Næsta mynd hér verður að öllum líkindum MAGIC, sem byggð er á skáldsögu eins kunnasta kvikmyndahandritahöfundar okkar tíma, Wiliiam Goldmans. Eftir hann liggja m.a. kvikmyndahandritin og bækurnar MARATHON MAN og THE GREAT WALDO PEPPER, og kvikmyndahandritin BUTCH CASSIDY AND THE SUN- DANCE KID, ALL THE PRESIDENTS MEN og A BRIDGE TOO FAR. Nafn hans er því talsverð trygging fyrir góðri skemmtun. Með aðalhlutverkin fara Ann-Margret, Anthony Hopkins og Burgess Meredidth, leikstjóri er Sir Richard Attenborough. Goldman segir MAGIC vera sína Hitchcock- mynd, en hún fjallar einmitt um búktalara sem er að missa tökin á veruleikanum... GERT ÚT Á HIMINHVOLFIÐ Þriöji og síöasti dagurinn minn í London, aö þessu sinni, var runninn upp, og nú skyldi þriöja og síðasta atlagan gjörö að miöasölum kvikmyndahússins Odeon viö Leicester Square. En allt fór á sömu leið og fyrr. Biöröðin aldrei óárennilegri og blööin farin að gefa þessari nýjustu múgsefjun stórborgarinnar talsvert pláss á síöum sínum. Óprúttnir menn voru á sveimi um torgiö og buöu aðgöngumiöa á okurveröi — með dágóöum árangri. En mörlöndum þykir sjálf- sagt flestum æriö nóg að borga sem svarar hálft þriðja þúsund fyrir miöann, hvaö þá heldur fjórfalt þaö verð. Myndin sem olli öllu þessu fjaörafoki var engin önnur ern „geimhrollvekjan" ALIEN, en hún hefur gengiö um allan heim mynda best á þessu ári. Er hún eitt af hinum fjölmörgu „afkvæm- um“ geimmyndanna vel heppnuöu. STAR WARS og CLOSE ENCOUNTERS . . ., sem um þessar mundir eru aö skjóta upp kollinum meö stuttu millibili. Efnislega er ALIEN í anda gömlu hrollvekjanna, aöeins umhverfiö er framandi, eöa geimskip sem er á leiö til jarðar aö lokinni langri úti- veru. Þá er komiö viö á lítilli en ókennilegri reikistjörnu, hvar leiöangursmenn finna egg óþekktrar lífveru og hafa þaö á brott meö sér. Og ekki er aö sökum aö spurja, nú taka hinir óhugn- anlegustu atburðir aö ger- ast um borö. Leikstjóri ALIEN er lítt þekktur Breti, Ridley Scott, en ALIEN er aðeins önnur mynd hans. Sú fyrsta nefnd- ist THE DUELLISTS, og var sýnd hér í sumar sem leiö, ákaflega falleg fyrir augaö en krafkraftlítil myndgerð einnar sögu Conrads. Sumir vilja gera því skóna aö meö ALIEN ætli Scott að slá við meistara Kubrick, en fyrsta hrollvekja þess ágæta leik- stjóra verður einmitt frum- sýnd í næsta mánuði, og nefnist THE SHINING, byggö á samnefndri sögu Stephen King. Og ef myndin heldur óhugnanlegri spennu bókarinnar, sem næsta fullvíst má teljast frá hendi Kubricks, er meö ólíkindum Ein nýjasta stefna kvik- myndaiðnaöar- ins eru myndir sem að mestu leyti gerast utan gufuhvolfeins aö Scott flói hinum gamal- reynda snillingi heitt. Þaö er kvikmyndaverið 20th Century — Fox (um- boö hérlendis: Nýja Bíó), sem stendur aö baki ALIEN, en það virðist nú fariö aö gera út á himinhvolfið meö meiri og betri árangri — fjárhagslega — en áður hefur þekkst. En þetta sama kvikmyndaver geröi einnig myndina STAR WARS, tekjudrýgstu mynd allra tíma. Og sóknin er aðeins rétt nýbyrjuð á þessi nýju miö, því í bígerð er hjá Fox aö gera einar átta fram- haldsmyndir STAR WARS, og sú fyrsta fer fljótlega aö sjá dagsins Ijós. Nefnist hún THE EMPIRE STRIKES BACK, og er meö öllum sömu persónum og aðal- leikurum, utan Alec Guinn- es. Hvenær skyldi þeim detta í hug aö gera ALIEN II.? Columbia fór hægar í sakirnar, þaö er ekki von á framhaldi CLOSE EN- COUNTERS, hins vegar reyndu þeir aö mjólka kúna aöeins betur meö því aö fá leikstjórann, Steve Spiel- berg, til að gera nýja, for- vitnilega kafla í myndina og sýna síöan „endurbætta út- gáfu". Jafnvel hið einhæfa og rótgróna fyrirtæki Walt Disney er nú langt komið viö gerö sinnar fystu geimmyndar. Nefnist hún THE BLACK HOLE, og er langdýrasta mynd kvik- myndaversins frá upphafi. Fjallar hún um hiö furöulega fyrirbrigöi, svörtu blettina, en þaö hefur reynst stjarn- fræðingum erfitt útskýr- ingar. Þeir viröast gleypa heilu pláneturnar sem síðan hverfa í hiö kolsvarta ginn- ungagap, hvers kraftur eykst aö sama skapi. Leikstjórn þessarar stór- myndar annast Gary Nelson (Washington: Behind Closed doors), en meö aö- alhlutverkin fara Maximillian Schnell, Antony Perkins, Yvette Mimieux og Ernest Borgnine. Paramount-kvikmynda- verið ætlar sér heldur ekki aö sitja álengdar hvað þess- ari nýju gróöalind viökemur, því núna á jólum er von á rándýrri geimævintýrakvik- mynd, STAR TREK — THE MOTION PICTURE, sem eins og nafniö bendir til, er afsprengi hinna samnefndu, vinsælu sjónvarpsþátta. Leikstjórn annast hinn gam- alkunni Robert Wise (THE ANDROMEDA STRAIN), en meö aöalhlutverk fara sjón- varpsþáttaleikararnir Leo- nard Nimoy, William Shat- ner og DeForest Kelly. American International frumsýndi á dögunum sinn keppinaut, en þaö er dýr- asta mynd í sögu þessa litla fyrirtækis, og nefnist hún METEOR. eöa „Loftsteinn”. Segir hún af einum slíkum, sem stefnir á móöur Jörö, og gerast nú góö ráö dýr. Þinga í skyndi færustu geimvísindamenn Rússa og Bandaríkjamanna, þ.e. Natalie Wood og Sean Connery, en allt kemur fyrir ekki, steinskrattinn lætur sér ekki segjast og endar sína ólánsferö á Manhattan, af öllum stööum. En þaö mjólka ekki allar þrílitar kýr vel, og METEOR, þrátt fyrir geysigóöa tækni- vinnu, aö sögn, hlaut ekki nándar nætti jafn góöa að- sókn og reiknað var meö. • Leiðangursmenn geimskipsins „Nostromo“ í miður huggulegu umhverfi ókennilegrar stjörnu. Úr ALIEN • Stjórntölva „Nostrom- os“, „Mamma“, vekur leiðangursmenn af dásvefni • Anthony Hopkins sem búktalarinn Corky í myndinni MAGIC.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.