Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 17 Útgefandi imlilafoifo hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. * Dýrmætur tími til einskis Enn hefur dýrmætum tíma til stjórnarmyndunarviðræðna verið varið í árangurslaust þref um samstarf vinstri flokkanna. Svavar Gestsson skorti hugmyndaflug til annars en að ræða við Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn eftir að hlutkesti heimilaði honum að taka við umboðinu úr hendi forseta íslands. A þremur misserum hefur fimm sinnum verið efnt til viðræðna milli vinstri flokkanna um stjórnarsamstarf. Þrisvar sinnum eftir kosningarnar sumarið 1978 og tvisvar sinnum nú undanfarnar vikur. Aðeins einu sinni tókst að berja saman stjórn með þeim ósköpum, að hún sat við illan leik í 13 mánuði. Stjórnarsamstarfið einkenndist allan þann tíma af óheilindum og ráðleysi. Sú krafa er gerð til þingmanna sem annarra, að þeir hagi störfum sínum með þeim hætti, að tilgangur þeirra sé öllum ljós. Þessi krafa á hendur þingmönnum er mjög réttmæt, því að þeir bjóðast til starfans með loforðum um að veita landi og þjóð forystu. ítrekað tilgangsleysi viðræðna um myndun vinstri stjórnar hefur í för með sér, að langlundargeð almennings er að þrotum komið. Æ víðar má sjá og heyra merki þess, að menn telji tímabært að leitað sé til annarra en stjórnmálamanna til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Þegar þannig er komið er mikil alvara á ferðum. Þegar fréttir berast um það utan úr heimi, að stjórnleysi í einhverju landi leiði til þess, að sterk öfl í þjóðfélaginu hrifsi til sín völdin ein eða með aðstoð erlendra aðila, tengjum við slíka atburði sjaldan við ástandið hér á landi. En er ekki kominn tími til þess, að við lítum okkur nær, þegar rætt er um stjórnleysi og þær hættur, sem af því kunna að leiða? Noregur og Júgóslavía Utanríkisstefna Noregs einkennist af viðleitni norskra stjórnvalda til að efla öryggi sitt sem mest í samvinnu við Vesturlönd innan Atlantshafsbandalagsins og gera um leið ekkert, sem gæti orðið Sovétríkjunum átylla til gagnaðgerða eða jafnvel íhlutunar í norsk innanríkismál. Noregur og Sovétríkin eiga á tæplega 200 kílómetra kafla sameiginleg landamæri. Vestan við þau í Noregi eru um það bil eitt þúsund léttvopnaðir hermenn til varnar og mörg hundruð kílómetra leið til öflugra varnarstöðva. Að austanverðu í Sovétríkjunum er Rauði herinn grár fyrir járnum enda er þar eitt mesta víghreiður veraldar, Kóla-skaginn. Fréttir berast nú um aukna spennu á landamærum Noregs og Sovétríkjanna. í sovéskum fjölmiðlum hefur verið hafið eins konar taugastríð gegn Norðmönnum, þar sem saman fara ögranir og blíðuhót að hætti áróðursmeistaranna þar. Samhliða orðaskakinu hafa Kremlverjar aukið hernaðarviðbúnað sinn við landamæri Noregs. Allt þetta má rekja til innrásar Sovétmanna í Afganistan og þeirrar spennu, sem hún hefur valdið meðal allra nágranna Soyétríkjanna. Árið 1980 byrjaði ekki vel fyrir Júgóslava. Aldinn þjóðarleið- togi þeirra, Josip Broz Títo, er alvarlega sjúkur og með innrásinni í Afganistan var svipt grundvellinum undan þeirri stefnu í öryggismálum, sem Júgóslavía hefur fylgt. Örlög Júgóslavíu og Títo eru ekki aðeins samofin í hugum manna heldur einnig örlög samtaka þeirra þjóða, sem. standa utan hernaðarbandalaga, og Júgóslavíuforseta. Títo, Nehru frá Indlandi, Nasser frá Egyptalandi og Sukarno frá Indónesíu voru frumkvöðlarnir að því, að stofnað var til samtaka með ríkjum úr þriðja heiminum í Belgrad 1961 undir