Morgunblaðið - 26.02.1980, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
Minning:
Þöranna Rögnvalds-
dóttir frá Hjalteyri
Fædd 25. febrúar 1912.
Dáin 11. desember 1979.
Þegar ég var að slíta barnsskón-
um var Hjalteyri miðpunktur ver-
aldarinnar, því þangað var ég
sendur til sumardvalar hjá henni
Þórönnu ömmu. Eftir langa vetr-
armánuði á einhverjum tilbreyt-
ingarlausum útkjálka á borð við
Reykjavíkursvæðið kom vorið með
ævintýrin, ferðalag með rútubíl
norður á Hjalteyri, þar gerðust
ævintýrin.
I huga mínum var amma óum-
deilanleg drottning þessa drauma-
lands og eins og góðri drottningu
sæmir stjórnaði hún ríki sínu með
mildi og skörungsskap. Ríki henn-
ar var „Hótelið", þar sem hún rak
mötuneyti fyrir starfsmenn
síldarævintýrisins.
Eins og nærri má geta voru oft
miklar annir við eldamennskuna
og í slíkum tilvikum reynir á
dugnað og útsjónarsemi matmóð-
urinnar, ekki síst þegar eldhúsið
er lítið en munnarnir margir. Ekki
var nú tæknin mikil til hagræð-
ingar á þeim árum, í eldhúsinu var
ein kolaeldavél og önnur sem gekk
fyrir rafmagni, báðar litlar. Ann-
að vélknúið voru tvær hrærivélar
sem voru þeirri dýrindis náttúru
gæddar að úr þeim gat komið deig
í svo dágóðar kökur og svo fengum
við krakkarnir að sleikja innan
skálarnar. Þótt tækjakosturinn
væri ekki meiri en þetta man ég
þó ekki annað en allir fengju sinn
mat á réttum tíma, og það þótt
þrísett væri í salnum sem stund-
um gat gerst. Meira að segja
hundurinn fékk sitt refjalaust sem
endranær.
í þetta eldhús var gott að koma.
Þar var gaukað að okkur krökkun-
um ófáu kleinuhorninu og heil-
ræðinu, að ógleymdum kossi á
kinnina. Við skynjuðum góðvild-
ina og þótti gott að vera hjá
ömmu. En annað skynjuðum við
einnig hjá henni, það var skap-
festan, sem olli því að við bárum
mikla virðingu fyrir ömmu. Orð
hennar voru lög. Ekki hvarflaði að
manni að efast um að svo væri og
aldrei kom til greina að gera henni
grikk. Þó kom fyrir að krakkarnir
gerðust óþekktarormar og frömdu
einhver skammarstrik, svona eins
og gengur með krakka sem muna
illa góðan ásetning þegar í leikinn
er komið. Þá kallaði amma á
mann með fullu nafni og væri
afbrotið af verri endanum var
óþekktaranginn settur á kollustól
í eldhúsinu og skyldi sitja þar uns
amma hefði lokið umvöndunum
sínum. Þá var samviskubitið mik-
ið og iðrunin djúp, því ef amma
var reið, þá var afbrot okkar
sannarlega slæmt. Þegar amma sá
að okkur varð þetta ljóst, gaf hún
okkur koss og þá birti yfir á ný.
Þannig liðu sumrin hvert á eftir
öðru í öruggri umsjá Þórönnu
ömmu. En öll ævintýri enda um
síðir.
Þegar síldin hvarf var fátt við
að vera á Hjalteyri og þar kom að
amma flutti til Akureyrar með
seinni manni sínum, Ægi Sæ-
mundssyni, vorið 1967. Þá bjuggu
þau sér sitt framtíðar heimili að
Munkaþverárstræti 34.
Á þessum árum varð nokkurt
hlé á samskiptum mínum við
ömmu. Ég var í kaupamennsku
eða stundaði sjó og aðra vinnu á
sumrin og dvaldi svo hjá foreldr-
um mínum á suðvesturhorninu á
vetrum. Þegar þar kom að ég
skyldi fara í menntaskóla stóð
mér enn sem fyrr opið heimili
ömmu og fór ég norður þangað og
átti hjá henni athvarf öll mennta-
skólaárin þótt ég byggi annars
staðar þau hin seinni.
Það var á þessum árum sem ég
gerði mér fyrst grein fyrir ævi
Þórönnu ömmu minnar, hve
lífsferill hennar í gegnum árin
hafði einkennst af mótlæti, erfiði,
baráttu og að lokum sigri.
