Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 2 3 Bökmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Lystræn- inginn LYSTRÆNINGINN er róttækt bókmenntatímarit, hið þriðja af slíku tagi er séð hafa dagsins ljós hérlendis. Fyrst voru Rauðir pennar þá Birtingur (sem var nú raunar róttækur á bókmenntas- viðinu öllu fremur en hinu pól- itíska). Og svo þetta. Samanburð- ur er óhægur vegna breyttra tíma. Eitt er þó ljóst: Höfundar Lyst- ræningjans eru í lausari tengslum við heimsbókmenntirnar en for- verar þeirra. Bæð9i Rauðir pennar og Birtingur lögðu metnað sinn í að kynna hið nýjasta í heimsbók- menntunum, einkum þó hinir síðartöldu. Höfundarnir í Lyst- ræningjanum halda sig meira við heimaslóð. Til dæmis birtist hér talsvert af frumsömdum ljóðum en minna af þýddu. Það mætti vera meira. Svona tímarit er kjörinn vettvangur til að kynna nýjungar í erlendri ljóðlist. Og Lystræningjamenn hafa þýðend- um á að skipa, svo sem Nínu Björk. Til þess þarf gott brjóst heitir þýtt ljóð sem hún á þarna, höfundur Vita Andersen. Nína Björk ætti að þýða meira en yrkja minna sjálf. Af frumsömdu ljóð- unum í ritinu varð mér einna starsýnast á Það sjálfið eftir Þorra sem er kornungt skáld. Ljóð Þorra er skemmtilegt sambland af sjálfsrýni og ádeilu. Höfundurinn er þó ekki beint opinskár, og sýnilega hefur hann haft veður af þeim nýsúrrealisma sem heillað hefur mörg ungskáld framundir þetta. Þorri er gæddur bæði hugkvæmni og krafti. Með meiri ögun (sem er þó nokkur fyrir) getur hann látið að sér kveða svo eftir verður tekið. Meðal skáldskapar í lausu máli kveður einna mest, að sögunni Verkalýðsleiðtoginn eftir Eirík Brynjólfsson. Efnið er að sönnu langt frá því frumlegt: Formaður verkalýðsfélags gengur á fund atvinnurekanda vegna vinnudeilu. Þeir semja í bróðerni undir fjögur augu og í leiðinni notar hinn fyrrnefndi tækifærið til að skara eld að eigin köku. Kom ekki eitthvað svipað fyrir í Chaplins- mynd endur fyrir löngu? Þá minn- ist ég að hafa séð hinu sama brugðið upp í leikriti eftir Söru Lidman. Saga Eiríks er þó engin stæling. Hún er ljós og skýr. Og einhvern veginn virðast mann- gerðirnar koma heim við veruleik- ann hér — rembingur og manna- læti í augsýn fjöldans, allt til að sýnast, en kænska og eiginhags- munastreð í einkaviðræðum á bak við tjöldin. Þá vil ég nefna viðtal er Pjetur Lárusson á þarna við Sigurð Guðjónsson. Það er galsi í spyrj- andanum, stundum dálítill stráksskapur. En Sigurður svarar fimlega. Ýmislegt fleira er birt í þessu hefti Lystræningjans sem er hið fjórtánda í röðinni á fimm árum, meðal annars ritstjórnargrein eft- ir Ólaf Ormsson. Hún heitir Blik- ur á lofti og er ómenguð pólitík á vinstra kanti. Ekki býst ég við að rit þetta höfði til almennings, enda mun það tæpast ætlunin. Hins vegar hittir það fyrir hóp ungs fólks sem örugglega meðtekur þessi fræði með bestu lyst. Hver spor það kann að marka í bókmenntasög- una er enn óráðið en það fer meðal annars eftir því hvernig höfundar þeir, sem að því standa, eiga eftir að spjara sig. Erlendur Jónsson Steíán Pétursson útgerðarmaður frá Húsavík: Þjóðarbúið hefur tapað á annan milljarð kr. vegna „stjórnunar“ ráðherrans Kannski er mönnum