því kjörorði, að ríkin skyldu ekki ganga í bandalög með stórveldunum og þannig vernda hlutleysi sitt. í þann mund, sem síðasti eftirlifandi brautryðjandinn gengur undir afdrifaríka læknisaðgerð áttatíu og sjö ára að aldri, sýna Sovétríkin fyrirlitningu sína á lífshugsjón hans og fjölmargra annarra með því að ráðast inn í Afganistan, sem var þátttakandi í samtökum ríkja utan hernaðarbandalaga. Ástæðan fyrir því, að júgó- slavneska hernum hefur verið skipað að vera við öllu búinn og meira að segja Albanir hafa lýst sig fúsa til að berjast við hlið hans, er fyrst og fremst óttinn við sovéska heimsvaldastefnu. Noregur og Júgóslavía eiga það eitt sameiginlegt að vera í næsta nágrenni við sovéska björninn. í báðum löndum hefur viðbúnaður verið aukinn af ótta við hramma hans. Hvað um okkur, sem eru „sker í hafnarmynni Sovétríkjanna", svo að vitnað sé til orða Jóns Sigurðssonar ritstjóra Tímans? „Án minnsta tillits til almenningsálits“ Viðbrögðin við síðasta aíreki Sovétstjórnarinnar — að reka í útlegð og múlbinda ótvíræðan leiðtoga sovézkra andófsmanna — hafa hvarvetna orðið á eina lund. Stjórnir ríkja og ýmis samtök hafa lýst andúð sinni á þessari ráðstöfun, sem brýtur svo gjörsamlega í bága við almenna réttlætiskennd og alþjóðlega samninga um grundvallarmannrétt- indi. Sumir fréttaskýrendur telja, að með handtöku Sakharovs sé stjórnin í Kreml að reyna að draga athyglina frá innrásinni í Afganistan og vilji þannig skapa sér svigrúm og frið til að hreiðra um sig í landinu og gera það að réttri og sléttri nýlendu. Aðrir telja að hér sé um að ræða lið í því að einangra andófsmenn fyrir Ólympíuleikana, sem halda á í Sovét á sumri komanda. Sendiherrar Sovétríkjanna erlendis stóðu í ströngu í gær því að í fjölmörgum löndum hins frjálsa heims voru þeir kallaðir fyrir stjórnvöld, sem hörmuðu og gagnrýndu harðlega þessar ofsóknir á hendur Sakharov. Kjeld Olesen, danski utanríkis- ráðherrann, sagði í sjónvarpsviðtali um málið: „Hvað gengur eiginlega á í Sovétríkjunum," um leið og hann taldi handtökuna sýna svo ekki yrði um villzt að Sovétstjórnin væri að hverfa aftur til þeirrar harðstjórnar, sem menn hefðu haldið að heyrði til liðinni tíð. Thatcher forsætisráðherra í Bretlandi sagði, að stjórn hennar liti málið „mjög alvarlegum augum“, um leið og fjöldi þingmanna birti yfirlýsingu þar sem Sovétstjórnin var for- dæmd. I Stokkhólmi lýsti formaður Alþjóða PEN-klúbbs- ins, Per Vástberg, því yfir að Sovétstjórnin hefði bersýnilega tekið upp nýja og harkalegri stefnu gegn andófsmönnum en hingað til hefði verið, og Alþjóðamannréttindasambandið í New York sendi Leóníd Brésneff forseta Sovétríkjanna orðsendingu þar sem þess var krafizt, að Sakharov yrði látinn laus umsvifalaust. Norska Nóbelsnefndin lýsti því yfir, að handtaka Sakharovs væri mikið áfall og ekki væri hægt að líta öðru vísi áen svo, að Sovétríkin tækju ekki minnsta tillit til almenningsálitsins í heiminum. Handtakan og innrásin í Afganistan væru nýjustu dæmin um þessa forherðingu, en vert væri að benda á það jafnframt, að Sovétstjórninni væri greinilega sér- staklega uppsigað við einstaklinga sem ættu hljóm- grunn á Vesturlöndum. ANDREI SAKHAROV. Myndin er tekin í Moskvu fyrir rúmum tveimur árum, um iíkt leyti og Sakharov-vitnaleiðslur fóru fram i Róm, en þá viku kallaði KGB Jelenu konu hans þrívegis til yfirheyrslu. „Utilokun frá vestrænum fréttamönnum" Að undanförnu hafa sovéskir andófsmenn verið flæmdir frá Moskvu hundruðum saman, og fer ekki á milli