Morgunblaðið - 26.02.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
23
Æsispennandi
lokakafli í
leik KR og Fram
s= 17:17
ÞEIR voru heppnir KR-ingar að
ná i annað stigið er þeir mættu
Fram á laugardaginn i 1. deild-
inni i handknattleik. Þegar að-
eins 3 sek. voru til leiksloka
jafnaði Björn Pétursson með
lúmsku undirskoti sem fór á milli
fóta Snæbjörns markvarðar
Fram. Jafntefli 17—17 eftir æsi-
spennandi lokakafla. Lið Fram
hafði forystuna allan leikinn frá
byrjun til enda og því slysalegt
niður í eitt mark 17—16. í næstu
sókn var dæmd töf á Framara sem
greinilega voru ragir við að reyna
skot. KR-ingar fá dæmt vítakast í
næstu sókn en bráðefnilegur
markvörður Fram Snæbjörn Arn-
grímsson varði frá Konráði. Það
dugði ekki til. I síðustu sókn sinni
missa Frammarar boltann út af,
léku ákaflega óyfirvegað í lokin.
KR-ingar brunuðu upp og eins og
áður sagði skaut Björn Pétursson
á síðustu sekúndunni og jafnaði
metin. Var það fyrsta mark hans í
leiknum og fögnuðu félagar hans
honum ákaft.
Það sem réð einna helst bagga-
muninn í leiknum var stórgóð
• Björn Pétursson fær flugferð hjá félögum sinum eftir að hafa
jafnað leikinn. Ljósm. Guðjón
að láta KR jafna leikinn á
lokaaugnablikinu. Leikurinn var
nokkuð vel leikinn hjá báðum
liðum og mikil barátta var i
honum enda hafa leikmenn gert
sér grein fyrir því hversu mikil-
væg stigin voru fyrir liðin sem
bæði eru i botnbaráttunni. Alls
var leikmönnum visað átta sinn-
um af velli, enda nokkur harka i
leiknum.
Frammarar náðu fljótlega und-
irtökunum í leiknum, léku þeir
mun betur. Liðinu hefur farið
mikið fram í síðustu leikjum
sínum, og allur leikur þess beittari
en áður. í fyrri hálfleiknum var
lengst af þriggja marka munur á
liðunum og staðan í hálfleik var
11—8, Fram í vil.
í síðari hálfleiknum var mikið
fjör í leiknum. KR-ingar reyndu
hvað þeir gátu til þess að jafna
metin í leiknum og gáfust aldrei
upp. Þegar fjórar mínútur voru
eftir af leiknum tókst Símoni
Unndórssyni að minnka muninn
markvarsla hjá Sigurði Þórarins-
syni. Þá kom ungur nýliði Snæ-
björn Arngírmsson inn á og varði
þrívegis vítaköst í leiknum. Hjá
Fram var Hannes Leifsson bestur
útileikmanna en Andrés, Egill og
Erlendur áttu ailir nokkuð góðan
leik. Hjá KR var Ólafur Lárusson
bestur. Gísli Felix varði nokkuð
vel í markinu eftir að hann kom
inn á. Jóhannes Stefánsson var
sterkur í vörninni að vanda.
I stuttu máli: íslandsmótið 1. dcild.
I.auKardalshóll 23. febrúar Fram—KR 17—
17 (11-8).
Mörk Fram: Hannes 7 (3v), Andrés 3,
Erlendur 3 (lv), Egill 2, Jón Árni 1,
Sigurbergur 1.
Mðrk KR: Ólafur I.árusson 5 (2v). Haukur
4v, Konráð 2. Jóhannes 2, Simon 1, Friðrik 1,
Björn 1 og Ingi Steinn 1.
Misheppnuð vitaköst' Snæbjörn Arn-
grímsson varði þrjú vítaköst frá Hauki
Ottcsen, Konráði Jónssyni og Ólafi Lárus-
syni. Haukur Ottesen skaut 1 þverslá á 46.
min.
Brottvisun af leikvelli: Sigurbergur 2
min. Erlendur 2. min, Andrés i 4 min, allir
Fram. Konráð Jónsson KR i 4 min og
Haukur Ottesen KR i 2 min.
—þr.
