Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 26

Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 Breiðablik með forystu en ÍA fylgir fast á eftir BREIÐABLIK heldur enn foryst- unni í 3. deildinni i handknatt- leiknum í harðri samkeppni við jja'tu ennþá biandað sér í þessa baráttu. Um síðustu helgi sigraði Akranes þann erfiða andstæðing Gróttu og Óðinn Selfoss í miklum barningi. Keflavík hélt forystu sinni í neðri helmingnum með sigri yfir Dalvík, en einhvern- tímann þar áður sigraði Dalvík Selfoss í botnslagnum, sem raun- ar skiptir nauðalitlu, því að í þessari deild er aðeins barátta um sigurinn. Fall er ekki til, engin 4. deild — ennþá. Dalvík — Selfoss í kyrrþey — endaði 26:23 Selfyssingar áttu að leika við Dalvíkinga nyrðra snemma í jan- úar, en þessi leikur fór fram um daginn í kyrrþey, meira að segja Kennslubók í handknattleik dreift meðal skólabarna TÆKNINEFND HSÍ hefur gefið út í samvinnu við Osta- og smjörsöluna og Mjókurdags- nefnd kennslubók í handknatt- leik fyrir unglinga. Heitir hún Réttur handbolti og þessa dag- ana er verið að dreifa henni ókeypis meðai allra 12 ára barna i grunnskóium landsins. Bókin er skrifuð eftir sænskri fyrirmynd, en myndirnar í henni eru af spænskum uppruna. Haft er eftir talsmönnum HSÍ að þetta sé aðeins fyrsta ritið, sem kemur út, í þessum bæklingi séu reglur í handknattleik gerðar að umtals- efni, en í næsta bæklingi verði fjallað meira um sjálfa galdra íþróttarinnar. Einn pólski fyrrum landsliðsþjálfari íslands, Janus Cherwinski, sagði þegar hann var hérlendis á sínum tíma, að grunn- þjálfun öll á íslandi væri í molum. Með þessu riti er það ætlun HSÍ að reyna að bæta úr því að nokkru leyti. Á myndinni hér að ofan má sjá Jón Erlendsson, formann tækninefndar HSÍ, Jóhann Inga Gunnarsson landsliðsþjálfara fjalla um ritið á fundi með fréttamönnum. Myndina tók Kristján Einars- son. — gg án vitundar mótanefndar HSÍ — og endaði bara 26:23 fyrir Dalvík. Keílavík sigraði Dalvík 23:19 Keflvíkingar heimsóttu Dalvík- inga hins vegar í björtu á laugar- daginn var og sigruðu heimamenn í litlausum leik með 23 mörkum gegn 19 eftir 10 gegn 6 í leikhléi. Mörk Dalvíkur: Björn Ingi Hilmarsson 1, Einar Ásgrímsson 1, Kristján Aðalsteinsson 4, Ólaf- ur Sigurðsson 1, Tómas Viðarsson 3, Vignir Hallgrímsson 9. Mörk Keflavíkur: Björgvin Björgvinsson 7, Björn Blöndal 3, Grétar Grétarsson 2, Jón Magn- ússon 2, Jón Ólsen 8, Magnús Garðarsson 1. Óðinn marði sigur á Selíossi 24:23 Selfyssingar hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og hafa reynt hvað þeir geta að vinna sín fyrstu stig, en ekki hefur það samt gengið ennþá. Óðinsmenn máttu þó þakka fyrir á sunnudaginn, þegar þeir léku við Selfyssinga eystra, enda leit lengi vel út fyrir sigur heimamanna. Þeim förlaðist þó á lokasprettinum og gestirnir náðu eins marks sigri, 24:23, en voru undir í leikhléi, 11:12. Mörk Selfoss: Árni Múli Jónas- son 4, Jón Birgir Kristjánsson 3, Pétur Einarsson 6, Þórarinn Ás- geirssoh 6, Þórður Tyrfingsson 4. Mörk Óðins: Guðmundur Bald- ursson 5, Gunnlaugur Jónsson 2, Gunnlaugur Kristfinnsson 2, Hörður Hafsteinsson 2, Jakob Þórarinsson 11, Óskar Bjartmarz 2. Akranes hreppti dýrmæt stig gegn Gróttu 29:24 Þetta var aðalleikur helgarinn- ar, leikinn á laugardaginn á Sel- tjarnarnesi. Klukkan fimm hófst hin venjulega bið eftir dómurum, sem hefur verið regla í 3. deildar- leikjunum í vetur þarna á Nesinu — og mættu nú Gróttumenn fara að huga að lausn þessa vandamáls það sem eftir er, þótt seint sé. — Eftir þrjá stundarfjórðunga hófst leikurinn. Og Gróttumenn hófu harða hríð að gestunum. Fram eftir öllum fyrri hálfleik voru heimamenn yfir, þrátt fyrir dæmalausa stangarskotamaníu. Þá