mála að af hálfu sovézkra yfirvalda er þar um að ræða „nauðsynlegan undirbúning“ að Olympíuleikunum, sem standa fyrir dyrum. Árum saman hefur Ándrei Sakharov, sem þrátt fyrir allt hefur haft nokkra sérstöðu í krafti fyrri vegsemdar sinnar og e.t.v. ekki síður vegna frægðar sinnar á Vesturlöndum, verið mik- ilvægur tengiliður sovézku andófs- hreyfingarinnar og umheimsins, en fulltrúi yfirsaksóknara Sov- étríkjanna kunngjörði Sakharov í gær að ein ástæðan fyrir þeirri ákvörðun yfirvalda að reka hann í útlegð væri „nauðsyn þess að útiloka hann frá vestrænum frétta- mönnum“. Sovétstjórnin hefur á undanförn- um árum vísað fjölmörgum andófs- mönnum úr landi, en telja má að hún hafi nú fengið sig fullsadda af því að láta þá leika þar lausum hala. Nægir í því sambandi að benda á menn eins og Solzhenitsyn, Ginz- burg, Sinjavskí og Búkovskí, sem allir eru harðir í horn að taka og ósparir á gagnrýni á Sovétstjórnina, en málflutningur þeirra í útlegðinni hefur verið sovézkú andófsmanna- hreyfingunni mikill styrkur. Með hliðsjón af þessu er ekki ósennilegt að útlegð Sakharovs boði nýjar aðferðir sovézkra yfirvalda gegn andófshreyfingunni, en for- ystumenn hennar hafa nú um nokk- urt skeið átt von á slíku. Andrei Sakharov er líkt og Solzhenitsyn, maður, sem Sovétstjórnin þorir hreinlega ekki að varpa í fangelsi, slíkt mundi kalla á alltof miklar sviptingar, innanlands og utan. Stefnt er að því leynt og Ijóst að veikja andófshreyfinguna, ekki sízt fyrir Olympíuleikana, og ljóst er að í því efni hefur Sovétstjórnin vart átt nema tvo kosti þar sem Sakha- rov átti í hlut, — að reka hann úr landi eða koma honum úr kallfæri við vestræna fréttamenn og skipu- lagða hreyfingu andófsmanna með því að flytja hann í útlegð innan landamæra Sovétríkjanna, — til iðnaðarborgarinnar Gorki á bökk- um Volgu, um 400 kílómetra austur af Moskvu. Engir útlendingar fá leyfi til að heimsækja borgina og eina leiðin til að ná sambandi við Sakharov þar er um síma, en fullvíst má telja að hann muni ekki eiga greiðan aðgang að slíkum tæknibúnaði á niestunni. Ferill vegsemdar og ofsókna „Menn verða ævinlega að gera sér grein fyrir því hverjar hugsjónir þeirra eru. Mestu varðar að við gerum okkur ljóst hverjar hugsjónir okkar eru, enda þótt í bili votti ekki fyrir nokkurri leið til að hrinda þeim í framkvæmd. Ef engar hugsjónir væru þá ættum við heldur enga von. Þá væri ekkert nema vonleysi, myrkur og tóm.“ Þannig svaraði Andrei Sakharov eitt sinn spurningunni um það hví hann héldi áfram baráttu sinni fyrir mannréttindum þrátt fyrir ofsóknir á hendur honum og fjölskyldu hans og þrátt fyrir að sýnilegur árangur sé enginn. Það var árið 1966, sem Andrei Sakharov, sem þá var einn virtasti vísindamaður Sovétríkjanna og iðulega nefndur „faðir kjarnorkusprengjunnar", var fyrst getið í sambandi við baráttu fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum. Hann var í hópi nokkurra þekktra menntamanna, sem rituðu Leóníd Brésneff bréf til að vara við því að Jósef Stalín yrði á ný hafinn til vegs og virðingar, en Brésneff var á þessum tíma nýtekinn við forystu sovézka kommúnistaflokksins, og farið var að bera greinilega á því að „þíðan“ í lok valdaskeiðs Krúsjeffs væri á enda. Stefnuskrá Sakharaovs Árið 1968 kemur Sakharov þó fyrst við sögu mannréttindabaráttunnar að verulegu marki, en þá birti hann fræga stefnuskrá sína, sem nefndist „Framfarir, friðsamleg sambúð og frelsi andans". í þessari stefnu- skrá kveður Sakharov hvergi nærri jafn sterkt