Morgunblaðið - 18.01.1980, Page 18

Morgunblaðið - 18.01.1980, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 (Simamynd AP.) ERLENDIR stúdentar í Peking brenndu í fyrradag sovéska fánann framan við sendiráð Sovétríkjanna í Peking til að mótmæla innrásinni í Afganistan. Stúlkan fremst til vinstri á myndinni hcitir Marit Wilhelmsen og er norsk. Teiknimyndin á baki hennar sýnir Brezhnev forseta Sovétríkjanna skauta á skriðdrekum. Spánn: Tekur Hussein þátt í V esturbakkav iðr æðum? Washington, Kairó 17. jan. AP. SHAMUEL Tamir. dómsmálaráð- herra ísraels, sagði i dag, að „fáein merki“ hefðu borizt frá Ilussein Jórdaníukonungi, sem bentu til þess að hann hefði fengið endurnýjaðan áhuga á að eiga aðild að því að móta framtið Vesturbakkans. Tamir sagði, að Hussein yrði að vera mjög var- færinn vegna afstöðu róttækra, arabískra stjórnmálaleiðtoga sem berðust eindregið gegn þessu. „Ef hann gengur til þess- ara samninga mun það verða þeim mjög til framdráttar og allri friðarþróun í þessum heims- hluta,“ sagði Tamir rétt áður en hann hitti að máli Vance, utan- rikisráðherra Bandarikjanna. Hussein hefur tekið undir gagn- rýni annarra Arabaleiðtoga á frið- arsamning Egypta og ísraela og hann neitar að ísraelar hafi rétt til að semja um framtíð Vestur- bakkans — sem áður var í Jórd- aníu — en þar búa um sjö hundruð þúsund Palestínu-Arabar. Tamir sagði, að Hussein hefði látið í ljós ákveðinn vilja til að komast á einhvern máta inn í samningana. Jórdanir náðu svæði þessu í stríðinu 1948, en misstu það síðan í sex daga stríðinu. Þriggja daga viðræðum fulltrúa ísraela og Egypta um sjálfsstjórn- arfyrirkomulag Vesturbakkans lauk í Kairó í dag og varð árangur að sögn lítill sem enginn frekar en fyrri daginn. Veöur Akureyri 2 alskýjaó Amsterdam -1 skýjaó Aþena 15 heiöríkt Barcelona 7 þokumóóa Berlín -3 bjart BrOssel -4 bjart Chicago 12 skýjað Denpasar Bali 30 skýjaó Dublin 3 skýjað Frankfurt Iskýjað Qenf -2 þoka Helsinki -2 skýjað Hong Kong 18 bjart Jerúsalem 10 skýjað Jóhannesarborg 26 bjart Kaupmannahöfr i 1 bjart Las Palmas 19 skýjaö Lissabon 12 rigning London 5 heiöríkt Los Angeles 18 rigning Madríd 10 skýjað Malaga 11 skýjað Mallorca 10 skýjaö Miami 22 bjart Moskva -9 heiðríkt Nýja Delhi 22 bjart New York 9 bjart Ósló -2 skýjaö París 1 heiðríkt Reykjavík 2 rigning Rio de Janeiro 27 rigning Rómaborg 11 heiðrfkt San Francisco 16 rigning Stokkhólmur -1 skýjað Sydney 21 rigníng Tel Aviv 16 bjart Tókýó 10 bjart Toronto -1 bjart Vancouver 7 skýjað Vínarborg -2 snjókoma Sprenging á Hot- el Mount Royal Londun 17. jan. AP. UNGUR maður frá Ba- hrain, Mohammed Solt- arai, lézt í dag í spreng- ingu í Hótel Avenue Royal í miðborg Lundúna. Þýzk- ur gestur á hótelinu slas- aðist og verulegar skemmdir urðu á a.m.k. fimm herbergjum gisti- hússins, sem stendur við Oxford-stræti gegnt Marble Arch. Ekki spyrzt til sekkja- bófanna Rómaburg — 17. jan. — AP. ÍTALSKIR leynilögreglumenn og öryggisverðir sögðu í dag að ekkert spyrðist enn til bófanna tveggja, sem hefðu