Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 16

Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 Sauðárkróksbúar hyggja einnig á byggingu steinullarverksmiðju: Samþykkjum ekki staðsetningu við stærsta þétt- SVOHLJÓÐANDI íréttatilkynn- ing og greinargerð hefur borizt frá Steinullarfélaginu á Sauð- árkróki: „Á árinu 1975 hófust á vegum Sauðárkrókskaupstaðar frumat- huganir á hugsanlegri byggingu steinullarverksmiðju á Sauðár- króki. Stöðugt hefur verið unnið að málum síðan og lagt í það talsvert fé og fyrirhöfn. Þróun þessa máls er nánar lýst í með- fylgjandi greinargerð. Gott útlit um möguleika slíks fyrirtækis varð til þess að á árinu 1979 var stofnað sérstakt félag um verkefnið — Steinullarfélagið h.f. Hluthafar eru flestöll sveitarfélög í Skagafirði ásamt allmörgum fyrirtækjum og einstaklingum í héraðinu. í október sama ár var lokið við allar athuganir á starf- semisaðstöðu, flutningskostnaði, byggingarkostnaði, o.fl. Á vegum félagsins er nú unnið að loka- skýrslu um steinullarverksmiðju á Sauðárkróki, og er hún væntanleg innan skamms. Allar upplýsingar benda til þess, að hagkvæmt sé að reisa og reka steinullarverksmiðju á Sauðárkróki sem framleiði 14— 15000 tonn af steinull á ári, þar af um % til útflutnings. Verksmiðjunni hefur verið val- inn staður við Sauðárkrókshöfn og liggur hún þar mjög vel við, bæði hvað varðar aðföng þ.e. hráefni, rafmagn og kælivatn og flutning á fullunninni vöru, sem að mestu leyti yrði flutt sjóleiðis. I sambandi við flutninga hafa farið fram viðræður við Skipaút- gerð ríkisins og samtök vörubif- reiðaeigenda á flutningaleiðum. Ljóst er, að verulegt flutninga- rými er ónotað frá Norðurlandi á aðalmarkaðssvæðið, sem er Stór- Reykjavíkursvæðið, og væri mikill ávinningur að geta nýtt það. Þó að flest atriði liggi ljós fyrir, eru enn eftir nokkrir þættir, sem kanna þarf betur. Til dæmis má nefna, að áætlan- ir um stofn- og rekstrarkostnað eru unnar af sömu aðilum og fyrirhugað er, að selji öll tæki og búnað. Slíkar áætlanir þarf að yfirfara, og upplýsingar okkar benda til þess að stofnkostnaður sé ofmetinn en rekstrarkostnaður vanmetinn að einhverju leyti. Sem dæmi má nefna, að samkvæmt þessum áætlunum skilaði slík verksmiðja staðsett á meginlandi Evrópu ca. 45% af sölu í rekstr- arhagnað. Sauðárkróksbær og síðar Stein- ullarfélagið h.f. hafa lagt áherslu á að sýna fram á, að hægt sé að þróa hugmyndir um nýiðnað þannig að fram komi iðnaðartæki- færi sem hentað geti utan stærsta þéttbýlissvæðisins en sé jafnframt þjóðhagslega og rekstrarlega hag- kvæmt. Félagið og aðstandendur þess munu því ekki samþykkja að einmitt slíku fyrirtæki verði val- inn staður við þetta þéttbýlis- svæði, og væntum við stuðnings stjórnvalda í því máli. í Ijós hefur komið, að rannsókn- ir sem þessar eru mjög kostnaðar- samar, og stuðningur stjórnvalda háður því, að upplýsingar verði öllum opnar. Því hafa bæjaryfir- völd á Sauðárkróki yfirvegað hvort hluti af þeim gjöldum, sem verksmiðjunni verður gert að greiða, ætti ekki að renna til könnunar á nýjum iðnaðartæki- færum. Yrði þá haft í huga að tækifærin yrðu ekki of stór, þann- ig að þau mætti fjármagna af innlendum aðilum og hentuðu hinum minni stöðum úti á