Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980 Verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar: Yfirheyrslur gengu út á það að menn játuðu á sig sakir en ekki var tekið mark á því ef menn neituðu Tryggvi Rúnar nýkvæntur og ætlar sér að verða nýtur þjóðfélagsþegn HILMAR Ingimundarsson hrl., verjandi Tryggva Rún- ars Leifssonar, hóf varnarræðu sína fyrir Hæstarétti að nýju klukkan 10 í gærmorgun. Hann lauk máli sínu klukkan 15 og hafði þá talað í iVz klukkustund. í ræðu Hilmars kom fram mikil gagnrýni á rannsókn málsins, en slík gagnrýni hefur verið eins og rauður þráður í ræðum verjenda þeirra sakborninga, sem þyngstu dómana hafa hlotið í þessu máli. Hilmar sagði í upphafi máls síns, að hann myndi í raeðu sinni leitast við að sýna fram á þrennt: 1. Að Tryggvi Rúnar hefði ekki verið staddur að Hamarsbraut 11, þegar hin meintu átök við Guð- mund Einarsson urðu þar aðfara- nótt 27. janúar. 2. Að engin átök hefðu orðið milli Guðmundar Ein- arssonar og Tryggva Rúnars um- rædda nótt. 3. Að rannsóknaraðil- ar, sem tóku skýrslur í upphafi, hefðu verið leiðandi í yfirheyrsl- um. Verður nú rakið það helsta, sem fram kom hjá Hilmari Ingimund- arsyni. 23. desember 1974 var Tryggvi Rúnar Leifsson handtekinn og fluttur í Síðumúlafangelsið. Var hann spurður um hvarf ungs manns í Hafnarfirði, en hann svaraði því til að hann myndi ekki eftir neinum manni, sem hefði horfið þar í bæ. Sama dag var Tryggvi kallaður fyrir dóm og var honum þá skýrt frá nafni þessa manns, sem átti að hafa horfið. Var Tryggvi nú úrskurðaður í 90 daga gæzluvarðhald sem hann hugðist kæra til Hæstaréttar. Hins vegar kvaðst Hilmar hafa verið boðaður í sakadóm á að- fangadag og þar hefðu rannsókn- armenn óskað eftir samstarfi. Báðu þeir um að gæzluvarðhaldið yrði ekki kært, því þá kæmist málið í hámæli, sem væri afar slæmt. Kvaðst Hilmar hafa fallist á þetta, en þess væri hins vegar hvergi getið í bókum. Erla þekkti ekki Tryggva Rúnar Aðalgrundvöllur gæzluvarð- halds væri skýrsla Erlu Bolladótt- ur frá 20. desember, þar sem hún sagðist hafa séð þrjá menn bera mannslíkama út úr Hamarsbraut 11 í laki. Þekkti hún Sævar og Kristján Viðar en þriðja manninn hefði hún ekki þekkt. Hún hefði verið látin vinna eið að þessum framburði, þ.e. vinna að því eið sem vitni, að hún þekkti ekki þriðja manninn. Erla hefði síðan ekki verið tekin fyrir dóm, næst fyrr en í febrúar 1977 eða rúmu ári seinna og eftir að ákæra hafði verið gefin út. Þá hefði hún haldið fast við framburð sinn og vildi bæta því við, að hún hefði ekki þekkt Tryggva Rúnar þegar at- burðurinn varð en síðar hefði hún séð hann og teldi, að þar væri um sama mann að ræða og hún sá í Hilmar Ingimundarson hrl. íbúðinni umrædda nótt. 23. marz 1977 hefði hún svo í fyrsta skipti gefið lýsingu á manni þeim, sem hún sá um nóttina og gæti lýsing- in passað við Tryggva en hins bæri að geta að þá var búið að gefa út ákæru og alþjóð kunnugt um það hverjir voru ákærðir í þessu máli. 30. marz fór fram samprófun milli Erlu og Tryggva og lýsti Erla því þá yfir, að hún hefði í janúar 1976 degið upp mynd af þriðja mannin- um í tæknideild rannsóknarlög- reglunnar en sú mynd lægi ekki fyrir í málinu. Breytingar á íramburði Ég vil vekja sérstaka athygli á þeirri breytingu, sem verður á framburði Erlu, en breytingin er þessi, sagði Hilmar: 20. desember 1975 segist Erla ekki þekkja þriðja manninn. 