gabbað flug- stjóra svissneskrar þotu til að stoppa er hún var að búa sig undir flugtak. Voru mennirnir klæddir bún- ingum flugvallarstarfsmanna og opnuðu geymslur vélarinnar og hirtu þaðan tvo sekki fulla af fé og höfðu á braut með sér. ítalska lögreglan segir að þarna hafi augljóslega verið atvinnumenn á ferð og í blaðafrásögnum og um- sögnum um þennan atburð skín í gegn töluverð aðdáun á þessum kænu bófum að því er AP segir. Fimm stundum síðar varð önn- ur sprenging í hótelinu, en sem eftir fregnum að dæma virðist enginn hafa slasast þá, en mikil skelfing greip um sig á hótelinu og í næsta nágrenni sem jafnan er fjölfarið. Yfirmaður sveita þeirra hjá Scotland Yard, sem eru sérþjálf- aðar að berjast gegn hryjuverka- mönnum, voru kvaddar á vettvang að kanna málið. Bendir flest til þess að maðurinn sem lézt hafi verið að bauka við að útbúa eða koma sprengju fyrir í hótelinu, er hún sprakk í höndum hans. Þetta geröist 1979 — Nýr forsætisráðherra Irans, Shapour Bakthiar, segir að áframhaldandi ólag í landinu geti aðeins léitt til „nýrrar gjörðar einræðis". 1978 — Slitnar skyndilega upp úr samningaviðræðum Egypta og ísraela í Jerúsalem, er Sadat kveður fyrirvaralaust utanríkis- ráðherra sinn heim. 1977 — Indira Gandhi boðar til þingkosninga á Indlandi. 1976 — Frakkar reka 40 Sovét- menn úr landi fyrir njósnir. 1974 — Fundur Kissingers og Sadats í Aswan. 1960 — Kýpurráðstefna í Lond- on fer út um þúfur. 1956 — Ráðstefna um sam- bandsríki Malaysiu hefst. 1952 — Óeirðir sem beinast gegn Bretum brjótast út í Egypt- alandi. Menntamálaráð- herrann hætti Madrid. 17. jan. AP. MANUEL Clavero, menntamála- ráðherra Spánar, sagði af sér i morgun vegna ágreinings við samráðherra sína um sjálfs- stjórnarmál Andalúsíu. í embætt- ið var umsvifalítið skipaður Ric- ardo de la Cierva, að því er talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði frá. Þetta var fyrsta breyt- ing á ríkisstjórninni síðan UCD, flokkasamband Adolfo Suarezar forsætisráðherra, sigraði í þing- kosningunum i landinu fyrir tiu mánuðum. Clavero virðist hafa ákveðið að segja af sér vegna þess að hann var andsnúinn ákvörðun flokks síns um að mæla með því að menn greiddu ekki atkvæði í kosningun- um um heimastjórn þar þann 28. febrúar. Clavero er formaður flokks síns í Andalúsíu. Tveir lögreglumenn myrtir i Aþenu Aþenu — 17. jan. — AP. MJÖG umfangsmikil leit stendur nú yfir í Aþenu og nágrenni að mönnum, sem myrtu tvo lög- reglumenn í morgun. Pantelir Petrou, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn i óeirðalögreglu Aþenu, var skotinn til bana þegar hann var á leið heim úr vinnu í morgun og bílstjóri hans, Stamoulis, særðist svo alvarlega að hann lézt síðdegis. Lögreglan segist hafa grun um að vinstrisinnar hafi verið þarna að verki. Sjónarvottar voru að þessum atburði, en þeir gátu ekki tilgreint hvort árásarmennirnir voru tveir eða þrír. Plagg var skilið eftir á morðstaðnum þar sem samtök sem kölluðu sig „byltingarnefnd 17. nóv.