landi. Það getur ekki verið rétt að öll stærri iðnfyrirtæki landsins eigi að vera staðsett á einu horni landsins og landsbyggðin bitin af með láglaunaiðnaði framtíðarinn- ar, t.d. prjóna- og saumastofum. Greinargerð um rann- sóknir á hagkvæmni steinullarverksmiðju á Sauðárkróki Forsaga og byrjunarrannsóknir Á árinu 1975 hófust á vegum Sauðárkrókskaupstaðar frumat- huganir á hugsanlegri byggingu steinullarverksmiðju á Sauðár- króki. Samtímis þessu voru aðrir nýiðnaðarmöguleikar skoðaðir, en snemma árs 1976 var því hætt og öllum kröftum beint að könnun á steinullarframleiðslu. Var þar m.a. stuðst við skýrslu Rannsókn- arráðs ríkisins, sem út kom 1975, og skýrslu Iðnþróunarnefndar: „Efling iðnaðar á íslandi" frá júní 1975, en þar segir á bls. 153: „Lagt er til að haldið verði áfram athugunum á notkun íslensks bas- alts til framleiðslu á steinull eða gosull fyrir byggingariðnað, með notkun raforku." Á árinu 1976 komst málið vel á rekspöl og var þá tekið upp sem sérstakt verkefni atvinnumála- nefndar bæjarins. Þar voru teknar býlissvæðið stefnumarkandi ákvarðanir, og gerðar ákveðnar tillögur til bæjar- stjórnar um áframhaldandi rann- sóknir. Meðal annars var á fjár- hagsáætlun bæjarins samþykkt sérstök fjárveiting til verkefnisins og hefur það verið gert á hverju ári síðan. í tengslum við „Dag iðnaðarins á Sauðárkróki" í maí 1977 var málið gert opinbert með fyrir- lestrum og kvikmyndasýningu um steinullarframleiðslu og voru þar mættir ýmsir af forystumönnum íslensks iðnaðar. Atvinnumálanefnd til aðstoðar voru fengnir ýmsir innlendir rannsóknaraðilar þ.e. Iðnþróun- arstofnun (nú Iðntæknistofnun), Raunvísindastofnun Háskólans og Útflutningsmiðstöð iðnaðarins. Fyrsta áfanga rannsókna er talið lokið með KÖNNUNAR- SKÝRSLU I sem út kom 17. jan. 1978. í skýrslunni er ítarlega fjallað um þær jarðfræðirann- sóknir, sem fram hafa farið í Skagafirði og gerð 1. áætlun um stofn- og rekstrarkostnað steinull- arverksmiðju á Sauðárkróki með 15000 tonna ársframleiðslu. Niðurstöður skýrslunnar voru jákvæðar, og þar voru gerðar tillögur um áframhald rannsókna. Áíramhald athugana Að tillögu Iðnþróunarstofnunar og í samráði við Útflutningsmið- stöð iðnaðarins var ákveðið að næsta skref yrði kynnisferð til steinullar- og vélaframleiðenda erlendis. í apríl 1978 var farið til Svíþjóðar og Þýskalands. Auk heimaaðila fóru í ferðina Friðrik Daníelsson verkfræðingur frá Iðn- þróunarstofnun og Úlfur Sigur- mundsson framkvæmdastjóri Út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Heimsótt voru fyrirtækin Gullfiber AB og Jungers Verk- stads AB í Svíþjóð og Grunzweig- Hartmann und Glassfaser AG í Þýskalandi. Var árangur ferðar- innar jákvæður, sérstaklega heim- sókn til Jungers, sem er tækja- framleiðandi. Buðust þeir t.d. til — þegar málið væri komið lengra — að benda okkur á aðila í V-Þýskalandi, sem áhuga hefðu á að kaupa verulegt magn af stein- ull frá íslandi. Kom þar fram að breski markaðurinn > væri væn- legur sölumarkaður og var okkur bent á fyrirtækið IMES í Bret- landi, sem gæti tekið að sér markaðskönnun á breska mark- aðnum. Þá lögðu þeir fram rammatilboð um sölu á tækjum til steinullarframleiðslu og buðu að- stoð sína við lausn ýmissa