Hún giftist ung Þórhalli Krist-
jánssyni frá Hjalteyri og fluttist
þangað til hans. Heimili þeirra
var í Sæborg, en það hús stóð utan
í bröttum sjávarbakkanum sunn-
an til við Hjalteyrina sjálfa.
Þangað var erfitt um alla aðdrætti
og lífsbjörgin oft af skornum
skammti enda atvinna stopul og
fiskveiðin vildi bregðast. Börnin
fæddust og þegar þau hjón höfðu
eignast 5 féll bóndinn frá. Þór-
anna stóð uppi ein, með 5 ung börn
og að auki var í heimili hjá þeim
gömul kona, Una, sem þau höfðu
tekið að sér umkomulausa og
fylgdi hún fjölskyldunni meðan
hún lifði. Ekki vildi Þóranna þó
leggja árar í bát við svo búið,
heldur hóf hún nú sína baráttu
fyrir lífsbjörginni með þeirri elju-
semi og þrautseigju sem jafnan
einkenndi hana.
Þetta var á stríðsárunum og það
varð nú þessu heimili að brauði að
bretar þurftu að láta þvo af sér.
Þóranna vann fyrir heimili sínu
með bretaþvotti og öðru því er til
féll og með útsjónarsemi og sam-
heldni tókst að halda fjölskyld-
unni saman. Ekki varð til fram-
búðar búið í Sæborg og því flutti
Þóranna sig með fjölskyldu sína
út á Hjalteyri og þar hóf hún það
starf sem hún varð þekktust fyrir,
matseldina fyrir verkamennina.
Trúlega hefur henni þótt bregða
til hins betra frá bogri yfir
þungum þvotti í ísköldu vatni
utandyra á hernámsárunum. En
ekki varð það þó tilefni til neinnar
slökunar, baráttunni var alls ekki
lokið og metnaðurinn var líka
fyrir hendi í ríkum mæli, það var
henni kappsmál að standa sig,
þurfa aldrei að láta aðra vinna
uppp eftir sig eða fyrir sig það
sem hún gat sjálf. Vegna þessarar
þrautsegju og atorku hlotnaðist
henni virðing samborgaranna og
viðurkenning á sjálfstæði sínu,
hún hafði sýnt og sannað að hún
gat staðið á eigin fótum.
Á Hjalteyri tókst samband með
Þórönnu og Ægi Sæmundssyni og
eignuðust þau einn son. Síðar hófu
þau búskap saman og upp frá því
fór að léttast róðurinn fyrir henni
enda börnin vaxin úr grasi og
farin að vinna fyrir sér sjálf. Þá
komu barnabörnin til sögunnar og
ekkert var ömmu kærara en að fá
að njóta samvista með þeim og
ekki var hlutur Ægis síðri, hann
reyndist okkur þá og enn sem afi.
Á stað eins og Hjalteyri leynast
margar hættur þeim sem óvarlega
fara, ekki síst börnum. Það var
bjargföst trú ömmu, sem hún
talaði oft um eftir að hún flutti til
Akureyrar, að einhverri verndar-
hendi væri haldið yfir Hjalteyri,
því þar höfðu aldrei orðið slys á
börnum, þótt oft hefði legið nærri,
aðallega í sjóferðaævintýrum
smástráka og príli upp um bygg-
ingar. Það er því ekki að undra að
hún hafi viljað fylgjast með ferð-
um okkar og ekki liðið vel að vita
af okkur rápandi um verksmiðju-
svæðið.
Það var venja ömmu að fá sér
síðdegisblund og greip þá gjarnan
í að lesa um leið, aðallega Heima
er best og Lesbókina, þá vissu
krakkarnir að átti að ganga
hljóðlega um, amma hafði lagt sig.
Hún las mikið, tímarit, um þjóðleg
efni, skáldsögur og ferðasögur. Oft
talaði hún um að hún hefði viljað
læra eitthvað, helst fornleifa-
fræði, hún heillaðist af sögunni,
langaði að vita meira og leggja
sinn skerf fram til þekkingarauka.
í fréttum er oft sagt frá slysum
af ýmsu tagi. Stundum fáum við
svo fréttir af því hvernig þeim
reiðir af sem fyrir slysunum urðu
og eru meira og minna bæklaðir
eftir. Ömmu varð tíðrætt um örlög
þessa fólks og fannst þá að henni
rann til rifja ástand þess. Hún
talaði oft um það, hve nauðsynlegt
væri þeim sem fyrir slysum verða,
að gefast ekki upp. Halda viljan-
um óskertum til lífs og endurbata,
æðrast ekki. Engan óraði fyrir því
þá, að hún fengi sjálf að reyna
þetta. í haustbyrjun 1978 lenti
hún í bílslysi og meiddist mikið.
