Morgunblaðið - 26.02.1980, Side 21

Morgunblaðið - 26.02.1980, Side 21
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 2 1 „Menn voru með hug- ann annars staóar“ „MENN voru með hugann annars staðar, við Evrópuleikinn við Atletico i næstu viku, annars verður ekki af Víkingum tekið, að þeir léku skínandi vel og allt gekk upp hjá þeim. Á hinn bóginn gerðum við þeim allt til geðs og réttum þeim knottinn hvað eftir annað upp i hendurn- ar,“ sagði Hilmar Björnsson þjálfari Vals í spjalli við Mbl. eftir að hans menn höfðu verið rassskelltir af Víkingum í 1. deild íslandsmótsins i handbolta um helgina. Úrslit leiksins eru ekki gott vegarnesti fyrir Valsmenn í jafn mikilvægan leik, en ef menn þekkja Valsmenn rétt, verða þeir búnir að gleyma honum um næstu helgi og standa sig þegar að einhverju raunhæfu er að keppa. Og Valsmenn verða að gleyma þessu leik sem fyrst. En þó ekki fyrr en þeir hafa lært af mistökunum. Um leik Vals og Vikings og annan handknattleik um helgina má lesa nánar á blaðsiðu 23. Fékk fimm egg í höfuðið í leiknum — Viggó skoraði 11 mörk — MÉR gekk vel i leiknum, skoraði 11 mörk af 26, þar af þrjú úr vitaköstum. Þessi sigur okkar, 26—22, var dýrmætur, við eigum nú tvo leiki eftir og ef við sigrum í þeim báðum erum við orðnir spænskir meistarar, sagði Viggó Sigurðsson á sunnudags- kvöldið er Mbl. ræddi við hann. Lið Viggós, F.C. Barcelona, sigr- aði lið Atietico Madrid í Madrid á laugardaginn. Leikurinn fór fram i sömu höll og Valsmenn eiga að leika i á laugardaginn næstkomandi. — Valsmenn eiga erfiðan leik fyrir höndum, sagði Viggó. Stemmningin hjá áhangendum Atletico er óskapleg í orðsins fyllstu merkingu. Ég fékk fimm egg í höfuðið og í það minnsta 30 peseta. Ég var orðinn dauðhrædd- ur. Átta sinnum þurfti að stöðva leikinn til þess að hreinsa upp drasl af vellinum. Þá voru hrópin óskapleg allan tímann. Lið Atle- tico er mjög sterkt, sérstaklega í hraðaupphlaupum. Þá eiga þeir eina skyttu sem er stórhættuleg. Maður sem jafnvel þarf að taka úr umferð. Það er nú þegar orðin mikil spenna hér á Spáni yfir Evrópuleiknum. Honum verður sjónvarpað beint um allan Spán. Viggó sagði að lokum, að hann væri að íhuga tilboð frá þremur v-þýskum liðum, Grambke, Nettlested og Kiel. Það er ekki fott að segja hvað verður ofan á. !g hef mikinn áhuga á að leika þar næsta ár ef ég fæ nægilega gott tilboð sagði Viggó. — þr. Býður Dortmund í Atla? í NÝJASTA hefti Welt Am Son- tag, er lítil grein og stutt á iþróttasiðu, i slúðurdálki siðunn- ar. Þar stendur að 1. deildar félagið Borussia Dortmund, sem lengi framan af vetri var í efsta sæti deildarinnar, hafi áhuga á að fá Atla Eðvaldsson, Valsmann- inn sterka, i sinar raðir (eða Attila Edvaldsson eins og stend- ur í WAS). Segir blaðið að Dortmund sé reiðubúið að greiða Val 300.000 mörk fyrir piltinn, en það eru nærri 70 milljónir islenskra króna. • Atli Eðvaldsson. • Ólympíuleikunum í Lake Placid var slitið á sunnudag með mikilli athöfn og há- tíðlegri. Á bls. 24 og 25 má finna fréttir af leikunum. Stjörnur EFTIRTALDIR afreksmenn hlutu fleiri en ein verðlaun á ólympiuleikunum: Bandariski skautahlauparinn Eric Heiden hlaut fimm