Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 13 sönnunargögn, sem miklu máli kynnu að skipta, virtust hafa farið forgörðum, þ.e. lýsing Erlu á þriðja manninum, teikning Erlu af þessum manni og loks riss Tryggva Rúnars af herbergjaskip- an að Hamarsbraut. Klifað á því sama aftur og aftur Hilmar Ingmundarson kvaðst ekki sjá annað en ákæruvaldið hefði um tvo kosti að velja, annaðhvort hefði Erla svarið rangan eið eða þá borið rangar sakargiftir á Tryggva Rúnar Leifsson. Það væri ekkert nýtt hjá Erlu, þetta sama hefði hún gert í Geirfinnssmálinu. Því miður hefði Tryggvi ekki verið jafn mikill bógur og fjórmenningarnir, sem saklausir voru hnepptir í gæzlu- varðhald, og aðstaða hans erfiðari, þar sem hann var dæmdur saka- maður. Sagði Hilmar að hafa bæri í huga að hann hefði verið í stöðugum yfirheyrslum og borinn þungum sökum. Ef nógu oft væri klifað á því sama færi viðkomandi smátt og smátt að trúa því að svona hefði þetta verið. Það hefði t.d. komið fram í viðtali við einn fjórmenninganna, að hann hefði jafnvel verið farinn að trúa því, að hann hefði verið í dráttarbraut- inni í Keflavík, þegar Geirfinnur hvarf. — Ef lygin er endurtekin nógu oft fara menn að trúa henni, sagði Hilmar. Hann sagði að það þyrfti sterkar taugar til þess að standast slíkan þrýsting og miklar gáfur og mætti í því sambandi benda á geðheilbrigðisrannsókn, þar sem skýrt væri frá greind Tryggva Rúnars. — En þegar hann fer að hugsa málið í ró og næði sér hann, að hann hefur flækst inn í mál, sem honum er óviðkomandi, sagði Hilmar. Lítið að marka framburði Hilmar gerði næst að umtals- efni framburði ákærðu í málinu um þátt Tryggva Rúnars í hinum meintu átökum við Guðmund Ein- arsson. Kvað hann það áberandi að í fyrstu skýrslum kæmi víðast fram, að Tryggvi hefði ekki komið nálægt þeim en í síðari skýrslum hefðu þeir aftur á móti borið að Tryggvi hefði verið þátttakandi í átökunum og jafnvel sest ofan á Guðmund og haldið honum. í því sambandi ítrekaði hann að lög- reglumennirnir hefðu verið leið- andi í spurningum sínum og sak- borningarnir hefðu étið hver upp eftir öðrum eftir því sem lögreglu- mennirnir báru á milli. Hann dró einnig í efa, að nokkuð væri að marka framburði ákærðu í mál- inu, þ.e. Sævars, Kristjáns og Alberts, frekar en framburð Erlu, Sævar taldi sig verða fyrir ónæði 1 RÆÐU Jóns Oddssonar hrl., verjanda Sævars Marín- ós Ciesielskis, kom það m.a. fram, að Sævar taldi að hann væri ofsóttur af Krist- jáni Péturssyni tollverði. Kvaðst Sævar hafa orðið fyrir margs konar ónæði af hans hálfu. m.a. með simhringingum á öllum tímum sólarhrings. Kvart- aði Sævar yfir þessu við lögregluna í Reykjavík en hann taldi að Kristján væri fikniefnalögreglumaður á hennar vegum. sem ekki reyndist vera. Taldi Sævar að hann hefði kvartað að morgni 20. nóvember, þ.e. daginn eftir að Geirfinnur Einarsson hvarf. m.a. vegna fíkniefnaneyslu og ýmissa persónugalla, sem fram kæmu i geðheilbrigðisrannsókn- um. Eins hefðu Kristján og Sævar orðið uppvísir að því að bera rangar sakargiftir á menn. Dreginn saklaus inn í málið Þá gat hann þess, að í fyrstu skýrslum hefði Sævar borið að Tryggvi Rúnar og Albert hefðu nánast verið áhorfendur að átök- unum en samt hefði Tryggvi Rúnar verið áksérður í málinu en ekki Albert. Kvaðst Hilmar sann- færður um að Sævar hefði dregið Tryggva Rúnar saklausan inn í málið þegar þriðja manninn vant- aði inn í frásögn hans og Erlu. Hilmar Ingimundarson gerði næst að umtalsefni vitnið