Morgunblaðið - 26.02.1980, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
vandaðaðar vörur
í 41 "11 .TTl fc
vandaðaðar vörur
Málningar-
sprautur
Margargerðir.
Hagstætt verð.
Olíufélagið /^T7\
Skeljungur hf Shell |
Heildsölubirgðir:
Smávörudeild Sími: 81722 I
vandaðaðar vörur
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 simi 25810
Leiðrétting
Sagt var í dagskrárkynningu
hér í blaðinu á sunnudaginn, að
prins sá af Wales er kemur við
sögu í þáttunum í Hertogastræti,
hafi verið faðir Játvarðar þess er
sagði af sér konungdómi til að
kvænast frú Wallis Simpson.
Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt,
því þarna féll niður einn ættliður,
og var Játvarður sonarsonur hans.
Umheimurinn í sjónvarpi í kvöld:
Fjallað um íran, Mið-
Ameríku og fleiri mál
Umheimurinn er á dagskrá sjón-
varps í kvöld, og hefst þátturinn
klukkan 22.30. Umsjónarmaður
þáttarins er Ögmundur Jónasson,
og sagðist hann í gær myndu fjalla
um þrjú málefni.
I fyrsta lagi verður fjallað um
nokkur ríki Mið-Ameríku, og rætt
um ástand mannréttindamála í
þeim heimshluta. Verður rætt við
þau Sigurð Hjartarson sagnfræð-
ing og Margréti Bjarnason for-
mann Islandsdeildar Amnesty Int-
ernational um þessi mál.
í öðru lagi verður í þættinum í
kvöld fjallað um íran og gang mála
þar, meðal annars ástand efna-
hagsmála þar í landi og breytingar
á þeim síðan keisaranum var
stejpt.
I þriðja og síðasta lagi verður svo
Hannes H. Gissurarson.
fjallað um það hvernig oft er
lagður mismunandi dómur eða
mælistika á menn og málefni, eftir
því hver í hlut á. Má í þessu
sambandi minna á þau ummæli
fyrrum Iranskeisara, er hann við-
hafði 1 sjónvárpsviðtali sem nýlega
var sýnt hér, að hann hefði jafnan
verið borin saman við háþróuð
vestræn lýðræðisríki. Nú, þegar
Khomeni væri við völd og hans
fylgifiskar þá dytti engum slíkt í
hug, heldur væri viðmiðunin jafn-
an allt önnur, og þá væntanlega
hinum nýju valdhöfum í hag. Til að
spjalla um þessi mál hefur Ög-
mundur fengið til liðs við sig þá
Hannes H. Gissurarson sagnfræð-
ing og Kjartan Ólafsson fyrrver-
andi ritstjóra og fyrrverandi al-
þingismann.
Kjartan Olafsson.
Nýleg mynd frá Teheran, höfuðborg írans.
Dýrlingurinn Simon Templar i góðum félagsskap, en þáttur hans er á
dagskrá sjónvarpsins kiukkan 21.40 i kvöld.
Sjónvarp í kvöld kl. 21.40:
Dýrlingurinn gal-
vaskur á f erðinni
Dýrlingurinn er á dagskrá sjón-
varps í kvöld, og hefst hann
klukkan 21.40 stundvíslega. Þýð-
andi þáttarins er Guðni Kol-
beinsson starfsmaður Stofnunar
Árna Magnússonar.
Guðni sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að hann væri ekki
búinn að þýða þáttinn enn eða líta
á myndina, og vissi hann því ekki
hvað kappinn ætlaði að fást við að
þessu sinni, en myndin var þá rétt
nýkomin frá heimalandi Templ-
ars, Bretlandi.
Óhætt mun þó að Simon Templ-
ar muni fást við hina verstu
skúrka í þættinum í kvöld eins og
endranær, og hafa þá alla undir ef
að líkum lætur. Þá mun hann
einnig umgangast eitthvað af
fögrum fljóðum svona til að vega
upp á móti illþýðinu öllu saman.