Boltinn smellur í netinu, eftir að hafa farift milli fótanna á hinum
bráðefnilega Snæbirni Arngrimssyni markverði Fram. Ljósm. Guðjón
• Árni Indriðason kominn í íæri á línunni, en það er brotið illa á honum og vítakast
er uppskeran. Ljósm. Kristján.
Handknattleikur í hæsta
gæðaflokki hjá Víkingum
Vikingar hreinlega hýddu Vals-
menn i 1. deild íslandsmótsins i
handknattleik er liðin öttu kappi
á sunnudagskvöldið. Unnu Vik-
ingar 9 marka sigur, 24—15,
eftir að staðan í hálfleik hafði
verið furðuleg, 14—5 Víkingum í
hag. Er skemmst frá að segja, að
annan eins handknattleik hefur
Vikingur ekki sýnt það sem af er
vetri, eða í annan tíma, yfirburð-
ir liðsins voru með ólikindum,
einkum i fyrri hálfleik. Vals-
mönnum til hróss, hélt liðið þó í
við mótherja sina í siðari hálf-
leik, en ekki tókst liðinu að
minnka muninn og var liðið
siðan heppið að fá ekki tíu marka
tap í hausinn þegar Sigurður
Gunnarsson brenndi af viti eftir
að venjulegum leiktíma var lokið,
aðeins vitið eftir.
Það ætti að vera ljóst á lokatöl-
um leiksins, að Valsmenn voru
ekki sjálfum sér líkir. Á ýmsu
hefur gengið hjá liðinu í vetur, en
svona langt niður hefur liðið ekki
dottið fyrr en nú. Mikilvægur
leikur gegn Atletico Madrid í
Barcelona eftir viku er engin
afsökun fyrir svona frammistöðu,
vegna þess leiks kom tap Vals-
manna svo sem ekkert á óvart, en
enginn átti von á því sem varð
ofan á. Var oft hreint ótrúlegt að
sjá til Valsaranna, taugarnar voru
í molum, mistökin í sókn voru alls
ráðandi, vörnin lak eins og sigti,
markvarslan þó þokkaleg þrátt
fyrir allt og miðað við aðstæður.
Valsmenn reyndu að leika á hraða
sem þeir réðu ekkert við, beittu
ekki sínu vopni, að hanga á
knettinum og lengja sóknirnar
fram úr öllu valdi. Aðeins um
tíma í síðari hálfleik þegar Vals-
menn freistuðu þess að taka bæði
Þorberg Aðalsteinsson og Sigurð
Gunnarsson úr umferð og taka
aðra Víkinga langt úti á vellinum,
hálfgerða „maður á mann" vörn,
gekk liðinu eitthvað. Staðan var
18—6 (!) þegar Valsmenn tóku það
til bragðs og skoruðu þá 6 mörk
gegn einu á smákafla. En síðan
misstu þeir tökin aftur og Vík-
ingar sigu fram úr, skoruðu m.a.
þrjú síðustu mörkin í leiknum.
Það var enginn veikur hlekkur í
liði Víkings og liðið sýndi algera
snilldartakta. Markvarsla Jens
Einarssonar var á heimsmæli-
kvarða, en hann gerði sér lítið
fyrir og varð 22 skot í leiknum,
mörg þeirra eftir að Valsmenn
voru komnir einir í gegn. Þá var
vörnin ekki síður framúrskarandi.
Vörnin var eins og hreyfanlegur
VíkingurQ m
— Valur l%J
veggur sem var eins og Krossá í
vexti, ófær meira að segja stærstu
torfærutröllum. Athyglisvert er
að líta nánar á þessi fimm mörk
Valsmanna í fyrri hálfleik, 2 víti,
tvö hraðaupphlaup og eitt úr
horni...
í síðari hálfleiknum slakaði
Víkingur dálítið á og Valsmenn
tóku sig að sama skapi dálítið
saman í andlitinu, a.m.k. eins og
möguleiki var eins og komið var
(18—6). En það er ekki síður
athyglisvert að gefa því gaum, að
Víkingar voru einum færri í sam-
tals 14 mínútur af 60. Yfirleitt
tókst Valsmönnum alls ekki að
nýta sér að vera einum fleiri á
vellinum, þvert á móti, þá var einu
sinni dæmd töf á liðið er 6
Valsmenn sóttu að fimm leik-
mönnum Víkinga. Ótrúlegt, en
slíkur var varnarleikur Víkinga
lengst af og nú vantar aðeins eitt
stig til þess að tryggja íslands-
meistaratitilinn endanlega.