Eftir að mesta áfallið var liðið hjá
og ljóst varð hver meislin voru og
þau tekin að gróa, kom í ljós að
amma hafði ekki enn glatað sinni
fyrri þrautsegju og dugnaði. Með
einbeittum vilja gaf hún sig að því
að ná heilsu sinni aftur þótt ekki
yrði að öllu leyti sem áður. Það
tókst framar öllum vonum og
vorið 1979 kom hún heim aftur og
gat þá farið sinna ferða sjálf. En
örlögin eru undarleg. Um það leyti
sem hún var að ná sér eftir slysið
kennir hún sjúkdómsins sem
leiddi hana til dauða fáum mánuð-
um síðar. Gegn þeim sjúkdómi
dugði ekki vilji né dugnaður. Það
var krabbameinið sá skelfilegi
ógnvaldur, sem við hljótum öll að
biðja og vona að lækning finnist
við hið fyrsta, þegar við höfum séð
afleiðingar hans.
Ávöxtur lífsstarfs Þórönnu
Rögnvaldsdóttur er ríkulegur,
mælist enda ekki í fjármunum.
Hennar laun voru börn, barna-
börn og barnabarnabörn sem öll
halda lífi og heilsu og munu
minnast hennar með hlýju og
þakklæti.
Hún mat einnig mikils þakklæti
þeirra manna sem voru í fæði hjá
henni á Hjalteyri, sumir árum
saman, og best verður lýst með
orðum eins þeirra sem sagði.
„Þóranna, ég hef hvergi fengið
eins matlegan mat og hjá þér.“
Ég minnist ömmu minnar sem
mikillar konu sem ávallt var hægt
að sækja traust og athvarf til.
Ég kveð hana með ást og
virðingu.
t Eiginmaður minn, faöir og bróöir,
GARÐAR G.S. ANDRÉSSON
Unufelli 23,
lést 24. febrúar. Birna Svala Pálsdóttir, börn og systur.
t
Bróöir okkar,
ÞORGEIR INGI JÓELSSON,
Hverfisgötu 100A,
andaðist 23. febrúar.
Halldóra Jóelsdóttir,
Guöjón Kristinn Jóelsson.
t
Bróöir okkar
VALUR B. EINARSSON
Öldugötu 2
lést 23. febrúar. Jaröarförin auglýst síöar.
Kristbjörg Einarsdóttir, Guöjón Einarsson,
Eggert Einarsson, Jón Þ. Einarsson.
t
Móðir mín og tengdamóöir,
GUÐNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR
Bragagötu 23,
andaöist í Borgarspítalanum 23. febrúar.
Hlynur Árnason, Sigríður Jóna Friöriksdóttir.
Lokað
þriöjudaginn 26. febrúar vegna jarðarfarar
ÞORSTEINS GUÐBRANDSSONAR.
Prjónastofan löunn h.f.
Seltjarnarnesi.
t
Ástkær eiginkona mín
GUOBJÖRG EINARSDÓTTIR,
Hátúni 45,
lést í Borgarspítala 24. febrúar.
Fyrir hönd aöstandenda,
Einar Einarsson.
t
Faöir okkar og tengdafaöir
GUNNAR ÓLAFSSON,
fyrrv. skipstjóri,
Skógargeröi 3, Reykjavík,
lést í Landakotsspítala 24. febrúar.
Börn og tengdabörn.
Ástkær eiglnkona mín
ARNBJÖRG BALDURSDÓTTIR,
Leifsgötu 21,
(áður aö Hverfisgötu 88)
andaöist í Landspítalanum þriöjudaginn 19. þ.m. Útför hennar
veröur gerö frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 1.30.
1.30.
Gunnar Þ. Sigurjónsson.
t
Móöursystir mín
JOHANNE L. HANSEN,
Bólstaðarhlíð 46,
sem lést 16. febrúar veröur jarösungin frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 28. febrúar kl. 15.
María Hjálmtýsdóttir,
Heiðdal.
t
Eiginmaður minn, sonur okkar, bróöir og faöir,
ÁGÚST BENT BJARNASON,
Ferjubakka 2,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 27. febrúar
kl. 13:30.
Eiginkona, foreldrar, bróöir, börn
og aörir aðstandendur.
Þórhallur Jósepsson.