kom Jón Hjaltalín í leikinn og þarf ekki að orðlengja það að þaðan í frá höfðu Skagamenn undirtökin til loka. Þó er ekki hægt að segja annað en að þeir hafi haft alla heppnina með sér í þessum leik og Gróttumenn verið heillum horfnir. Þeir síðarnefndu sýndu oft skemmtilegan leik og baráttu og það talsvert umfram Skagamenn. En 12 sinnum skutu Gróttumenn í stangirnar, sér- staklega þegar staðan var að snúast þeim í óhag. Og á hinn bóginn réðu þeir ekkert við Skaga- manninn Kristján Hannibalsson, sem valsaði laus allan leikinn og skoraði fyrirhafnarlaust mark eft- ir mark. Þeir Jón Hjaltalín saman skyggðu algerlega á samherja sína í þessum leik. Gróttuliðið var hins vegar mjög jafnt, þrátt fyrir ákaflega ólíka líkamsburði leik- manna að sjá. Leikurinn endaði sem sagt 29:24 fyrir Skagamenn, í leikhléi stóð 14:11. Mörk Gróttu: Gauti Grétarsson 3, Gunnar Páll Þórisson 4, Hjörtur Hjartarson 4, Jóhann Geir Benja- mínsson 3, Jóhann Pétursson 4, Sighvatur Bjarnason 1, Sverrir Þór Sverrisson 5. Mörk Akraness: Gunnlaugur Sölvason 1, Haukur Sigurðsson 3, Hlynur Sigurbjörnsson 1, Jón Hjaltalín 7, Kristján Hannibals- Handknattlelkur __________ ________í----—-J son 11, Óli Páll Engilbertsson 2, Þórður Björgvinsson 1, Þórður Elíasson 3. STAÐAN I 3. DEILD Breiðablik 10 8 1 1 262:192 17 Akranes 10 7 2 1 229:197 16 Stjarnan 10 6 2 2 252:199 14 óðinn 10 5 3 2 238:216 13 Keflavik 10 4 1 5 201:199 9 Grótta 10 3 1 6 227:251 7 Dalvík 10 2 0 8 209:257 4 Selfoss 10 0 0 10 190:299 0 NÆSTU LEIKI Enginn leikur er um þessa helgi, en næst mætast Stjarnan og Óðinn í Ásgarði á miðvikudags- kvöldið og svo Selfoss og Akranes fyrir austan á föstudagskvöldið — á hlaupársdag. (siandsmótlð 3. dellfl ‘i Baldurshagamálið: „KR-ingar fóru þess á leit við ÍBR að félögum utan Reykjavíkursvæðisins yrðu ekki leigð afnot af Baldurshaga“ - segir Guömundur Þórarinsson frjálsíþróttaþjálfari ÍR-inga SL. ÞRIÐJUDAG birtist í Mbl. grein eftir Hermann Níelsson formann UÍA, þar sem fjallað var um æfingar frjálsiþróttamanna í Baldurshaganum svonefnda. í þeirri grein og annarri fyrr í vetur var sagt að skipulega hafi verið unnið að því af hálfu Reykjavíkurfélaganna að útiloka iþróttamenn félaga utan af landi frá æfingum i Baldurshaganum. Af þessu tilefni hefur Guðmund- ur Þórarinsson frjálsiþrótta- þjálfari ÍR, eins Reykjavíkurfé- laganna þriggja, beðið Mbl. að birta eftirfarandi grein, sem hann reit i nýjasta hefti tímarits frjálsiþróttadeildar ÍR, „Þess skal getið sem gert er“. Grein Guðmundar er innlegg í fram- angreint mál og er svohljóðandi: Allt frá því að Baldurshagi var teklnn til afnota fyrir aefingar, störf- uöu þar húsveröir, eins og í öörum íþróttahúsum, en þó var þar regin- munur á, því húsveröir Baldurshaga virtust vera þarna svo til eingöngu til þess aö lesa lexíur sínar, á fullu kaupi auövltað. íþróttafólkiö var aldrei öruggt um muni sína og oft var stolið úr fötum þess og töskum og var þar ekki alltaf um smáræöi aö ræöa. Viðvera hús- varöanna skipti ekki máli. Fólk gekk þarna út og inn og margir höguöu sér bókstaflega eins og þeir ættu staöinn og gætu gert hvaö sem þeim þókn- aðist, þegar þeim dytti þaö í hug. Strax í lok 1. vetrarins talaði ég viö Baldur og Sigurgeir hjá ÍBR um þetta og lagði fram óskir um breytingar til hins betra. Sama geröi ég síöan eftir hvern vetur en undirtektir þeirra KR- bræöranna uröu ekki miklar. Sl. vor vitnaöist þaö síöan aö nokkuö stór hópur íþróttafólks haföi æft í Baldurshaga allan veturinn og notiö aöstööunnar þar fyrir enga eöa mjög litla greiöslu. Ég skrifaði þá bréf til íþróttaráðs Reykjavíkur, þar sem ég benti á misræmið og fór þess á leit, aö þaö sæi sóma sinn í því, að viö Reykvík- ingar nytum ekki