20. febrúar 1977 telur hún að þriðji maðurinn hafi verið Tryggvi Rúnar Leifsson, én treysti sér ekki til að lýsa ástandi hans. 23. marz 1977 gefur hún lýsingu á þriðja manninum og getur hún átt við Tryggva Rúnar. Segist hún hafa séð hann nokkrum sinnum eftir atburðinn, enda hafi hann komið að Hamarsbraut 11. Sam- kvæmt þessu hefði hún átt að geta bent á það strax, að Tryggvi Rúnar var þriðji maðurinn, fyrst hún þekkti hann. En er sá mögu- leiki fyrir hendi, að lýsingin eigi ekki við skjólstæðing minn né myndin, sem Erla teiknaði? Þann- ig spurði Hilmar. Saksóknari get- ur því ekki ályktað annað, en að lýsing og teikning Erlu eigi ekki við Tryggva Rúnar. Sagði hann, að Erla væri ákærð í málinu fyrir rangar sakargiftir og á framburði slíks vitnis væri ekki hægt að sakfella Tryggva Rúnar. Taldi hann að sönnun væri fram komin um það, að Tryggvi Rúnar hefði ekki verið að Hamarsbraut 11 umrædda nótt. Hann sagði enn- fremur, að rannsóknaraðilar hefðu virst vera svo sannfærðir um sekt Tryggva Rúnars, að þeir hefðu ekki talið þörf á því að láta fara fram sakbendingu og láta Erlu benda á Tryggva. Sprautaður niður Hilmar benti á, að þegar Tryggvi Rúnar Leifsson hefði ver- ið settur í gæzluvarðhald 23. desember 1974 væri skráð í dag- bók fangelsisins að hann hefði verið settur inn vegna Guðmund- armálsins. Þar með hefði hann strax verið tengdur við málið. Einnig væri skráð að Tryggvi hefði talað við sjálfan sig annað slagið þar til klukkan 8 um morguninn og 27. desember væri skráð að hann hefði verið ófær til yfirheyrslu. Var læknir beðinn að koma og sprauta Tryggva niður. Hefði hann verið yfirheyrður stanzlaust næstu daga og eftir 15 yfirheyrslur, sem stóðu í 18 klukkutíma, hefði legið fyrir ein skýrsla, um 1 xh vélrituð síða. Hefur áður verið skýrt frá fram- burði hans hér í blaðinu. En fyrir þriggja manna dómi 30. marz 1977 dró hann allan framburð sinn til baka og skýrði þar frá ýmislegu, m.a. að farið hefði verið með hann að Hamarsbraut 11 hinn 3. janúar 1976 og hann síðan látinn lýsa herbergjaskipan þar við yfir- heyrslu 9. janúar. Alvarlegar sakir Þegar Tryggvi Rúnar dró fram- burð sinn til baka skýrði hann frá því, að hann hefði verið handtek- inn heima hjá sér 23. desember 1975. Hefðu þá verið bornar á hann alvarlegar sakir, fyrst að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana en einnig að vera viðrið- inn hvarf stúlku í Vík í Mýrdal og manns frá Ólafsvík. Honum hefði skiljanlega orðið mikið um og hann hefði alls ekki getað sofið á nóttinni. Hann hefði beðið um svefntöflur en verið neitað og loks hefði hann bugast og verið spraut- aður niður. Hann hefði ekki verið kominn í jafnvægi þegar yfir- heyrslurnar fóru fram. Þær hefðu gengið út á það, að hann játaði á sig sakir og ekkert mark hefði verið tekið á því þegar hann neitaði. Örn Höskuldsson rann- sóknardómari hefði sagt við sig, að hann gæti rotnað í Síðumúla- fangelsinu í tvö ár og það væri því bezt fyrir hann að játa, því allir aðrir væru búnir að játa. Sagði Tryggvi, að hann hefði ekki séð aðra leið en að játa í von um að hið sanna myndi síðar koma í ljós. Grisja límd yfir munn Tryggva Rúnars Víkur nú sögunni að framburði Guðrúnar Jónu Sigurðardóttur fangavarðar við Síðumúlafangels- ið. Hún skýrði frá því við yfir- heyrslur að sögn Hilmars, að skipun hefði komið um það að því er virtist frá rannsóknardómara og fangaverði, að halda ætti Tryggva Rúnari og Sævari vak- andi tiltekna nótt. Hefur áður komið fram, að slíkt hafi verið gert með því að láta ljós loga í klefum og banka á veggi. Guðrún Jóna hafi einnig skýrt frá því að fangaverðirnir hafi logið því, að Tryggvi Rúnar hafi hrópað upp úr svefni nafn stúlku, sem hvarf við Vík í Mýrdal. Þeir hafi talað úm að bezt væri að líma heftiplástur á munn Tryggva Rúnars til þess að hrópin í honum heyrðust ekki og hafi þeir síðan límt grisju yfir munn hans. — Er ótrúlegt að svona nokkuð skuli geta gerst í íslenzku fangelsi, sagði Hilmar. Talsvert hefur verið rætt um það atriði að Tryggvi Rúnar gat lýst herbergjaskipan að Ham- arsbraut 11, og gaf hann þá skýringu, að lögreglumenn hefðu verið þúnir að sýna sér íbúðina áður en hann gaf lýsinguna. Kom fram