Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 18. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sakharov handtekinn að skipun Brezhnevs Moskvu. 22. janúar — AP. SOVÉSKI nóbelsverðlaunahafinn og andófsmaður- inn Andrei Sakharov var í dag handtekinn á götu í Moskvu, að því er vinir hans skýrðu frá i dag. Opinberlega hafa sovésk stjórnvöld ekki skýrt frá handtöku Sakharovs en TASS-fréttastofan skýrði frá því í dag, að hann hefði verið sviptur öllum orðum og viðurkenningum, sem hann hefði hlotið. vegna „andsovésks undirróðurs" eins og það var orðað. Kona Sakharovs, Yelena Bonner, var einnig tekin föst. Þau voru flutt út á Domodedovo-flug- völlinn í Moskvu og flogið til borgarinnar Gorky, 400 kílómetra austur af Moskvu. Sú borg er lokuð útlendingum. Brezhnev skrifaði undir handtöku- skipunina Liza Alexyeva, náinn vinur hjón- anna, skýrði fréttamönnum frá at- vikum dagsins á heimili Sakharov- hjónanna í Moskvu en hún hefur undanfarið búið hjá þeim. Þar voru einnig viðstaddir fjölmargir vinir hjónanna og tengdamóðir Sakh- arovs, Ruth Bonner. Liza sagði, að Sakharov hefði haldið til fyrirlest- urs í vísindaakademíunni. Hann hefði farið í bifreið, sem honum bæri þar sem hann er meðlimur vísindaakademíunnar. Klukkan 14 að Moskvutíma hringdi hann heim til sín og skýrði frá því, að hann hefði verið handtekinn og færður fyrir saksóknara. Þar var honum skipað, samkvæmt handtökuheimild undirritaðri af Leonid Brezhnev, að afhenda þær viðurkenningar og orður, sem honum hefðu verið veitt- ar. Þeirra á meðal er Leninorðan. Hann neitaði að láta þær af hendi. Til Gorky „svo þú náir ekki sambandi við útlendinga“ Þá var honum skýrt frá því, að hann yrði fluttur til Gorky, „svo þú náir ekki sambandi við útlendinga," sagði saksóknari honum, að því er hann skýrði Lizu frá. Klukkan 15 var hringt til Yelenu Bonner og henni skipað að pakka niður. TJm leið og lagt hafði verið á, var símasamband við húsið rofið. Klukkan 17 komu tveir menn, sem sögðust vera KGB-menn. Þeir færðu Yelenu og Lizu í bifreið og var þeim ekið til Domodedovoflugvallar. Þar hittu þær Sakharov. Hjónin voru sett í sendibifreið, sem ók þeim að TU-134-þotu sem Liza sá síðan fljúga á brott — væntanlega til Gorky. Þið eigið eítir að heyra frá honum „Hann hafði miklar áhyggjur af mér og Yelenu, þessar mínútur sem ég talaði við hann. Hann bað ekki um nein skilaboð til umheimsins — en ég fullvissa ykkur. Þið eigið eftir að heyra frá honum,“ sagði Liza við fréttamenn í íbúðinni. Þegar Liza ræddi við fréttamenn í íbúð hjónanna voru fjórir óeinkenn- isklæddir menn fyrir utan húsið — stóðu þar í nístandi kulda. Sá orðrómur komst á kreik að Sakh- arov hefði verið fluttur úr landi. Ástæðan var sú, að þegar frétta- menn komu fyrst til íbúðar Sakh- arovs, þá sögðu þeim óeinkennis- Afganistan: klæddir lögreglumenn að fara til Sheremetyevo — alþjóðaflugvallar- ins við Mosvku. Þá var verið að gera húsleit í íbúðinni. Meðal andófsmanna og frétta- manna í Moskvu er litið á handtöku Sakharovs sem svar Sovétmanna við viðbrögðum Bandaríkjanna við inn- rásinni í Afganistan. Hins vegar sagði Hodding Carter, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington, að sovésk stjórnvöld hefðu þegar tekið að herða tökin á andófsmönnum síðastliðið haust — fyrir innrásina í Afganistan og þá líklega vegna Ólympíuleikanna. Sjá einnig greinar um ástæður fyrir handtöku __ Sakharovs, viðbrögð og Andrei Sakharov ásamt konu sinni Yelenu Bonner. Þau voru feril hans á miðopnu. handtekih og send til Gorky. Sovétmenn taka stjórn- sýsluna í eigin hendur Lundúnum, Karachi, Kabúl. 