Morgunblaðið - 26.02.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 26.02.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 17 ekki né skýra frá einstökum rann- sóknarverkefnum né framleiðslu- hugmyndum né öðrum trúnaðar- gögnum er verða til vegna þessa samstarfs við þriðja aðila án samþykkis hins.“ Þáttur iðnaðarráðuneytis Haustið 1978 samþykkti iðnað- arráðuneytið að standa straum af kostnaði við bræðsluprófanir og markaðsathuganir, en eingöngu gegn því skilyrði að aðrir aðilar, sem áhuga hefðu á framleiðslu steinullar, fengju aðgang að þeim upplýsingum á jafnréttisgrund- velli. Þóttu okkur þetta harðir kostir, þar sem við höfðum svo lengi unnið með stofnunum ráðu- neytisins að máiinu. Við urðum þó að samþykkja þessa meðferð málsins, þar sem ekki voru aðrar leiðir til að fjármagna þessar rannsóknir. Þó var vitað, að aðrir aðilar, sem stunduðu rannsóknir á hagnýtingu steinefna, höfðu feng- ið a.m.k. 9,0 millj. kr. styrk úr opinberum sjóðum til slíkra verk- efna. Samningur okkar við Iðntækni- stofnun var þar með numinn úr gildi. A árinu 1979 ákveður ráðuneyt- ið að láta vinna stofn- og rekstr- arkostnaðaráætlanir fyrir stein- ullarverksmiðju á íslandi, og voru fyrirtækin Jungers Verkstads AB og Elkem Spigelverket fengin til að vinna stóran hluta af þeim áætlunum undir stjórn Iðntækni- stofnunar. Þessi fyrirtæki eru þau sömu og fyrirhugað er, að selji væntanlegu framleiðslufyrirtæki öll tæki og búnað. Talið var mikilvægt, að málið væri í hönd- um eins aðila, ekki síst vegna fyrirsjáanlegra samskipta við er- lenda kaupendur á steinull. Þessir erlendu aðilar eru þeir sömu og Jungers ætlaði að benda okkur á, en vegna stöðu málsins fóru þær upplýsingar til Iðntæknistofnun- ar. Vorum við áminntir um að skemma ekki fyrir málinu með því að hafa samband við tækjafram- leiðendur eða hugsanlega kaup- endur steinullar erlendis. Eftir stjórnarskipti á árinu 1979 verður breyting á stefnu ráðu- neytisins. Ákveðið er að taka málið úr höndum Iðntæknistofn- unar og afhenda áðurnefndar skýrslur öllum þeim sem áhuga kynnu að hafa á málinu. Iðn- tæknistofnun afhenti þó ekki nöfn hugsanlegra kaupenda steinullar vegna loforðs um trúnað við þessa aðila, þ.e. að þeim yrði ekki blandað í málið, fyrr en ákvörðun um staðsetningu verksmiðjunnar lægi fyrir. Skömmu síðar lét Iðntæknistofnun þessar upplýs- ingar af hendi. í kjölfarið fór einn áhugaaðili utan til að heimsækja þessa aðila ásamt fulltrúum Iðn- tæknistofnunar og Seðlabanka íslands. Var okkur ekki heimiluð þáttaka í þeirri ferð. Þrátt fyrir stefnubreytingu ráðuneytisins ákvað Iðntækni- stofnun að gefa út, á eigin kostn- að, samantekt á þeim hlutaáætl- unum, sem fyrir lágu, og umsögn um steinullaráætlunina, og var sú skýrsla gefin út hinn 31. jan. sl. Niðurstöður skýrslunnar sýna að hagkvæmast er að reisa á Islandi steinullarverksmiðju sem framleiði 14—15000 tonn af stein- ull á ári.„ Þorsteinn Þorsteinsson bæjarstjóri t.v. og Árni Guðmundsson formaður stjórnar Steinullarfélagsins á Sauðárkróki. Ljósm. Mbl. Emilia. Við átt- um hug- myndina — segja fulltrúar Sauð- árkróks um steinull- arverksmiðjuna „ÞAÐ VARÐ töluverð atvinnuupp- bygging hjá okkur í byrjun áratug- arins sem byggðist fyrst og fremst á sjávarútvegi, sem síðan hefur fjarað út og ekki orðið nein nettó- fjölgun, atvinnutækifærin eru færri nú en þá. Okkur vantar tilfinnan- lega nýiðnað til að byggja þetta upp á ný. Einnig verður að hafa í huga, að Norðurland er tekjulægsta svæði landsins og Sauðárkrókur með tekjulægstu kaupstöðunum," sagði Þorsteinn Þorsteinsson bæjarstjóri á Sauðárkróki, er Mbl. ræddi við hann í gær um ástæðu þess að Sauðárkrókur hyggur á byggingu steinullarverksmiðju þar í bæ. „Bærinn er af heppilegri stærð, við getum einnig tekið við fólksfjölgun ef með þarf vegna slíkrar verk- smiðju. Við höfum góða heilbrigðis- þjónustu, góða skóla og allar aðrar aðstæður. í Þorlákshöfn, þar sem Sunnlendingar vilja reisa sína verksmiðju, er mannekla fremur en hitt.