“ kváðust bera ábyrgð á morðinu. Þann 17. nóv. 1973 dró til mikilla tíðinda við Aþenuháskóla er stúdentar gerðu þar uppreist gegn herforingjastjórninni og her og lögregla skaut þá til bana 40 manns á götum Aþenu og um tvö þúsund manns særðust. Grísk blöð benda á að morðið á Petrou sé algerlega tilefnislaust, þar sem hann hafi aldrei verið á snærum herforingjastjórnarinnar og hvergi komið nálægt þeim atburðum sem urðu 17. nóvember fyrir röskum sjö árum. Eggjum kast- að í Kennedy Newark, New Jersey, 17. jan. AP. EDWARD Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, fékk egg í hausinn er hann var að koma til samkvæmis í Newark á fimmtu- dagsmorgun. Var samkvæmið haldið til að safna fé i kosninga- sjóð Kcnnedys og var Kennedy að ganga inn þegar nokkrir menn hófu að kasta eggjum að þing- manninum og lenti eitt á hálsin- um á honum. Viðkomandi eggjavarpari var þegar handsamaður og „snúinn niður“ af öryggisvörðum Kenne- dys. Hann og tveir aðrir voru síðan settir í gæzlu meðan mál þeirra væri kannað. Sjónarvottar segja, að mennirnir þrír hafi sagt að þeir væru félagar í kommún- istaflokknum bandaríska. Kennedy lét þetta þó ekki á sig fá. Sagt er að honum hafi hvergi brugðið og hann hafi leikið á als 1943 — Umsátri Þjóðverja um Leningrad létt. Þjóðverjar hefja á ný loftárásir á London. 1919 — Friðarráðstefnan í Ver- sölum hefst. 1918 — Rússneskt stjórnlaga- þing sett í Petrograd. 1912 — Robert Scott kemur á Suðurheimskautið á eftir Am- undsen. 1871 — Þýzka keisararíkið stofnað 1788 — Fyrstu ensku landnem- arnir koma til Ástralíu og fanganýlenda stofnuð. 1778 — Cook finnur Hawaiieyj- ar. 1701 — Friðrik III af Branden- burg er krýndur Friðrik I Prúss- akonungur. 1520 — Kristján II sigrar Svía við Asundenvatn og leggur Svíþjóð undir sig. oddi í samkvæminu þegar hann hafði þvegið eggjasletturnar af hálsi sér og jakkaboðungi. James og Elísabet alltaf vinsæl- ustu nöfnin Londun. 17. janúar. AP. JAMES og Elísabet eru áfram og enn vinsælustu og mest notuðu nöfnin meðal miðstétt- ar Breta, að því er segir í Times í morgun. James hefur verið vinsælasta drengjanafn í Eng- landi meðal þessa fjölmenna hóps í sextán ár og Elísabet hefur verið á toppnum síðustu fjögur ár. Næst vinsælasta nafnið nú á drengjum er Edward og Sarah er næstvin- sælasta stúlkunafnið nú, en var áður sjötta vinsælasta. 18. janúar Afmæli — Francois Michel De- tellier, franskur stjórnmála- maður, 1641 — 1691, Mohammed Ali, bandarískur hnefaleika- kappi, 1942 —, Cary Grant, bandarískur leikari 1904 —, Danny Kay, bandarískur leikari, 1913 -. Andlát — Lytton lávarður, rit- höfundur, Kipling, rithöfundur, Gaits Kell, br. stjórnmálamaður. Innlent — ÍSI stofnað 1912, fyrsti ráðherrafundur 1917, Hó- tel Borg tekur til starfa 1930, Sveinbjörn Egilsson fer frá Lærða skólanum 1850, skozk skúta strandar undir Eyjafjöll- um 1821. D. sr. Magnús Grímsson 1860, f. Georgía Björnsson, forsetafrú. Orð dagsins — Borðum til að lifa, en lifum ekki til að borða. — Benjamin Franklin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.