Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 11

Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 11 anna. Rétt er að minna á það í þessu sambandi, að í umræðu- drögunum sem Alþýðuflokkurinn lagði fram, þegar Benedikt Grön- dal var falinn stjórnarmyndun segir svo um þessi tvö atriði: „Komið verði á kjaratryggingu fyrir þá sem lægstar tekjur hafa með sérstökum ráðstöfunum: Lækkun fyrirfram innheimtu beinna skatta og hækkun lífeyris- greiðslna auk tekjuskatts og út- svarslækkunar með hækkun barnabóta og persónuafsláttar sem nýtist lágtekjufólki". Og „Unnið verði að samningum um samræmt launakerfi fyrir allan vinnumarkaðinn og mun ríkis- stjórnin leggja samtökum vinnu- markaðarins lið við það verk“. Þessar hugmyndir eru sem sagt ekki nýjar af nálinni. Fimmtudagur 14. febrúar. Þann dag er leiðari Dagblaðsins stuðningur við sjónarmið þeirra, sem halda því fram, að Islend- ingar eigi ekki, vegna þróunar heimsmála, að taka þátt í Olymp- íuleikunum í Moskvu. hrímaðan skjá íslendinga, en hann má vita það, að flutningur fjögurra aukalaga eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Einarsson, Árna Thorsteinsson og Pál ís- ólfsson, snerti hljómleikagesti djúpt, ekki aðeins fyrir frábær- an söng Sigríðar Ellu, heldur ekki síður vegna undirleiks dr. Werba, þar sem rómantíkin hjá Sigfúsi, einfaldleikinn hjá Sig- valda, alvaran hjá Árna og glettnin hjá Páli blómstruðu í frábærum leik hans. Sigríður Ella Magnúsdóttir innsiglaði listasigur sinn og lauk þessum „aukatónleikum" með Tileinkun eftir Strauss. Jón Ásgeirsson nefnir hann Kóplon og eins hann getur um sjálfur, er nafn verks- ins ekki tengt neinu í gerð verksins sjálfs, eða markmiði með gerð þess, aðeins tilkomið vegna þess að það er ritað í Kópavogi og London. Verkið er ákaflega gegnsætt, nánast ein- raddað í lagferli, víða hljómfal- legt en hvergi rismikið. Bæði form þess og lagferli er svo skýrt og ljóst að hlustandinn „heyrir“ verkið algjörlega. Næsta verk- efni á tónleikunum var Víólu- konsert, eftir William Walton og lék Ingvar Jónasson einleik í verkinu. Þarna mátti heyra ólík vinnubrögð og hjá Fjölni. Þéttof- inn tónbálk, svo að varla mátti greina aðalatriðin frá umbúnað- inum, sem olli því að einleikur- inn kafnaði nærri því á stund- um. Ingvar er góður fiðlari en flutningur svona verks þarf meiri samstillingu á milli hljómsveitar og einleikara, til að allir þættir þess komi skýrt fram. Tónleikunum lauk með annarri sinfóníunni eftir Tsjai- kovský. Það var margt fallega gert í þessu verki, sem Göran W. Nilson stýrði örugglega. Jón Ásgeirsson Miðvikudagur 13. febrúar. „Aðhald í tæka tíð“, kallar Jónas leiðara sinn þennan daginn. Þar er fjallað um málefnasamning ríkis- stjórnar Gunnars Thoroddsens. Það er gert af óvenjulegri hóg- værð og stóru orðin spöruð. Leið- aranum lýkur með þessum orðum: „Með þessum athugasemdum er ekki sagt að málefnasamningur- inn sé vondur. Nokkur atriði í honum valda áhyggjum, sem ríkis- stjórnin dreifir vonandi þegar til kastanna kemur en ekki sakar að hún fái aðhaldið í tæka tíð“. Þriðjudaginn 12. febrúar. Fyrirsögn leiðarans er: „í húsi föður míns...“ Leiðarinn er um Sjálfstæðisflokkinn og þar er harkalega vikið að Geir Hall- grímssyni að ekki sé meira sagt, og talað um hreinsanir í Sjálf- stæðisflokknum í kjölfar klofn- ingsins. Mánudaginn 11. febrúar. „Þetta er hægri stjórn,“ segir Dagblaðið í fyrirsögn leiðarans þann daginn. Hann talar þar m.a. um „mjög jákvæðar“ hliðar mál- efnasamningsins og lýkur leiðar- anum á þessum orðum: „Allt eru þetta hægri sinnuð markmið, svo framarlega sem skattar hækka ekki.