Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980
7
Umsjón: Gísli Jónsson
Fyrst þarf ég að leiðrétta
villu sem smokraðist inn í
síðasta þátt. Þar stóð: „en
smekkurinn, sem kemst í
ker, keiminn lengi eftir ber,
segja gamlar orðskviður."
Þarna átti auðvitað að vera:
segir gamall orðskviður.
Baldur Ingólfsson í
Reykjavík sendir mér bréf
með margri góðri hugvekju.
Fyrst er að þakka honum
leiðréttingu. Þegar ég sagði
söguna af því, hvernig kven-
mannsnafnið Jedók varð til í
íslensku, þá hafði ég farið
rangt með merkingu þýska
orðsins jedoch. Um þetta
segir Baldur orðrétt: „Orðið
jedoch er alls ekki viður-
kenningartengingin þó að,
heldur gagnstæðistengingin
en eða atviksorðið þó, samt í
íslensku. Orðmyndin doch er
nú algengari en jedoch.“
Baldur Ingólfsson ræðir
um málfátækt og einhæfni í
orðavali, og er engin vanþörf
að brýna fyrir mönnum að
reyna að skrifa blæbrigða-
ríkari stíl en tíðast verður.
Oft er þetta svo, að ofvöxtur
hleypur í orð sem góð og gild
eru í sjálfum sér, og verður
af því hvimleitt stagl, mál-
fátækt. Baldri finnst sem
slíkur ofvöxtur hafi hlaupið í
sögnina að látast — deyja.
Einhvern tíma þótti mér
orðasambandið að týna
lífinu ofnotað í þessari
merkingu. Bágt er að gera
öllum.til hæfis, en látum nú
Baldur hafa orðið um sinn:
„Hér má heyra fólk tala
um „manninn, sem lézt í
bílslysi í gær“... Útvarps-
fréttir skýrðu frá því, að
bjarndýr hefði látizt úr pest
norður á Svalbarða. Blöð og
útvarp segja, að svo og svo
margir hafi látizt í árásum
eða bardögum; sjómaður,
sem féll fyrir borð, lézt
o.s.frv. Þetta er leiðinlegt
klisjumál. Menn deyja úr
sjúkdómum, látast á ákveð-
inni stundu, farast í slysum
eða náttúruhamförum, falla
í bardögum, drukkna í sjó og
svo framvegis. Andast er
háprósaorð í sömu merkingu
og látast. Drepast er hins
vegar notað aðeins um
skepnur."
Baldri Ingólfssyni þykir
sem lýsingarorðin margir og
fáir eigi erfitt uppdráttar nú
um stundir: „Draugurinn
„fullt af“ virðist að vísu vera
á undanhaldi, en í staðinn er
sífellt staglast á mikið af og
lítið af: Mikið af fólki, mikið
af byggingarefni, lítið af
börnum. Maður, sem á mörg
börn, þarf að reisa sér stórt
hús, og til þess þarf hann að
fá marga smiði og kaupa
mikið byggingarefni. Margir
og fáir er notað um það, sem
er talið mikið, eða þá mikið
af, um það, sem er mælt eða
vegið.“
I bréfslok minnist Baldur
á smitun frá „óopinberri
réttritun“ af þessu tagi:
AVISANAREIKNINGUR -
VEGAMOTAUTIBU -
LANDSBANKIISLANDS -
BALDUR INGOLFSSON,
SOLHEIMUM 37, REYKJA-
VIK.
Þessi skýrsluvélastafsetn-
ing er afskaplega hvimleið og
getur orðið til þess að fólk
telji ekki máli skipta að
komma sé sett yfir stafi eða
broddur, eins og gamlir
menn sögðu, þeir sem einnig
höfðu orðið depill í staðinn
fyrir punktur. Stundum
skilst þetta varla. Ég man að
ég var nokkra stund að átta
mig á mannsnafninu Húnn,
þegar það var ritað HUNN,
en þá er þess að vísu gætandi
að nafnið er mjög sjaldgæft.
Við megum ekki verða svo
nísk að við tímum ekki að
setja depla og brodda yfir
stafi, þar sem þeir eiga að
vera; okkur má ekki verða
svo mjótt á milli augnanna,
39. þáttur
svo að ég minni á gamalt
orðalag um nísku, það sem
nú heyrist sjaldan. Dæmi:
Honum er nú ekki svo mjótt
á milli augnanna að hann
tími þessu ekki. Eða: Það er
ekki svo mjótt á milli augn-
anna á honum — hann er
ekki svo nískur.
Ég verð þess alloft var, að
orðaröð brenglist fyrir er-
lend áhrif. Ég verð einkum
var við þetta í sambandi við
sagnir og atviksorð. Tökum
einmitt eftir þessari síðustu
setningu: Ég verð einkum
var við o.s.frv. Fyrir ensk
áhrif gæti þetta hæglega
breyst svo að sagt yrði: Ég
einkum verð var við þetta.
Og tökum nú mjög ýkt dæmi
sem nota mætti sem víti til
varnaðar: Hann aldrei gerir
þetta (e. he never does this).
Þetta hef ég að vísu hvorki
heyrt né séð, en sitthvað sem
fer mjög í áttina: að atviks-
orð sé sett að enskum hætti
framan við sögn þar sem mér
finnst að það eigi skilyrðis-
laust að vera aftan við: Hann
lætur svona oft, alls ekki:
Hann oft lætur svona.
