Morgunblaðið - 26.02.1980, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
Aðeins einn heimamaður á hinu nýja skipi Fáskrúðsfirðinga:
„Þyrftum að gera áhöfn-
ina að heimamönnum hér“
Fáskrúðsfirði, 21. febrúar
NÝTT skip er bætzt hefur í flota
Fáskrúðsfirðinga kom til heima-
hafnar 1 fyrsta skipti í gærkvöldi.
Skipið er Hilmir SU 171, en aðaleig-
endur þess eru Sverrir Júliusson og
Jóhann Antoniusson, sem jafn-
framt er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. Þeir eiga jafnframt annað
skip, sem áður hét Hilmir, en ber
nú nafnið Hilmir II og er SU 177.
Eins og áður sagði kom Hilmir til
hafnar á Fáskrúðsfirði í fyrsta
skipti í gær með 830 tonn af loðnu.
Aðeins einn heimamaður er skip-
verji á Hilmi, Ólafur Þórlindsson,
sem er 2. vélstjóri á skipinu, en var
áður 1. vélstjóri á eldra Hilmi, sem
sömu aðilar eiga og reka. Ólafur
hefur verið í rúm sjö ár hjá
Hilmisútgerðinni og líkar í alla staði
vel við sína húsbændur. Fréttaritari
Mbl. ræddi stuttlega við Ólaf, eina
Fáskrúðsfirðinginn á þessu glæsi-
lega skipi héðan.
Ólafur sagði, að géysilegur munur
væri á þessu skipi og því eldra hvað
varðaði allan aðbúnað og vinnuað-
stöðu um borð. Þó sé hann sízt að
lasta eldra skipið, sem hann telur í
alla staði hið bezta. — Fyrsta
reynsla mín af skipi og vélum er góð
í hvívetna og hefur allt, sem varðar
vélarrúmið reynzt vel, segir Ólafur.
— Byrjunarörðugleikar hafa helzt
verið varðandi blakkir og polla á
þilfari, en úr því hefur verið bætt,
sepr hann.
Olafur varð fyrst vélstjóri á
Björgu NK, 18 tonna bát með 45
hestafla vél, árið 1941 og síðan hefur
hann nær óslitið verið vélstjóri og
svo til eingöngu á bátum frá Fá-
skrúðsfirði. Hilmir er fjórða skipið,
sem hann hefur byrjað á nýju.
Ólafur er spurður hvernig honum
líki að vera eini Fáskrúðsfirðingur-
inn um borð.
Ég sakna þess að ekki skuli vera
fleiri heimamenn um borð, en spurn-
ingin er hvort ekki sé mögulegt að
flytja þá sem á skipinu eru til
Fáskrúðsfjarðar, við þyrftum að
gera þá að heimamönnum hér. Ann-
ars vil ég segja það, að mér líkar vel
við skipstjóra og alla áhöfnina, en
neita því ekki, að ég vildi gjarnan
hafa fleiri heimamenn um borð,
segir Ólafur.
—Albert
ItBWfc
(Ljósm. Mbl. Albert)
Hilmir SU í íyrsta skipti í heimahöfn.
Nóbelsverðlaunahafinn Friederich A. Hayek:
Flytur f yrirlestra
hér á landi i byrj-
un aprílmánaðar
Nokkrir forráðamanna Heilsuhringsins. L)ósm- Krl"t)An-
Markmið Heilsuhringsins
er alhliða heilsurækt
HEILSUHRINGURINN nefnist fé-
lagsskapur er stofnaður var i nóv-
ember 1977 og hefur það að mark-
miði að efla heiisu og hreysti manna
hvarvetna þar sem það nær til með
áhrifum sinum, m.a. með fræðslu-
starfi, útgáfu, að stuðla að útivist
o.fl. Hefur Heilsuhringurinn hafið
útgáfu ritsins Hoiiefni og heiisu-
rækt, fróðleiks- og upplýsingarit og
stefna blaðsins er einnig að vekja
athygli á neikvæðri afstöðu lyfjaeft-
iriitsins gagnvart svoköiluðum
fæðubótaefnum eða næringarauka-
efnum.
Meðal þeirra atriða er Heilsuhring-
urinn vill vekja athygli á er að
þriðjungur árlegra þjóðarútgjalda
hefur runnið til heilbrigðismála og
vill í því sambandi segja:
Við teljum það mjög aðkallandi
nauðsyn, að sem flestir, bæði opinber-
ir aðilar og einkaaðilar, taki höndum
saman og vinni á sem allra raunhæf-
astan hátt að þjóðarvakningu á þessu
sviði, með því að hvetja einstaklinga
og samtök til að gera allt, sem í
þeirra valdi stendur til að styrkja
eigin heilsu og annarra, m.a. með því
að veita öllum almenningi meiri
sannfræðilegar upplýsingar um holl-
ustu og heilsugæzlu, sem hver maður
ætti að ástunda með framtaki og
eljusemi.
Markmið Heilsuhringsins er al-
hliða heilsurækt. Við lýsum okkur
reiðubúin til að gera allt, sem við
vitum réttast og ráðlegast í þessu
þjóðnauðsynlega máli og við höfum
færi á, — studd af eigin reynslu, svo
og af reynslu þjóðarinnar í heild
hingað til, — og í þriðja lagi studd af
reynslu og rannsóknum nágranna-
þjóðanna, sérstaklega á næringar-
sviðinu.
