Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 Birgir Björn Sigurjónsson: Orsakir verðbólguvandans Sumir nefndarmanna töldu, að orsaka verðbólgunnar væri einkum að leita til launahækkana innan- lands, þótt þeim megi vera ljóst, að innlent verðlag hefur vaxið mun meira og ávallt á undan launabreyt- ingunum og að innlend neysla að raunvirði á mann hafi nánast staðið í stað, þrátt fyrir umtalsverða aukn- ingu framleiðslu sum árin. Þeir hinir sömu nefndarmenn hafa væntanlega aldrei hugsað út í það, að ísland hefur á umliðnum áratug færst úr tölu hálaunalanda yfir í láglauna- land, ef skoðuð er þróun kaupgjalds almenns vinnuafls í landinu á raungengi (þ.e. föstu erlendu gengi), en það sama verður ekki séð af talnagögnum yfir þjóðarframleiðslu á mann. Þetta bendir óneitanlega til þess, að vaxandi ójöfnuður eigi sér stað í tekjuuppskiptunum, sem styð- ur tilgátuna, að verðbólga sé fyrst og fremst tæki til tekjuuppskipta. Einhverjir nefndarmanna vildu gera meira úr svonefndum eftir- spurnaráhrifum sem aðalhvata verð- bólgu, þó mér sé ekki alveg ljóst í verðbólgustefnu og það mun sjá til þess, að vaxandi hluti þjóðarfram- leiðslunnar verður útflutningsvara, að kaupmáttur launa heldur áfram að minnka, að launþegar koma til með að njóta æ minni hlutdeildar í innlendri framleiðslusköpun, og er- lendum fyrirtækjum starfandi á íslandi mun fara fjölgandi og áhrifa þeirra mun gæta meira og meira. Sameiginlegt teikn slíkrar þróunar íslensks efnahagslífs er verðbólgan. Eins og sjá má af ofangreindu varðar miklu hvers konar forsendur eru gerðar í haglíkönum og hvaða eiginleikum líkönin eru gædd að öðru leyti. Menn hafa mikið í hávegum líkön peningastefnumanna um þessar mundir og fella stóra dóma um nauðsynlegar aðgerðir gegn verðbólgunni. Þeir telja í stuttu máli sagt, að verðbólgu megi útrýma með því að draga úr vexti peninga- magns. En miklir gallar eru á forsendum huggerða þeirra. Þeir hagnýta sér langtímaskilgreiningu á jafnvæginu milli peningaflæðis og framleiðsluflæðis sem grundvöll or- sakasamhengi verðbólgu, en skil- greiningin hljóðar svo: 1. Er verðbólgan aileiðing efna- hagsstefnunnar? Margir fremstu stjórnmálamenn þjóðarinnar hafa látið hafa eftir sér, að verðbólgan sé höfuðvandamálið og það verði að leysa. Stjórnmála- umræðan hefur einkennst af þessu um hartnær heilan áratug. Nýir menn hafa komið á þing og í ráðuneytin og nýjar aðgerðir hafa verið boðaðar gegn verðbólgunni, en ekkert hefur gagnað. Svo virðist sem verðbólgan hafi fremur aukist en minnkað eftir hverja ráðstöfun. Auðvitað finnst almenningi broslegt að verða vitni að slíku getuleysi forystumanna þjóðarinnar. En þessi vandi hefur verið skilgreindur á rangan hátt og þess vegna hafa ráðin gegn verðbólgu verið haldlítil. Kjarni málsins er sá, að við núver- andi verðbólguástand er framin ein- hver stórfelldasta árás eins tekju- hóps á annan sem um getur í allri íslandssögunni. Fjarstæða er að líta á verðbólguna sem afmarkað vanda- mál; hún er samofin heildarþróun efnahagslífsins. í það er oft látið skína, að verðbólgan sé þrátt fyrir allt fyrir- bæri, sem trauöla verði stjórnað með innlendum efnahagsaðgerðum. Og sumir leyfa sér að halda því fram, að verðbólgan sé skammtíma fyrirbæri, sem hljóti að hverfa af sjálfu sér. Því er m.