Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 Minning: Jón Guðmundsson frá Brandagili Fæddur 4. júlí 1907. Dáinn 15. janúar 1980. Jón Stefán Guðmundsson, eins og fullt nafn hans var, var fæddur 4. júlí 1907 á Geithóli í Hrútafirði, sem er í Húnavatnssýslu. Það ár gerðust margir merkir atburðir á Islandi. Þá kom Friðrik VIII konungur Islands og Danmerkur til landsins. Þá var almenn skóla- skylda lögleidd hér. Skipuð var sambandslaganefnd Dana og ís- lendinga. Pétur Jónsson söng þá inn á fyrstu grammófónplötuna á íslensku. Þá fæddist Stefanó Islandi óperusöngvari. Þá var af- hjúpað hér líkneski af skáldinu Jónasi Hallgrímssyni. Þá synti Lárus rist yfir Oddeyrarál og þótti mikið afrek. Þá hófst ungmenna- hreyfingin á Islandi undir nafninu Ungmennafélag íslands. Þeir menn hafa síðan verið kallaðir Vormenn Islands. Margir fleiri atburðir gerðust í íslensku þjóðlífi á fæðingarári Jóns frá Brandagili. Ekki blés þó byrlega fyrir Jóni sjálfum þá því móðir hans dó áður en hann varð ársgamall, d. 16. okt. 1907 og var honum þá komið í fóstur. Foreldrar Jóns voru Guðmund- ur Þórðarson bóndi í Gilhaga, bróðir Gunnars í Grænumýrar- tungu sem margir kannast við, og fyrri kona hans Margrét Jónsdótt- ir frá Tröðum í Staðarsveit Jóns- sonar. Jón var því eina barn þeirra hjóna. Guðmundur kvæntist svo Ragnheiði Guðbjörgu Sigurðar- dóttur frá Junkaragerði í Höfnum og eignuðust þau hjón tíu börn sem enn eru öll á lífi. Jóni var komið í fóstur til hjónanna Jóns Aðalsteins Jónas- sonar er þá bjó í Jónsseli í Bæjarhreppi og konu hans Krist- ínar Jónasdóttur frá Lækjarskógi. Þegar Jón er á fimmta ári deyr fóstri hans Jón Aðalsteinn. Þá fer Jón til föður síns og stjúpmóður sinnar seinni konu Guðmundar. Þau voru á Háreksstöðum í Borg- arfirði eitt ár eða svo. Helgi bróðir Guðmundar hafði reist að nýju býli úr auðn í Gilhaga 1909 og bjó þar til 1911 en þá tók þar við búi Björn bróðir þeirra og settist Guðmundur þá einnig þar að annaðhvort sem bóndi eða hús- maður. Þeir bræður bjuggu í Gilhaga til 1924 er þeir fluttust til Borðeyrar. Um ættir Guðmundar og bræðra hans er þetta helst: Þórður faðir þeirra var sonur Sigurðar bónda í Núpsseli í Miðfirði, Sig- urðssonar frá Miðhópi, Pétursson- ar. Móðir Sigurðar í Núpsseli var Helga Tómasdóttir stúdents og fræðimanns á Stóru-Ásgeirsá, Tómassonar hreppstjóra Guð- + LÁRA MAGNÚSDÓTTIR, Garöastræti 2, er látin. Útförin hefur farið fram. Aöstandendur. Móöir okkar SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Eskihlíö 6b andaöist á Borgarspítalanum 22. janúar. Alfheiöur Kjartansdóttir Magnús Kjartansson. t Maðurinn minn og faöir okkar SIGURÐUR J. HALLDÓRSSON Hjaröarhaga 27 er látinn. Sigríöur Jónasdóttir, Lilja Siguróardóttir, Jónas Sigurðsson. + Systir mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓHANNA INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Reynimel 68, sem lézt 11. janúar, veröur jarösungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 24. janúar kl. 13.30. Blóm afþökkuö. Þeir, sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta. Siguröur Sigurósson, Björn Ásgeirsson, Ósk Magnúsdóttir, Jón Snorri Ásgeirsson, Þuríöur Magnúsdóttir, Siguröur Ásgeirsson, Sigríöur Lárusdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö viö andlát og útför GUÐNA HALLDÓRSSONAR múrara Jóhanna Jóhannsdóttir, Vilfríöur Guönadóttir, Guóvaröur Elfasson, Lilja Guönadóttir, Hulda Guönadóttir, Þórir Guönason, Guörún Bjarnadóttir, Gísli Dagsson, Margrét Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. mundssonar á Þóroddsstöðum. Kona