Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 5 Sri Lanka-flugslysið: Rangur aðflugshallageisli og rang- ar upplýsingar helztu orsakir t fréttatilkynningu frá flug- málastjórn í gær segir að niður- staða bandarískra og íslenzkra sérfræðinga varðandi orsakir flugslyssins á Sri Lanka í nóv. 1978 sé ailt önnur en greinir frá í skýrslu flugmálayfirvalda á Sri Lanka. Flugmálayfirvöld á Sri Lanka gáfu út á sl. ári skýrslu þar sem orsakir slyssins eru raktar til mistaka flugmanna og að nokkru leyti til slæmra veðurskilyrða (niðurstreymis). Islenzku og bandarísku sérfræð- ingarnir segja hins vegar, að lok- inni víðtækri rannsókn, að líkleg- ust orsök slyssins hafi verið ófull- nægjandi viðhald blindflugstækja flugvallarins, sem olli því að að- flugshallageislinn var rangur. Vegna ástands blindflugstækja vallarins var geislinn ekki réttur og sveigðist niður yfir hæðum í að- flugsstefnunni skammt frá flug- vellinum. Vélin var því óeðlilega langt frá flugbrautinni þegar hún var komin niður í þá hæð þar sem flugstjóri verður að taka ákvörðun um það hvort hann lendir eða klifrar aftur upp og vegna lands- lagsins var ekki mögulegt að snúa frá eða hækka flug. Þá var það bcssi mynd var tekin í aðflugsstefnu að Sri Lanka-flugvelli daginn eftir flugslysið 15. nóv. 1978. Fremst á myndinni er hæðin sem Loftleiðavélin tætti trén af áður en hún brotlenti. Hæðin er liðlega 50 metra há en samkvæmt upplýsingum frá flugvelli átti vélin að vera komin nær hrautinni. Þegar vélin kom út úr skýjaþykkni í aðfluginu og flugmenn sáu að vélin var ekki þar sem hún átti að vera höfðu þeir ekki tíma til að ná henni upp fyrir trén á hæðinni. Reykurinn á myndinni er frá flaki vélarinnar. Þessi mynd er tekin frá flugbrautinni á Sri Lanka, en skarðið i trjánum myndaðist þegar DC-8 þotan reyndi að fljúga upp yfir hæðina sem er um 1500 m frá brautarendanum. meðvirkandi orsök, að flugumferð- arstjóri á radar veitti rangar upp- lýsingar og aðflugsljós loguðu ekki vegna bilunar. Allt aðflug Loftleiðavélarinnar að brautinni var mjög eðlilegt og öll samtöl og samskipti flugmann- anna, en þar sem radarinn gaf upplýsingar sem voru rangar þá var vélin einni mílu lengra frá brautarendanum en flugmennirnir reiknuðu með og einmitt á þessu bili er 50 metra há skógi vaxin hæð um 1500 m frá brautarendanum. Þegar flugvélin kom út úr skýja- þykkni og miklu regni stjórnaði flugstjórinn vélinni samkvæmt blindflugstækjum, en aðstoðarflug- maðurinn sá þá, að rauð ljós voru á flugbrautarendanum. Ef flugmenn sjá rauðu ljósin þýðir það, að vélin er of lágt, því ljósið sést ekki ef hæðin er nægileg. Aðstoðarflug- maðurinn sagði strax frá rauða ljósinu og flugstjórinn baö sam- stundis um fulla orku á alla hreyfla til klifurs. Þetta voru síðustu orð flugstjórans því vélin var komin of lágt til þess að unnt væri að ná henni upp. Vélin flaug upp á við í trén á umræddri hæð sem hefði verið að baki ef radarupplýsingar hefðu verið réttar og aðflugsgeisli og síðan skall vélin til jarðar handan við hæðina nær flugbraut- arendanum. Einnig er talið að mikið niðurstreymi vegna úrkom- unnar hafi haft meðvirkandi áhrif. HLÝÐINN SAAB. Hinn sérstæói bíll frá Svíþjóó TÖGGURHF. UMBOÐIÐ BILDSHÖFÐA 16 SIMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.