Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 32
QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr tást hjá flestum úrsmiðum. FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 á ritstjórn og skrifstofu: 10100 |M«T0Unl>[AtlÍð Tveggja ára birgðir af loðnu- hrognum í Japan TALIÐ ER að allt að tveggja ára birgðir aí loðnuhrognum séu nú til í Japan. en þangað hefur undanfarin ár verið flutt veru- legt magn af frystum loðnu- hrognum og frystri loðnu. Full- trúar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. þeir Eyjólfur ísfeld og Hjalti Einarsson, eru nú i Japan. en SH er langstærsti aðiiinn í frystingu loðnuafurða hér á iandi. Samband ísl. samvinnufé- iaga á hins vegar von á sinum viðsemjendum hingað til lands í lok janúar. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjvarafurðadeildar Sambandsins, sagði í gær, að óhætt væri að segja að markaður fyrir loðnuhrogn væri daufur og mikil óvissa varðandi hrognasölu. Hins vegar sagðist Sigurður reikna með, að söluhorfur væru skárri á heilfrystri loðnu og þar ætti að geta fengist svipað verð í dollurum og síðastliðinn vetur. A síðasta ári voru fluttar til Japans um 3750 lestir af frystum loðnu- hrognum að verðmæti á fob-verði um 2.9 milljarðar króna. Ekki virðist um aðra markaði að ræða fyrir loðnuhrogn en Japan. Sigurður sagði, að aðalástæðan fyrir því hve daufur markaðurinn væri nú, væru hinar miklu birgðir, sem til eru í Japan. En einnig hefðu Norðmenn og Kanadamenn, einkum þeir fyrrnefndu, verið með töluvert framboð á þessum mark- aði. LOKASTIG framleiðslu kísiljárns í Járnblendiverksmiðjunni að Grundartanga, en álitið er að hitastig í bræðsluofninum nái um 2000 stigum. Frá 1. apríl á s.l. ári þegar verksmiðjan tók til starfa hafa verið framleidd liðlega 17 þúsund tonn af kísiljárni, en árleg afkastageta verksmiðjunnar er 25—33 þúsund tonn eftir því hversu mikil raforka fæst til framleiðsl- unnar. Sjá bls. 16. Ljósmynd Mbl. Kristján. Sambandið og Samlag skreiÖarframleiðenda: Skreið fyrir 4 milljarða til einkaaðila í Nígeríu Jafntefli hjá Guðmundi GUÐMUNDUR Sigurjónsson gerði jafntefli við bandaríska stórmeistarann Robert Byrne á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi í gærkvöldi. Guðmundur hafði svart og var lengst af með betri stöðu en Byrne tókst að bjarga sér fyrir horn. Guðmundur hefur einn vinning eftir þrjár umferðir. Efstur í mótinu er Seirawan frá Band- aríkjunum en staðan er óljós vegna biðskáka. Stórmeistarinn Kortchnoi er einn þeirra skák- manna, sem eiga biðskák. SKÖMMU fyrir jól sömdu Sam- band. ísl. samvinnufélaga og Samlag skreiðarframleiðenda um sölu á 40 þúsund pökkum af skreið til einkaaðila í Nígeríu. Skreiðin er seld á um 4 milljarða króna og miðað við sama tíma í fyrra er um 25% hækkun að ræða, en verðið hefur farið hækk- andi síðan í haust. Enn er beðið bankaábyrgða vegna þessara samninga, en áætlað var að fyrsta sendingin færi til Port Harcourt í Nígeríu í lok þessa mánaðar. Þess er að vænta, að nú verði sú breyting á í Nígeríu, að einkaaðilar fái innflutningsleyfi og geti því komið inn í þessi viðskipti á ný. Islenzka umboðssalan hefur sömuleiðis selt verulegt magn af skreið til Nígeríu, en hún er seld í gegnum svissneskt fyrirtæki, sem haft hefur séraðstöðu á þessum viðskiptum við Nígeríu undanfar- in ár. Magnús G. Friðgeirsson hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins sagði í samtali við Mbl. í gær, að Sambandið og Samlag skreiðar- framleiðenda