Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 24.02.1980, Síða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 1980 SUNRISE — Þennan skemmtilega grip er hægt aö fá handsmíöaðan fyrir minnst 12 milljónir króna. I „Engin almennileg bílasýning nema hand- bragð gömlu meistaranna fái notió sín“ ROLLS ROYCE — Ekki má gleyma gamla rollsinum. Gamlir bílar eru sífellt að verða vinsælli í Bandaríkjunum „Það er engin almennileg bíla- sýning nema handbragð gömlu meistaranna fái þar notið sín,“ sagði Eli Bloom, er Mbl. ræddi við hann fyrir skömmu, er stærsta bílasýning veraldar, „The New York Greater Auto Show“, var opnuð, en Bloom er formaður sýningarnefndarinnar. „Fólkið hefur í raun og veru mun meiri áhuga á „görnlu" bílunum en þeim nýju þegar það kemur á sýningu eins og þessa," sagði Bloom enn- fremur. Þetta voru orð að sönnu, því vart var hægt að þverfóta fyrir áhugasömum skoðendum í kring- um „gömlu" bílana, sem voru um það bil sjötti hluti bílanna á sýningunni, eða um 100. Það kom ennfremur fram hjá nokkrum sýnenda, að- „gamlir" bílar væru sífellt að verða vinsælli og vin- sælli og fólk vel í efnum greiddi gífurlegar upphæðir ef um sér- stæða bíla væri að ræða. Á sýningunni vakti „CLÉNET" bíllinn tvímælalaust mestu at- hyglina af þeim sem voru með gamla laginu. Línurnar eru mjög góðar og krafturinn ekki síðri. 8 strokka vél að sjálfsögðu. Eintak af slíkum dýrgrip kostar í dag um 100 þúsund dollara, eða sem næst 40 milljónir íslenzkra króna. Á sýmngunm var CLÉNETINN a afgirtu svæði og fengu ekki nema vinir og vandamenn að gera sér dælt við gripinn, nema því aðeins að menn væru augljóslega vel í efnum og gætu verið hugsanlegir kaupendur. Það er ennþá hægt að fá þennan fágæta grip smíðaðan af framleiðendunum í Kaliforníu og er það allt gert í höndunum. Framleiðendur bílsins sögðust smíða í kringum 30 bíla á ári en eftirspurnin væri mun meiri. Fleiri bílar vöktu athygli á sýningunni og má þar nefna Cab- allista, sem framleiddur er enn þann dag í dag, þótt útlitið hafi haldið sér í um 40 ár. Slíkur gripur kostar um 80 þúsund doll- ara, eða um 33 milljónir íslenzkra króna. Þá má nefna SUNRISE, sem framleiddur er í um 200 eintökum árlega og kostar „aðeins" um 30 þúsund dollara, eða um 12 milljón- ir íslenzkra króna í ódýrustu útgáfu, en venjulegur Cadillac, sem þykir nú ekkert slor, kostar um 15 þúsund dollara, eða um 6 milljónir íslenzkra króna. Af þeim bílum, sem voru á sýningunni, en eru ekki í fram- leiðslu ennþá, vakti FORD frá árinu 1927 hvað mesta athygli, auk '35 módels af ALFA ROMEO, en báðir þessir bílar eru ennþá í fullu fjöri. Þá voru á sýningunni ýmiss konar sérútgáfur, svo sem lengdir Cadillacbílar með sérhannaðri innréttingu fyrir fyrirmenni og aðra slíka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.