“ Árni Guðmundsson, formaður stjórnar Steinullarfélagsins h/f á Sauðárkróki, sagði það að sínu mati þjóðhagslega hagkvæmt að setja slíka verksmiðju niður á Sauðár- króki. „Við höfum hráefnið við bæjardyrnar, ef svo má segja, basaltsandinn. Skeljasandinn er stutt að sækja, eða í Önundarfjörð á Vestfjörðum. Við hófum rann- sóknir og undirbúning að því að reisa slíka verksmiðju strax árið 1975 og höfum ætíð unnið í sam- vinnu við iðnaðarráðuneytið og treystum því að sú staðreynd að hugmynd að slíkri verksmiðju var okkar, verði virt.“ Þorsteinn bætti því við, að þeir væru ekki að skammast út í Jarð- efnaiðnað h/f á Suðurlandi. „Við virðum þeirra vinnu og við vonumst til að hægt verði að leysa þannig úr þessu máli að allir geti vel við unað. Sunnlendingar segjast eiga bezta vikur í heimi. Við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að reisa tvær verksmiðjur til að vinna úr jarðefnum. Sunnlendingar geta þá nýtt sinn vikur, sem við ekki höfum, en við fáum að nýta eina hráefnið sem við höfum, þ.e. basaltsandinn, til steinullarframleiðslu.“ Þeir sögðu að athuganir á flutn- ingsaðstöðu hefðu farið fram og að þeirra áliti væri aðstaða til útflutn- ings ekki lakari frá Sauðárkróki en Þorlákshöfn. „Við ætluðum alls ekki að fara að gera þetta að fjölmiðlastríði, en verðum auðvitað að svara fyrir okkur og skýra okkar málstað," sögðu þeir í lokin en vitnuðu að öðru leyti í fréttatilkynningu og greinargerð um rannsóknir á hag- kvæmni steinullarverksmiðju á Sauðárkróki, sem birtist hér sér- staklega. Þursarnir leika á 15 stöðum úti á landi HINN íslenzki þursaflokkur er um þessar mundir að leggja upp í tónleikaför um landsbyggðina og verða tónleikar á 15 stöðum víðs vegar um landið. Flokkurinn hefur um þessar mundir starfað í tvö ár og hefur á þeim tíma gefið út tvær hljómplöt- ur, Hinn íslenzki þursaflokkur og Þursabit, sem gefnar voru út á Islandi, Danmörku og Svíþjóð. I dag skipa hljómsveitina þeir: Ásgeir Óskarsson, Egill Ólafsson, Karl Sighvatsson, Rúnar Vil- bergsson, Tómas Tómasson og Þórður Árnason. Hljómsveitin verður á eftirtöld- um stöðum á næstunni: Þriðjud. 26. febrúar, Selfossbíói, miðvikud. 27. febrúar, Menntaskólanum Laug- arvatni, fimmtud. 28. febrúar, Fé- lagsheimilinu Vestmannaeyjum, föstud. 29. febrúar, Skógaskóla, laugard. 1. mars, Sindrabæ Horna- firði, sunnud. 2. mars, Valaskjálf Egilsstöðum, mánud. 3. mars, Eg- ilsbúð, Neskaupstað, fimmtud. 6. mars, Menntaskólanum Akureyri, föstud. 7. mars, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Laugard. 8. mars, Sam- komuhúsið Akureyri, sunnud. 9. mars, Félagsheimilinu Húsavík, mánud. 10 mars, Stórutjarnar- skóla, þriðjud. 11. mars, Reykja- skóla Hrútafirði, miðvikud. 12. mars, Samvinnuskólanum Bifröst, fimmtud. 13. mars, Fjölbrautaskól- anum Akranesi. Herdís Þorvaldsdóttir í hlutverki sínu í Fröken Margrét. „Fröken Marg- rét“ sýnd á Norðurlandi FRÖKEN MARGRÉT, leikritið sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt á annað hundrað skipti, er nú á ferð á Norðurlandi. Var verkið í gærkvöld sýnt á ólafsfirði, en verður í kvöld sýnt í Siglufirði kl. 20:30. Á morgun, miðvikudag klukkan 18 er ráðgert að sýna Fröken Margréti á Dalvík og aftur þar á föstudag, 29. febrúar. Á fimmtu- dag verður verkið hins vegar sýnt í Hrísey og mun það í fyrsta sinn, sem Þjóðleikhúsið sýnir þar. Sýn- ingartíminn hefur ekki verið ákveðinn en verður hagað eftir ferðum Hríseyjarferjunnar. Ein ntvei, margar letu rgerói r ~ Þaö er ekki lengur spurning um hvaöa rafritvél þú velur, heldur hvernig letur þú velur í IBM kúluritvélina. IBM kúluritvélin hefur marga kosti umfram aðrar rafritvélar. Einn er aö geta skipt um letur. Meö einu handtaki má skipta um leturkúlu og fá þannig annaö letur, sem kemur aö góöum notum við sérstakar bréfa- skriftir, skýrslugerðir og textaskrif. Nú bjóöa SKRIFSTOFUVÉLAR h/f upp á fjórðu leturgerðina í IBM kúluritvélar. Sú nýja nefnist Courier 10 og bætist þar meö í hóp Advocate, Courier 12 og Scribe, sem þegar eru til meö íslenska stafrófinu. Biðjiö um letursýnishorn. HVERFISGATA % + ~x + vS? Hverfisgötu 33 s“:20560 Við byggjum upp framtíð fyrirtækis þíns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.