Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 25 fclk f fréttum ... eilífur stormbeljandi... + í ÚTLÖNDUM er ekkert skjól, eilífur stormbelj- andi.— Og þessi kuldalega fjölskylda steðjar hér á móti norðaustan báli líkt og væri um hávetur austur á Vopnafirði. — Þessi fjölskylda býr þó ekki þar eystra heldur suður í Rómaborg. Þar hefur kuldaboli ráðið ríkjum undanfarið, að því er segir í fréttum. Fatakaup hertogans gagnrýnd + HERTOGINN af Kent, frændi Elizabetar Breta- drottningar, hefur sætt ákúrum fyrir það að hafa keypt sér föt í Hong Kong. Hafa þingmenn Verka- mannaflokksins og ýmsir fleiri sagt hertogann ekki hafa sýnt þjóðhollustu með þessu. Honum bæri að kaupa brezka fram- leiðslu, og þá ekki sízt vegna þess að brezk dúka- framleiðsla ætti í miklum örðugleikum vegna er- lendrar samkeppni. Hefur og verið á það bent, að hertoginn sé nú varafor- maður í nefnd eða ráði sem vinnur að því að efla útflutning Breta. Hafi einn þingmanna komizt þannig að orði að hertog- inn ætti að hafa efni á því að kaupa sér föt í Bret- landi, þar eð lífeyririnn, er hið opinbera færir hon- um árlega, sé 60.000 sterl- ingspund, eða um 54 millj- ónir króna. Sparkað eftir 25 ár + ÞESSI maður, sem heit- ir Bert Parks, hefur verið stjórnandi lokahátíðar- innar, sem árlega er hald- in með pomp og pragt vestur í Bandaríkjunum, þegar þar fer fram kjör fegurðardrottningar Bandaríkjanna. Hefur eitt stórblaðanna í New York birt fregn þess efnis, að Parks þessi hafi verið rekinn fyrirvaralaust af formanni apparatsins mikla, sem er í kringum þetta fegurðardrottn- ingarkjör, en það hefur bækistöðvar í borginni Atlantic. Hefur brottvikn- ing Berts þessa verið mik- ið í fréttum vestra. Fagnað á heimaslóðum + MIKILL fögnuður ríkti í Rhódesíu á dögunum, er annar helsti foringi skæruliða Joshua Nkomo, sneri heim úr áralangri útiegð í Zambíu. Þangað flúði hann á sínum tíma. Þaðan hefur hann svo stjórnað skæruhernaðinum í heimalandi sínu, sem á þessu ári mun hljóta nafnið Simbabwe. — Þessi AP-fréttamynd er tekin við heimkomu Nkomos. í myndatextanum segir að öryggisráðstafanir hafi verið miklar og hafi Nkomos verið gætt af fjölda öryggisvarða. Hvatvetna hefur mikill mannfjöldi hyllt foringjann, eins og sjá má á þessari mynd. Fræðslufundur Hjarta- og æðaverndarfélagsins: Ahættuþættir hjartasjúkdóma HINN 8. nóvember síðastliðinn hélt Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur almennan fræðslu- fund um heilaáföll og hjartasjúk- dóma. Prófessor dr. med. Gunnar Guðmundsson yfirlæknir flutti er- indi um heilablæðingar og æða- stíflu í heila en dr. Árni Kristins- son flutti erindi um hjartasjúk- dóma. Fundur þessi var haldinn á Hótel Borg og var mjög vel sóttur og sýndu fundarmenn mikinn áhuga á fundarefninu. Annar fræðslufundur Hjarta- og æðaverndarfélags Reykjavíkur verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 24. þ.m. kl. 17.15 á Hótel Borg (Gyllta sal). Fundarefnið að þessu sinni verð- ur: áhættuþættir hjartasjúkdóma. Pallborðsumræður verða um fundarefnið. Umræðustjóri verður Snorri Páll Snorrason yfirlæknir en aðrir þátttakendur dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur og læknarnir Ingólfur S. Sveinsson og Magnús Karl Péturs- son. Þátttakendur flytja fyrst 5—7 mínútna inngangserindi en síðan ræðast þeir við, svara fyrirspurn- um fundarmanna og ræða við þá eftir því sem tilefni gefst til. Sérstök athygli skal vakin á því að þetta er almennur fræðslufund- ur og er öllum heimill aðgangur. Milton Friedman tekur á móti nóbelsverðlaunum í hagfræði 1976. Bækur Miltons Friedmans Þátturinn um bandaríska hag- fræðinginn og nóbelsverðlauna- hafann Milton Friedman, sem sýndur var mánudaginn 21. jan- úar í sjónvarpinu, hefur vakið mikla athygli. Morgunblaðið spurði Skafta Harðarson, um- sjónarmann pöntunarþjónustu Félags frjálshyggjumanna, hvaða bækur Friedmans væri hægt að útvega áhugamönnum. „Alþýðlegasta og kunnasta rit Friedmans er án efa bókin Capi- talism and Freedom," sagði Skafti. „í henni lýsir hann hug- sjónum sínum. I bókinni The Great Contraction tekur hann saman niðurstöður helztu rann- sókna sinna á heimskreppunni, en hann telur, að hún hafi fremur stafað af of miklum ríkisafskipt- um en af litlum ríkisafskiptum eins og margir aðrir hafa talið. I bókinni An Economist’s Protest er safnað saman nokkrum grein- um hans úr tímaritinu News- week, en hann hefur haft áhrif með þeim. Þessar bækur eru allar til mjög ódýrar í pappírskiljum. Nokkrir fyrirlestrar hans hafa einnig verið gefnir út í bækling- um. Hann reifar peningamagns- kenninguna í bæklingnum The Counter-Revolution in Monetary Theory, gagnrýnir kenningar hins umdeilda hagfræðings og sósíalista Johns Kenneths Gal- braiths í bæklingnum From Gal- braith to Economic Freedom og fer orðum um atvinnuleysi og verðbólgu í nóbelsræðu sinni í bæklingnum Inflation and Un- employment. Allar þessar bækur og þessa bæklinga getur pöntun- arþjónusta Félags frjálshyggju- manna útvegað áhugamönnum, ef þeir skrifa í pósthólf 1334, 161 Reykjavík." Ný niðursuðuverksmiðja í Grindavík: Tíu þúsund dósir framleiddar á dag NÝ niðursuðuverksmiðja er að hefja starfsemi sína i Grindavik þessa dagana. Heitir verksmiðjan Lagmetisiðja Grindavikur og er í eigu Lagmetisiðjunnar i Garði hf. Að sögn Arnar Erlendssonar framkvæmdastjóra mun fyrirtækið fyrst og fremst sjóða niður þorska- lifur. Þó mun í ætlun þegar fram á líður að bæta við framleiðslugrein- um. Búið er að selja framleiðslu fyrstu fimm mánaða en áætlað er að dagsframleiðslan verði 10 þús- und dósir. Örn sagði að fyrirtækin í Grindavík væru einhuga um að afla Lagmetisiðjunni hráefnis svo lengi sem hún stæði við sinn hluta samninga. Lagmetisiðjan í Grindavík er í eigin húsnæði í svokölluðum Garðshúsum. Um 12 manns munu vinna við framleiðsluna og verk- smiðjustjóri verður Einar Lárus- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.