væru að reyna að hefja viðskipti beint við einkaað- ila í Nígeríu, en það hefði ekki verið mögulegt í nokkur ár. — Við teljum að það mál sé nú á lokastigi og væntum þess, að við getum opnað markaðina á ný, sagði Magnús. — Kaupendur eru einkaaðilar í Nígeríu og okkur virðist að hinir hefðbundnu skreiðarkaupendur séu að koma inn í þetta aftur, en einokunin sé liðin tíð. í raun má segja, að við getum Mikil loðnuveiði er ísinn lónaði f rá LOÐNUVEIÐI var sérstaklega góð í fyrrinótt, en í gærdag gerði brælu á miðunum. í fyrrinótt tilkynntu 38 skip um 21.280 lestir og varð sólarhringurinn einn sá bezti frá upphafi Ioðnu- Forsetakosningarnar: Halldór Laxness styöur Pétur — Guðmundur J. styður Albert HALLDÓR Laxness rit- höfundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að hann styddi framboð Péturs Thor- steinssonar í forsetakosn- ingunum á sumri kom- anda. Þá hefur Morgun- blaðið eftir áreiðanlegum heimildum, að Guðmund- ur J. Guðmundsson, al- þingismaður og formaður Verkamannasambands íslands, sé stuðnings- maður Alberts Guð- mundssonar. Halldór Laxness sagði, er Morgunblaðið spurði hann í gær hvort hann styddi Pétur Thorsteins- son: „Já, ég styð hann. Ég hef þekkt Pétur lengi og haft mikið álit á honum.“ veiðanna. Hafís hafði verið á loðnumiðunum, en lónaði frá í fyrradag og þá fékkst þessi góða veiði. Aflinn á vertíðinni er nú orðinn um 60 þúsund lestir. Þegar afla fimmtudagsins hefur verið landað má ætla að allt verði orðið fullt á löndunarstöðum frá Krossanesi að Þorlákshöfn, en loðnu hefur enn ekki verið land- að annars staðar. ísleifur 440, Skírnir 440, Hrafn 550, Gullberg 590, Seley 250, Örn 580, Börkur 1100, Jón Finnsson 550, Albert 600, Gísli Árni 610, Gígja 750, Þórshamar 580, Arn- arnes 500, Huginn 600, Harpa 400, Guðmundur 950, Helga II 500, Pétur Jónsson 670, Dagfari 530, Helga Guðmundsdóttir 600, Berg- ur 470, Haförn 700, Ársæll 440, Kap II 550, Jón KJartansson 100, Rauðsey 430, Óskar Halldórsson 200, Sæbjörg 300, Þórður Jónasson 280, Hákon 800, Hilmir 540, Júpit- er 1250, Náttfari 500, Víkingur 1250, Súlan 500, Stapavík 350, Ljósfari 330, Sigurfari 500. selt það, sem við getum fengið af framleiðslunni, en erum búnir að skuldbinda okkur fyrir 40 þúsund pökkum. Verðhækkanir eru nokkrar og hafa verið stígandi síðan í haust. Þá náðum við um 15—20% hækkunum frá því, sem verið hafði, og svo virðist, sem enn sé verið að hækka. Hækkunin er núna orðin um 25% frá því í ársbyrjun í fyrra og þessir 40 þúsund pakkar leggja sig á um 4 milljarða króna, sagði Magnús Friðgeirsson. Tillögur Alþýðu- bandalagsins til Þjóðhagsstofnunar ALÞÝÐUBANDALAGIÐ lagði fram á fyrsta fundi viðræðu- nefnda vinstri flokkanna í gærmorgun tillögur um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum og „þriggja ára áætlun um hjöðnun verðbólgu, eflingu atvinnuvega og jöfnun lífskjara“. Að ósk Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokks- ins, var óskað eftir mati Þjóð- hagsstofnunar á tillögunum og mati verðlagsstjóra á þeirri niðurfærslu, sem í tillögunum er. Næsti fundur viðræðunefnd- anna verður á morgun, laugar- dag, og óskaði Svavar Gestsson eftir því í gær, að þá gæfu Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur svör um það, hvort þeir teldu þessar tillögur Alþýðu- bandalagsins heppilegan grund- völl til áframhaldandi viðræðna um myndun vinstri stjórnar. Sjá tillögur Alþýðubandalags- ins bls. 14 og 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.