Það er yfir allan efa hafið að
sívaxandi mengun og það á mörgum
sviðum, þar á meðai hættulegri notk-
un ýmissa efna, er sú ófreskja, sem
öllum er skylt að berjast gegn og á
sem áhrifamestan hátt og unnt er.
Öflug barátta undanfarið gegn neyziu
tóbaks, áfengis og annarra eiturefna,
er mjög lofsverð. Heilsuhringurinn
styður þá baráttu, m.a. með því að
stuðla að réttri næringu og fleiri
nauðsynlegum lifnaðarháttum til
þess að byggja upp heilbrigðan þrótt,
líkamlegan og andlegan.
Eitt af baráttumálum Heilsu-
hringsins er að fluor verði ekki
blandað í drykkjarvatn. Hefur verið
tekinn saman ýmis fróðleikur um
fluor og segir m.a. í einni tilvitnun í
vísindamann: Grundvöllur alls fyrir-
byggjandi starfs til verndar tönnum
er rétt næring en ekki fluorinngjöf.
Þá er að lokum gripið niður í
ályktun, sem samþykkt var á fundi
Heilsuhringsins fyrir nokkru:
Heilsuhringurinn mótmælir harð-
lega margvíslegum tilraunum, end-
urteknum og ólögmætum, af hálfu
lyfjavaldsins, til að hrifsa af okkur
margar tegundir matarefna, sem í
daglegri notkun hafa veitt okkur og
fjölmörgum öðrum í landinu dýrmæt-
an heilsustyrk og eru bæði læknum og
lyfsölum óviðkomandi með öllu. Þessi
matarefni eru þess vegna seld í
ýmsum verzlunum eins og hver önnur
matarbót, sem almennt er sívaxandi
þörf fyrir — og í ýmsum tilvikum
neytendum lífsnauðsynleg til að
halda sæmilegri heilsu og vinnuþreki.
Þessi áníðsla lyfjavaldsins, ef það fær
vilja sínum framgengt, kemur alveg
sérstaklega illa við neytendur nú á
þessum tímum vaxandi mengunar og
mishöndlunar á svo margan hátt á
jarðvegi og gróðri bæði hér á landi og
víðs vegar í öðrum löndum.
FRIEDRICH A. Hayek, nób-
elsverðlaunahafi í hagfræði
og einn kunnasti núlifandi
stórnmálahugsuður Vestur-
landa, kemur hingað til
lands annan apríl næstkom-
andi og mun dvelja hér í
vikutíma. Hayek mun flytja
fyrirlestur í viðskiptadeild
Háskóla íslands um efnið
„Principles of Monetary Pol-
icy“, eða „Stefnan í pen-
ingamálum“. Hann mun
einnig verða málshef jandi á
málþinginu Félags frjáls-
hyggjumanna, og nefnir
hann framsöguerindi sitt á
málþingi „The Muddle of
the Middle“, eða „Miðju-
moðið“. Þar mun hann ræða
um hugtakarugling þeirra,
sem telja sig vera í „miðj-
unni“ í stjórnmálum.
Hayek hefur verið prófessor
í hagfræði í fjórum löndum.
Hann hlaut nóbelsverðlaun í
hagfræði árið 1974, og hann
hefur skrifað fjölda bóka.
Kunnasta bók hans er The
Road to Serfdom, sem kom út
árið 1944, en í henni færir
hann rök fyrir því, að sósíal-
ismi leiði til kúgunar, og að
nasismi og kommúnismi séu
greinar af sama meiði.
Sú bók kom út í útdrætti
Ólafs Björnssonar hér á landi
árið 1946, og var aftur gefin út
árið 1978. Utdráttur prófess-
ors Ólafs nefndist á íslensku
Leiðin til ánauðar, en í ráði er
að gefa hana út í heild sinni
fljótlega.
Aðrar kunnustu vljye Ha-
yeks eru The Constitution of
Liberty, og Law, Legistation
and Liberty, en þriðja og
síðasta bindi hennar kom út á
síðasta ári.
Friedrich A. Hayek kemur
hingað til lands á vegum
Félags frjálshyggjumanna.
N óbels ver ðlaunahaf inn
Friedrich A. Hayek.
Sýning nýrra verka í Listasafni
í forsal Listasafns íslands
hefur verið opnuð sýning á 17
grafikmyndum og 2 teikning-
um.
Þessi verk eru eftir 13
listamenn, þar af 2 erlenda, og
öil keypt á árunum 1978 og
1979.
Tíu listaverkanna eru hin
fyrstu sem safnið eignast eftir
viðkomandi listamenn en þeir
eru: Edda Jónsdóttir, Ingiberg
Magnússon, Jónína Lára Einars-
dóttir, Richard Valtingojer Jó-
hannsson, Sigrid Valtingojer,
Sigrún Eldjárn, Valgerður
Bergsdóttir og Carl-Henning
Pedersen.
Sýningin verður opin á al-
mennum sýningartíma safnsins,
þ.e. sunnudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl.
13.30 til 16.00 fram í mars.