Útvarp ReykjavíK
ÞRIÐJUDkGUR
26. febrúar
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tón-
leikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Hallveig Thoriacius heldur
áfram að Iesa „Sögur af
Hrokkinskeggja" í endur-
sögn K.A. Mullers og þýð-
ingu Sigurðar Thorlaciusar
(6).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Áður fyrr á árunum. Ág-
ústa Björnsdóttir stjórnar
þættinum.
11.00 Sjávarútvegur og sigling-
ar. Umsjónarmaðurinn, Jón-
as Haraldsson, fjallar um
nýútkomnar reglur um fjar-
skipti á skipum.
11.15 Morguntónleikar. Wil-
helm Kempff leikur Píanó-
sónötu í g-moll op. 22 eftir
Robert Schumann / Rut Ing-
ólfsdóttir, Páll Gröndal og
Guðrún Kristinsdóttir leika
Tríó í a-moll fyrir fiðlu, selló
og píanó eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Á
frívaktinni. Margrét Guð-
mundsdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
14.40 íslenzkt mál. Endurtek-
inn þáttur Guðrúnar Kvaran
frá 23. þ.m.
15.00 Tónleikasyrpa. Létt-
klassísk tónlist, lög leikin á
ýmis hljóðfæri.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Ungir pennar. Harpa Jós-
efsdóttir Amín sér um þátt-
inn.
16.35 Tónhornið. Guðrún Birna
Hannesdóttir stjórnar.
17.00 Siðdegistónleikar.
Sinfóníuhljómsveit íslands
leikur „Heimaey“ forleik eft-
ir Skúla Halldórsson; Páll P.
Pálsson stj. / Dietrich
Fischer-Dieskau, Lisa Otto,
Franz Grass og útvarpskór-
inn í Berlin syngja atriði úr
„Töfraflautunni", óperu eft-
ir Mozart með Filharmoniu-
hljómsveit Berlínar; Karl
Böhm stj. / Mstislav Rostr-
opovitsj og og Sinfóníu-
hljómsveitin í Boston leika
Sellókonsert nr. 2 op. 126
eftir Dmitri Sjostakovitsj;
Seji Ozawa stj.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
KVÖLDIÐ
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50 Til-
kynningar.
20.00 Nútimatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
20.30 Á hvitum reitum og
svörtum. Jón Þ. Þór flytur
skákþátt.
21.00 Hættuleg eiturefni í
byggingariðnaði. Sigur-
sveinn Jóhannesson málara-
meistari flytur erindi.
21.20 Pianókonsert í b-moll op.
32 eftir Xaver Scharwenka.
Earl Wild og Sinfóníu-
hljómsveitin í Boston leika;
Erich Leinsdorf stj.
21.45 Útvarpssagan: „Sólon
Islandus“ eftir Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi.
Þorsteinn Ö. Stephensen les
(17).
22.15 Fréttir. Veðurfregnir.
Dagskrá morgundagsins.
22.30 Lestur Passíusálma (20).
22.40 Þjóðleg tónlist frá ýms-
um löndum. Áskell Másson
fjallar um japanska tónlist;
— annar hluti.
23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar-
maður: Björn Th. Björnsson
listfræðingur. Sagan af
Lancelot, fræknasta riddara
hringborðsins. Ian Richard-
son les söguna í endursögn
Howards Pyle.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
26. febrúar
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og
dagskrá
20.30 Reykjavíkurskákmótið
Skýringar fiytur Friðrik
Olafsson.
20.45 Tommi og Jenni
Teiknimynd.
20.55 Vetrarólympíuleikarnir
Svig kvenna
(Evróvision — upptaka
Norska sjónvarpsins)
21.40 Dýrlingurinn
Breskur myndaflokkur.
Þýðandi Guðni Koibeins-
son.
22.30 Umheimurinn
Þáttur um erienda viðburði
og málefni. Umsjónar-
maður ögmundur Jónas-
son.
23.20 Dagskrárlok