Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 Frá blaðamannafundi Svavars Gestssonar í Þórshamri í gær „Yorum til- búnir til að hnika tillögum okkar til“ „ÉG TEL að það hafi komið fram i stjórnarmyndunarviðræðum síðustu vikna að allir hinir flokk- arnir hafa sýnt áhuga á því að fá Alþýðubandalagið til stjórnar- samstarfs,“ sagði Svavar Gests- son á blaðamannafundi í gær þegar hann ræddi árangurslausa tilraun sina til mynda vinstri- stjórn. „Akveðnir talsmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa látið þetta skýrt í ljós, en hins vegar hefur ekki komið fram vilji til ncins málefnalegs samkomulags. I viðræðunum um vinstri-stjórn var aðeins rætt um verðbólguvand- ann á þessu ári. Við lögðum þar fram tillögur sem við vorum til- búnir til að hnika til, en við vorum hins vegar ekki tilbúnir til þess að ' leggja okkar tillögur í öllum atrið- um til hliðar til þess eins að mynda ríkisstjórn." Mikill ágrein- ingur um veigamik- il atriði Á BLAÐAMANNAFUNDI að loknum stjórnarmyndunartil- raunum Svavars Gestssonar fjall- aði hann nokkuð um helztu ágreiningsatriði sem voru til stað- ar i síðustu vinstri-stjórnarvið- ræðunum sem Svavar leiddi í siðustu viku. „Mikill ágreiningur var um nokkur veigamikil atriði í tillögum okkar,“ sagði Svavar. „Það var rætt um framleiðniaukningu á árinu 1980 þar sem við settum það mark að ná 7% aukningu til þess að vinna á þann hátt gegn verð- bólgu. Það hefur sýnt sig að niðurskurður gengur ekki til þess að vinna bug á verðbólgu og slíkt hefur m.a. komið fram í skýrslu OECD. Framsóknarflokkurinn taldi ekki unnt að ná fram nema 2—3% framleiðniaukningu og Al- þýðuflokkurinn taldi þetta óraun- hæft miðað við stöðuna í gengis- og vaxtamálum. Þá lögðum við til lækkun verð- lags og lækkaða verzlunarálagn- ingu og t.d. að vöruflutningakostn- aður yrði lækkaður. I þeim efnum tel ég fyrst og fremst .um að ræða hvort það sé pólitískur vilji til þess að fá aðila til þess að slaka á í baráttunni gegn verðbólgunni. Þá vorum við með tillögur um veltuskatt. Þar sögðu Framsókn- armenn nei og Alþýðuflokksmenn voru neikvæðir. Við vorum með tillögur um 5% vaxtalækkun í marz 1980 og 5% lækkun 1. okt. Við teljum eins og gert er ráð fyrir í tillögum okkar, að það sé hag- stæðara að hafa 27% meðalvexti í 30% verðbólgu heldur en 37% meðalvexti í 60% verðbólgu eins og nú er. Þessar tillögur fengu ekki þann hljómgrunn sem við vænt- um.“ Alþýðubanda- lagið gerði ekki ráð fyrir grunnkaups- hækkunum í tillögum sínum í niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar varðandi tillögur Alþýðubanda- lagsins í vinstri stjórnarviðræð- unum er gengið út frá því að engar grunnkaupshækkanir verði á þessu ári og talsmenn Alþýðu- bandalagsins gerðu enga athuga- sémd við þessar niðurstöður. Svavar Gestsson var spurður að því á blaðamannafundi sínum í gær hvort það væri stefna Alþýðu- bandalagsins að engar grunn- kaupshækkanir yrðu á þessu ári. „Við gerum ekki ráð fyrir nein- um grunnkaupshækkunum, því við göngum út frá óbreyttu ástandi í þeim efnum og höfum ekkert annað að styðjast við. Það er ekki hægt að taka kaupið inn í slíkt dæmi ef kjarasamningarnir eiga að vera frjálsir." „Þingmenn eiga að manna sig uppí að mynda ríkisstjórn“ SVAVAR Gestsson var spurður að því hvað hann teldi að nú tæki við í tilraunum til myndunar ríkis- stjórnar og hvort líkur