Morgunblaðið - 24.02.1980, Page 19

Morgunblaðið - 24.02.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 19 Jón Ingi við sundlaugargrunn Sjálfsbjargar. Jón Ingi Guðmunds- son leggur sundlaugar- byggingu Sjálfsbjargar lið JÓN Ingi Guðmundsson, sund- kennari og sundgarpur, varð sjö- tugur á síðastliðnu hausti, þann 16. september. Af því tilefni beindi hann því til Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra, að sér væri kært ef þeir sem hefðu hug á að minnast sín vegna þessara tímamóta, létu Sundlaug- arsjóð Sjalfsbjargar njóta þess. Jón á að baki langa starfsævi sem sundkennari, en hann hóf kennslu við Austurbæjarskólann í Reykjavík árið 1944. Áður hafði hann starfað þar sem baðvörður um tólf ára skeið. Þar að auki hefur hann haldið ótal sundnám- skeið, enda munu þeir skipta tug- þúsundum, sem hafa lært sundtök- in hjá Jóni. Jón Ingi varð sund- kóngur íslands árið 1927 og þre- mur árum áður varð hann sund- kóngur Hafnarfjarðar. Hann er einn af stofnendum Sundfélagsins Ægis. Afmælisdagur Jóns er að vísu liðinn fyrir nokkru, en sundlaug Sjálfsbjargar er enn í smíðum. Byggingin er nú komin undir þak og framkvæmdum miðar vel. Ákveðið er að hún verði tekin í notkun fyrir árslok. Þessi gleðilega staðreynd er ár- angurinn af samstilltu átaki lands- manna. Ekki er þó enn séð fyrir endann á fjárþörfinni og samtökin eru þess fullviss, að margir nem- endur Jóns muni hylla hann sjöt- ugan með því að efla Sundlaug- arsjóð Sjálfsbjargar. Framlögum er veitt víðtaka á skrifstofu Sjálfsbjargar 1. s.f., Há- túni 12, Reykjavík. Einnig er fólki bent á gíróþjónustuna. Við flytjum Jóni Inga alúðarþakkir svo og öllum þeim, er hafa lagst á eitt um að ljúka verkinu. Fréttatilkynning EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Yiltu Keflavíkur- sjónvarpið af tur? Geir R. Andersen kynnir blm. undirskriftasöfnunina fyrir opnun Keflavíkursjónvarpsins. l.josin. MM. KristjAn. rita nöfn sin á listann þeir, er kosningarétt hafa, sagði Geir. Hann sagði ennfremur að þeir sem hefðu áhuga á að gerast umboðsmenn fyrir undirskrifta- söfnunina gætu snúið sér til hans í síma 23533 eftir kl. 8 á kvöldin, fyrst um sinn a.m.k., eða þar til nánar verður auglýst um miðstöð söfnunarinnar á Reykjavíkur- svæðinu. Ennfremur gæti fólk utan af landsbyggðinni haft sam- band við hann í framangreindum síma. Undirskriftasöfnun fyrir opnun Keflavíkursjónvarpsins af stað NÚ Á NÆSTU dögum verður hleypt af stokkunum undirskriftasöfnun fyrir opnun Keflavikursjónvarpsins. Aðalhvatamaðurinn að söfnun- inni er Geir R. Andersen. og sagði hann um tiigang söfnunarinnar i spjalli við Mbl. i gær: „Þetta er gagnsókn gegn frels- isskerðingu, reyndar liðurí sjálf- s. eðisbaráttu landsmanna, sem er ævarandi. Þetta er barátta fyrir auknu frelsi til þess að mega velja og hafna, svo fremi að það stríði ekki gegn frelsi annarra. Söfnunin er ópólitískt mál að mínu mati, mál allra landsmanna til umfjöllunar og það án flokka- drátta. Eins er þetta mál algjör- lega óviðkomandi efni íslenzka sjónvarpsins. Ég hef talað við margt fólk um þetta mál, og óhætt er að segja að nánast allir eru hlynntir opnun stöðvarinnar. Örfáir menn fengu því framgengt að stöðinni var lokað, 60-menningarnir svo- nefndu. Hef ég talað við suma þeirra og hafa þeir linast í afstöðu sinni og m.a. lýst því við mig, að þeir muni ekki setja sig upp á móti málinu. Ein af forsendunum fyrir undir- skriftasöfnuninni er sú, að nú eru brostnar vonir manna með að með komu jarðstöðvar og Nordsat geti menn fengið erlent sjónvarpsefni beint inn í stofu til sín. Það er og verður íslenzka sjónvarpið sem tekur á móti efni um jarðstöðina og velur svo til útsendingar. Þá verður ekki fyrr en eftir 10 ár tekin ákvörðun um hvort Nordsat komi, og eftir að sú ákvörðun hefur verið tekin líða svo enn nokkur ár áður en gervihnötturinn kemur í gagnið. Ætlunin er, að ein aðalmiðstöð verði fyrir söfnun undirskrifta í hverju kjördæmi og sú miðstöð sjái um dreifingu lista til áhuga- fólks, sem taka vill að sér söfnun undirskrifta. Undirskriftalistinn er í raun áskorun til alþingismanna okkar um að bregðast vel við óskum kjósenda þeirra, sem ljá þessu lið, og veita málinu brautargengi á Alþingi. Á undirskriftarskjalinu segir orðrétt: „Það er staðreynd, að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli rekur fullkomna sjónvarpsstöð í landi okkar og ennfremur, að íslenskir sjónvarpsnotendur búa ekki við þau skilyrði, sem nálægar þjóðir njóta, t.d. í vali milli sjónvarpsstöðva, innlendra og er- lendra. Þar eð slík skilyrði eru ekki í augsýn hér um fyrirsjáanlega framtíð, skorum við undirritaðir á alþingismenn að veita þeirri áskorun okkar brautargengi, að hafist verði handa um samninga- gerð við yfirmenn varnarliðs Bandaríkjanna á Keflavíkurflug- velli um afnot af sjónvarpi þeirra fyrir ALLA LANDSMENN“. - Tekið er fram að einungis skuli ■BLÓMtÁVEXIIR Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.