Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 21 Dagrún, Bolungavík, i góðum afla á Vestfjarðarmiðum 57 togarar — 216 söluferðir: Isfiskur verð- meiri unnum Þingmenn þrátta um fiskkaup Á timabilinu frá 1. september 1978 til 20. desember 1979 fóru 57 togarar í 216 söluferðir með ferskfisk á erlendan markað. Söluverð var samtals rúmir 11 milljarðar króna eða nærri 4 milljörðum króna meira en útflutningsverð unninnar vöru úr sama fiskmagni sem orðið hefði rúmlega 7 milljarðir króna að sögn Kjartans Jóhannssonar, sjávarútvegsráðherra, á Alþingi í gær, er hann svaraði fyrirspurn frá Stefáni Valgeirssyni (F) um togarakaup og fleira. Fyrirspurn og svör á Alþingi: Eftirlit með gjald- töku tannlækna MAGNÚS H. Magnússon, heilbrigðisráðherra, svaraði í gær fyrir- spurn frá Alexander Stefánssyni (F) um. hvern veg háttað væri eftirliti Tryggingastofnunar með gjaidtöku tannlækna. Ráðherra vísaði til samnings milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélags íslands, en sagði jafnframt, að þau gögn sem tryggingatannlæknir hefði milli handa við eftirlitið væru „hvergi nærri nógu nákvæm“. Hefðu því verið lagðar fram nýjar tillögur, sem miða að nákvæmari og fljótvirkara eftirliti. Togarakaup á síðustu mánuðum Fyrsta spurning fjallaði um hverjir hefðu keypt togara hér á landi frá því í september á fyrra ári. Svarið var svohljóðandi: A. Nýir: 1. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. Tálknafirði. Tálknfirðingur BA 325, kom 14. apríl 1979, smíðaður í Kristiansund Nor- egi. 2. Magnús Gamalíelsson hf. Ól- afsfirði. Sigurbjörg ÓF 1. Af- hent 19. maí 1979, smíðuð í Slippstöðinni hf. Akureyri. 3. Gunnvör hf. ísafirði. Július Geirmundsson ÍS 270, kom 11. júní 1979, smíðaður í Kristian- sund í Noregi. B. Notaðir: 1. Stálskip hf. Ilafnarfirði. Ýmir HF 343, kom 21. nóv. 1978 frá Aberdeen Skotlandi. (Hét áður Ben Lui A-166). 2. Meitillinn hf. Þorlákshöfn. Þorlákur ÁR 5 kom 6. apríl 1979 frá Frakklandi. (Lorient). (Hét áður Le Verrier). 3. Síldarvinnslan hf. Neskaup- stað. Barði NK 120, frá Frakk- landi (Hét áður Boulomais). Fisksölur togara erlendis Fyrirspurn um fisksölur togara erlendis svaraði ráðherra á þá leið að farnar hefðu verið 216 söluferð- ir á þessu tímabili þ.e. frá 1. sept. ’78 — 20. des. ’79. Nafngreindi hann 57 skip, sem siglt hefðu þessara erinda. Heildarmagn fisks, sem siglt hefði verið með, var 30.074.146 kg. Söluverð var samtals 11.218.061.342.- krónur. 11 Reykjavíkurtogarar fóru í 61 söluferð. Spurt var um, hvert söluverð unninna afurða í íslenzk- um frystihúsum úr þessum afla hefði orðið, ef hér hefði verið upp lagður. Svarið var 7.384.535.450 krónur eða verulega lægra en freðfisksins. Ráðherra tók fram að eftir- greind matsatriði þyrfti að hafa í huga við þennan samanburð: I. Reiknað er með um 10% rýrnun aflans í siglingu miðað við lönd- un innanlands. Hinsvegar rýrn- ar einnig nokkuð sá fiskur, sem bíður vinnslu í fiskverkunarhúsi miðað við innvigtaðan afla úr skipi. Hér er ekki gert ráð fyrir slíkri rýrnun. II Oliukostnaður. Eins og kunugt er, reynist olíuverð í íslenskum höfnum mun hærra en erlendis. í Þýzkalandi og Bretlandi kaupa skipin ólíu á hagstæðu verði miðað við verðlag hér. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum nam hráolíuverð í des. s.l. í Bretlandi kr. 92.13 — 98.11 eftir höfnum. í Þýzka- landi var verðið ívið hærra — losaði 100 krónur pr. lítra. Á sama tíma var hráolíuverðið hér í landi um 155 krónur pr. lítra. III. Erlendur kostnaður. Reiknað er með tollum og löndunar- kostnaði í erlendum höfnum samkvæmt reikningum. Þess ber að geta, að töluverður erlendur kostnaður er innifal- inn í vinnsluverðmæti hérlend- is, svo sem orka, umbúðir o.fl. IV. Á því tímabili, sem um ræðir, hefur meðalverð pr. kg. á fiski seldum erlendis hækkað tölu- vert miðað við sterlingspund eða þýzk mörk og raunar mun meira en nemur hækkun á frystum flökum og blokk. Með- alverð tímabilsins í heild gefur því ekki allskostar rétta mynd. V. Ymsar ástæður virðast vera til aukinna siglinga. Auk afla- toppa, sem valdið hafa erfið- leikum á að losna við aflann innanlands, hagstæðs verðs á ísfiski erlendis, er rétt að benda á staðgreiðslu afla sem landað er erlendis. í sumum tilfellum a.m.k. verða útgerðarfyrirtæki, sem selja aflann innanlands að þola nokkurn greiðslufrest með tilheyrandi vaxtakostnaði. Miklar umræður Miklar umræður urðu um tog- arakaup bæði erlendis frá og milli staða hérlendis. í umræðunni upp- lýstí sjávarútvegsráðherra, að