lakari kjara viö æfingar í Baldurshaga en aörir er þar æföu. Aö okkur yröi ekki gert aö greiöa meira en þeim fyrir aöstöö- una. Starfsmenn ráösins telja aö þetta bréf mitt hafi ekki komist í þeirra hendur, en þeir vita um innihald þess. Opnun Baldurshaga í haust var farin aö dragast á langinn og marga fariö aö lengja eftir aö komast inn til æfinga. Fréttist þaö fljótlega aö þaö væri vegna þess, aö verið væri aö gera viö Baldurshaga, hreinsa hann og mála og heföi ekki veitt af. Jafnframt væri unniö aö skipulagn- ingu á æfingum þannig, aö skipa ætti málum gagnvart íþróttafólkinu á svipaöan hátt og gert er í öðrum íþróttasölum borgarinnar. Um þetta höföu ýmsir sitt aö segja strax og ekki minnkaði hávaöinn eftir opnun og þegar nýju reglurnar komu í Ijós. Sem betur fer hafa þær hljóönaö nú aö mestu, óánægju- raddirnar. Þegar þetta nýja fyrirkomulag var kynnt félögunum í þænum, voru þjálfarar þeirra boöaöir á fund. Enginn mætti þó frá KR. A þessum fundi lýsti Baldur regl- unum og sagði þá mjög ákveöiö, aö enginn mætti æfa í tímum félaganna nema aö hann væri meölimur í félaginu og, aö ef brotiö væri gegn þessu, þá myndi viökomandi félag tapa húsaleigustyrk sínum frá ÍBR. Þessari yfirlýsingu Baldurs var ekki mótmælt af öðrum fundarmönnum frá ÍBR né ráöinu. Húsaleigustyrkur fBR er talsvert há upphæö og munar miklu fyrir fjárvana frjálsíþróttadeiidir. Viö ÍR-ingar ákváöum aö sætta okkur viö þetta og fara eftir þessu, enda þótt margt utanfélagsfólk hafi á árum áður æft hjá okkur og því lokuöum viö æfingum okkar nema fyrir gamla og nýja félaga. Það kom þó strax í Ijós, að KR fór ekki eftir þessu og leigðu þeir hverjum sem vildi æfingaaöstöðu hjá sér. Þetta fannst mér afar athyglisvert og veröa enn þá athyglisverðara, þegar mér haföi veriö sagt þaö á skrifstofu ÍBR um miöjan desember, aö fyrir stóru fullyröingu Baldurs, jafn ákveöiö og hún var sögö á fundinum, væri enginn fótur. Slík fyrirmæli heföu aldrei veriö samþykkt hjá íþróttaráöi. Þaö þótti nokkur frétt í haust, þegar hvorki UÍA né KA fengu leigöa tíma til æfinga í Baldurshaga. Fréttist það svo von bráöar, aö eitt frjáls- íþróttafélaganna þriggja í Reykjavík heföi bréflega fariö þess á leit viö ÍBR, aö þau fengju ekki tíma í Baldurshaga. UÍA tók þetta stinnt upp, svo sem grein Hermanns Níelssonar bar vitni um, meðan KA sagöi ekkert opinber- lega. Nú hef ég orðiö þess áskynja aö fólk heldur aö þaö hafi veriö ég sem kom í veg fyrir þetta og væri höfundur bréfsins, og nú er ég farinn aö veröa var við áróöur gegn ÍR vegna málsins. Því finnst mér nú nóg komið. Víst fór eitt félaganna í Reykjavík þess á leit viö ÍBR, aö félögum þeim, sem væru utan Stór-Reykjavíkur- svæöisins yröu ekki leigö afnot af Baldurshaga. Þá er þaö vitaö, aö félagið baöst undan því viö ÍBR aö nafn þess yrði gefiö upp í þessu sambandi. Ég hef aldrei verið spurður aö því, en ég lýsi því hér meö yfir, aö þetta félag var ekki ÍR, og aö þaö var ekki Ármann. Þaö var KR. Félagiö, sem s.l. ár framleigöi í þ.m. 2 af tímum sínum til annars félags og haföi gert sérstakan samning við UIA. Félagið, sem strax í upphafi innanhússæf- inganna í haust leigði utanfélags- mönnum æfingaaöstööu hjá sér, þar á meöal KA og UÍA, meðan IR og Ármann vissu ekki annaö en aö stór fjárhagsleg viöurlög væru við slíku. Máliö allt lítur harla einkennilega út og leiöir til aö getsagnir fæöast um aö skipulega hafi veriö aö unnið, viö aö ná öllu utanbæjarfólki, sem vildi æfa í vetur og æfingagjöldum þeirra yfir til KR, og koma því oröi á, aö KR væri góði stórl bróöir, sem styddi aöra í nauð, þegar hinir vildu þaö ekki né þyrðu. Finnst nokkrum mikiö þótt grunur fæöist?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.