Tómasar Tómassonar var Ljótunn Jónsdóttir stúdents á Melum í Hrútafirði, Jónssonar. Þórður Sigurðsson og Sigurbjörn Sveinsson rithöfundur voru syst- rasynir. Móðir Þórðar var Helga Þórðardóttir frá Ytri-Knarrar- tungu á Snæfellsnesi. Sigríður kona Þórðar Sigurðssonar var dóttir Jóns bónda á Bálkastöðum, Magnússonar á Óspaksstöðum, Magnússonar í Laxárdal Magnús- sonar ríka á Kolbeinsá, Bjarna- sonar. Móðir Sigríðar var Kristín Jónsdóttir, Böðvarssonar og Sig- ríðar Andrésdóttur ríka á Skrið- nesenni,Sigmundssonar. Er það Ennisætt og talin frá Andrési. Jón var hjá föður sínum til 13 ára aldurs í Gilhaga syðsta bæ í Strandasýslu. Á þessu heiðabýli bjó faðir hans frostaveturinn 1918 og var sá vetur Jóni í fersku minni, með allan sinn snjó og kulda. En bændurnir tveir með barnahópinn sinn urðu þó ekki fyrir neinum verulegum áföllum, enda báðir fyrirhyggjumenn og aðgætnir. Jón var aðeins 13 ára þegar hann var ráðinn til bóndans Jóns Jóhannssonar og konu hans Ólafíu Finnbogadóttur. Þar var hann svo vinnumaður í 17 ár. Jón var ágætur verkmaður og mikill og farsæll fjármaður. Þar eignað- ist hann nokkurn stofn í bú af sauðfé, sem hann hafði þar á fóðrum. Þótti jafnan gefast vel að fjármenn ættu nokkuð í bústofn- inum. Því góður fjármaður var ekki á hverju strái. Að vetrinum stóð Jón yfir fé á hálsinum fyrir ofan Bálkastaði. Það líkaði honum vel. Þá gat hann látið hugann reika vítt og breitt og þar mun hann hafa ort sínar fyrstu stökur. Sumar þeirra skrifaði hann á blað og geymdi í litlum læstum kassa sem hann hafði sjálfur smíðað og einnig læsingu fyrir hann. Mörg- um árum síðar, þegar hann er svartsýnn og niðurdreginn af minnimáttarkennd, opnar hann kassann sinn og tekur ljóðin sín frá æskuárunum og eyðileggur þau. Hann þykist sjá eftir að hafa þá lesið ljóð lærðra manna og viturra, að sín ljóð séu engum manni bjóðandi. Það er svo fyrst á eldri árum að ljóðadísin fer að glettast við hann og ein og ein staka kemur fram í hugann við brosleg tækifæri og er víst um það að Jón var vel hagmæltur og hringhendumaður ágætur á síðustu árum sínum. Mitt í véla- gný verksmiðjunnar og þvargi vinnustaðarins ultu hringhendur af munni hans þó kominn væri á áttræðisaldur. Niður brekkuna skammt frá Bálkastöðum fellur lítil á sem heitir mjög fornu nafni, Býskál- ará. Ofarlega í brekkunni fellur snotur foss fram af flögubergs- staili. Þar á stallinum öðrum megin við fossinn hlóð Jón vörðu um tveggja metra háa úr flögum sem hann flísaði úr berginu við fossinn með broddstaf sínum. Margir munu hafa tekið eftir vörðunni því hún sást af veginum. Mönnum þótti ekki líklegt að hún stæði lengi en fyrst eftir 40 ár féll hún í einhverju mesta roki sem menn muna eftir þar um slóðir. Fram að þeim tíma sá ekki á henni. Það getur sá um vitnað sem þessar línur ritar. 4. júní 1939 kvæntist Jón Stefán eftirlifandi konu sinni Sigrúnu Sigurbjörnsdóttur frá Brandagili, dóttur hjónanna Sigurbjörns Jónssonar bónda á Brandagili og víðar og konu hans Maríu Jóns- dóttur frá Dönustöðum í Laxár- dal. Einkadóttir þeirra er Aðal- heiður Erla, gift ungverskum manni, Lárusi Jónassyni strætis- vagnabílstjóra í Reykjavík og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku, Maríu Sigurbjört og Lárus Jón. Fyrst eftir giftingu var Jón með konu sinni í húsmennsku hjá tengdaföður sínum er þá bjó á Melum í Hrútafirði. Þar byggði Jón sjálfur yfir sig og konu sína. Árið 1943 fæðist dóttir þeirra, þá flytjast þau ásamt Sigurbirni að Brandagili og þar bjó Jón um skeið á móti Sigurbirni. Til Borð- eyrar fluttist Jón um 