skip væru frílistavara. Ef kaup- andi þyrfti enga innlenda fyrir- greiðslu (lán úr fiskveiðasjóði eða heimild frá langlánanefnd) væri að öllu óbreyttu ekki hægt að standa gegn innflutningi skipa. Reynt hefði verið um lánsfjárstýr- ingu að hafa hemil á stærð fiskiskipastólsins, með hliðsjón af veiðiþoli fiskistofna. Ráðherra sagði hinar nýju til- lögur sniðnar eftir skipan mála á Norðurlöndum. Fjalla þær m.a. um breytt skipulag á taxta tann- lækna, hönnun staðlaðrar sjúkra- skrár fyrir tryggða sjúklinga og nýja greiðslukvittun, þar sem tannaðgerðir eru tilgreindar og kostnaðarupphæð þeirra sundur- liðuð. Þessar tillögur hafa verið kynntar stjórn Tannlæknafélags íslands. Á árinu 1978 vóru greiddar tæpar 845 milljónir króna vegna tannlækninga tryggðra sjúklinga (500 m. kr. árið 1977). Ekki liggja ennþá fyrir niðurstöður fyrir árið 1979 en fjárlagaheimild til þess arna hljóðaði upp á 790 m. kr. Eftirlit með gjaldtöku í heilsugæzlukerfi Ráðherra sagði að Tryggingar- stofnun fengi mánaðarlegar skila- greinar frá flestum sjúkrasamlög- um um fjárhæðir greiddar ein- stökum heilsugæzlulæknum. Auk þess færi sérstakur maður í heim- sóknir til eftirlits ekki sjaldnar en annað hvert ár. Stofnunin hefur ekki eftirlit með greiðslum, er sjúklingar inna sjálfir af hendi til lækna í heilsugæzlukerfinu. NOKKRAR umræður urðu í sam- einuðu þingi í gær vegna íyrir- spurnar Stefáns Valgeirssonar (F) um störf hafísnefndar. Taldi fyrirspyrjandi að nefndin hefði verið látin hætta störfum áður en þeim var að fullu lokið og hefðu sér borizt nokkur bréf úr kjör- dæmi sinu vegna óafgreiddra mála. Magnús H. Magnússon, félags- málaráðherra, sagði fáar þing- Ráðherra sagði að strax og lög um heilbrigðisþjónustu komu til framkvæmda hefðu komið út tvær reglugerðir um framkvæmd, þ.e. reglugerð um embætti landlæknis og önnur um starfsmannaráð sjúkrahúsa. Þá hefur verið sett reglugerð um starfsháttu heil- brigðismálaráða og ráðherra hef- ur fengið tillögur landlæknis um erindisbréf héraðslækna og heilsugæzlulækna og er að vænta að gengið verði frá þeim næstu daga. Þá hefur verið sett erindis- bréf fyrir hjúkrunarforstjóra. Setja þurfi og reglugerðir um flokkun sjúkrahúsa og stærð heilsugæzlustöðva, fyrirkomulag, læknafjölda og annað því tengt, en talið hefði verið hyggilegt að bíða um sinn unz meiri reynsla væri til staðar af starfrækslu heilsugæzlu- stöðva. Alexander Stefánsson (F) taldi nauðsynlegt að koma á virkara eftirliti með gjaldtöku tannlækna og gera þyrfti ráðstafanir til að jafna þann mikla aðstöðumun milli sveitarfélaga varðandi kostnað við rekstur heilsugæzlu- stöðva, sem ekki eru rekin í tengslum við sjúkrahús. Miklar umræður urðu um málið. nefndir hafa skilað meira verki á jafn skömmum tíma og hafís- nefndina undir formennsku Árna Gunnarssonar. Hefði hún fulllokið þeim störfum er henni voru falin í erindisbréfi. Annað mál væri að stofnanir, sem fylgja hefðu átt störfum nefndarinnar eftir, ættu ýmsu ólokið. í umræðum kom fram að hafísnefnd hefði haldið 50 fundi á rúmlega 2ja mánaða raunverulegum starfstíma. Frumvarp um olíugjald væntanlegt: Fiskverð ekki síð- ar en á föstudag FRUMVÖRP sjávarútvegsráðherra um útflutningsgjaid sjávar- afurða og aflatryggingasjóð sjávarútvegsins (afiajöfnunardeild) komu til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Matthías Bjarnason (S) sagði sjómanna, myndi fylgja gengis- sjálfstæðismenn efnislega sam- mála þessum frumvörpum að meginefni, þó æskilegt væri að fá fram nokkrar leiðréttingar. Sagðist M.Bj. sakna þess, að ekki lægi fyrir jafnframt frum- varp um tímabundið olíugjald, þann veg, að meiri heildarsýn fengist yfir málið, en öll tengd- ust þessi mál ákvörðun fisk- verðs, sem hefði dregizt úr hömlu. M.Bj. taldi og rétt að ráðherra gæfi upplýsingar um, hvort nýju fiskverði sem vænt- anlega fæli í sér einhverja hækkun, bæði til útgerðar og lækkun eða gengissig. Þá sagði M.Bj. að hann teldi aflajöfnun- argjald rétt við ríkjandi aðstæð- ur, en spurning væri hins vegar, hvort það ætti ekki að vera tímabundið. Stefnt væri að því að slík tilfærsla mijli fiskveiði- greina yrði ekki nauðsynleg. Kjartan Jóhannsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði frumvarp um olíugjald væntanlegt, jafnvel á morgun (þ.e. í dag) en hann vonaðist hins vegar til að ekki þyrfti að grípa til mikils geng- issigs. Hann sagðist vænta fisk- verðs ekki siðar en á föstudag. Hafísnefnd: Hætti hún störf- um of snemma?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.