Gunnar Jónsson og komu hans inn í þetta mál. Hafði hann mjög margt að athuga við meðferð þess þáttar málsins, svo sem hvernig kvaðn- ing hans var úr garði gerð, þar sem lýst var nákvæmlega því sem talið var hafa gerst að Hamars- braut 11 umrædda nótt, fjarveru réttargæzlumanna við yfirheyrsl- ur yfir Gunnari og margt fleira, sem ekki verður tíundað hér, þar sem þessum þætti hafa verið gerð skil í ræðum þeirra verjenda, sem áður hafa talað. Taldi Hilmar lítð mark takandi á vitnisburði Gunn- ars vegna þess hvernig á þessum þætti var haldið. Mataðir af lögreglumönnum Hilmari varð tíðrætt um frum- rannsókn málsins og hann nefndi nokkur dæmi um það, hvernig ákærðu voru mataðir af lögreglu- mönnum í máli þessu, eins og hann orðaði það. Fyrst nefndi hann, að Erla hefði skýrt frá því 20. desember að mannslíkami hefði verið borinn í laki úr geymsluherbergi íbúðar- innar. Þetta hefði komið fram hjá Sævari og Kristjáni stuttu seinna. Fram hefði komið hjá Sævari, að hann hefði hringt í Albert og beðið hann að koma og sækja líkið. í næstu yfirheyrslu staðfesti Albert þetta. Það hefði seinna komið í ljós, að síminn í íbúðinni var lokaður og því gat Sævar ekki hringt í Albert. Albert hefði skýrt frá því, að pokinn, sem ákærðu komu með út úr íbúðinni, hefði verið settur í farangursgeymslu bifreiðar hans en hún var að aftan. Atti bifreiðin að hafa verið gul. Hefði bifreiðin ruggað við þetta. Kristján hefði strax tekið þetta upp og sagt að lík Guðmundar hefði verið sett í farangursgeymslu gula bílsins og hann hefði þá ruggað. Síðar hefði komið í ljós að bifreið var Albert alls ekki tiltæk á þessum tíma og hefði þá strax verið skipt yfir í Volkswagenbifreið og líkið sett þar í aftursætið. Byssustingur kemur og fer Kristján hefði á einu stigi máls- ins sagt, að hann hefði stungið Guðmund með byssusting. Albert hefði strax tekið þetta upp og sagt hið sama. Seinna hefði komið í ljós að Kristjáni var byssustingur- inn ekki tiltækur á þessum tíma, þar sem búið var að farga honum. Þessi saga hefði því alls ekki staðist. Kristján hefði skýrt frá því 19. janúar, að líkið væri falið á Alftanesi. Aðrir sakborningar hefðu umsvifalaust tekið þetta upp í sínar frásagnir en ekkert lík fannst þar. Þá skýrði Sævar frá því í október 1976 að lík Guðmundar hefði verið flutt í Fossvogskirkju- garð. Strax daginn eftir staðfesti Albert þetta og benti á staðinn en ekkert fannst þar, þótt Albert benti á staðinn. — Ég tel mig hafa sýnt fram á, að skjólstæðingur minn sé ekki sekur um þá háttsemi, sem hann er sakaður um, sagði Hilmar. Hann er ekki þriðji maðurinn og hann hefur aldrei komið að Ham- arsbraut 11 nema þegar lögreglan fór með hann þangað. Akæruvald- ið segist byggja ákæruna á af- dráttarlausum játningum. Þær liggja ekki fyrir. Framburður ann- arra verður ekki lagðir til grund- vallar varðandi sekt Tryggva Rún- ars. Tryggvi Rúnar gengur í það heilaga Að lokum skýrði Hilmar nokkuð frá högum Tryggva Rúnars, en hann er nú gæzluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni. Las Hilmar vitnis- burð forstjórans þar, sem ber honum mjög vel söguna. Segir hann, að Tryggvi Rúnar sé reglu- maður á tóbak og hann hafi ekki neytt lyfja frá árinu 1977. Hann stundi vinnu vel og hafi ekki lent í árekstrum við samfanga sína svo orð sé á gerandi. Hilmar sagði, að Tryggvi stund- aði nú nám í Iðnskólanum á Selfossi, en deild úr honum er starfrækt á Litla-Hrauni. Las Hilmar vitnisburð kennara Tryggva, sem kvað hann