1954 en eftir fá ár þar varð hann fyrir því óhappi að slasa sig illa á fæti er hann datt af reiðhjóli. Jón varð aldrei jafngóður í fætinum og lá um tveggja ára skeið á sjúkrahús- um vegna meiðslanna, þá fluttust þau til Reykjavíkur og hafa átt þar heima síðan. Sína eigin íbúð eignuðust þau hjón í stórhýsinu Nóatúni 4, en áttu þó áður íbúð á Rauðarárstígnum. Árið 1957 hóf Jón svo vinnu í Trésmiðjunni Víði við Laugaveg og vann hjá því fyrirtæki eftir það. Hann var listahagur í hönd- um og smíðaði í frístundum sínum, aðallega kaffi- og matar- tímum marga fagra gripi úr tré. Eru sumir þeirra nú heimilisprýði langt úti í löndum bæði í Ameríku og Evrópu og e.t.v. víðar. Jón var mikill starfsmaður og unni konu sinni mikið og dóttur. Bæði hafa þau hjón átt við heilsuleysi að stríða en í ást og eindrægni hafa þau mætt öllu mótlæti af stakri þolinmæði. Jón var mjög hjálpsamur maður og tók lítið fyrir gripi sína sem voru mjög eftirsóttir. Á Iðnsýningu Iðnkynningarnefndar haustið 1977 mátti sjá nokkra muni eftir hann og vöktu þeir verðskuldaða athygli þeirra er þá litu. Sigmundur Sigurbjörnsson mágur Jóns minnist Jóns með sérstöku þakklæti fyrir marghátt- aðan greiða fyrr og síðar. Við sem um margra ára skeið nutum þess að vera samstarfs- menn hans í Víði þökkum honum margar þægilegar samverustundir og færum konu hans og vensla- fólki, svo og hálfsystkinum hans, dýpstu samúð við fráfall Jóns Stefáns Guðmundssonar. Svo mikið er víst að ekki efaðist Jón um að hann lifði eftir líkams- dauða sinn hér. Hann hafði oft orðið þess var að látnir lifa. Bið ég svo góðan guð að blessa sál hans og varðveita. Guðm. Guðni Guðmundsson r D AÆITT \ K nUII EFTIR I BILLY GRAHAM . - 11 Maðurinn minn dó fyrir nokkrum árum, og ég hef verið einmana. Dásamlegur, kristinn maður hefur beðið mín, en dóttir mín setur sig upp á móti honum og börnum hans. Hvað ætti ég að gera? Þrír, kannski fjórir, ættu að leggja hér orð í belg: Þér, vinur yðar, dóttir yðar og börn hans. Það væri óskynsamlegt að láta dóttur yðar ráða úrslitum í þessu máli. Hún er auðsjáanlega óþroskuð, og að líkindum lætur hún tilfinningarnar ráða. Lítið á hennar sjónarmið, en ekki hennar einnar. Þegar tvær fjölskyldur eiga hlut að máli, þarf oft að leysa harða hnúta. En einhver hamingjusömustu hjónabönd, sem ég þekki, urðu þannig til, að karl og kona fólu sig á vald Guði og handleiðslu hans, sigldu fram hjá hættulegum skerjum, sem ógnuðu þeim, og komust í höfn, þar sem blessun og friður ríkir. Setjizt niður í næði með dóttur yðar og útskýrið fyrir henni að þörf yðar á félagsskap og ást hjónabandsins. Leiðið henni fyrir sjónir, að þér elskuðuð föður hennar, en að Biblían kenni, að öll bönd séu leyst, þegar dauðinn skilur fólk að, enda skyggi hið nýja samband á engan hátt á hið fyrra. Ég er viss um, að hún áttar sig, ef hún er skynsöm. Bæn getur líka breytt afstöðu hennar. Þegar um er að ræða ákvörðun, sem hefur margar hliðar, eins og þessi, ber yður að biðja Guð að leiða yður. Sé teningunum kastað gegn vilja hans, gætu endalokin orðið hörmuleg. + FRÚ LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR, Karlagötu 16, Reykjavfk, andaölst í Landspítalanum 10. þessa mánaöar. Útförin fór fram í kyrrþey samkv. ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vina og vandamanna Þorkell G. Sigurbjörnsson. + Eiginkona mfn SVANHILD GUÐMUNDSSON lést að heimili sínu Reynimel 43, 21. janúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskírkju miövikudaginn 30. janúar kl. 1.30 e.h. Bjarni Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.