Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 Sjómenn dönsuðu við brúðuna „Þetta var mjög skemmtileg reynsla að vera með í þessari mynd, og margt ógleymanlegt gerðist. Svo sá ég þetta sumar mikið af Islandi sem ég hafði aldrei séð áður,“ sagði Ragnheiður ennfremur, „svo sem miðhálendið, Landmannalaugar og fleiri staði. Þá kynntist ég þarna ýmsum leikurum og öðru fólki sem ég hef haft samband við síðar; þetta var gott fólk og skemmtilegt og það var gaman að fylgjast með því Kemur öðru vísi fyrir sjónir íslendingum Ragnheiður sagðist einnig búast við að íslendingar sæju myndina með öðru hugarfari en útlend- ingar. — Fyrir þá væri þetta fyrst og fremst enn einn reyfarinn, einn þriller í viðbót, sem ef til vill væri þó sérstæður fyrir fallegt landslag Islands, sem nyti sín vel í mynd- inni. Hætt væri hins vegar við að Islendingum þætti kynlegt að sjá skotbardaga uppi á miðhálendinu, líki varpað í Dettifoss eða Jón Sigurbjörnsson og Flosa Ólafsson í hlutverki sovéskra útsendara! — Allt slíkt kynni að vekja athygli áhorfenda ekki síður en efnis- þráðurinn eða meðferð leikaranna á hlutverkum sínum. Þá væri einnig búið að skrifa svo mikið um myndina hérlendis, að margir hefðu ef til vill þegar myndað sér skoðanir á því hvernig hún væri, auk þess sem margir hefðu lesið bókina, en myndin væri ekki eins í smáatriðum. Spjaliað við Ragnheiði Stein- dórsdóttur um kvikmyndun Út í óvissuna og fleira „Ég var því ekki alveg ókunnug að leika fyrir framan kvikmyndavélar þegar upptökur á þessari mynd hófust, en það er hins vegar nokkuð ólíkt að leika í sjónvarpsleikritum sem tekin eru upp í stúd- íói, og svo í kvikmynd sem tekin er upp vítt og breitt um landið,“ sagði Ragn- heiður Steindórsdóttir leikkona er við hittum hana að máli fyrir nokkr- um dögum, en í kvöld hefjast sýningar á breska sj ónvarpsmyndaf lokknum Ut í óvissuna, þar sem hún leikur eitt aðalhlut- verkið. „Það sem var einna ólíkast við að leika í þessum þáttum og þeim íslenzku sjónvarpsmyndum sem ég hafði gert áður,“ sagði Ragnheiður, „er hve samhengislaust atriðin voru tekin upp. í þessu tilfelli var til dæmis byrjað á því að taka upp lokaatriðið.en hin voru svo tekin fram og aftur, án tillits til hvar í röðinni þau að lokum urðu í myndinni. I því sem ég hafði leikið áður var aftur meira um að tekin væru upp heil atriði eða lengri kaflar í samhengi. — Eins er það í leikhúsi, þá er leikarinn í miklu meiri tengslum við leikritið í heild heldur en mér fannst ég vera í þessari mynd. Nú, þá má einnig nefna, að í þessari mynd a.m.k. var minna lagt upp úr því að æfa atriði frá leikrænu sjónarmiði en gert er í leikhúsi. Leikstjórinn sem leik- stýrði þessum myndum er einkum kunnur fyrir svokallaðar „action- myndir", þar sem spenna og hraði ráða meiru en „dramatísk tilþrif". Ýmsar ytri aðstæður við upptök- una, svo sem mikil tímapressa og slæmt veður, höfðu svo einnig áhrif í þá átt að mikill hraði var á öllu þegar unnið var að upptökum. Eg sá svo ekki myndina fyrr en á blaðamannafundi í Glasgow skömmu áður en hún var frum- sýnd, og þá var hún talsvert öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, til dæmis var hraði atburðarásar- innar meiri en ég. átti von á. — Að öðru leyti get ég lítið dæmt um myndina eða gæði hennar, enda horfi ég sjálfsagt á hana öðrum augum en aðrir, þar sem ýmis atvik sem gerðust að tjaldabaki rifjast upp fyrir mér um leið.“ Brúðan lenti í ævintýrum meðan leikararnir sváfu! Ragnheiður Steindórsdóttir á heimili sínu við Brávallagötu í Reykjavík. Myndina tók Ragnar Axelsson. um það þó skömm sé frá að segja, og veit ég ekki hvort þetta fram- hald var nokkurn tíma tekið upp eða ekki.