Það var ekki aðeins í vörn og
markvörslu' sem Víkingar höfu
yfirburði, sóknin var oft stórfengl-
eg, 4 hraðaupphlaup í upphafi er
Víkingur komst í 6—1 og sex slík
mörk af 14 í fyrri'hálfleik. Síðan
ýmist mörk eftir hinum fjölbreyti-
legustu kerfum, eða eftir einstakl-
LIÐ FRAM: Sigurður Þórarins-
son 3, Snæbjörn Arngrímsson 3,
Birgir Jóhannesson 2. Theódór
Guðfinnsson 2, Jóni Arni Rún-
arsson 2, Sigurbergur Sigsteins-
son 2, Jóhann Kristinsson 1,
Erlendur Daviðsson 3, Atli Hilm-
arsson 1, Egill Jóhannesson 2,
Andrés Bridde 3, Hannes Leifs-
son 3.
ingsframtak. Var feiknakraftur í
Víkingum og fyrri hálfleikurinn
a.m.k. eitthvað það besta sem
íslenskt lið hefur sýnt í háa
herrans tíð. Efast varla nokkur
maður um að Víkingur hreppi
fljótlega þetta eina stig sem skort-
ir. Það er meira að segja ótrúlegt
annað en að Víkingur vinni mótið
með fullu húsi stiga. Ósanngjarnt
er að taka einn Víking fram yfir
annan, betra að vísa á allt liðið
eða hvern sem er, Jens, Erlend,
Þorberg, Steinar, allir náðu alger-
umtoppleik. Minna var um dýrðir
hjá gersigruðu liði Vals og má
heita að Steindór Gunnarsson hafi
verið eini leikmaður liðsins sem
lék af eðlilegri getu, þó oft hafi
hann verið enn betri. Brynjar
varði lygilega vel miðað við þá
„vörn“ sem hann hafði fyrir fram-
an sig.
t stuttu máli:
IsiandsmótiA i handknattleik, 1. deild
Víkingur-Valur 24—15 (14—5). Mörk
Vikings: SigurAur Gunnarsson 7/6, Þorberg-
ur AAalsteinsson 5, Erlendur Hermannsson
4. Steinar Birgisson og Páli Björgvinsson 3
hvor og Ólaiur Jónsson 2 mörk.
Mörk Vals: Stefán Halldórsson 6/5,
Steindór 3. Þorbjörn GuAmundsson 2/1
Björn BjOrnsson 2, Bjarni GuAmundsson og
Gunnar LúAviksson 1 mark hvor.
Víti 1 vaskinn: Jens varAi frá Þorbirni
GuAmundssyni. Óli Ben. frá Þorbergi og
SigurAur Gunnarsson brenndi tvisvar af.
Brottrekstrar: Björn Björnsson útil.
Steinar og Þorbergur Vikingi í 4 minútur
hvor. Árni. Magnús og Ólafur Vikingi.
Steindór. Brynjar HarAarson og Þorbjörn
Jensson Val i 2 mínútur hver.
LIÐ KR: Pétur Hjálmarsson 1,
Gísli Felix Bjarnason 2, Simon
Unndórsson 1, ólafur Lárusson
3, Björn Pétursson 1, Friðrik
Þorbjörnsson 2, Ingi Steinn 1,
Kristinn Ingason 1, Konráð
Jónsson 2, Haukur Ottesen 2,
Jóhannes Stefánsson 2, Haukur
Geirmundsson 2.
DÓMARAR: Árni Tómasson. ólafur Steingrimsson 3.
gg.
Víkingur: Jens Einarsson 5, Kristján Sigmundsson 1, ólafur Jónsson
3, Erlendur Hermannsson 4, Steinar Birgisson 4, Þorbergur
Aðalsteinsson 4, Sigurður Gunnarsson 3, Árni Indriðason 3, Páll
Björgvinsson 3, Magnús Guðmundsson 2.
Valur: Brynjar Kvaran 2, ólafur Benediktsson 1, Steindór Gunnars-
son 3, Stefán Halldórsson 2, Gunnar Lúðviksson 1, Brynjar Harðarson
1, Björn Björnsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Þorbjörn Jensson 1, Jón
Karlsson 1, Bjarni Guðmundsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 1.
Dómarar: Karl Jóhannsson og óli ólsen 3.