ö.o. afneitað, sem allir geta staðreynt, að verðbólgan er lang- tímaeinkenni á íslensku efna- hagslífi. Og því er einnig haldið fram í fullri alvöru, að ríkið geti ekki haft áhrif á verðbólgustigið með opinber- um aðgerðum, a.m.k. ekki til langs tíma. I ljósi þessara skoðana er ekki úr vegi að velta því fyrir sér, hvort unnt sé að viðhalda verðbólgu um lengri tíma og jafnvel auka hana. Svarið við spurningunni: Er hægt að auka verðþólguna á Islandi? er vissulega jákvætt. Til að byrja með má benda á, að mörg önnur lönd með blandað hagkerfi hafa náð miklu hærra verðbólgustigi og tekist jafn- vel að viðhalda því um árabil. Þrjár ástæður, sem má finna fyrir því, að verðbólga sé minni hér en annars staðar, eru: (I) Að samkeppni sé svo mikil á innlendum markaði að hún komi í veg fyrir verðhækkanir að miklu leyti; (II) Að íslensk fyrirtæki (við ófullkomna samkeppni) vilji síður beita verðhækkunum en öðrum tækjum til að hámarka ágóða sinn; (III) Að hið opinbera beisli verð- þróunina með verðheftandi opinber- um aðgerðum, sem skerða í senn verðlagningar- og markaðsfrelsi. Það gefur auga leið, að ríkið hlýtur að vera sökudólgurinn, með því að samkeppni er lítil á innlendum mörkuðum og ekkert bendir til þess að fyrirtækin skirrist við að beita verðhækkunum til ágóðaaukningar. Við getum þá velt því fyrir okkur, hvað ríkið geti gert til að styðja við bakið á fyrirtækjum, sem berjast við að hækka verð sitt. Dreifa má upplýsingum til fyrirtækjanna um rannsóknir ríkisins á markaðsmögu- leikum. Veita má fyrirtækjum kost á ókeypis námskeiðum í gerð sölu- samninga og í því, hvernig þau geta skipulega komið upp þeim aðstæðum á markaði sínum, að þau fái ráðið meiru um verðlag afurðar sinnar. Fyrirtækjum má einnig veita sér- staka aðstoð við útvegun lánsfjár á niðurgreiddum vöxtum, ríkið getur keypt óseljanlega framleiðslu, fyrir- tækjum má veita hagstæð lán til að framleiða á lager á meðan þau bíða betra verðlags, svo dæmi séu tekin um mögulegar aðgerðir hins opin- bera. Fyrirtæki sem vilja hækka verð afurða sinna ótilkvödd má styrkja með aðgerðum sem knýja fram verðhækkanir á samkeppnis- ’ æfum varningi. Ríkið gæti einnig pið til sérstakra aðgerða til að ída fyrirtækin innbyrðis gegn ækkunum t.a.m. með veitingu 'ðslulána fyrir mismuninum ja og gamla verðinu hjá verð- ..ækkandi fyrirtæki, en kostnaðar- aukanum geta fyrirtækin hagrætt til lækkunar skatttekna og til verð- hækkunar á afurð. Það verkar einnig hvetjandi á innlend fyrirtæki í verðhækkunar- hugleiðingum að vita til þess, að erlend fyrirtæki standa í sams konar aðgerðum. Ef erlendir aðilar bregð- ast í þeim efnum, má láta gengi íslensku krónunnar síga án umtals, þannig að innlent verð innfluttrar vöru hækki til hvatningar innlend- um fyrirtækjum. I mörgum tilvikum myndi slík aðgerð hækka innlendan framleiðslukostnað beint, sem hefði mikil verðörvunaráhrif innanlands. Lækkun gengis krónunnar eykur tekjurnar af útflutningi, sem hefur ekki síður örvandi áhrif á eftirspurn og þá á stig verðbólgu. En til þess að slík áhrif berist til skila, verður peningasköpunin að fara eftir þörf- um þenslumerkja. Fyrirtæki nota mismunandi sam- setningu á vinnuafli, með tilliti til krafna um menntun þess og hæfni. Ennfremur gætir mismunar milli fyrirtækja, hvað varðar notkun á fjármagni í framleiðsluferlinu. Síðarnefnda atriðið leiðir hugann að því, að hækkun vaxta mun ekki til íangs tíma geta viðhaldið verðbólg- unni. Slíkt mun í fyrsta lagi draga úr notkun fjármagns og auka vinnu- aflseftirspurnina, án tillits til hag- kvæmni í tæknilegu tilliti. Verð- trygging