Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 32
Wva QUARTZ — úr Þessi heimsþekktu úr fást hjá flestum úrsmiðum. Síminn á afgreiðslunm er 83033 MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1980 Þrjú hinna ákærðu ætla að halda ræður Málflutningi i Guðmundar- og Geir- finnsmálum lýkur i dag eða á morgun ÞRJÚ hinna ákærðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum munu hafa í hyggju að halda ræður í lok málflutnings í Hæstarétti. samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær. Þau eru Sævar Marínó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir. Málflutningurinn hefur nú stað- ið í tæpar 30 klukkustundir. I gær lauk Hilmar Ingimundarson hrl., verjandi Tryggva Rúnars Leifs- sonar, ræðu sinni. Örn Clausen hrl., verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, lauk einnig varnar- ræðu sinni í gær. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., verjandi Erlu, hóf sína ræðu og mun ljúka henni í dag. Ennfremur mun Benedikt Blöndal hrl., verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, ljúka sinni ræðu í dag. Að máli hans loknu tekur saksóknari til máls á ný og síðan allir verjendur og loks munu sakborningar tala. Stefnt er að því að ljúka málflutningi í dag en óvíst er að það takist. I ræðu Hilmars Ingimundarson- ar kom fram hörð gagnrýni á rannsókn málsins, eins og hjá fleiri verjendum í máli þessu. Nánar segir frá málflutningi í Hæstarétti á bls. 12 og 13. i* W Wk Ljósm. Mbl. Kristján. Öflug Iöggæzla hefur verið í Hæstarétti undanfarna daga. Hér má sjá hvar lögreglumaður situr í öftustu röð áheyrendastúku með kalltæki. Hann er í beinu sambandi við aðalstöð ef eitthvað skyldi út af bregðí. Olíugjald enn ekki ákveðið ÝMSAR hugmyndir hafa verið ræddar síðustu daga um fyrir- komulag olíugjalds, en nauðsyn- legt er að binda það áður en hægt er að ákveða fiskverð. Talsvert verk er enn óunnið í því sambandi og síðan er eftir að ákveða verðbreytingar á einstök- um fisktegundum. Fundur var í gær hjá Ýfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins um almennt fiskverð og klukkan 16 í dag hefst nýr fundur. Þá hefur einnig verið boðað til fundar í, Yfirnefndinni um loðnuverð í dag. Föðurlandið hefur komið í góðar þarfir síðustu daga og gerir trúlegast á næstunni. Veðurfræðingar tala um þráláta hæð yfir Grænlandi og að jafnvel muni kólna enn næstu daga. Hjúin á myndinni skyggndust kuldalega út úr vetrarklæðunum er ljósmyndarinn mætti þeim á förnum vegi í gær og sjálfsagt eru þau vön betra veðri en því, sem nú ríkir á Fróni. (Ljósm. Mbl. Emilía) Benedikt fær umboð til stjómarmyndunar í dag „Tíminn er naumur og landsmenn ætlast til meirihlutastjórnar“ - segir Geir Hallgrímsson „ÉG HEF boðað Benedikt Gröndai á minn fund kl. 9.30 í fyrramálið til viðræðna um stjórnarmyndun,“ sagði forseti íslands, herra Kristján Eldjárn, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi og að öllum líkindum verður Benedikt þá falin stjórnarmyndun í dag. Ekki náðist í Benedikt Gröndal í gærkvöldi, en Mbl. hafði samband við þá Geir Hallgrímsson og Steingrím Hermannsson og innti þá álits á stöðunni í stjórnar- myndunartilraunum. Á bls. 18 er sagt frá blaðamannafundi Svavars Gestssonar sem stjórnaði síðustu stjórnarmyndunartilraun af hálfu Alþýðubandalagsins. „Þessi tímamót," sagði Geir Hallgrímsson, „þar sem málefna- Vinstri stjóm úr myndinni eftir málefnalegt uppgjör „í ÞESSUM vinstri stjórnar-viðræðum var gert hreint málefnalegt uppgjör milli flokkanna þriggja og niðurstaðan er skortur á málefnalegri samstöðu til þess að unnt sé að mynda ríkisstjórn þessara þriggja flokka,“ sagði Svavar Gestsson alþingismaður á fundi með fréttamönnum í gær i