Ég notaði áðan orðasam-
bandið að verða var við. Svo
skrýtið sem það er, heyri ég
mörg dæmi þess að lýsingar-
orðið var í þessu sambandi
sé orðið viðrini. Viðmælandi
í útvarpi margsagði að fólk
hefði orðið var við eitthvað,
ekki vart. Kona sagði hvað
eftir annað hið sama um
sjálfa sig. Eigum við ekki að
Sameinast um að segja enn
um sinn að barnið verði
einhvers vart, konan ein-
hvers vör og karlinn var við
hvort tveggja? Gæti annars
verið að viðrinisháttur eða
kynleysi lýsingarorðsins var
gæti verið kominn til fyrir
áhrif frá snar, þegar það er
stytting úr snarvitlaus? Við
spyrjum án tillits til kynja:
Ertu bara alveg orðin(n)
snar?
Amerísk gróóurhús
Florada eru amcrísk gróðurhús og þess vegna sterk.
4 stærðir aí frístandandi húsum en 2 stærðir af uppaðhall-
andi, eins og myndirnar sýna.
Vinsamlega leggið inn pantanir scm allra fyrst. húsin eru
til afgreiðslu strax.
Gísli Jónsson & Co. h.f.
Sundaborg 41 — Sími 86644
Já, því ekkiþað
Florada nrórturhús hafa ýmisloKt
fram yfir vrnjulrK Krórturhús. eins
ok til da'mis:
1. Sterkara hús. 30 — 35% meira ál
ok boKadreKÍn.
2. Ifærri en venjuleK. Kofa meiri
birtu ok þa'KÍleKri art vinna í.
3. Auðveldara að setja Florada sam-
an en venjuleK Króðurhús.
4. FalleKt hús. hoKadreKÍð þak ok
bronsað ál.
5. Snjór tollir síður á boKadreKnu
þaki.
6. GaKnsætt acryl þar sem mest
reynir á (innifalið). annars Kler.
Fermingarmynda-
tökur
Barnamyndatökur
Brúðarmyndatökur
Stúdentamynda-
tökur
Passamyndir í öll
skírteini
Tekið eftir gömlum
myndum.
*4.«» 3*»;
Munið að panta myndatökur tímanlega
Er byr jaður að taka á móti pöntunum
.______________________________________-J
Ljósmyndastofan Laugavegi 13 sími 17707
Torfusamtökin
auglýsa
Samkvæmt samningi er Torfusamtökin geröu viö
Fjármálaráðuneytiö fh. Ríkissjóðs þann 20. nóv. ’79
hafa Torfusamtökin fullan umráðarétt yfir nýtingu og
uppbyggingu Bernhöftstorfunnar.
Torfusamtökin auglýsa hér meö eftir hugmyndum um
nýtingu þeirra húsa er uppi standa, ásamt endurupp-
byggingu þeirra mannvirkja sem hafa orðið eldi að
bráð.
Ennfremur óska Torfusamtökin eftir viöræöum viö þá
aöila er kynnu aö hafa áhuga á afnotum af
áöurnefndum húsakynnum.
Þeir sem hafa áhuga á viðræöum viö stjórn
Torfusamtakanna hafi samband viö formann sam-
takanna Þorsíein Bergsson Bræðraborgarstíg 29
sími 21631 fyrir 5. marz 1980.
Göngum í Torfusamtökin.
Höfum kaupendur að eftirtöldum veröbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
24. febrúar 1980 Innlausnarverð Seðiabankans Yfir-
Kaupgengi m.v. 1 árs gengi
pr. kr. 100.- tímabil frá:
1968 1. flokkur 5.007,27 25/1 '80 4.711.25 6,3%
1968 2. flokkur 4.709,34 25/2 '80 4.455,83 5,7%
1969 1. flokkur 3.495,23 20/2 '80 3.303,02 5,8%
1970 1. flokkur 3.204,49 25/9 '79 2.284,80 40,3%
1970 2. flokkur 2.298,21 5/2 '80 2,163,32 6,2%
1971 1. flokkur 2.146,70 15/9 '79 1.539,05 39,5%
1972 1. flokkur 1.871,10 25/1'80 1.758,15 6,4%
1972 2. flokkur 1.601,48 15/9 '79 1.148,11 39,5%
1973 1. flokkur A 1.205,56 15/9 '79 866,82 39,1%
1973 2. flokkur 1.110,39 25/1'80 1.042,73 6,5%
1974 1. flokkur 766,27 15/9 '79 550,84 39,1%
1975 1. flokkur 625,33 10/1 '80 585,35 6,8%
1975 2. flokkur 474,63
1976 1. flokkur 450,97
1976 2. flokkur 366,19
1977 1. flokkur 340,11
1977 2. flokkur 284,89
1978 1. flokkur 232,18
1978 2. flokkur 183,24
1979 1. flokkur 154,94
1979 2. flokkur 120,23
VEÐSKULDA- Sölugengí m.v. Nafnvexti
BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 34%%
1 ár 66 67 68 69 70 79
2ár 54 55 57 58 60 70
3 ár 44 46 48 49 51 63
4 ár 38 40 42 44 45 58
5ár 33 35 37 39 41 54
*) Miðaö er við auðseljanlega fasteign
Höfum seljendur aö eftirtöldum verðbréfum:
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF
RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.-
A — 1972 1.195.22 (10% afföll)
B — 1973 1.025.41 (10% affölt)
C — 1973 893.57 (10% afföll)
D — 1974 775.41 (10% afföll)
E — 1974 548.68 (10% afföll)
F — 1974 548.68 (10% afföll)
G — 1975 382.20 (10% afföll)
H — 1976 370.12 (10% afföll)
I — 1976 290.93 (10% afföll)
J — 1977 275.15(10% afföll)
MÍRrannfiMtfáiM Isummm hp.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
lönaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga trá kl. 9.30—16.