Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 Vilja ná samstöðu kvennasam taka um kvenframbjóðanda Samtök kvenna á framabraut, sem er nýstofnað félag í Reykjavík. hafa ákveðið að beita sér fyrir sameiningu kvenna- samtaka í landinu til að samein- ast um kvenframbjóðanda til kjörs í embætti forseta íslands. Samtökin hafa kosið sérstaka forsetakjörsnefnd. sem ætlar að hafa samband við öll kvenna- samtökin i landinu í þeim til- gangi að þau styngi upp á kvenframbjóðanda. Forsetakjörsnefndin hefur út- búið sérstök leiðbeiningarbréf, sem hún hyggst senda þeim kvennasamtökum sem þess óska. I leiðbeiningarbréfinu eru nefndir tíu kostir, sem nefndin telur að væntanlegur frambjóðandi eigi að vera búinn, en þeir eru: 1. að kvenframbjóðandinn sé milli fimmt- ugs ok sextuKs 2. að hún hafi KÓða þekkingu á landi og þjóð 3. hafi einhverja tunKumálakunnáttu 4. sé ópúlitísk 5. hafi alúólevct viðmót 6. hafi til aó hera góóa tjáningarhæfni 7. sé þekkt, eða vel kunn 8. sé eðlisgreind 9. sé siðavön, hvað snertir framkomu opinherlega 10. hún má vera einhleyp Þessar leiðbeiningar eru þó eng- in skilyrði að sögn Erlu Guð- mundsdóttur í Keflavík. Hún sagði, að markmið samtakanna með þessari tilraun væri að ýta burtu landlægum fordómum um að konur væru almennt óhæfar í opinberar eða æðri stöður. íslensk kvennasamtök, sem áhuga hafa á að tilnefna fram- bjóðanda eða fá leiðbeiningarbréf samtakanna, eru beðin að hafa samband við Ingibjörgu Einars- dóttur eða Elsu ísfold Arnórsdótt- ur í Reykjavík og Erlu Guðmunds- dóttur í Keflavík. Sinfóníuhljómsveitin: Fulltrúi Islands á fundi í Nuuk SEM kunnugt er af fréttum fór Pétur Thorsteinsson sendiherra á vegum ríkisstjórnarinnar til Grænlands í síðustu viku til fundar við grænlenzku heimastjórnina. Var þetta fyrsta formlega sambandið milli landanna eftir að Grænlendingar fengu heimastjórn. Mun Pétur Thorsteinsson greina frá fundi sínum í Nuuk-Godtháb — á fundi með blaðamönnum í dag. Þessa mynd tók ljósmyndari frá helzta blaði Grænlendinga, sem heitir Grönlandsposten, við upphaf fundar Péturs með grænlensku ráðherrunum. Stjórnarformaður heimastjórnarinnar, Jonathan Motzfeldt ráðherra, er þriðji maður frá vinstri (í röndóttu vesti). Við hlið hans er Pétur Thorsteinsson. Þá grænlenzku ráðherrarnir Lars Emil Johansen, Moses Olsen og Anders Andreassen. Og iengst til hægri er ráðuneytisstjórinn Gunnar Martens. Mennirnir tveir lengst til vinstri eru embættis- menn. Fundurinn fór fram í fundarsal Landsþingsins. (Ljósm. Grönlandsposten, Louise I. Lybert.) Síðustu tónleik- ar fyrra misseris NÆSTU tónjeikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands og jafn- framt þeir síðustu á fyrra misseri starfsársins 1979—1980 verða á morgun, fimmtudag 24. janúar, í Háskólabíóí og hefjast kl. 20.30. Verkefnin á þessum tónleikum eru Moldau eftir Smetana, píanó- konsert KV 537 eftir Mozart og sinfónía nr. 6 eftir Tschaikovsky. Hljómsveitarstjóri verður Urs Schneider en einleikari Ursula Fassbind Ingólfsson. Urs Schneider er fæddur í Sviss árið 1939. Hann lauk einleikara- prófi frá Tónlistarakademíunni í Zúrich árið 1961 og hóf þá nám í hljómsveitarstjórn hjá Rafael Hubelik. Þetta er í fyrsta sinn sem Urs Schneider stjórnar Sinfóníu- hljómsveit íslands. Einleikarinn, Ursula Fassbind Ingólfsson píanóleikari, er einnig fædd í Sviss. Hún lauk kennara- prófi í Tónlistarskólanum í Zúrich 17 ára en 21 árs gömul kom hún fyrst fram sem einleikari með hljómsveit og lék þá píanókonsert K. 467 eftir Mozart. Með Sinfóníu- hljómsveit íslands lék hún í fyrsta sinn píanókonsert eftir Mendel- sohn í árslok 1969. Ursula hefur síðastliðin 6 ár kennt píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. ■ Ursula Fassbind Ingólfss >n píanóleikari Breytingar á vinnu- tíma krafa Flugleiða - Samningar fyrirtækisins við um 400 starfsmenn lausir um mánaðamótin SAMNINGAR um 400 starfs- manna Flugleiða