væru á samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, nýsköpun eða minnihlutastjórn að lokinri árangurslausri tilraun hans til að mynda vinstri stjórn sem hann taldi fullreynt að ekki yrði mynd- uð að sinni. Svavar svaraði því til, að bilið á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags virtist ekki hafa stytzt og þarna væri um að ræða höfuð- andstæðinga í íslenzkum stjórn- málum og að mjög greindi á í utanríkisstefnu flokkanna. Vildi Svavar ekkert segja ákveð- ið um mögulega stjórnarmyndum en hann kvaðst vilja „að þingmenn mönnuðu sig upp í að mynda ríkisstjórn með pólitíska stefnu," sagði hann, „og ég tel að það sé stór hópur á Alþingi sem á sam- leið, en hefur hins vegar ekki náð saman. Til dæmis tel ég að Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eigi samleið pólitískt miðað við það sem á undan er gengið." Svavar var þá spurður að því hvort Alþýðubandalagið stefndi að því að vera utan ríkisstjórnar. Svavar kvað það ekki vera þann- ig, því flokkurinn vildi vera aðili í ríkisstjórn til þess að verja þá ávinninga sem unnist hefðu, berj- ast gegn verðbólgunni og stuðla þannig að bættum kjörum lág- launafólks. Um möguleika á utanþings- stjórn sagði Svavar, að sér þætti það mjög slæmt ef til utanþings- stjórnar þyrfti að koma. „En ef flokkarnir gefast upp við að sinna þeim verkefnum sem þeir eiga að sinna, þá verður að taka tillit til þess,“ sagði Svavar. „Vinstri stjórn verður að hafa fasta pólitíska enda“ SVAVAR Gestsson var að því spurður á blaðamannafundinum um árangurslausar vinstri stjórnar-umræður hvort hug- myndin um vinstri stjórn væri gengin sér til húðar þar sem í 5 tilraunum til að mynda vinstri stjórn á sl. 18 mánuðum hefði stjórn komið út úr einni tilraun- inni og hún hefði lognast út af eftir 13 mánuði. „Eg tel að vinstri stjórnar- mynstrið hafi ekki gengið sér til húðar," sagði Svavar, „en það verður að vera vinstri stefna í vinstri stjórn og þar verða allir endar að vera fastir." Fremur málefna- en vilja- skortur AÐSPURÐUR kvaðst Svavar Gestsson ekki telja að það hefði haft neikvæð áhrif á afstöðu Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks í vinstri stjórnar-viðræðun- um að hann stjórnaði þeim. A.m.k. kvaðst hann ekki hafa orðið var við slíkt, en hann kvaðst telja að skortur á málefnalegri samstöðu hefði haft meira að segja í þeim efnum að ekki náðist árangur heldur en skortur á vilja viðmæl- enda. Þá kvaðst Svavar telja að sérstaða Alþýðubandalagsins í íslenzkum stjórnmálum væri mjög skýr að loknu því uppgjöri sem fram hefði farið í vinstri stjórnar umræðunum. „Innrásin í Afgan- istan tengist ekki vörnum /r Islands“ „ÉG TEL að innrásin í Afganistan tengist ekki varnarmálum íslands, nema hjá þeim sem vilja notfæra sér innrásina til þess að réttlæta dvöl varnarliðsins á íslandi," sagði Svavar Gestsson á blaðamanna- fundi í gær þar sem hann var spurður að því hvort innrásin í Afganistan yki styrjaldarhættuna í heiminum og hvort ástæða væri til aðgæzlu í vörnum íslands vegna þessarar þróunar. „Að öðru leyti," sagði Svavar, „er það skoðun mín og Alþýðubanda- lagsins að fordæma beri íhlutun stórvelda í innanríkismál annarra ríkja nú sem fyrr.