“ Þó Ragnheiður segðist sennilega gjarna hafa viljað leika í fram- haldi fyrri þáttanna, þá kvaðst hún ekkert ganga með það í maganum að verða fræg út í hinum stóra heimi, og raunar sagðist hún ekki telja slíkt eftir- sóknarvert þegar allt væri skoðað. Ætlar að spreyta sig á leikstjórn „Ég er núna að æfa í leikriti sem senn verður tekið til sýninga í Austurbæjarbíói," sagði Ragnheið- ur er hún var spurð hvað hún væri að fást við þessa stundina. „Þetta er farsi eða ærslaleikur, serti nefn- ist „Klerkar í klípu,“ sagði Ragn- heiður ennfremur, „og svo hef ég að undanförnu einnig unnið við að Þessu atriði bregður fyrir í fyrsta þætti, sem sýndur verður i kvöld: Aðalleikarinn, Stuart Wilson, sparkar í Steindór Hjörleifs- son, sem leikur sovéskan útsendara. Ljósmyndirnar tók Ágúst Baldursson. Stuart Wilson með alvæpni við sumarbústað við Þingvallavatn. Raunverulegar byssur voru notaðar við kvikmyndatökuna, en eðlilega var í flestum tilvikum notast við púðurskot! vinna og kynnast því persónulega. Við myndatökuna sjálfa gerðust svo einnig mörg skemmtileg atvik, eins og þegar við vorum þrjú föst úti í straumharðri jökulá í nærri þrjá tíma og komumst ekki í land. Það var í senn bæði óhugnanlegt og spennandi og alla vega skemmtilegt eftirá! Eitt af því, sem ég man sérstak- lega eftir við kvikmyndatökuna, gerðist á meðan við gistum á Hótel Húsavík. Með í farangrinum var brúða í mannsmynd sem átti að varpa í Dettifoss við töku á einu atriðinu. Var brúðan geymd á þaki eins bílsins, þar sem ekki var talin hætta á að hún færi langt af sjálfsdáðum, líflaus brúðan og bundin niður að auki! En morguninn þegar taka átti atriðið kom í ljós að brúðan var horfin, og hvernig sem leitað var fannst hún ekki. Eftir alllanga leit kom hún þó loks í leitirnar, og hafði lögreglan á staðnum tekið hana í sína vörslu. Sögðu þeir nokkra hressa sjómenn hafa verið að skemmta sér um nóttina og komið auga á brúðuna. Hefur þá sennilega vantað dansfélaga því brúðuna tóku þeir með sér þó karlkyns væri! — Sá lögreglan þá til þeirra og setti brúðuna undir lás og slá!“ Ekkert varð úr framhaldinu Við spurðum Ragnheiði hvort ekki hefði átt að gera framhald af þáttunum. — „Jú, þeir keyptu réttinn að söguhetjunum af höf- undi bókarinnar og búið var að skrifa framhaldið, sem raunar átti að gerast á Spáni. Var mér boðið að leika hlutverk íslensku stúlk- unnar, Elínar, áfram, en þegar til kom varð ekkert úr því þar sem breska leikarafélagið lagðist gegn því að ég fengi atvinnuleyfi. Hvað svo varð veit ég satt að segja ekki. Hef ekkert forvitnast hvísla í leikritinu Er þetta ekki mitt líf? sem nú er sýnt í Iðnó. — Þá getur verið að ég fari norður á Blönduós og setji þar upp leikrit með leikfélaginu þar, en þar er um að ræða leikritið Skáld-Rósu, sem ég lék í hér í Iðnó á sínum tíma. — Nei, ég hef ekki leikstýrt áður, en hef þó aðeins kynnst þeirri hlið leikhússins er ég aðstoð- aði föður minn við tvær uppsetn- ingar og einnig hef ég kennt leiklist í Garðabæ. Kvikmyndaleikur? — Nei, ég hef ekkert leikið í kvikmyndum síðan Út í óvissuna var tekin upp, nema hvað mér rétt bregður fyrir í einni senunni í kvikmyndinni Land og synir, sem tekin var upp í sumar. Ég skrapp norður að heimsækja manninn minn, Jón Þórisson, sem vann við myndina, og hljóp þá í skarðið þegar farþega vantaði í rútubíl. Það var mjög skemmtilegt að fylgjast með vinnunni þarna fyrir norðan og ég bíð spennt eftir að sjá þessa mynd!“ Ragnheiður sagðist að lokum hafa mikla trú á innlendri kvik- myndagerð og sagðist hún vona að vegur hennar yrði sem mestur á komandi árum. „Hingað hafa á undanförnum árum komið erlendir aðilar til að taka upp myndir, notað landið og fegurð þess eins og þeim hefur sýnst, án þess að borga nokkuð fyrir það. Ef til vill mætti takmarka þetta eitthvað í fram- tíðinni eða taka gjald fyrir slíkar kvikmyndatökur, sem síðan mætti nota til að styrkja innlenda kvik- myndagerð," sagði Ragnheiður að síðustu. - AH Hér er einn leikaranna, George Sewell, ásamt brúðunni, sem síðar „endaði iíf sitt“ í Dettifossi, en hafði áður dansað við sjómenn á Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.