eru lausir frá og með næstkomandi mán- aðamótum, en Flugleiðir sögðu upp samningunum nokkru fyrir áramót. í þessum hópi eru 102 flugmenn í Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna og Félagi Loftleiðaflugmanna, 171 flugfreyja, 31 flugvél- stjóri, 80 flugvirkjar og á milli 10 og 20 flugumsjónarmenn. Flugleiðir hafa sett fram hugmyndir sínar að nýjum samningi við flugmenn og eru breytingar einkum fólgnar í breyttum vinnutímareglum, talað er um að breytingar á starfsaldurslista verði ræddar á síðari stigum samninga en í þessum hugmyndum mun ekki vera reiknað með miklum Popphljómlistarmönnunum í Cannes vegnar vel: „Höfum fengið mörg áhuga- verð samningstilboð44 - sagði umboðsmaður þeirra, Jón Ólafsson í gær „ÞETTA gengur mjög vel. Við erum búin að koma fram þrisv- ar fyrir fullu húsi og undirtekt- irnar hafa verið mjög góðar,“ sagði Jón Ólafsson, er Mbl. hafði símasamband við hann í gær í Cannes í Frakklandi, þar sem hann er staddur með Brunaliðinu, HLH-flokknum og fleiri íslenzkum skemmtikröft- um úr poppheiminum. Tilgang- urinn með veru þeirra í Cannes er að kynna íslenzka skemmti- krafta fyrir forráðamönnum og umboðsmönnum útgáfu- og skemmtiiðnaðarfyrirtækja víðs vegar að úr heiminum, sem sitja þar alþjóðlega ráðstefnu í sinni grein. „Það eru þegar í bígerð samn- ingar við nokkur lönd og það er mikill áhugi alls staðar á okkur. Við erum mjög bjartsýnir og allt virðist ætla að ganga okkur í haginn." — Getur þú nefnt einhver stór nöfn í því sam- bandi? „Ég vil nú ekki nefna neitt að svo stöddu, en mörg samningstilboðin eru áhugaverð og má þar tilnefna eitt frá Kanada." Jón sagði, að allir væru mjög ánægðir með förina. Steinar Berg væri einnig í Cannes og honum og hans fólki gengi einn- ig mjög vel. „Þetta er áreiðan- lega mjög stórt skref í áttina að því að heimurinn viti að ísland er til, þó svo enginn nái hér heimsfrægð á einni nóttu. Við erum öll við góða heilsu og biðjum fyrir beztu kveðjur heim“, sagði Jón í lokin. Þessi mynd er tekin af hljómlistarmönnunum stuttu áður en þau héldu utan til Cannes. Ljósm. Mbl. Kristinn breytingum á launum. Kröfu- gerð hefur ekki verið sett fram vegna annarra starfshópa og engar viðræður hafa farið fram. Morgunblaðið ræddi í gær við þrjá af forsvarsmönnum Flug- leiða, en þeir vildu ekki tjá sig efnislega um hugmyndir fyrir- tækisins að nýjum samningi. Það væri þó rétt, að Flugleiðir hefðu sett fram kröfur til flugmanna eða tillögur um nýj- an samning, sem efnislega væri að sumu leyti frábrugðinn þeim fyrri. Kröfugerð væri ekki frá- gengin gagnvart öðrum félög- um en flugmanna og engir viðræðufundir hefðu verið ákveðnir. Einn talsmanna flugmanna sagði í gær, að flugmenn hefðu fengið senda stóra bók með hugmyndum Flugleiða, en um þær hugmyndir ætti bezt við orðið „skollaleikur", sem áður hefði verið notað í kjaradeilum og þá af vinnuveitendum. Hann sagði meginbreytingar vera fólgnar í breyttum vinnutím- areglum, laun breyttust lítið og það væri furðulegt að fá senda slíka kröfu á sama tíma og aðrir væru að krefjast bættra kjara. — Okkur hefði þótt nóg að þurfa að standa í stað, en fara ekki langt aftur í tímann, sagði hann. Seldi í Fleetwood þÓRUNN Sveinsdóttir VE seldi í gær 48 lestir í Fleetwood fyrir tæplega 23 milljónir króna, meðal- verð 479 krónur á kíló. Aðalfundur Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfé- laganna í Reykavík AÐALFUNDUR Fulltrúa- ráðsins verður haldinn fimmtudaginn 24. jan. að Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst kl. 20.30. A dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf en einnig mun formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, flytja ræðu um stjórnmálaviðhorfið og stjórnarmyndunarviðræð- urnar. Fulltrúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og minntir á að taka með sér Fulltrúaráðsskírteinin. Geir Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.