tækni- vandamála, sérstaklega raf- bræðslunnar. Seinna kom þó í ljós að aðferð þeirra við rafbræðslu reyndist ekki hentug og þá var leitað til Elkem Spigerverket um aðstoð við lausn þess þáttar. Nú lá fyrir, að framundan væru ýmsar kostnaðarsamar athuganir, og var því leitað á náðir iðnaðarráðu-. neytisins um fjárhagslegan stuðn- ing. Um svipað leyti var gerður starfssamningur við Iðntækni- stofnun um áframhaldandi athug- anir. Þar var m.a. samþykkt, að með alla vitneskju um málið skuli farið sem trúnaðarmál milli aðil- anna. Segir í samþykktinni í 3. tölul.: „Báðir aðilar samnings þessa skuldbinda sig til þess að ræða Ágreiningur um staðsetn- ingu steinull- arverksmiðju — Sunnlendingar og Sauðárkróksbúar vilja hvorir tveggja verksmiðjuna Eins og fram hefur komið í Mbl. hafa Sunnlendingar fullan hug á því að reisa steinullarverksmiðju i Þorlákshöfn og hefur náðst samstaða milli sveitarfélaga í héraðinu um að reisa slíka verksmiðju. Á Sauðár- króki er einnig mikill áhugi á að koma upp steinullarverksmiðju og hefur þar verið stofnað sérstakt hlutafélag til að koma verksmiðjunni á fót. Ljóst virðist, að ekki verður reist nema ein slík verksmiðja, a.m.k. til að byrja með, hérlendis og virðast Sunnlendingar og Sauðárkróksbúar jafn ákveðnir í að verksmiðjan rísi í þeirra héraði. S.l. laugardag birtist í Mbl. álit Sunnlendinga og frétt frá blaðamannafundi Jarðefnaiðnaðarins h/f um sjónarmið þeirra. Hér birtist á eftir fréttatilkynning frá Steinullarfélaginu h.f. á Sauðárkróki og viðtal við stjórnarformann þess og bæjarstjórann á Sauðár- króki. Einnig viðtal við iðnaðarráðherra, Hjörleif Guttormsson, í þessu tilefni. „í júní 1979 ákvað ráðuneytið að hafa sjálft frumkvæði í málinu og láta fara fram almenna hag- kvæmnikönnun á sínum vegum, óháða staðsetningu hérlendis en miðað við markaðsaðstæður og möguleika og fól Iðntæknistofnun að gera slíka hagkvæmnikönnun," sagði Hjörleifur Guttormsson iðn- Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra: Jarðefnaiðnað og bæjarstjórn Sauð- árkróks, frumkvæði í málinu að þessu leyti að gera þarna almenna hagkvæmnisathugun á málinu, kosta hana og að athuguninni lok- inni höfðu báðir aðilar aðgang að niðurstöðu. En þetta var nú fyrst og fremst hugsað til þess að þarna yrði staðið markvissara að hlutunum og í júní 1979 tók ráðuneytið, að höfðu samráði við þessa aðila, frumkvæðið í málinu um almenna hagkvæmnis- athugun og „bréfaði" það til þessara aðila og sú hagkvæmnisathugun liggur nú fyrir og var skilað hingað fyrir u.þ.b. 10 dögum í ráðuneytið. í millitíðinni, eða í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar Alþýðuflokksins, gerð- _____„Tel æskilegt, að unnt sé að dreifa slík- um kostum um landiðu aðarráðherra, er hann var spurður í gær um afstöðu hans og þátt iðnaðarráðuneytisins í máli þessu. „Þá höfðu báðir þessir aðilar áhuga á þessu. Ég hygg þó að Jarðefnaiðn- aður hafi farið eitthvað síðar af stað í sambandi við undirbúning, þó vil ég ekkert fullyrða um það — en þeir fengu stuðning til skoðunar á þessu hjá ráðuneytinu strax 1978 vegna athugunar á iðnaðarkostum. Hjá Jarðefnaiðnaði beindist það nú ekk- ert sérstaklega að steinullarverk- smiðju á þeim tíma, þó það væri á skrá hjá þeim. — Var