hjá öðrum af tveimur lög- reglumönnum, sem við málið unnu, að Tryggvi Rúnar hefði gert skissu af herbergjaskipaninni en sú skissa hefur ekki fundist. Sagði Hilmar það einkennilegt að þrjú Erfitt að sanna að fram- burðurinn sé tóm vitleysa ÖRN CLAUSEN hrl., verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, flutti varnarræðu sína i gær og stóð hún í 50 minútur. Örn gerði þær kröfur fyrir dómi að Albert yrði sýknaður af ákæru um hlutdeild í drápi Guðmundar Einarssonar en krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa hvað varðar aðra ákæruliði. Örn sagði í upphafi máls síns, að málflutningurinn fyrir Hæstarétti væri svipaður og fyrir héraðsdómi árið 1977. Saksóknari byggði ræðu sína svipað upp og þá var gert og sömuleiðis verjendur. Þá hefðu famburðir ákærðu verið dregnir til baka og sama væri upp á teningnum nú. Málið ekki svo einfalt Örn sagði, að ef engir atburðir hefðu gerst gæti hann afgreitt vörnina fyrir Albert Klahn á einfaldan hátt, nefnilega þannig að ef ekkert hefði gerst hefði Albert auðvitað hvergi komið nærri. En hann sagði að málið væri ekki svona einfalt og verj- endur yrðu að reikna með versta möguleikanum, þ.e. að saksókn- aranum hefði tekizt að sanna sekt ákærðu í málinu. Allir væru jafnir fyrir lögreglu og dómi og kvað hann erfitt að sanna það fyrir virðulegum dómi að fram- burður Alberts Klahn, fram- burður Gunnars Jónssonar, framburður vinkonu Sævars í starfsmannahúsi Kópavogshæl- is, framburður vitnanna, sem sáu Guðmund Einarsson, og annarra vitna væru allt saman tóm vitleysa. Örn Clausen lýsti því næst hvernig Albert Klahn hefði verið sóttur í einkaflugvél austur á Seyðisfjörð um miðja nótt að- faranótt Þorláksmessu 1975, en hann var þar í heimsókn. Sagði Örn, að sjá mætti af skýrslum að það hefði tekið Albert j>ó nokk- urn tíma að rifja upp atburði þá sem gerðust þegar Guðmundur Einarsson hvarf. Kvaðst Örn telja að Albert hefði af fremsta mætti leitast við að segja sann- leikann í málinu. Einn ljóður hefði þó verið á ráði hans og það var að halda nafni Gunnars Jónssonar leyndu alveg fram í marz 1977 en þá hafi hann nánast tilneyddur rifjað upp þátt hans eftir að Sævar hafði nefnt fyrstur nafn hans skömmu áður. Kvað Örn það athyglisvert í málinu að þegar samprófun fór fram milli Gunnars Jónssonar og Kristjáns Viðars hafi hvorug- ur haft neitt við framburð hins að athuga. örn Clausen hrl. Ekki ásetningur heldur tilviljun Örn Clausen kvað útilokað að það hafi verið ásetningur ákærðu að ráða Guðmund Ein- arsson af dögum. Það hafi þvert á móti verið tilviljun að þeir fóru bílferðina til Hafnarfjarðar, til- viljun að þeir hafi hitt Guðmund og tilviljun að þeir hafi farið að Hamarsbraut 11. Rifrildi hafi byrjað vegna áfengiskaupa, síðan stimpingar milli Sævars og Guðmundar að því er virtist, síðan hafi Kristján og Tryggvi blandast í málið þegar Sævar kallaði á hjálp. Átök hafi byrjað og þau hafi leitt til láts Guð- mundar. Ásetningur hafi aldrei myndast og aðfarirnar ekki ver- ið slíkar að ákærðu væri ljóst, að það gat leitt til dauða Guðmund- ar. Hér hafi gerst hörmulegt slys. Örn gerði að umtalsefni laga- greinar, sem talið var koma til greina að heimfæra meint brot Alberts Klahn undir og leitaðist við að sýna fram á, að sýkna bæri Albert af alvarlegustu ákærum í málinu, þ.e. hugsan- lega hlutdeild vegna nærveru að Hamarsbraut 11 og aðstoð við líkflutninga, svo og aðrar ákær- ur. Að lokum gerði Örn að um- talsefni þau óþægindi, sem skjól- stæðingur hans hafði haft af því að lenda í þessu mikla máli fyrir tilviljun. M.a. hefði slitnað upp úr sambúð hans við stúlku í fyrrasumar, en hún hafði staðið í nokkur ár en málið hefði að vonum valdið spennu í sambúð- inni og átt þátt í að svona fór. - SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.