Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980
19
Leiklistarþing 1980:
Mótmælt er harðlega
niðurskurði fjárveit-
inga til leiklistar
Auk þess sem talið er tímabært
að stofna sérstakt barnaleikhús
LEIKLISTARÞINGI 1980 lauk
í Leikhúskjallaranum í fyrra-
dag og segir meðal annars í
ályktun þingsins, að mikill og
almennur leiklistaráhugi á
íslandi gefi tilefni til fjöl-
breyttrar leiklistar í landinu.
auk þess sem varað er við því að
einblína um of á eitt form
leikhúss á kostnað annars. „Það
er ljóst að stór leikhús, „stofn-
analeikhús“, frjálsir leikhópar.
áhugaleikhús, brúðuleikhús,
barnaleikhús, leiklist í útvarpi
og sjónvarpi og önnur hugsan-
leg leikhúsform eiga fullan rétt
á sér,“ segir ennfremur í álykt-
un þingsins.
Aðspurður um hvers konar
fyrirbrigði leiklistarþing væri
sagði Sigmundur Örn Arngríms-
son leikari, að það væri þing sem
væri opið öllum þeim sem starfa
við leiklist. Það var í upphafi
haldið að frumkvæði Félags ís-
lenzkra leikritahöfunda, en á
þinginu var það samþykkt að
vísa framkvæmd næsta þings og
í framtíðinni til svokallaðs leik-
listarsambands, en í því eru
allar stofnanirnar og stéttarfé-
lögin. Sigmundur sagði að fyrir-
hugað væri að halda slíkt leik-
listarþing annað hvert ár.
„í sambandi við ályktanir
þingsins kemur m.a. fram, að
þingið mótmælir harðlega að
sífellt séu skornar niður fjár-
veitingar til menningarmála og
fjármunum ekki varið til að
framfylgja leiklistarlögum og
lögum um Þjóðleikhús, sem Al-
þingi hefur samþykkt, jafnframt
því sem þingið gerir kröfu til
þess að framlög ríkisins verði
stóraukin til sjálfstæðra leik-
hópa. Þingið krefst þess og að fé
á fjárlögum til leiklistarstarf-
semi verði stóraukið.
Þá beinir þingið því til bæjar-
stjórnar Akureyrar og borgar-
stjórnar Reykjavíkur að þær
leysi fjárhagsvandræði leikhús-
anna á hvorum stað fyrir sig.
Þá skorar þingið á samgöngu-
Frá nýafstöðnu leiklistarþingi.
málaráðherra að beita sér fyrir
því að Alþýðuleikhúsið fái Sig-
tún við Austurvöll til að nota
fyrir starfsemi sína þegar ekki
er í gangi matsala símamanna.
Því er beint til borgaryfir-
valda að þau hlutist til um að
byggingu Borgarleikhúss verði
hraðað sem mest og húsnæðis-
vandræðum Þjóðleikhússins
verði komið í lag.
Þingið vill að ríkisfjölmiðlun-
um verði gert kleift að ráða til
sín sérstakan hóp íeiklistarfólks.
Auk þess sem þingið ályktar að
sjónvarpinu veri gert kleift að
standa við þá stefnumörkun út-
varpsráðs að ekki verði teknar
upp minna en 8 klukkustundir af
íslenzkum leikritum á ári.
Þingið vill vekja athygli yfir-
valda á því að íslenzk leikritun
getur tæplega haldið áfram að
dafna nema hún verði viður-
kennd sem fullgild starfsgrein í
íslenzkri leiklist.
Þingið mótmælir harðlega
fyrirætlunum um að innlima
Leiklistarskóla ríkisins inn í
framhaldsskólana. Það fagnar
því hins vegar að nemendum
þessara skóla skuli gert kleift að
kynna sér leiklist í gegnum
skólann.
Að síðustu má kannski geta
þess að þingið ályktaði að fylli-
lega tímabært væri að hefja nú
þegar starfsemi sérstaks barna-
leikhúss á atvinnugrundvelli,
þar sem leiklistarstarfsemi fyrir
börn, sem til er í landinu, getur
ekki talist fullnægja þörfinni
fyrir barnaleikhús," sagði Sig-
mur.dur Örn Arngrímsson að
síðustu.
Athugasemd
frá Björgvin
Guðmundssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
svohljóðandi bréf frá Björgvin
Guðmundssyni, borgarfulltrúa,
sem beðið hefur birtingar um
sjceið vegna mistaka:
„í blaði yðar er í dag (8. janúar)
frásögn af ræðu, er ég flutti í
borgarstjórn 20. des. sl. við um-
ræður um fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 1980. Með
því að í frásögn þessari er rangt
eftir mér haft og mér beinlínis
lögð í munn orð, er ég lét ekki falla
í umræddri ræðu leyfi ég mér að
senda yður hljóðritun af um-
ræddri ræðu. Vil ég óska þess, að
sá kafli ræðu minnar, sem blað
yðar vitnar til í frásögn sinni
verði birtur orðréttur í Morgun-
blaðinu."
Hinn tilvitnaði hluti ræðunnar
er svohljóðandi:
„Það er ekkert launungarmál,
að borgin er í nokkrum fjárhags-
vanda, þó svo að fjármál hafi
lagast mikið á þessu ári og við
höfum lokið við að greiða upp
ýmsar skuldir, sem höfðu hrann-
ast upp á undanförnum árum,
þ.á m. þá var lokið við það að
greiða upp nú fyrir skömmu kosn-
ingavíxillinn, sem tekinn var 1974.
Hann er nú úr sögunni. Það er
búið að greiða hann upp nú fyrir
skömmu síðan. En þrátt fyrir það,
að fjármálin hafi lagast nokkuð á
þessu ári, þá erum við í erfiðri
fjárhagsstöðu vegna hinnar geysi-
legu verðbólgu ...“
Aths. ritstj.
Vegna þessarar athugasemdar
er rétt að birta orðrétt frásögn
Morgunblaðsins aí þessum hluta
ræðu borgarfulltrúans. Þar seg-
ir: „Jafnframt gat Björgvin þess,
að fjárhagsstaða borgarinnar
væri erfið, hún væri í fjárhags-
ógöngum, en þau mál væru von-
andi að leysast.“
Morgunblaðið lætur lesendum
eftir að dæma um, hvort rangt
hafi verið eftir borgarfulltrúanum
haft.
Hvöt fordæmir inn-
rás Sovétríkjanna
VEGNA hernaðaríhlutunar Sovétríkjanna í Afganist-
an hefur Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík,
ályktað:
Sterkasta vörn þjóða er gagnkvæm virðing fyrir
rétti hverrar annarrar — en Sovétríkin hafa að engu
haft fullveldi nágrannaríkis.
Hvöt fordæmir innrás Sovétríkjanna í Afganistan
og skorar á alla unnendur lýðræðis og mannréttinda
að taka undir það.“
GEFTÐ BÖRNUNUM
^KIJIRAKÆFU
Blóðaukandi — styrkjandi — nærandi. Sparið viðbit.
SÍLD & FISKUR
Heildsala — Smásala