Morgunblaðið - 24.02.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.02.1980, Qupperneq 1
64 SÍÐUR 46. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Neyðarástand og hörkubardagar í Kabúl Hundruð manna falln- ir í uppreisnartilraun Kabúl — 23. febrúar — AP. MÖRG hundruð manns létu lífið í bardögum milli uppreisnarmanna og sovézk-afganska stjórnarhersins í Kabúl í gær. í morgun var bardögum haldið áfram af hörku og hafði mannfall orðið mikið þegar síðast fréttist, en þó virðist heldur hafa dregið úr. Eldar loga víða í borginni, lík og sært fólk liggur eins og hráviði um götur og torg og sjúkrahús hafa ekki við að taka á móti fólki, sem þarf á læknishjálp að halda. Engar áreiðanlegar tölur liggja fyrir um mannfall, en vitað er að fjöldi sovézkra hermanna hefur fallið í þessum átökum, og þúsundir hafa særzt. Nýjum tálmunum hefur verið komið fyrir víða í borg- inni. Sovézkar Mig-sprengju- þotur þjóta rétt yfir húsaþök- unum og vélbyssuþyrlur halda uppi árásum á stöðvar upp- reisnarmanna, en frá því að Sovétríkin gerðu innrásina í landið hefur ástandið aldrei verið alvarlegra, að því er heimildamenn í Kabúl telja. Bardagarnir í gær hófust samtímis á mörgum stöðum í höfuðborginni og nágrenni hennar, og er því greinilega um að ræða skipulagða uppreisn- artilraun gegn Sovétmönnum, en eins og fyrr segir er ástæða til að ætla þessa stundina að sovézk-afganska hernum sé að takast að bæla hana niður. Sem dæmi um ástandið má nefna að vestrænn diplómat, sem flutti særðan mann í sjúkrahús, taldi fimmtíu lík í röð á gólfi fordyris Joumour- iet-sjúkrahússins í Kabúl. Allt atvinnulíf í borginni liggur niðri og verzlanir hafa verið lokaðar frá því á fimmtudag- inn. Árás hrundiö í San Salvador San Salvador, E1 Salvador, 23. febrúar. AP. STJÓRNARHERMENN hrundu í nótt árás vinstri- sinna á aðalstöðvar her- ráðs heraflans í San Salva- dor, höfuðborg E1 Salva- dor. Áður hafði lögreglan skipzt á skotum við vopn- aða unglinga og drepið tvo þeirra. Unglingarnir höfðu skotið hjólbarða nokkurra strætisvagna og lokað með því mikilvægum gatnamótum i höfuðborg- inni. Sumir sjónarvottar sögðu, að lögreglan hefði skotið á stræt- isvagn sem vinstrisinnar hefðu lagt undir sig og að tveir þeirra hefðu beðið bana. Aðrir segja að fólk í strætisvagninum hafi skotið á lögreglu og skothríð- inni hafi verið svarað. Sex menn voru vegnir á götum San Salvador í gær. Tugir gísla eru enn á valdi námsmanna í þremur gagn- fræðaskólum. Námsmennirnir vilja styrki til að ferðast með strætisvögnum, lægri skóla- gjöld og meiri áhrif á stjórn skólanna. Aðrir vinstrisinnar hafa 25 manns á valdi sínu í mennta- málaráðuneytinu og krefjast þess, að pólitískir fangar verði látnir lausir. Um 500 síma- menn hafa lagt niður vinnu og krefjast þess, að fimm félagar þeirra, sem voru reknir fyrir að reyna að stofna verkalýðsfélag, fái aftur vinnu. Ljósm. Mbl. Gmilia. ORKUVER RÍS í ÓBYGGÐUM - Um 100 manns vinna um þessar mundir við byggingu Hrauneyja- fossvirkjunar en í sumar, þegar framkvæmdir standa hæst munu vinna þar rúmlega 600 manns. Frá Hrauneyjafossvirkjun segir nánar á bls. 28—29. Solzhenitsyn spáir sigri fyrir Kína París, 