“ Guðmundur og Timman við botninn BANDARÍKJAMAÐURINN Seirawan er nú efstur á skákmót- inu i Wijk am See í Hollandi með 5 vinninga. Kortsnoj og Alburt eru með 3*/2 vinning, en Brown er með 3 vinninga og betri biðskák gegn Alburt. Guðmundi Sigurjónssyni hefur vegnað illa það sem af er mótinu og er með IV2 vinning, en alls verða tefldar 13 umferðir. Jafn Guðmundi er m.a. hollenski stórmeistarinn Timman. Guð- mundur sagði í gærkvöldi, að hann hefði í flestum skákanna lent í tímahraki og þannig misst niður gjörunnar stöður eða fallið á tíma. — Það er óhætt að segja, að klukkan sé alveg að drepa mig, sagði Guðmundur. „Bjórmálið“ sent ríkis- saksóknara „MÁLIÐ er annaðhvort farið héðan eða að fara til ríkissak- sóknara, en það er síðan hans að taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins í samtali við Morgunbiaðið í gær, er hann var spurður hvað liði rannsókn „bjórmálsins“ svo- kallaða. Málið snýst sem kunnugt er um það, hvort leyfilegt sé að mismuna þegnum landsins í sambandi við innflutning á áfengu öli, bjór. En farmönnum og flugáhöfnum hefur verið leyfilegt að taka bjór með sér við heimkomu frá útlöndum. Davíð Scheving-Thorsteinsson iðnrekandi vildi ekki una þessu og lét því reyna á hvort hann fengi að taka með sér bjór er hann kom heim frá útlöndum um Kefla- víkurflugvöll þann 15. desember síðastliðinn. Leiðrétting í grein mína, Áskorun, 19. þ.m. hafa slæðzt þessar prentvillur: sem vitað er, les: sem vitað var; fjórir útvarpsmenn, les: fjórir útvarpsráðsmenn; tjáningafrelsi, les: tjáningarfrelsi. Þökk fyrir leiðréttingu. Helgi Hálfdanarson. Forest vann Liverpool NOTTINGHAM Forest sigraði Liver- pool í fyrri leik liöanna í undanúrslit- um deildabikarsins, 1—0. Eína mark leiksins skoraði John Robertson á síðustu mínútu úr vítaspyrnu. Liver- pool yfirspilaði Forest lengst af, Shilton bjargaöi tvívegis snilldarlega og Souness átti skot í stöng. Þá vann 3. deildarliöið Swindon lið Úlfanna í deildabikarnum, 2—1. Row- land kom Swindon yfir, hans 21. mark í vetur en Peter Daniel jafnaði fyrir Úlfana. Sigurmarkið kom svo skömmu fyrir leikslok, Alan Meyss skoraði þá. Hundaræktarfélag Islánds: Fræðslufundur um hunda- ræktun og víðavangsþjálfun Fyrirlesari þekktur danskur dýralæknir og veiðihundaræktandi Hundaræktarfélag íslands gengst fyrir fræðslufundi n.k. föstudagskvöld um hundaræktun og víðavangsþjálfun veiðihunda. Fyrirlesari á fundinum verður þekktur danskur dýralæknir, Jens Erik Sönderup, en hann er þekktur i heimalandi sínu fyrir ræktun veiðihunda. Jens Erik er einnig formaður danska veiði- hundaræktunarráðsins. Fundurinn verður haldinn, eins og áður segir, n.k. föstudagskvöld, 25. jan., og hefst kl. 20.30 í stofu 101 í húsnæði Lögbergs, Háskóla íslands. Áhugafólk um hundahald og hundaræktun og eigendur hunda allra tegunda eru velkomn- ir á fundinn. Sigurður H. Richter líffræðingur verður fundar- mönnum til aðstoðar við að koma fyrirspurnum á framfæri. Á laugardeginum, 26. jan., mun Jens Erik skoða „retriver“-hunda í húsnæði Dýraspítala dr. Watsons milli kl. 14.00—18.00 og gefa ráðleggingar um ræktun. Fréttatilkynning frá Hundaræktarfélaginu. Hundaræktarfélagið vill með starfsemi sinni stuðla að hreinræktun hunda og betri þjálfun þeirra. Á meðfylgjandi mynd sést labradortík- in Bella bregða á leik við Colliehundinn Alfreð Flóka, en þau eru bæði hreinræktuð. Myndin er tekin á námskeiði, sem Hundaræktarfélagið og Hundavinafélagið gengust fyrir s.l. haust. Ljósm. Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.