eljusam- an og stundvísan svo af bæri og væri hann góð fyrirmynd fyrir aðra nemendur. Tryggvi Rúnar hefur lokið tveimur stigum í skólanum og hlaut hann 9,6 í einkunn í 1. stigi og stingur það í stúf við niðurstöðu geðrannsókn- ar, þar sem Tryggvi var talinn illa greindur. — Tryggvi Rúnar Leifsson ætl- ar sér að verða aftur nýtur þjóðfélagsþegn. Hann gekk í hjónaband 2. jóladag og fer því ekki út í lífið aftur óstuddur, sagði Hilmar Ingimundarson í lok ræðu sinnar. — SS. Verjandi Erlu Bolladóttur hóf ræðu sína í gær: Sambúðin við Sævar eins og ljótur draumur Erla hefur flutt heimili sitt í 21 skipti GUÐMUNDUR INGVI Sigurðsson hrl. hóf varnarræðu sína klukkan 16,20 og i upphafi máls síns gerði hann þær dómkröfur, að Erla Bolladóttir yrði sýknuð af kröfum um hlutdeild 1 drápi Geirfinns Einarssonar. Þá krafðist hann vægustu refsingar vegna annarra ákæru- liða og að refsing yrði skilyrt. í upphafi ræddi Guðmundur nokkuð um þau sakamál, sem um er f jallað og sérstöðu þeirra, áhrif fjölmiðla á málið, lífshlaup skjólstæðings síns, Erlu Bolladóttur, og áhrif Sævars Marínós Ciesielskis á líf hennar. Guðmundur Ingvi mun halda áfram ræðu sinni klukkan 10 fyrir hádegi í dag. Hér verður getið þess helsta, sem kom fram í ræðu hans í Hæstarétti í gær. I upphafi ræddi Guðmundur um sérstöðu Guðmundar- og Geirfinnsmálanna og benti á, að slík mál hefðu ekki komið upp hér á landi í 100 ár, þ.e. manndrápsmál þar sem líkin hafa ekki fundizt. Þrýstingur f jölmiðla Þá sagði Guðmundur að hon- um væri til efs að annað mál hefði fengið eins mikla umfjöll- um fjölmiðla og þetta tiltekna sakamál og væri sú umfjöllun enn í fullum gangi eins og sjá mætti. Sagði Guðmundur,að fjölmiðlar hefðu þegar fellt dóma í málinu og almenningur einnig og því væri dómendum vandi á höndum. Hann sagði, að margar brotalamir hefðu komið fram í rannsókn málsins og bæri þá að hafa í huga þrýsting frá fjölmiðlum sem gæti orðið slíkur, að metnaðarfullir rann- sóknarmenn gætu misstigið sig og farið offari. Mál Sigurðar Óttars Hreinssonar væri skóla- bókardæmi um þrýsting fjöl- miðla, hann hefði látið undan þrýstingi vegna skrifa í fjölmiðl- um og væri óvíst hvað hann hefði gert ef lítið hefði verið skrifað um málið í fjölmiðlum. Hann sagði að þetta mál væri mikil brotagáta, þar sem rann- sóknarar og sakborningar hefðu í sameiningu reynt að raða brotunum. Skýrslur hefðu verið teknar undir þrýstingi einangr- unarinnar. Því næst ræddi Guðmundur um skjólstæðing sinn, Erlu Bolladóttur, sem hann sagði flókinn persónuleika. Minntist hann á ýmis atriði úr uppvexti hennar og lífi og reyndi að draga fram atriði, sem kunna að skýra þá margbreytilegu framburði; sem hún hefur gefið i málinu. I því sambandi varð Guðmundi einnig tíðrætt um niðurstöður geðheilbrigðisrannsóknar á Erlu. Verður hér á eftir getið þess helsta, sem fram kom í máli Guðmundar. Hefur flutt heimili sitt í 21 skipti Foreldrar Erlu slitu samvist- um árið 1971, þegar hún var 16 ára gömul. Erla átti erfiða æsku m.a. vegna ósamkomulags, sem gjarnan ríkti á heimili hennar. Hún flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna tveggja ára gömul og til Islands aftur sjö ára gömul. Hún var sjaldan á sama stað og Erlu telst til, að hún hafi flutt 10 sinnum heimili þegar hún var í foreldrahúsum og alls hafi hún flutt heimili sitt í 21 skipti á sinni stuttu ævi. Gefur auga leið að hún þurfti oft að skipta um skóla en þrátt fyrir það náði hún góðum árangri í skóla en námsárangri