enn í fersku minni, þegar sjávarútvegsráð- herra stöðvaði loðnuveiðarnar 10. nóv. sl. Sú stöðvun var byggð á umsögn norskra og ísl. fiski- fræðinga. Seint í okt. sl. var Hjálmar Vilhjálmsson í rann- sóknarleiðangri á Bjarna Sæm- undssyni. Að þeim leiðangri loknum skildist mönnum að taka ætti ákvörðun um veiðiþol loðnustofnsins. Sjávarútvegs- ráðherra boðaði til fundar með fiskifræðingum og svonefndum fulltrúum hagsmunaaðila sjáv- arútvegsins að loknum áður- nefndum leiðangri Hjálmars. Þar var tilkynnt, að ekki hefði unnizt tími til að vinna úr rannsóknum Hjálmars Vil- hjálmssonar, eins og áður hafði verið gefið til kynna að gert yrði. Hins vegar lá það í loftinu að meiri loðna hafði fundizt í þess- um leiðangri, en áður á þessu ári. A þessum fundi var sýnt kort, þar sem miðlína var dregin milli íslands og Grænlands. Á þessu korti var sýnt göngusvæði loðnunnar, eins og það er álitið í dag. Á þessu korti var varla sýnilegt hvorum megin miðlín- unnar loðnusvæðið er stærra. Norskir fiskifræðingar fengu sem sagt nákvæmar upplýsingar um göngu ísl. loðnunnar. Það kom því ekki á óvart síðar, þegar norðmenn sendu skip til að veiða loðnu Grænlandsmegin miðlín- unnar. Áðurnefnd kort fengu norsku fiskifræðingarnir að hafa heim með sér, eftir að unnið hafði verið úr sameigin- legum rannsóknum þeirra og ísl. fiskifræðinganna á loðnustofn- inum sl. sumar. Það voru einmitt þessar sameiginlegu niðurstöð- ur, sem lágu til grundvallar þeim 600 þús. lestum, sem fiski- fræðingarnir lögðu til að veiddar yrðu. Norskir fiskifræðingar áttu sem sagt beinan þátt í því, að sjávarútvegsráðherra stöðv- aði veiðarnar 10. nóv. sl. Þá höfðu verið stillur og mokveiði um lengri tíma. Þegar v/s Sigurður er á land- leið úr síðasta leyfilega túrnum hefur útvarpið samtal við skip- stjórann, sem þá var Kristbjörn Árnason, að mínum dómi mjög glöggur skipstjóri. Segir hann í viðtalinu, að hann hafi aldrei orðið var við meira loðnumagn, en þegar hann fór í land af miðunum. Stuttu síðar kom Hjálmar Vilhjálmsson á aðal- fund L.Í.Ú. og hélt þar fróðlegt erindi um loðnuveiðar og loðnu- rannsóknir. Ég held, að enginn, sem á það erindi hlustaði, hafi verið í nokkrum vafa um, að hann vissi um meira loðnumagn, en áður hafði verið viðurkennt. LOÐNUFRIÐUN Þessir loðnufriðunarmenn héldu því fram, að stöðvun veiðanna nú gerði ekki svo mikið til, því að loðnuna mætti veiða strax eftir áramótin. Við skulum aðeins athuga þann möguleika. Verðlagning loðnunnar er miðuð við fitu- og þurrefnisinnihald hennar, en það er mælt hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins sérstaklega fyrir hverjá löndun skipanna. Þegar veiðarn- ar voru stöðvaðar 10. nóv. var loðnan einmitt afurðamest, það er að segja þá er hún árvisst feitust og þurrefnisríkust og hefur verið svo ár hvert á þessum tíma. Skiptaverð loðn- unnar var þá um kr. 20,00 fyrir hvert kíló. í dag hefur loðnan rýrnað svo, að hún gefur kr. 15,50 til skipta, miðað við sömu verðákvörðun og var í haust. Þetta var líka vitað fyrirfram, því að hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafa undanfarin ár verið dregin upp samanburð- arlínurit yfir fitu- og þurrefnis- innihald loðnu og sýna þau