gullverðlaun, sovéski skiðagöngumaðurinn Nikolai Zimyatov hlaut þrenn gullverð- laun. Hanni Wenzel frá Licht- enstein hlaut tvenn gullverðlaun, fyrir svig og stórsvig, og silfur- verðlaun i bruni, góður árangur það. Anatoli Aljabiev frá Sovét- ríkjunum hlaut 2 gullverðlaun og ein silfurverðlaun fyrir skiða- göngu og skotfimi. Frank Ullrich frá A-Þýskalandi hlaut 1 gull- verðlaun og tvenn silfurverðlaun fyrir skiðagöngu og skotfimi. Juha Mieto Finnlandi hlaut tvenn siflurverðlaun og ein bronsverðlaun fyrir skiðagöngu. Ingemar Stenmark hlaut gull- verðlaun fyrir svig og stórsvig, og hér á eftir fer svo upptalning leikanna á þeim sem hlutu heldur færri verðlaun: V. Rochev Sov. norr.greinum 1 gull, 1 silfur E. Shearer Sviss, bobsleói 1 gull, 1 silfur J. Benz Sviss bobsledi 1 gull, 1 silfur B. Musiol A-Þýsk. bobsleði 1 gull, 1 brons M. Nehmer A-býsk. bobsleði 1 gull, 1 brons N. Petrusheva Sov. skautahl. 1 gull, 1 brons L. MUller Band. skautahl. 2 silfur H. Riihivouri Finnl. norr.greinum 2 silfur K. A. Stenshjemmet Nor. skautahl. 2 silfur O. Aunli Nor. norr.greinar 1 silfur, 1 brons S. Becker A-býsk. skautahl. 1 silfur, 1 brons T. Oxholm Nor. skautahl. 2 brons Karfan STAÐAN í úrvalsdeildinni í körfuknattleik er þessi, þeg- ar leiknar hafa verið 16 umferðir: Valur 16 12 4 1419-1317 24 Njarðvik 16 12 4 1328-1236 24 KR16 9 7 1327-1261 18 ÍR 16 9 7 1405-1426 18 ÍS 16 4 12 1356-1425 8 Fram 16 2 14 1252-1414 4 Stigahæstu leikmenn mótsins eru: Trent Smock ÍS 522 Tim Dwyer Val 451 Mark Christiansen ÍR 409 Símon Ólafsson Fram 357 Kristinn Jörundss. ÍR 354 Jón Sigurðss. KR 347 Gunnar Þorvarðar. UMFN 297 Ted Bee UMFN 293 Marwin Jackson KR 286 Guðst. Ingimarss. UMFN 254 Kristján Ágústss. Val 244 Þorv. Geirss. Fram 223 Jón Héðinsson ÍS 205 Stigahæstu leikmenn í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins: Jón Sigurðsson KR 57 Kristinn Jörundss. ÍR 56 Gunnar Þorvarðar. UMFN 53 Guðst. Ingimarss. UMFN 52 Simon ólafss. Fram 51 Sjá bls. 27. Bikarkeppni Tekst þeim gömlu leik- reyndu að leggja Val? VALUR og KR eigast við í bikarkeppni KKÍ í kvöld, og fer leikurinn fram í Hagaskólanum og hefst hann klukkan 20.00. Ekki er víst að Valsmenn fari létt með B-liðið, margir gamlir refir eins og t.d. Einar Bollason verða á fleygiferð með liðinu og gætu gert Val skráveifu. Ekki er víst að þeir Tim Dwyer og Ríkharður Hrafnkelsson geti leikið með Val. Þeir hafa fengið þrjú gul spjöld og samkvæmt þvi eiga þeir yfir höfuð sér leikbann. Hins vegar er til regla þar sem dómarar eiga að skrá nöfn spjaldmanna á leikskýrslur í lok hvers leiks. Hefur Mbl. fregnað að þetta hafi ekki verið gert og því sé ekki víst að Valsmenn muni hlýta þeim dómum sem aganefnd KKÍ kann að kveða upp. Möguleiki er hér á hasar- máli. Skipting verðlauna á Olympíu- leikunum gull silfur hrons Sovétríkin 10 6 6 A-Þýskal. 9 7 7 Bandaríkin 6 4 2 Austurriki 3 2 2 Sviþjóð 3 - 1 Lichtenstein 2 2 — Finnland 1 5 3 Noregur 1 3 6 Holland 12 1 Sviss 113 England 1 — — V-Þýskaland — 2 3 ítalia — 2 — Kanada — 1 1 Japan — 1 _ Ungverjaiand — 1 — Búlgaria — — 1 Tékkósl.v. — — 1 Frakkiand — — 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.