vaxta mun í öðru lagi leiða til jafnvægis á fjármagnsmarkaði og Birgir Björn Sigurjónsson samdráttar í hagkerfinu. Þess vegna ber ríkisvaldinu að niðurgreiða fjár- magnskostnaðinn til að örva fyrir- tækin til ótímabærra fjárfestinga til að auka eftirspurnar- og verðbólgu- möguleikana. I þessu skyni getur ríkið staðið fyrir kynningum á nýj- um framleiðslu- og útflutnings- möguleikum, boðið fram enn ódýr- ara lánsfjármagn, gert fyrirheit um skattaívilnanir, heitið fyrirtækjum ábyrgð stjórnvalda á vinnufriði og úrlausn vinnudeilna, lofað bótum vegna verðfalla erlendis, boðið flutn- ingsstyrki vegna fjarlægðar á mark- aði og skapað tiltrú á útflutnings- greinum með vinsamlegri gengis- stefnu, svo dæmi séu tekin. Þó vafasamt sé að hvetja fyrirtæki til mannaflafrekrar framleiðslu, þá má jafnvel benda á slíka möguleika, ef launakostnaður er nógu lítill. Ef vinnuaflskostnaður fyrirtækis vex óeðlilega mikið eða framleiðni telst of lág, þá má hjálpa viðkomandi fyrirtæki til tækjakaupa með því t.d. að draga úr launatengdri sköttun. Eðlilegt er, að menn velti því fyrir sér, hvort nokkur efri mörk séu til á stigi verðbólgu, ef allir markaðsaðil- ar hegða sér í samræmi við ofanrætt mynstur. Ef peningamagn er látið vaxa líkt og verðlag og aðlögun peningamagnsvaxtar að hækkandi verðbólgustigi eykst stöðugt, þá má gera því skóna, að engin fræðileg efri mörk verðbólgu séu til. En því má ekki gleyma, að vaxandi verð- bólga gerir auknar kröfur til skipu- lagningar rekstrar fyrirtækja í framleiðslugreinum og eykur vanda- málin við langtímaáætlanagerð um framtíðarframleiðslu. Skipulagserf- iðleikarnir leiða til þess, að sífellt fleiri fyrirtæki spretta upp, sem hafa það eitt hlutverk að greiða úr þessum vandamálum framleiðslu- fyrirtækjanna. Þetta dregur úr arð- semi í framleiðslugreinum, því „pappírsfyrirtækin" soga hana upp. I verðbólguástandi sprettur sem sé upp brask, sem nærist á arðsemi framleiðslufyrirtækjanna, íþyngir þeim kostnaðarlega, lamar vaxta- og framtíðarmöguleika þeirra, og þar að getur komið, að rekstrargrund- -völlur framleiðslufyrirtækjanna brestur vegna kostnaðar við fjár- magns- og vinnuaflsöflun. Mikil verðbólga getur leitt fyrirtækin í sjálfheldu, sem þýða myndi skipbrot framleiðslu- og dreifingarkerfisins og þar með sérhæfingarinnar í framleiðsluferlinu. Einstaklingar þessa lands stæðu þá aftur hver á sinni þúfu og á ný hæfist tímabil sjálfsþurftarbúskapar á íslandi. Það ætti því að vera keppikefli verðleggj- enda að ná því verðbólgustigi sem hámarkar ágóða þeirra, án þess þó að kafsigla efnahagskerfið, sem er grundvöllur arðseminnar. 2. Verðbólgan sem markmið efna- hagsstefnunnar Verðbólgan hefur fengið góð upp- vaxtarskilyrði á íslandi. Það geta allir séð, sem bera saman umræðuna hér að ofan við það sem raunveru- lega hefur átt sér stað. Það er eins og allt hafi miðast að því að viðhalda verðbólgunni og auka hana eftir föngum. Vissulega hefur oft verið talað um verðstöðvanir og þær jafnvel lögleiddar, en engin tilraun hefur verið gerð til algerrar verð- stöðvunar í merkingunni verðstöðv- un. Það, sem almennt er nefnt verðstöðvun, á við um hámarksverð sem sett hefur verið á nokkrar vörur með tilheyrandi slælegu eftirliti á framkvæmd laganna og reglulegum leyfum til verðhækkana. Verðlags- eftirlit er lítið, þótt samnefnd stofn- un sé til á pappírnum, en litlu er til hennar kostað. Verðbólgunefnd var skipuð af ríkisstjórninni 