“ Það er nú það. Það verður þó að viðurkennast, að þennan dag vottar aðeins fyrir gagnrýni í leiðara Dagblaðsins, þar segir Jónas Kristjánsson, að ljóst sé að byggðastefnan verði rekin með meira offorsi en Dag- blaðið geti sætt sig við. Hógværð- in og lítillætið sitja enn í fyrir- rúmi, því síðar segir, „auðvitað viljum við að lesendur blaðsins hafi jöfn lífskjör, en það má þó bera benzínkostnað Breiðhyltinga saman við vina okkar á Eskifirði". Svo er játað með semingi það sem einhver hefði nú kannski haldið, að væri nálægt kjarna málsins hjá ritstjóra Dagblaðsins, einum harðasta gagnrýnanda þeirrar landbúnaðarstefnu sem hér hefur verið rekin undanfarna áratugi. í þessum leiðara segir: „Hitt verður að játa, að landbúnaðarstefna Ingólfs á Hellu svífur yfir vötnum, handabrögð Pálma Jónssonar sjást greinilega á málefnasamning num. I landbúnaði verði rekin hörð Ingólfska, sem er andstæð sjónarmiðum þessa leiðarahöf- undar." Ekki getur þetta kallast sterkt til orða tekið. Af hverju er Bleik brugðið? Þessi væga gagnrýni, sem til- færð var hér að ofan ásamt með einni setningu í leiðara 13. febrúar er það eina sem segir um landbún- að í leiðurum Dagblaðsins þessa daga. Sú setning er svona: „Hin harða dreifbýlisstefna ríkisstjórn- arinnar lýsir sér líka í landbúnað- arkafla málefnasamningsins. Samkvæmt honum á að endur- vekja hina fullkomnu sjálfvirkni í fjármögnun landbúnaðar sem Ing- ólfur á Hellu kom á í tíð viðreisn- ar, en þá voru líka uppgangstímar í landinu. Þjóðin kveinkaði sér ekki svo mjög undan byrðum landbúnaðar. ’ Ástandið er allt annað núna og ríkisstjórnin getur hæglega farið flatt á ofrausn í garð landbúnaðar". Þetta er allt og sumt sem mér hefur tekist að finna um eftirlaet- isádeiluefni Dagblaðsins við fljót- legan yfirlestur leiðaranna að undanförnu. Nú spyrja sjálfsagt ýmsir: Hvað hefur skeð? Sá maður sem hvað ákafast hefur gagnrýnt „vítahring vitleysunnar" í landbúnaðarmál- um er nú allt í einu hljóður, sem umlukinn grafarinnar þögn. Ljóst er, að stefna núverandi ríkisstjórnar í landbúnaðarmálum er í sem stytztu máli sú, að greiða möglunarlaust þá reikninga sem hagsmunasamtökum landbúnað- arins þóknast að framvísa við hið opinbera. Til þess hefur ríkis- stjórnin stuðning Framsóknar- manna úr þremur flokkum á Alþingi. Jónas Kristjánsson rit- stjóri Dagblaðsins og af ýmsum talinn óvinur bænda og landbún- aðar hefur gleypt hina nýju land- búnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar án þess að svelgjast neitt verulega á. Þetta eru mikil og merkileg tíðindi. Ég held að það hljóti að verða svo í framtíðinni, þegar menn taka sér Dagblaðið í hönd, að lesa einkunnarorðin á forsíðu blaðsins „Frjálst og óháð dagblað" og þá lesi menn blaðið í ljósi þess, að blaðið er frjálst og óháð dagblað um allt annað en það sem varðar stefnu ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens og málefnasamning hennar. Hin nýja ríkisstjórn hefur eignast málgagn. Eiður Guðnason. STop fJECT COUNTER CIOCK fUNCTlQN mmmmrn ■ :' • • •• , Bl.. >wXv»v*vXv«w »*»»**«*»%***%% í Iband. hrada.og of hratt, hægagáng og kyrrmynd, 8 daga upptökuminni, ýringu ||g§ ógleymdum hreint ótrúlegum myndgæöum. || WM^^mmkerhðnnuður IVHSlllllillll myndkerfisins, sem er hið leiðandi kerfi HljórrMJoild Laugavegi 89, sími\13008

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.