23. febrúar. AP. RITHÖFUNDURINN Alexand- er Solzhenitsyn sagði i dag að Vesturlönd mundu sigra Sov- étríkin. en gætu ekki „haldið kinnverskum kommúnisma i skefjum og stöðvað hann á leið hans til heimsyfirráða“. Solzhenitsyn segir í vikuritinu „Rússnesk hugsun", sem kemur út á rússnesku, að „hinn frjálsi heimur" geti ekki staðizt komm- únisma „nema með bandalagi við þjóðirnar sem eru undir yfiráðum kommúnista." En hann segir að vestrænir diplómatar og stjórnmálamenn verði að endurskoða hugmyndir sínar og breyta afstöðu sinni til kommúnisma. Hann sakaði frjálslynda Vest- urlandamenn um að hafa stutt sovézkan kommúnisma á árun- um eftir 1920 þegar rússneska þjóðin hafi orðið að þola „kam- bódískt þjóðarmorð". Tito er með lungnabólgu Brlsrad. 23. febrúar. AP. LÆKNAR Josip Broz Tito forseta skýrðu frá þvi i dag að hann þjáðist af lungnabólgu og gerðu að engu vonir um að hann væri á batavegi. Þeir höfðu áður greint frá því að lifinu væri haldið i honum með gervinýra. Læknarnir hafa ekki minnzt á að líðan Titos hafi versnað síðan þeir sögðu fyrir viku að nýrnastarfsemi hans hefði hrakað. Þeir hafa ekki minnzt á lungnabólgu fyrr en nú og ekki talað um hjartabilun síðan 13. febrúar. Jafnframt reynir ríkisstjórnin að láta líta út fyrir að allt sé með felldu og landinu sé stjórnað eins og ekkert hafi í skorizt án mannsins sem hefur ráðið lögum og lofum síðan í heims- styrjöldinni. Þrátt fyrir tilkynning- una í dag hefur ekki verið hafinn flutningur alvarlegrar tónlistar í út- varpi eins og fyrirskipað var eftir að Tito veiktist. 46 fórust Nýju Delhi, 23. febrúar. AP. Fjörutíu og sex fallhlífaliða- efni biðu bana í dag þegar þota indverska flughersins fórst skömmu eftir flugtak í Agra, 200 km suðaustur af Nýju Delhi, eftir sprengingu í eldsneytisgeymi. Tveir menn sem köstuðust út úr þotunni komust lífs af. Gíslarnir á valdi löggjafarsam- komu sem hefur ekki verið kjörin Lundúnum. 23. febrúar. AP KHOMEINI trúarleiðtogi í íran sagði í útvarpi í morgun að enginn gæti tekið ákvörðun um frelsun gíslanna í bandaríska sendiráðinu í Teheran nema löggjafarsamkoma þjóðarinnar, en hún hefur enn ekki verið kjörin. Þessi ummæli draga énn - segir Khomeini frekar en orðið var úr bjartsýni manna um að rannsóknarnefnd sú á veg- um Sameinuðu þjóðanna, sem lagði af stað til Teher- an um hádegisbilið, megni að telja stjórnvöldum í íran hughvarf og fá lausa gíslana, sem nú hafa verið á valdi öfgamanna í 112 daga. „Eins og ég hef sagt hvað eftir annað, — við gerum kröfu til þess að fá keisarann framseldan og við krefjumst því að fjármunum þjóð- arinnar verði skilað. íslömsku námsmennirnir, sem hafa njósna- hreiðrið á valdi sínu, hafa gefið þessu heimsvaldagráðuga ríki Bandaríkjunum verðuga ráðn- ingu,“ sagði Khomeini, og bætti við að þar til kjörnir fulltrúar fólksins í landinu kæmu saman yrði það verkefni byltingarráðsins og forseta landsins að halda áfram tilraunum til að ná aftur keisaranum og því fé, sem hann hefði sölsað undir sig og komið úr landi. SÞ-nefndin, sem kemur til Te- heran síðdegis, er skipuð fimm lögfræðingum, frá Sri Lanka, Alsír, Frakklandi, Sýrlandi og Venúzúela.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.