21. október 1976 og var þessi nefnd samansett af full- trúum stjórnmálaflokkanna, laun- þegasambandanna, vinnuveitenda- samtakanna, og helstu sérfræðing- um landsins á sviði efnahagsmála. Samsetning nefndarinnar gefur til kynna, að innan vébanda hennar hafi verið allir hagsmunaaðilar auk nauðsynlegrar sérfræðikunnáttu. í þessu ljósi eru niðurstöður nefndar- innar áhugaverðar, bæði þar sem menn voru sammála og ósammála. Nefndarmenn skiptust einkum í tvo flokka að því er virðist. Annars vegar hópinn, sem talaði um launa- breytingar (eða í almennara orða- lagi: breytingar „í kostnaðardálki atvinnuveganna") sem aðalorsök verðbólgunnar og hins vegar þá, sem vildu kenna um þróun eftirspurnar og peningamagns. í kafla 1.3 segir um þennan ágreining: „Ef grannt er skoðað virðist sem ágreiningurinn ... sé helzt fólginn í því, við hvaða tímabil sé miðað.“ Ekki veit ég hvort þetta sé sam- dóma álit nefndarinnar. Þegar litið er til langs tíma telur nefndin að leita verði almennari skýringa, „sem varða í senn sveiflur í ytri skilyrðum þjóðarbúsins,... og við- brögð innlendra aðila við þeim, bæði einkaaðila, samtaka þeirra og stjórnvalda". Út frá þessari orsakalýsingu kemst nefndin að því, að hagstjórn geti í meginefnum byggst á gömlu aðferðunum, sem megi bæta í eftir- töldum atriðum: 1) Öflugri jöfnun- arsjóðir í sjávarútvegi; 2) Virkari stjórn peningamála með beitingu vaxta, verðtryggingar, bindiskyldu- ákvæða, og gengisskráningar; 3) Styrkari fjárfestingarstjórn með samræmingu útlánakjara; 4) - Traustari fjármálastjórn með tilliti til árferðis; 5) Samræmdar tekju- ákvarðanir og launasamningar, og 6) Bætt skipan verðlagseftirlits. Enginn nýr skilningur á verðbólgu- vandanum kemur fram í þessari skýrslu og engin ný úrræði. Könnum þá betur þessi viðteknu sannindi. (meðalvöruverð) x (raunveruleg = framleiðsla á mann) hvaða tilgangi þessi flokkun er gerð. Flokkunin í eftirspurnar- og kostn- aðaráhrif er fræðilega erfið og trúlega ógerleg í framkvæmd. Senni- lega er að baki þessum hugleiðingum sú skoðun, að fyrir hendi séu (launa- greiðslur er skapi) kröfur um meiri framleiðslu en er til uppskipta. Eða hitt, að ríkið (með aðgerðum sínum til útjöfnunar lífskjara í landinu og stefnunni um fulla atvinnu) geri kröfur um tilvist framleiðslu sem ekki er til. Af þessu sést hve erfitt er að draga mörkin milli kostnaðar- og eftirspurnarverðbólgu. En skilgrein- ingin á því um hvora gerðina af verðbólgu er að ræða hverju sinni er lögð til grundvallar ákvörðuninni, hvaða ráðum skuli beitt. Kostnað- aráhrifum skal mætt með aðgerðum sem draga úr kostnaðartilhneiging- unum t.d. skal launahækkunum mætt með aðgerðum sem minnka raunvirði launanna, og draga þannig úr kostnaðaráhrifunum. Aukin eftir- spurnarverðbólga knýr hins vegar til aðgerða sem miða að samdrætti eftirspurnarinnar t.d. má hækka skatta, draga úr opinberum útgjöld- um, og minnka félagslegar umbætur, svo dæmi séu tekin. Til að gagnrýna hagstefnu fyrri ára er því ekki úr vegi að sýna fram á ósamkvæmnina í aðgerðum sem byggja á ofangreindum skilgreining- um. Á tímum eftirspurnarverðbólgu (sem vel má hafa sprottið upp úr kostnaðarverðbólgu eða öfugt) er mikilvægt að vita, hvaðan eftir- spurnartilhneigingarnar berast. Fjárfestingar á Islandi hafa allan áratuginn verið meiri en nemur sparnaðinum í landinu, en allmiklar sveiflur eru í þessum tölum milli ára. En eins og að ofan segir er neyslan býsna stöðug. Það