lítið frávik milli ára. Útgerðarmenn og sjómenn fá því kr. 4,50 minna fyrir hvert kíló, en við stöðvun veiðanna og munar kannski um minni skerðingu. Fyrir þessi 100 þús. tonn, sem nú er leyft að veiða, en útgerð- armenn vildu fá að veiða í nóvember, en fengu ekki, verða því þeir og sjómenn sameigin- lega að greiða 450 milljónir og útgerðarmenn einir í formi olíu- gjalds og stofnfjársjóðs kr. 85 milljónir. En þetta er það sem útvegurinn tapar á ákvörðun ráðherrans. Rýrnun útflutnings- verðmætis er helmingi meiri eða um 1070 milljónir. ÁKVÖRÐUN STOFNSTÆRÐAR Það heyrðist í vor síðastliðið, að Hafrannsóknastofnunin mundi leggja til, að veiðikvótinn ætti aðeins að vera 600 þús. lestir. Næsta ár á undan var þessi kvóti ákveðinn af fiski- fræðingum 1200 þús. lestir. Þar áður voru þeir enn hærra uppi með magnið og töldu, að ekki þyrfti að tala um magn, þó ætti kannski ekki að veiða meira en 1500 þús. lestir. Því magni átti meðal annars að bjarga á land með því að byggja utan um gamalt brotajárn norður á Skag- aströnd og einhverjir milljarðar af loðnupeningum útgerðarm- anna og sjómanna voru festir í þeim óarðbæru framkvæmdum. Til að réttlæta ákvörðun sína nú, fengu ísl. ráðamenn sér til halds og trausts norska fiski- fræðinga. Er nú kannski komin skýring á því, hvaða erindi þeir áttu hingað. I Þjóðviljanum 19. jan. voru fréttir frá Noregi, sem ég hef ekki séð birtar í öðrum blöðum, þegar ég skrifa þessar línur, og finnst mér því rétt að birta þær. Ég hef svolítið gaman af því vegna þess, að þegar ég í haust skrifaði mína fyrstu grein um þessi mál, þótti hún ekki birt- ingarhæf í Þjóðviljanum. Hér kemur norska fréttin. „í gær gekk sendiherra Noregs á fund utanríkisráðherra og af- henti orðsendingu frá norsku ríkisstjórninni vegna loðnuveið- anna, þar sem m.a. er bent á, að norskir og íslenskir fiskifræð- ingar hafi í fyrra lagt til 650 þús. lesta loðnukvóta við Island og Jan Mayen. Segist norska ríkis- stjórnin hafa heimildir fyrir því, að nú sé stefnt að því af íslendinga hálfu að veiða allt að 280 þús. lestir á vetrarvertíðinni, en 'með því sé farið 200 þús. lestum framyfir það, sem rætt var um á þessari vertíð. Mikil blaðaskrif hafa verið í Noregi um loðnuveiðar Islendinga að undanförnu og skýrðu norsk stjórnvöld frá því í gær, að þau mundu krefja íslensku stjórnina skýringa á aukinni veiði og þá um leið um þær stofnstærðar- mælingar, sem aukningin er byggð á. Hafa norskir fiskifra'ð- ingar látið hafa eftir sér i blöðum að ekki sé byggjandi á rannsóknum íslenskra starfs- Stefán Pétursson félaga þeirra. Best sé að mæla stofnstærðina á haustin, en ís- lendingar hafi hins vegar sagst ætla að taka ákvörðun að lokn- um rannsóknum hafrannsókna- skipa nú eftir áramótin." Ég ætla ekki að deila við íslenska fiskifræðinga meira, en ég hef gert. Ég álít eftir sem áður, að þeim hafi orðið á mistök í sambandi við veiðar úr íslenska loðnustofninum frá vori 1979 til vors 1980. Einnig vona ég, að þeir kynni sér vel, hvaða álits þeir njóta hjá norskum starfs- bræðrum sínum og norskum stjórnvöldum samanber fréttir í þarlendum fjölmiðlum, en það virðist stangast á við þeirra eigin mat, þar sem haft er eftir Jóni Jónssyni, fiskifræðingi, að