að orði og hann hefur síðar gert, en tekur þó eftirminnilega af skarið og færir rök fyrir því, að frelsi andans sé hverju þjóðfélagi lífsnauðsyn. Hann hvetur til samvinnu og einingar, jafnt þjóðfélaga sem einstaklinga, vill að vígbúnaðarkapphlaupi verði hætt, en að þjóðir heims einbeiti sér fremur að baráttu gegn því ofurefli, sem birtist heiminum í heild í fátækt, andlegu umkomuleysi, offjölgun og styrjöldum. í'riti þessu lýsir Sakharov því yfir, að hann aðhyllist sósíalisma, en sá sósíalismi geti hvorki talizt í ætt við kommúnisma né marx-lenínisma. Þótt komin séu tólf ár síðan Sakharov lýsti þannig skoðun sinni stenzt hún enn í meginatriðum, en stefnuskráin varð til þess að hann var rekinn úr starfi og smám saman hefur hann verið sviptur hinum ýmsu tignarstöðum. Lengst af hélt hann þó sæti sínu í sovézku vísindaakademíunni, en sú vegtylla var þó meira að nafninu til en í raun, því að hann hefur ekki lagt stund á vísindagrein sína, kjarnorkueðlisfræði, í meira en áratug. Vísindaíerill Andrei Sakharov fæddist í Moskvu 21. maí 1921. Tuttugu og eins árs gamall lauk hann eðlisfræðiprófi með láði frá Moskvu- háskóla. Á stríðsárunum var hann við framhaldsnám, en í lok styrjaldarinnar hóf hann störf við Lebedev-eðlisfræðistofnunina undir stjórn Igors Tamm, sem síðar hlaut vísindaverðlaun Nóbels. Sakharov varð doktor fyrir ritgerð sína um geislamagn alheimsins árið 1947, en sneri sér síðan að kjarnorkurannsóknum eingöngu, og átti mestan þátt í því að Sovétmenn urðu kjarnorkuveldi árið 1953. Sakharov var nú kominn í fremstu röð sovézkra vísinda- manna og var eftir því hampað af yfirvöld- um. Hann fékk rífleg laun, ásamt hefð- bundnum hlunnindum og forréttindum hinnar sovézku yfirstéttar, var sæmdur Stalíns- og Leníns-verðlaunum og tók sæti í sovézku vísindaakademíunni aðeins 32 ára að aldri. Andrei Sakharov hefur skýrt frá því, að með kjarnorkurannsóknum sínum hafi hann sig talið vera að stuðla að valdajafnvægi og þar með friði í heiminum, en síðan hafi sér orðið ljóst að vopnakapphlaup stórveldanna gæti aldrei orðið til annars en að hella olíu á eldinn. Sérstakar áhyggjur hafði hann af geislavirku úrfelli, sem óhjákvæmilega fylg- ir tilraunum með kjarnorkusprengingar í andrúmsloftinu. Árið 1958 skrifaði hann bréf um hættu af kjarnorkuúrfelli, en Nikita Krúsjeff brást hinn versti við og svaraði þvi til, að vísindamenn ættu ekki að skipta sér af stjórnmálum. Nóbelsverðlaun og ofsóknir Friðarverðlaun Nóbels hlaut Andrei Sakharov árið 1975 fyrir baráttu fyrir mannréttindum. Litið var á verðlaunaveit- inguna sem prófstein á raunverulegan tilgang Sovétstjórnarinnar með undirritun Helsinki-sáttmálans um frið og öryggi í Evrópu, en eitt meginatriði sáttmálans var ákvæði um grundvallarmannréttindi og frelsi til orðs og æðis og frelsi til að ferðast milli landa. Brátt kom í ljós, að Sovétstjórn- in hafði ekkert lært og engu gleymt þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar. Örfáum mán- uðum eftir undirritun Helsinkisáttmálans tilkynntu sovézk yfirvöld, að Andrei Sakh- arov fengi ekki að fara til Óslóar til að veita viðtöku Nóbels-verðlaununum. í rökstuðningi norsku Nóbelsnefndarinn- ar fyrir verðlaunaveitingunni sagði m.a.: „Andrei Dmitrivitsj Sakharov hefur beint friðar- og réttlætisumleitunum sínum til allra þjóða heims. Grundvallarregla hans er að heimsfriður geti ekki orðið varanlegur nema forsenda hans sé virðing fyrir ein- staklingnum í þjóðfélaginu. Hann hefur hvergi hvikað, heldur barizt ötullega, — ekki aðeins gegn valdníðslu og árásum á virðingu mannsins, heldur hefur hann ekki síður barizt fyrir hugsjón sinni um ríki grundvallað á meginreglunni — réttlæti fyrir alla. Við erfiðar aðstæður hefur honum tekizt að knýja fram virðingu fyrir gildis- mati, sem allir sannir friðarvinir hljóta að fylkja sér um.