virðist því liggja í augum uppi, að leiðin til að sporna við umframeftirspurn ætti að vera hækkun fjármagnskostnað- ar, t.d. hækkun vaxta og/eða niður- felling skattaívilnana vegna fjár- magnskostnaðar. Þess í stað velja stjórnvöld að draga úr öðrum liðum eftirspurnarinnar t.d. með aðgerðum er miða að minnkaðri eftirspurnar- getu heimilanna (t.d. söluskatts- hækkanir). Annar mikilvægur hluti þessa máls er svo utanríkisverslunin og stefnan í gengismálum. Hvort held- ur við njótum hækkandi fiskverðs og aflaaukningar, sem þróast út í aukna innlenda eftirspurn, verð- bólgu, og kostnaðarþenslu, eða afla- brestur verður (eða samsvarandi fiskverðslækkun), þá leiðir allt að einu, að gengi krónunnar er lækkað til að halda uppi viðleitninni til jafnaðar í utanríkisviðskiptunum, sem að öðru leyti eru gefin frjáls. Þetta kerfi er lífæðin í íslenskri (veltuhraði x (peningamagn peningamagns) á mann að raunvirði) Ennfremur gefa þeir sér að veltu- hraðinn sé nánast alltaf óbreyttur og að allir aðilar markaðsins hegði sér eins og um fulla samkeppni væri að ræða. Hlutfallsaukningu verð- lags, verðbólguna, skýra þeir síðan með hlutfallslegri aukningu pen- ingamagns umfram framleiðslu, allt á raunvirði og á hvern íbúa. Þetta er dæmigert fyrir það þegar fræðilegt yfirbragð er notað til að dylja í stað þess að opinbera. Hæpið er að nota skilgreiningu sem orsaka- þróun sér í lagi, þegar skilgreiningin á við jafnvægi í efnahagslífinu, en líkanið á að varpa ljósi á ójafnvægis- ástand, þ.e. verðbólguna. Fásinna er að ganga út frá því, að veltuhraðinn sé óbreyttur þegar öll talnagögn sýna að hann er mjög breytilegur fyrir ísland umrætt tímabil. í því ljósi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, hvort veltuhraði myndi hafa áhrif á verðbólgustigið eða öfugt. Á hitt er svo nauðsynlegt að benda á, að peningamagnsvöxturinn er trúlega alls ekki hagstjórnartæki heldur háð afgangsstærð. Sýnir þetta glögglega, hvers konar hug- gerðir peningastefnumenn sýsla við, en tilgangurinn helga meðalið. Peningastefnumenn nota haglíkön með uppsöfnuðum stærðum, t.d. heildarmeðalverð, raunveruleg framleiðsla á mann, o.s.fv. Þessi aðferð þjónar ekki aðeins . þeim tilgangi að einfalda líkanið heldur einnig því, að dylja allar mikilvægar afleiðingar verðbólgunnar í efna- hagsstarfsemina. Þannig dyljast sérfræðingum tekjuuppskiptin sem verða á milli einstaklinga og at- vinnugreina og þannig tapa þeir sjónar á þeim eðlilegu breytingum á framleiðsluskipulaginu, sem verð- bólgan veldur. Á sama hátt reynist þeim ekki unnt að meta áhrif aðgerða sinna gegn verðbólgu í þessu ljósi. Þeir eru steinblindir af for- sendum sínum um fullkomna frjálsa samkeppni. í stað flestra aðgerða sem Verð- bólgunefnd mælti með hér að ofan, vilja peningastefnumenn mæta verð- bólgu með samdrætti í peninga- magnsvexti. Verðbólga er, sam- kvæmt þeim, alltaf runnin undan rótum umframeftirspurnar, sem er það sama og umframframboð af peningum. Leiðirnar til að draga úr peningamagnsvexti virðast einkum vera þær, sem áhrif hafa á fjár- magnskjör og þensluskilyrði peninga auk seðlaprentunar. Þeir hafa megn- ustu ótrú á fjármálaaðgerðum ríkis- ins í þessum efnum og telja happa- sælast fyrir samkeppnisskilyrðin á mörkuðunum að hlutur ríkisins sé sem minnstur. Um þetta atriði ber yfirleitt öllum frjálshyggjumönnum saman og svo andstöðuna við verð- lagseftirlit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.