Morgunblaðið - 26.02.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
5
Doktorsritgerð
um Grænland í
miðaldaritum
Lækkun afurðalána hjá Seðlabankanum um 1 xh %:
„Verið að draga úr mis-
vægi milli innlánsbinding-
ar og útstreymis fjár“
— segir Pétur Urbancic deildarstjóri lánadeildar Seðlabankans
LAUGARDAGINN 1. marz 1980 fer
fram doktorsvörn við heimspeki-
deild Háskóla íslands. Mun ólafur
Halldórsson, cand. mag. þá verja
ritgerð sína „Gráenland i miðalda-
ritum“ fyrir doktorsnafnbót i heim-
speki.
Andmælendur af hálfu heimspeki-
deildar verða dr. phil. Jakob Bene-
diktsson og Jón Samsonarson, mag.
art. Deildarforseti heimspekideildar,
prófessor Alan Boucher, Ph.D.,
stjórnar afhöfninni.
Doktorsvörnin fer fram í hátíðasal
háskólans og hefst kl. 2 e.h. öllum er
heimill aðgangur.
„ÞAÐ ER mjög alvarlegt fyrir
iðnaðinn, ef stefnt er nú að
minnkun rekstrarlána. Sérstak-
lega vil ég benda á útflutnings-
iðnaðinn, sem á i miklum og
vaxandi rekstrarerfiðleikum.
Hann er nú rekinn með tapi, og
því á hann afar erfitt með að þola
niðurskurð á rekstrarlánum við
þessar aðstæður,“ sagði Valur
Valsson framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenzkra iðnrekenda er Mbl.
innti hann álits á þeirri ákvörð-
ólafur Halldórsson
un stjórnar Seðlabankans að af-
urðalán skuli lækka um V/t%.
„Það má benda á, að það er full
ástæða til að hrökkva í kút þegar
seðlabankastjóri upplýsir í einu
dagblaðanna, að vegna stórauk-
inna skulda ríkissjóðs við Seðla-
bankann þurfi hann nú að draga
úr lánum sínum til atvinnuveg-
anna. Því hlýtur sú spurning að
vakna, hvort ekki væri nær, að
ríkið sjálft drægi saman seglin,"
sagði Valur ennfremur.
„BANKASTJÓRN Seðla-
bankans þykir nauðsyn bera
til að draga úr því misvægi,
sem er annars vegar á milli
innlánsbindingar og hins
vegar útstreymis f jár í gegn-
um endurkaupakerfið. Þetta
hefur átt að styðja hvað
annað en á undanförnum
árum hefur verið vaxandi
misræmi þar á milli,“ sagði
Pétur Urbancic deildarstjóri
lánadeildar Seðlabankans í
samtali við Mbl. er hann var
inntur eftir ástæðum fyrir
þvi að afurðalán atvinnuveg-
anna voru lækkuð annars
vegar fyrir útflutningsvörur
úr 53Ú2% í 52% og hins vegar
fyrir vörur á innanlands-
markaði úr 50% í 48%%.
„Þetta er heldur ekki í fyrsta
sinn sem þetta er framkvæmt,
því á síðasta ári var svipað
skref stigið og til samanburðar
má geta þess, að fyrir þremur
árum var endurkaupahlutfall-
ið 58%% að því er varðar
útflutning og 55% á vöru
innanlands. Þetta hefur því
verið á niðurleið undanfarin ár
og hugmyndin hjá bankanum
er sú að þetta lækki enn meira
á næstu árum,“ sagði Pétur
ennfremur.
Pétur sagði ennfremur að-
„ÞETTA er mjög mikið alvörumál
fyrir bændur, t.d. þarf vafalaust
að lækka útborgunina á mjólk,“
sagði Gunnar Guðbjartsson for-
maður Stéttarsambands bænda er
Mbl. innti hann álits á þeirri
ákvörðun stjórnar Seðlabankans
að lækka afurðalán um 1%%.
„Þá mun þetta hafa alvarlegar
afleiðingar í för með sér fyrir
sölusamtök með kjötvöpu, því þau
hafa þegar borgað bændum og hafa
ekki möguleika á að ná penineum
spurður, að mest allur hluti
sjávarafurða félli undir hærri
flokkinn, en landbúnaðaraf-
urðir og iðnaður að mestu
undir lægri flokkinn.
þaðan aftur. Þau fá þetta einfald-
lega ekki fyrr en þau hafa selt
birgðirnar og það er því ekki séð
fyrir hvort þau yfirleitt komast yfir
þessi vandræði, þar sem mjög erfitt
er að fá önnur lán til að brúa bilið.
Ofan á þessi vandræði kemur svo
að félögin eru að greiða um þessar
mundir vexti á verðbætur síðan 1.
desember s.l., en það eru gífurlegar
fjárhæðir," sagði Gunnar Guð-
bjartsson að síðustu.