íslenskir fiskifræðingar séu í heiðurssæti miðað við álit á starfsbræðrum þeirra erlendis m.a. í Norégi. ÍSLENZKUR LOÐNUSTOFN Eins og allir ættu að vita, er þetta íslenskur loðnustofn, sem ekki er enn vitað að hrygni annars staðar en hér við land. Eftir hrygninguna gengur loðn- an norður í haf og þessi síðustu ár til Jan Mayen og Austur- Grænlands eða a.m.k. síðan farið var að fylgjast með göngunum. Síðastliðið ár veiddu Norðmenn úr íslenska loðnustofninum 125 þús. tonn við Jan Mayen. Nú heyrum við á fréttum, að þeir hafa mikið meiri viðbúnað til loðnuveiða við Jan Mayen í vor, en þeir hafa áður haft. Danir, Norðmenn og Færey- ingar hafa nú fengið upplýsingar um mikið loðnumagn utan mið- línunnar milli Islands og Græn- lands, sem vitað er að var þar a.m.k. fram í nóvember á síðasta ári. Ef kvótinn yrði nú ákveðinn 600 þús. lestir fyrir næsta veiði- tímabil, og eins og áður allt dregið frá, sem aðrir en við veiddu, gæti svo farið, að lítið yrði eftir handa okkur, eins og ég hef áður bent á. Ég hef viljandi ritað þetta upp, þar sem mér finnst greini- legt, að ráðamenn þjóðfélagsins hafi ekki gert sér grein fyrir því, sem var að gerast í þessum málum. ARÐSEMIN Hinn 10. nóvember síðastlið- inn voru loðnuveiðarnar stöðv- aðar af sjávarútvegsráðherra. Skiptaverð loðnunnar var þá kr. 20,00 fyrir hvert kíló. Þá var skýrt tekið fram af ráðherran- um, að ekki muni meira veitt þetta tímabil til viðbótar en 175 þús. lestir, sem veiða ætti til frystingar og hrognatöku. Þegar í desember var ákveðið af sama ráðherra, að veiddar skyldu 100 þús. lestir í janúar, án þess að fyrir lægju nokkrar nýjar fiski- fræðilegar upplýsingar um, að það væri óhætt. Nú er skipta- verðið hins vegar 15,50 og hefur þá loðnuflotinn, þar með taldir sjómenn tapað meira en 500 milljónum og þjóðarbúið í heild tvöfaldri þeirri upphæð í gjald- eyri. Mundu einhverjir vera sáttir við að kalla þetta auðlindaskatt, þó að erfitt sé að finna þann, sem nýtur hans. Til glöggvunar má geta þess, að þessar tölur eru í algjöru lágmarki. í dag liggur fyrir, að til eru í Japan tveggja ára birgðir af hrognum, og er því mjög óráð- legt að frysta nokkuð af þeim í ár. Þá hefur 175 þús. lestunum verið ráðstafað þannig, að þau skuli veidd, þegar loðnan er afurðaminnst eða á hrygningar- tímanum, en þaffer fituinnihald- ið niður fyrir 3% og skiptaverðið er nálægt kr. 5,50. Frá sjávarútvegsráðuneytinu hefur heyrst, að þar sé stjórnað með arðsemi þjóðarbúsins fyrir augum. Þeir sem þetta lesa geta velt því fyrir sé, hvernig þeim finnst til hafa tekist. Ráðherrar sjávarútvegsins halda því fram, að síðasta ára- tug hafi algjörlega mistekist með stjórnun fiskveiða. Ég held, að allir geti tekið undir með þeim a.m.k. hvað varðar tvö síðustu árin. Nú segja þessir sömu ráðherrar sjávarútvegsins, að ekki sé unnt að efla stjórnun fiskveiða úr þessu með öðru en skömmtun. Hverjir eiga að verða skömmtunarstjórar? Ætla ráð- herrarnir kannski að taka það að sér, þó þeir hafi sjálfir dæmt störf sín sem misheppnuð hvað stjórnun veiðanna varðar og árangur ráðherranna af fisk- veiðistjórnun með arðsemi fyrir augum er auðsær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.