samningi Iðntæknistofn- unar og bæjarstjórnar Sauðárkróks rift þá? „Nei, ég held að það hafi ekki verið á þeim tíma. Það snýr a.m.k. ekki að ráðuneytinu. Ég vil ekki tjá mig neitt um það atriði, en ráðu- neytið tók, að höfðu samráði við ekki væri um að ræða að styðja tvo aðila, sem væru svo að vinna í málinu kannski gagnvart hugsan- legum kaupendum erlendis, án þess að það væri nokkur fótur kominn undir þetta." — Én höfðu þá einhverjir aðrir aðilar en Sauðárkrókur fengið styrki úr opinberum sjóðum til slíkra jarðefnaathugana? „Nei, það held ég að sé nú ekki rétt að segja. Það var um að ræða stuðning á árinu 1978. Það var sumpart áður en ég kom hingað í ráðuneytið. Þá höfðu þeir fengið styrki til ákveðinna kannanna á iðnaðarkostum. Eftir að ég kom í ráðuneytið 1978 var þessum fjár- veitingum til athuguna á því sem sneri að steinullariðnaði, beint til Iðntæknistofnunar, sem ynni þá málið og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, en ekki til þessara aðila. ust hlutir, sem féllu kannski ekki alveg að þeirri stefnu, sem hér var uppi þá og þessir áhugaaðilar fengu gögn í málinu og fóru síðan að vinna að því hvor á sinn hátt. — Hversu margir aðilar eiga þarna hlut að máli? „Þetta eru tveir aðilar, sem þarna hafa komið inn í málið og fengu þeir gögn í ráðherratíð Braga Sigur- jónssonar." — Eru ekki fleiri aðilar þarna á ferðinni? „Ja, ég hef persónulega ekki orðið var við það, en ég hygg þó að Reykjavíkurborg hafi fengið gögn í málinu á þessum tíma, en ekki sótt það að öðru leyti sérstaklega. — Hvað gerist næst í málinu?“ „Það sem nú liggur fyrir er þessi hagkvæmnisathugun, sem virðist koma vel út og ég geri ráð fyrir því að næsta skref verði það að farið verður ofan í forsendur fyrir stað- arvali og ráðuneytið hafi þar for- göngu um í samvinnu við þessa áhugaaðila og einnig verði leitað heimildar ríkisins í formi heimild- arlaga til þess að standa að þessu fyrirtæki ef það þykir æskilegt að ráðast í það og taka að sér skuld- bindingar það að lútandi, óháð þá staðarvali." — Er hugsanlegt að erlend fyrir- tæki verði þarna eignaraðilar? „Ég hef gert ráð fyrir því, að ríkið verði þarna eignaraðili, ég á ekki von á því að innlendir aðilar ráði við að fjármagna það að fullu, en ég skal ekki fullyrða um það á þessu stigi. Erlend aðild hefur ekki verið inni í þessari umræðu." — Hefur þú persónulega skoðun á því, hvar þessi verksmiðja er bezt staðsett? „Ég hef a.m.k. ekki neina ástæðu til að tjá mig um það á þessu stigi. Það þarf að byggja á forsendum, sem ekki eru komnar fram ennþá. En ég hef almennt það sjónarmið í sambandi við nýiðnað og iðnaðar- uppbyggingu í landinu að það se æskilegt að það sé unnt að dreifa slíkum kostum um landið sem skyn- samlegast. Ég hygg að það sé ekki ráðlegt í bili að stefna að fleiru en einu slíku fyrirtæki í bráð hérlendis, — hvað sem síðar kann að verða. Það fer auðvitað eftir þróun mark- aðar og öðrum þáttum. Við munum reyna að hraða þessu máli eftir því sem föng eru á, því aðstæður virðast vera hagstæðar og verðþróun, og það skiptir mjög miklu máli í sambandi við iðnað og útflutning að vera á réttu róli hvað þetta snertir," sagði Hjörleifur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.