framhaldi af því að hann skilaði forseta íslands umboði því sem hann hafði til stjórnarmyndunar frá því 15. jan. s.I. en Svavar kvað hér um að ræða lokakaflann á samfelldum viðræðum um vinstri stjórn frá því í júlí 1978. Kvað Svavar það hafa verið ljóst strax þegar tillögur Alþýðubandalagsins voru kynntar Framsóknarflokki og Alþýðuflokki að þær fengu dræmar undirtektir. „Það andaði köldu í upphafi viðræðnanna frá einstökum for- ystumönnum Framsóknarflokks- ins,“ sagði Svavar, „en það er þó þakkar vert að menn skyldu hafa einurð til þess að gera hreinskiln- inslega grein fyrir stöðu mála. Ég bauð viðmælendum mínum að leggja fram gagntilboð, en þeir höfnuðu okkar tillögum um að- gerðir gegn verðbólgunni, ýmist að öllu leyti eða verulegu, ýmist báðir eða annar." Kvaðst Svavar telja það reynt til þrautar að mynda vinstri stjórn. Ekki náðist í Benedikt Gröndal í gærkvöldi til þess að fá skoðun hans á ummælum Svavars en Steingrímur Hermannsson svar- aði á þessa leið: „Málin voru rædd málefnalega og við vöktum athygli á því, sem ekki gat staðist í tillögum Alþýðu- bandalagsmanna. Ég er mjög undrandi á þessum yfirlýsingum Svavars, því ég kalla það ekki að vera neikvæður þegar maður bendir á það sem betur má fara. Það voru augljósar villur í þessum tillögum þeirra og sem dæmi í sambandi við niðurfærsluleiðina í verzlun má benda á, að tillagan hefði þýtt 900—1200 milljón kr. viðbótartap við 700 millj. kr. tap hjá kaupfélögum landsins á s.l. ári og ég reikna með að að ástandið sé svipað hjá flestum aðilum í verzl- uninni." Sjá bls. 18: Frá blaða- mannafundi Svavars Gestss- onar. legt uppgjör fer fram milli vinstri flokkanna þriggja, án árangurs, hljóta að merkja það að óraun- hæfar vinstri-stjórnarhugmyndir geta ekki verið til grundvallar á Islandi frekar en kosningaúrslit gáfu til kynna, því sá flokkur sem rauf stjórnarsamstarfið og sá flokkur sem var í stjórnarand- stöðu höfðu þrátt fyrir allt meiri- hluta kjósenda á bak við sig. Það verður hins vegar ekkert sagt um framhald stjórnarmynd- unartilrauna á þessu sigi, en ljóst er að tíminn er naumur og lands- menn ætlast til þess að meirihlutastjórn verði mynduð." Steingrímur Hermannsson sagði að málið væri nú í höndum forseta og líkur væru á að Bene- dikt fengi nú umboðið. Kvað Steingrímúr útséð um vinstri stjórn, því Svavar Gestsson hefði afneitað vinstri stjórn og þá væri að kanna aðra möguleika sem eftir væru. Kaffipakkinn hækkar um 83 krónur í dag RÍKISSTJÓRNIN staðfesti í gær samþykkt verðlagsráðs um 8,9% hækkun á kaffi og tekur hækkunin gildi í dag. Kaffipakkinn hækkar því úr 932 krónum í 1015 krónur. Fleiri hækkunarsamþykktir bíða staðfestingar stjórn- valda. Verða loðnuveiðarn- ar ekki stöðvaðar við 100 þús. lestir VEGNA þess hve lítill markaður virðist nú vera fyrir loðnuhrogn í Japan er frekar líklegt, að breyt- ingar verði gerðar á því fyrirkomu- lagi loðnuvertiðarinnar, sem fyrir- hugað hafði verið. Hugmyndin hafði verið að veiða 100 þúsund tonn nú í janúar, en að geyma síðan 170—180 þúsund lestir til loðnu- frystingar og hrognatöku síðar á vertíðinni, miðað við óbreyttar til- lögur fiskifræðinga. — Við bíðum eftir því að fá nánari upplýsingar um möguleika á sölu loðnuhrogna til Japans, sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra í gærkvöldi. - Sú stefnu- mörkun stendur, að það sé sveigjan- leiki í því hvernig vertíðinni sé skipt á milli veiða á hrognatímabilinu annars vegar og þess veiðitímabils, sem nú stendur, miðað við hverjar söluhorfur reynast. Þegar við höfum fengið meiri upplýsingar um þetta þá tökum við afstöðu til þess hvernig við skiptum þarna á milli, sagði Kjartan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.