“ Frá því að Jelena Sakharov, eiginkona verðlaunahafans, sem hafði fengið að leita sér lækninga í Róm og var þar stödd þegar tilkynnt var um verðlaunaveitinguna, tók við Nóbelsverðlaununum fyrir hönd manns síns í Ósló fyrir rúmum fjórum árum, hafa sovézk yfirvöld beitt Sakharov og fjölskyldu hans ofsóknum í sívaxandi mæli. Hvað eftir annað hefur húsleit verið gerð á heimili Sakharov-hjónanna, þeim hefuT verið hótað lífláti æ ofan í æ. Tatjana Jankelevitsj, stjúpdóttir Sakharovs, og fjölskylda hennar flæmdust úr landi eftir að KGB hafði verið á hælum hennar mánuðum saman og fjölskylduföðurnum og barnungum syni hjónanna hafði verið hótað skjótum dauð- daga. Alexei, stjúpsonur Sakharovs, fylgdi síðan í kjölfarið, en Sovétstjórnin gerir upptæk öll bréf, sem hinir útlagarnir senda Sakharov-hjónunum. Undanfarin tvö ár hefur þess stundum orðið vart, að Sakharov, sem kominn er fast að sextugu, sé farinn að þreytast á því að kljást við Sovétstjórnina. „Svona líf slítur manni,“ segir hann. „Það eina, sem maður uppsker, er einhvers konar mórölsk fullnæg- ing vegna þess að maður er að gera eitthvað sem enginn mundi annars sinna." Guðmundur H. Garðarsson: Að byggja upp sterkan og víðsýnan stjórnmálaflokk Ég hef orðið var við, að þau ummæli í grein minni í Mbl. 15. des. s.l., þar sem ég segi m.a., að Sjálfstæðisflokkurinn í núrver- andi mynd væri orðinn íhalds- flokkur með íhaldsstefnu að evr- ópskri fyrirmynd, hafa valdið all- miklu fjaðrafoki hjá ákveðnum mönnum. Og þá ekki síður sú skoðun mín og fjölda manns, er við mig hafa rætt fyrir og eftir að greinin birtist, að Sjálfstæðis- flokkurinn væri ekki lengur sá víðsýni flokkur, sem Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein hefðu mótað. Á það einkum við um tímabilið 1940— 1970. Tímabilið 1940—1970 I stefnumótun flokksins á þessu tímabili kom að sjálfsögðu fjöldi annarra einstaklinga við sögu. Mætti þar m.a. nefna Gunnar Thoroddsen, Birgi Kjaran, Davíð Ólafsson, Ólaf Björnsson, Ingólf Jónsson. í yngri kynslóð þessa tímabils voru miklir atkvæða- menn, þeir Geir Hallgrímsson, Ásgeir Pétursson, Magnús Jóns- son, Jónas Rafnar, Matthías Bjarnason, Gunnar Helgason, Pét- ur Sigurðsson, Þór Vilhjálmsson, Ragnhildur Helgadóttir, Árni Grétar Finnsson, Matthías Á. Matthiesen og Sverrir Hermanns- son, auk fjölda annarri þekktra og hæfra manna. Tímabilið 1940— 1970 í sögu Sjálfstæðisflokksins, stefnumörkun og framkvæmd, einkenndist af frjálslyndi samfara ákveðinni þjóðlegri íhaldssemi og stjórnlyndi, svo notað sé orð sem ýmsum virðist vera tamt að nota núna í niðrandi merkingu. Framangreindir forustumenn og yngri og eldri flokksmenn á umræddu tímabili tóku virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokks- ins á vettvangi þjóð- og sveitar- stjórnarmála á fyrrgreindum / grundvelli. Stjórnlyndi Á þessum árum breytti flokkur- inn um afstöðu sína til félags- málahreyfingar verkalýðsins þannig, að hann varð í reynd jákvæðari gagnvart ýmsum bar- áttumálum hennar. Nægir í því sambandi að minnast á baráttu og forustuhlutverk flokksins í hús- næðismálum og hins þjóðfræga júní-samkomulags árið 1964, sem þáverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson hafði forustu Fyrri hluti um. í þeirri gjörð var mikið stjórnlyndi, sem tryggði vinnufrið og gott andrúmsloft á vinnumark- aðnum í mörg ár á eftir. Jafnframt var með þessu stjórn- lyndi byggt upp trúnaðartraust milli ríkisvalds, vinnuveitenda og verkalýðs, sem dugði til samstarfs milli þessara áhrifaaðila þjóðfé- lagsins, þegar íslenzku þjóðinni reið mest á að standa saman. Það var, þegar efnahagsáföll af völd- um aflabrests í síldveiðum dundu yfir þjóðina árið 1967. Þá skruppu útflutningstekjur íslendinga sam- an um rúmlega 40%. Er það mesta efnahagsáfall sem íslendingar hafa orðið fyrir á þessari öld. Menn eru í stjórnmálum til að stjórna. Til þess að það megi vel takast, þarf stjórnsemi (stjórn- lyndi, ef menn vilja nota það orð), samfara skilningi á raunverulegri stöðu alls almennings, einstakl- ings sem heildar. Um þetta snúast stjórnmál. Stjórnmálastefna og áherzlur Hástemmd fræðimennska, bók- stafstrú á kennisetningar eða röng áherzla á framkvæmd stefnu, sem er byggð á breiðum grundvelli með tilliti til ríkjandi þjóðfélagshátta og landshags, getur leitt til ófarn- aðar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn leggur of mikla áherzlu á þann þátt í stefnu flokksins, sem telst til hinnar íhaldssamari, eins og ýms- um finnst hann hafa gert á síðustu árum, leiðir það óhjá- kvæmilega til þess, að hugsanlegu fylgi við flokkinn eru þrengri takmörk sett en þegar fram- kvæmd stefnunnar var í raun og veru sambland af frjálslyndi og íhaldi á grundvelli stjórnsemi. I þessu sambandi væri unnt að skrifa langt mál um þýðingu þess, að ýmsir núverandi hugmynda- fræðingar flokksins skildu þýð- ingu þess, að unnt sé að aðlaga kennisetningar og raunveruleika þannig, að úr verði stjórnmála- stefna, sem hefur hugsjónalegt og hagrænt gildi fyrir fólkið í land- inu. Reynsla og fræðimennska Skal nú vikið nokkuð að stöðu Sjálfstæðisflokksins, sem flokks frjálslyndra manna og íhalds- samra. Sá, sem þetta ritar, hefur verið virkur þátttakandi í Sjálf- stæðisflokknum í áratugi. Hann hefur barizt fyrir grundvallar- sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins um vernd mannhelgis, einstakl- ingsfrelsi, félagsfrelsi og tján- ingarfrelsi. í þeirri baráttu hefur ritvöllurinn einn ekki verið látinn nægja. Óþarft er að skýra það nánar. I þessari áratuga baráttu hefur víða verið komið við og unnið með ýmsum forustumönn- um Sjálfstæðisflokksins og sjálf- stæðisfólki, sem kemur við sögu liðinna áratuga. Er því þess að vænta, að raunveruleg reynsla vegi nokkuð til jafnvægis við fræðileg skrif um stefnu flokksins og störf á umræddu tímabili. Erfitt hlutverk Fáir íslenzkir stjórnmálamenn léku þá jafnvægislist betur en Ólafur Thors, að halda hinum fjölbreytilega flokki saman, sem Sjálfstæðisflokkur var og er. Og afburðagáfur og stjórnunarhæfi- leika Bjarna Benediktssonar þurfti með til að halda því verki áfram eftir fráfall Ólafs. Arftakar þessara forustumanna voru sann- arlega ekki öfundsverðir. Vandi þeirra var mikill. Samfara því sem styrkja þurfti tengsl flokksins við fortíðina varð að horfa djarflega til framtíðarinnar. Stefnumörkun, framkvæmd og forusta varð jafn- framt að vera í eðlilegum tengsl- um við upprunalegan tilgang flokksins og hinn breiða fjölda fólks úr öllum stéttum, sem mynd- uðu hann og studdu, ef vel átti að vera. Á síðustu árum hefur þetta ekki tekizt sem skyldi. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn á aftur að ná sínum fyrri innri og ytri styrkleika, þarf gjörbreyting að eiga sér stað. Er þetta nauðsynlegt með tilliti til fylgisaukningar sem og vegna sambands flokksins við stéttir, atvinnuvegi landsins og byggða- lög. Hugsjónir og raunveruleiki Stefnumörkun og vægi ein- stakra stefnuskráratriða ræður úrslitum um viðgang eins flokks. Þröngsýn stefnumörkun eða rang- ar áherzlur verka óaðlaðandi og fælir fólk frá. Niðurstaðan verður minnkandi fylgi, fyrr eða síðar. En það eitt að vera með aðlað- andi stefnu ræður ekki úrslitum. Stjórnmálastefna verður að byggjast á raunsæi. Stefnan verð- ur að vera framkvæmanleg og byggjast á þeim aðstæðum, um- hverfi og fólki, sem hún á að þjóna. Geri stjórnmálastefna það ekki, á hún ekkert erindi. Þetta eru einföld og augljós sannindi. En hvað sem þessu líður skjóta oft upp kollinum stjórnmálastefn- ur eða pólitísk afbrigði, sem eiga takmarkað erindi inn í það um- hverfi, sem reynt er að setja þær í. Hugsjónagrundvöllurinn kann að vera góður, en hann er markleysa, ef þjóðfélagsleg skilyrði skortir til þess að hann geti orðið að raun- veruleika. í lýðræðisríkjum þar sem fjöld- inn í skjóli skoðanafrelsis og kosningaréttar, getur valið og hafnað, gildir það lögmál eitt gagnvart þingræðisvaldi, að stjórnmálastefnur og stjórnmála- barátta byggist á raunhyggju en ekki óskhyggju, ef árangur á að nást. Gildi stefnu Skiptir þá máli að greina aðal- atriði frá aukaatriðum og að réttar áherzlur séu lagðar á mikil- vægi einstakra málaflokka. Þá hefur það mikla þýðingu fyrir gott brautargengi flokks, að áhrifavaldar hans um stefnumót- un skilji mikilvægi þess að já- kvætt tilfinningasamband verði milli fólksins og þeirrar stefnu, sem viðkomandi flokkur boðar. Til þess að stefna öðlist gildi verður fólk að meðtaka hana af frjálsum og fúsum vilja. í lýð- frjálsum ríkjum verður 'fólki að finnast sem það sé hluti, þátttak- andi í boðaðri stjórnmálastefnu. Eftir því sem stjórnmálamönnum ■*tekst betur til í þessum efnum, þeim mun hærra rís lýðræðið og frelsisvitund fólksins. Sannarlega frjálslynd stjórn- málastefna, stefna víðsýnis og frelsis, hlýtur að vera byggð upp og mótuð i samráði við fjölmenna hópa fulltrúa helztu stétta og hæfustu einstaklinga á hinum ýmsu sviðum. Þá hlýtur veigamik- ill þáttur slíkrar stefnumörkunar i landi eins og íslandi að byggjast á því sjónarmiði, að sem mest jafnvægi og jafnræði ríki milli íbúa þéttbýlis og strjálbýlis á flestum sviðum mannlegra sam- skipta. Skynsamlegt stjórnlyndi í fámennu þjóðfélagi, getur járnhart lögmál samkeppninnar ekki gilt á öllum sviðum. Ákveðið umburðarlyndi og til- litssemi verður að vera fyrir hendi til að milda erfiða stöðu eða kringumstæður. Á vissum sviðum s.s. í verzlun og viðskiptum er nauðsynlegt að sem mest sam- keppni ríki, þar sem því verður við komið. En landshagir, lega lands- ins, fámenn og ójöfn skipting náttúruauðæfa milli atvinnu- greina og landshluta, leyfa ekki ótakmarkaða markaðshyggju. Ef öllu væri sleppt lausu, eins og nokkrir „útópíu" menn krefjast, myndi það hafá í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóð- arinnar, svo ekki sé talað um byggða- og eignaröskun, sem myndi kippa fótunum undan því borgaralega smáeignasamfélagi, sem íslendingar nú búa Við. Með þessu er ekki sagt, að ekki skuli keppt að sem mestu frelsi sérhverjum einstaklingi til handa. Aðalatriðið er, að íslendingar þekki sin takmörk og viðurkenni skynsamlegt stjórnlyndi. Hið sama gildir um stjórnmálaflokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.