22. jan— AP. SÉRÞJÁLFAÐIR sovéskir „ráð- gjafar" hafa undanfarið streymt til Afganistans og tekið við daglegri stjórn landsins, að því er frétta- maður brezka blaðsins The Sunday Times skýrði frá. Fréttamaðurinn, Anthony Mascarenhas, sagði í frétt i blaði sínu, að nú væru um 4000 sovéskir ráðgjafar i landinu. Þeir hefðu komið til landsins frá þvi Sovétmenn gerðu innrásina. Hann sagði að „ráðgjafarnir" hefðu tekið við allri stjórn landsins og þannig gert Afganistan í reynd að nýlendu Sovétríkjanna. Þá sögðu heimildir frá Washing- ton í kvöld að auk sovéskra „ráð- gjafa“ í landinu væru einnig a-þýzk- ir leyniþjónustumenn. Fjölmörgum afgönskum embættismönnum hefði verið sagt upp störfum og í sumum tilvikum hefðu þeir verið teknir af lífi. Hreinsanir í Moskvu Moskvu, 22. janúar. AP. TASSFRÉTTASTOFAN sovéska skýrði frá því í dag, að Vladimir Kirillin, formaður visinda- og tækninefndar sovéska ríkisins, hefði verið leystur frá störfum að „eigin ósk". Vestrænir diplómat- ar í Moskvu telja hins vegar að Kirillin sem er 67 ára gamall, hafi verið vikið frá vegna þess að nefndin stóð sig ekki sem skyldi, að mati miðstjórnar flokksins, Þegar miðstjórn kommúnista- flokksins sovéska hélt síðast fund gagnrýndi Leonid Brezhnev ýmsa forstöðumenn stofnana og nefnda. Þá gagnrýndi hann vísinda- og tækninefndina en minntist ekki sérstaklega á Kirillin. Almennt Kirillin - settur af. Simamynd AP hefur verið talið, að Kirillin sé einn hels’ti samherji Alexei Kos- ygin. Hann hefur hins vegar ekki sést opinberlega í um 4 mánuði. Sem formaður vísinda- og tækni- nefndarinnar hafði Kirillin mikil völd. Þegar Brezhnev flutti ræðu sína fyrir skömmu þá kenndi hann nefndinni um ýmislegt sem aflaga hefur farið í efnahagsmál- um. Hann tiltók dæmi um áburð- arverksmiðjur sem hefðu verið reistar. „Nú kemur á daginn, að ekki er nægjanlegt hráefni til verksmiðjanna. Um hvað var þetta fólk að hugsa. Hvers vegna var fé úthlutað til verksmiðju- bygginganna ef ekki var ljóst, að hægt væri að starfrækja þær,“ sagði Brezhnev meðal annars í ræðu sinni. „Mér var skipað að láta ekki sjá mig á skrifstofunni nema til þess að sækja laun,“ hafði blaðið eftir afg- önskum embættismanni og hann bætti við: „Hið sama gildir um hundruð kollega minna. Rússar hafa tekið alla stjórn landsins í sínar hendur.“ í frétt blaðsins sagði, að sovésku „ráðgjafarnir" hefðu hvorki þurft að fara í gegnum tollskoðun né sýna vegabréf þegar þeir komu til landsins. Þeir hefðu einfaldlega klifrað upp í vörubíla og síðan verið ekið á brott. Þá sagði, að sovésku „ráðgjafarnir" hefðu verið sérþjálf- aðir og að þeir töluðu reiprennandi farsi — hina afgönsku mállýzku í Kabúl. Fyrrum yfirmaður í lífverði Am- ins, fyrrum forseta, sagði frá því í afganska útvarpinu í Kabúl í dag, að Amin hefði látið taka Taraki, for- vera sinn, af lífi. Taraki hefði verið kyrktur þann 8. október að Amin viðstöddum. Huang Hua, utanríkisráðherra Kína, er nú í opinberri heimsókn í Pakistan. Aga Shahi, sérlegur ráð- gjafi Zia Pakistanforseta, sagði að hernaðaraðstoð Kínverja við pakist- ani hefði ekki verið rædd. „Mögu- leikar Kínverja á vopnasendingum til Pakistans eru takmörkunum háð- ir,“ sagði Shahi og átti þá við, að kínversk vopn væru svo úrelt. Hann sagði að Pakistanar treystu á hern- aðaraðstoð frá Bandaríkjunum, og þá í „hlutfalli við þá ógn sem steðjar að landinu," eins og hann orðaði það. Samkvæmt heimildum í Karachi nemur aðstoð í „hlutfalli við ógn, sem steðjar að landinu“ milljörðum dollara að mati pakistanskra stjórn- valda. Shahi sagði, að Sovétmenn hefðu gefið í skyn að þeir vildu viðræður við Pakistana en hann skýrði það ekki nánar, né hver viðbrögð Pakistana hefðu verið. Sovéskur njósnari flýði Lompoc, Kaliforniu, 22. janúar — AP. CHRISTOPHER Boyce, sem árið 1977 var dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir njósnir fyrir Sovétríkin, strauk úr fangelsi i Lopoc í Kali- forniu, að því er talsmaður fangels- isins skýrði frá í dag. Fangelsið er mjög rammgert og var Boyce sakn- að á mánudagskvöldið. Boyce var dæmdur árið 1977 í 40 ára fangelsi fyrir að hafa komið upplýsingum um bandarísk gervi- tungl til Sovétmanna. Hann stundaði njósnir frá 1974 til ársloka 1977. Ásamt honum var Andrw Lee dæmd- ur fyrir njósnir — í lífstíðarfangelsi. Saksóknarinn við réttarhöldin sagði, að njósnamál þeirra væri eitthvert hið alvarlegasta í sögu Bandaríkj- anna og aldrei yrði vitað hve miklu þeir hefðu komið í hendur Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.