„Útflutningsiðnaðurinn
þolir mjög illa niður-
skurð á rekstrarlánum“
— segir Valur Valsson framkvæmda-
stjóri Félags islenzkra iðnrekenda
„Ekki séð fyrir hvort
kjötsölusamtök komist
yfir þessi vandræði“
— segir Gunnar Guðbjartsson for-
maður Stéttarsambands bænda
Tomas Tranströmer
í Norræna húsinu
SÆNSKA skáldið og sérfræðingur-
inn Tomas Tranströmer er gestur
Norræna hússins um þessar mund-
ir. Kynnir hann skáldskap sinn i
fyrirlestrasal hússins n.k. miðviku-
dag 27. febr. kl. 20.30. í frétt frá
Norræna húsinu segir m.a. svo um
skáldið:
Tomas Tranströmer fæddist 1931
Tomas Tranströmer
og skipar öndvegissess meðal
sænskra ljóðskálda. Að loknu námi í
menntaskóla hugðist hann verða
vísindamaður, en áður en hann tæki
um það fullnaðarákvörðun, brá hann
sér í ferðalag, fór ýmist fótgangandi
eða sem „puttalingur" um Evrópu,
og einkum þó Balkanskagann. Síðar
hóf hann háskólanám á sviði hugvís-
inda og nam í Stokkhólmi. Hann
lauk fil. kand. prófi 1956, skrifaði
ritgerð um sænska skáldið Carl
Johan Loman, eitt skálda barokk-
tímans, en hefur frá 1957 starfað
sem sálfræðingur. Tomas Tran-
strömer sendi frá sér sína fyrstu
ljóðabók 1954, „17 dikter", og vakti
þessi frumraun hans sérlega mikla
athygli. Síðan komu út: „Hemlighet-
er pá vágen" 1958, „Den halvfárdiga
himlen" 1962 og „Klanger och spár“
1966. Og enn komu fjögur ljóðasöfn
út: „Mörkerseende" 1970, „Stigar"
1973, „Östersjöar" 1974 og „Sann-
ingsbarriáren" 1978. Þessi ljóðasöfn
eru ekki mikil að vöxtum, en að
sama skapi meitlaðri og agaðri, og
Tomas Tranströmer er óskoraður
meistari myndmálsins. Nokkur ljóða
hans hafa birst á íslensku í þýðingu
Jóhanns Hjálmarssonar. Tomas
Tranströmer hefur einu sinni áður
komið til íslands og dvalist í 2 vikur.
Hafréttarráðstefnan
hefet í Genf á morgun
FULLTRÚAR íslands á níunda
fundi þriðju hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna, sem hefst
27. febrúar n.k. og stendur til 3.
april i Genf fyrri hlutinn og sá
siðari sem verður í New York frá
28. júli til 29. ágúst, hafa verið
valdir.
Þeir verða:
Hans G. Andersen, sendiherra,
sem er formaður sendinefndarinn-
ar. Guðmundur Eiríksson, þjóð-
réttarfræðingur, sem er varafor-
maður. Jón Arnalds, ráðuneytis-
stjóri. Guðmundur Pálmason, for-
stöðumaður jarðhitadeildar Orku-
stofnunar. Már Elisson, fiskimála-
stjóri. Dr. Gunnar G. Schram,
prófessor. Fulltrúar þingflokk-
anna verða: Benedikt Gröndal frá
Alþýðuflokki, Eyjólfur K. Jónsson
frá Sjálfstæðisflokki, Lúðvík Jó-
sefsson frá Alþýðubandalagi og
Þórarinn Þórarinsson frá Fram-
sóknarflokki.
I ró og næði
Heima hjá þér og á þeim
tíma dagsins sem hentar
þér, getur þú æft þig með
vaxtarmótaranum. Aðeins 5
til 10 mín. æfingar á dag
duga til aö grenna, styrkja
og fegra líkama þinn.
Milljónir manna, bæöi konur
og karla nota vaxtarmótarann
til aö ná eölilegri þyngd og til
aö viðhalda líkamshreysti
sinni. Gerðu líkamsæfingar í ró
og næöi heima hjá þér.
Þessi fjölskylda notaöi vaxtarmótarann
í 15 daga meö þeim árangri sem sjá
má á myndinni hér aö ofan.
• Vaxtarmótarinn styrkir, tegrar og grennir líkamann
________________ • Árangurinn er skjótur og áhrifaríkur
/tnnQum meö tœkinu má haga eftir því hvaöa líkamshluta menn vilja
grenna eöa styrkja.
• Vaxtarmótarinn mótar allan líkamann. arma, brjóst, mitti, kviövööva,
mjaömir og fætur.
• íslenzkar þýöingar á æfingakerfinu fylgja hverju tæki.
• Huröarhúnn nægir sem festing fyrir vaxtarmótarann.
• Reyndu þetta einfaida og hentuga nýja tæki til aö nó aftur þinni fyrri
líkamsfegurö og lipurö í hreyfingum.
• 14 daga skilafrestur þ.e. ef þú ert ekki ánægöur meö árangurinn eftir 14
daga getur þú skilaö því og fengiö fullnaöargreiöslu.
Sendiö mér:
□ upplýsingar □ — stk vaxtarmótari kr. 6.500 + póstkoatn.
Nafn
Haimilisfang
Pöntunarsími 44440
Péstverzlunin Heimaval, box 39, Kópavogi. ^