hrakaði eftir skilnað foreldra hennar. Guðmundur ræddi um þau störf, sem Erla gegndi eftir að hún kom út á vinnumarkaðinn og skýrði frá ferðum hennar til Bandaríkjanna og Danmerkur. Haustið 1973 verða þáttaskil í lífi Erlu þegar hún kynntist Sævari Ciesielski. Gerðist það í samkvæmi eins og áður hefur verið lýst. Erla lítur svo á, að þau hafi verið trúlofuð um ára- mótin 1973/1974. Sævar bjó hjá Erlu og virðist sem þau hafi lifað á tekjum hennar því Sævar hafði ekki fasta atvinnu á þess- um tíma. Taldi hún að hann stundaði hasssölu, sem mun hafa verið rétt. í febrúar 1974 var Sævar hnepptur í gæzluvarðhald í mánaðartíma og að sögn Guð- mundar uppgötvaði Erla þá að Sævar hélt fram hjá henni og ákvað að slíta sambandi þeirra. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. Einnig var Erla þá orðin hrædd við Sævar og fánnst hann sífellt ná meiri tökum á sér. En þegar Sævar slapp út spilaði hann á strengi meðaumkunar og þau tóku aftur upp sambúð. Að sögn Erlu var sambúð þeirra á árinu 1974 erfið og fyrir kom að Sævar beitti hana ofbeldi en er hann reyndi það seinna tók Erla hraustlega á móti og hafði a.m.k. tvisvar betur í viðureign við Sævar, eins og lýst var í blaðinu í gær. Þau fluttust til Danmerk- ur en Erla fór heim og reyndi að dyljast fyrir Sævari en hann fann hana ætíð aftur og þau tóku upp sambúð. Um haustið fæddi Erla stúlkubarn og var Sævar faðir þess. í desember 1975 voru Sævar og Erla hneppt í gæzluvarðhald vegna póst- svikamálsins og síðan fóru hjól- in að snúast hratt og þarf ekki að rekja þá sögu lengra, hún er öllum kunn úr réttarhöldunum í Hæstarétti undanfarna daga. Góð greind sem nýtist illa Guðmundur Ingvi ræddi um niðurstöður geðheilbrigðis- rannsóknar Ásgeirs Karlssonar læknis á Erlu. Samkvæmt henni var greindarvísitala Erlu 99 stig eða í meðallagi en eðlisgreind hennar er talin heldur meiri en hún nýttist illa. Guðmundur gerði sérstaklega að umtalsefni þá niðurstöðu geðlæknisins að Erla væri áberandi óvirk og undanlátssöm gagnvart öðrum. Kvað hann þetta geta skýrt reikulan framburð hennar í mál- inu. Annars vegar væri þörfin fyrir að stjórnast af Sævari og hins vegar þörfin fyrir að stjórn- ast af rannsóknarmönnum máls- ins. Guðmundur rakti því næst lífshlaup Erlu, „eftir að hún losnaði undan áhrifamætti Sæv- ars“, eins og hann orðaði það. Eftir að hún losnaði úr gæzlu- varðhaldinu fór hún að svipast um eftir vinnu og byrjaði að vinna í fiski hjá Búr. Þegar hún fékk barnið til sín aftur hætti hún að vinna þar, þar sem hún gat ekki fengið dagvistun fyrir barnið. Hún fékk hálfsdags starf í bakaríi og einnig skúraði hún tvo tíma á dag í skóla. Hún vann svo um tíma á bókhaldsskrif- stofu. Nú vinnur hún heima og prjónar á prjónavél sem hún á og selur flíkurnar í búðir. Hún gifti sig en skildi í fyrra en nú leigir hún íbúð með vini sínum og er barnið hjá þeim. Hugaríarsbreyting hefur orðið Guðmundur sagði, að Erla staðhæfði að hún hefði ekki misstigið sig og ekkert hefði komið fyrir hana eftir að hún losnaði frá Sævari. Hún teldi að mikil hugarfarsbreyting hefði orðið síðan og hún liti á sambúð- ina við Sævar eins og ljótan draum, sem hún reyndi að losna við og gleyma. Hún vildi lifa fyrir barnið sitt en það gerði henni erfitt fyrir að þjóðfélagið hefði ekki tekið hana í sátt. Sá skuggi hvíldi þó á hennar lífi að hún ætti yfir höfði sér fangelsis- dóm, sem gæti breytt öllu til hins verra. - SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.