Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 \Aomúb KAttlNQ ____ C3 220 Segðu mér hve margir eiga að koma i kokkteilinn til þín. Kvarta? Nú en það er vonlaust, því það er enginn yfirmaður yfir mér! Ég er alveg vitlaus í hunang! Látum okkur koma þetta við „í Morgunblaðinu 21. þ.m. skrif- ar Ásmundur Brekkan yfirlæknir grein er fjallar um aðstöðu og búnað sjúkrahúsa í Reykjavík. Auk þess, sem yfirlæknirinn skrif- ar, þá vitnar hann í skýrslu Skúla Johnsen borgarlæknis um sama efni. Ekki dreg ég í efa að allt, sem í þessari grein er sagt, sé satt og rétt, en einmitt það, að svo er, vekur hjá manni óhug, því hvergi er meiri þörf en einmitt á sjúkra- húsunum að þar séu fyrir hendi þau beztu tæki og annar búnaður, sem beztur þekkist. Margir íslenzkir læknar hafa stundað framhaldsnám erlendis og hafa staðið sig mjög vel á beztu sjúkrastofnunum og þar hafa þeir lært að nota beztu hjálpartæki sem völ er á. Þegar þeir koma heim sakna þeir þessara tækja og hafa það á tilfinningunni að stundum gætu þeir náð betri árangri í starfi sínu, sem þó er ótrúlega góður miðað við aðstæð- ur. Ekki er það illvilji stjórnvalda, sem veldur því, að fullkomin búnaður er ekki fyrir hendi, held- ur virðist vanta skilning á vand- anum. Þetta kemur m.a. fram í BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í úrspilsæfingu af léttara tag- inu ert þú með spil suðurs, gafst spilið og verður sagnhafi í fjór- um spoðum en austur og vestur segja alltaf pass. Norður S. 7632 H. Á54 T. D109 L. 954 Suður S. ÁKG109 H. 762 T. ÁG3 L. ÁD Vestur spilar út hjartakóng og nú tekur þú við. Ekki er hægt að segja, að spilið sé flókið. En í því felst þó eitt atriði, sem gæti hafa sloppið fram hjá augum þínum. Höfuðvandinn er fáar innkomur á blindan og sé gefinn slagur á tromp verður austur að eiga báða kóngana í láglitunum. Allt spilið gæti verið þessu líkt. Norður S. 7632 H. Á54 T. D109 L. 964 COSPER PIB conmucfN COSPER Það er ungi i egginu. Ég vil fá hann steiktan! Vestur S. D84 H. KD103 T. 863 L. G85 Austur S. 5 H. G98 T. K752 L. K10732 Suður S. ÁKG109 H. 762 T. ÁG3 L. ÁD Það hefur engan tilgang að gefa útspilið. Þú tekur því á ásinn og næst er best að spila tíguldrottn- ingunni. Láti austur kónginn er það gott og blessað, þú tekur slaginn og átt þá innkomu á tígul til að svína laufinu. En láti austur lágt lætur þú gosann. Þá getur þú svínað tíglinum aftur og síðan laufinu. En það leynist fleira í spilinu. T.d. getur vestur átt tígulkónginn og gefið þegar þú svínar. Þá hrynur allt eins og spilaborg. En það breytir ekki því sem áður var sagt og reyna verður skásta kostinn. Maigret og vínkaupmaöurinn 55 ætti skotfæri i hana. Ég man ekki til að hafa séð nein. Hún kveikti sér í nýrri sígar- ettu og settist aftur. — Haldið þér virkilega að hann hafi getað skotið yfir- mann sinn? — Chabut kom fram við hann af sjaldgæfri grimmd og bauð honum meira að segja upp á þá auðmýkingu að slá hann. — Ég þekki hann. Eða, rétt- ara sagt. ég hef hitt hann. Hann er ruddamenni. — Sagði hann yður ekki hvað hefði gerzt? — Nei, hann sagðist bara vera feginn að vera Iaus við hann og það hlyti líka að vera léttir fyrir mig. —* Lét hann yður fá pen- inga? — Hvers vegna spyrjið þér um það? — Vegna þess það gæti kom ið heim. Ég get ímyndað mér hvað hefur farið fram. — Þér hafið ímyndunaraflið í lagi. — Nei. En hins vegar veit ég hvernig hann var vanur að koma fram við konur. — Þér eigið við hann hafi komið frajn við allar á sama máta? — Já. Töluðuð þið um að hittast aftur? — Hann fékk símanúmerið. — En hringdi ekki? - Nei. — Þér svöruðuð ekki þessu með peningana. — Hann gaf mér þúsund frankaseðii. — Og hvernig hafið þér bjargað yður siðan? — Ég reyni það eftir íöng- um. Ég hef lagt inn umsóknir um atvinnu eftir auglýsingum, en ég hef enn ekkert fengið. Maigret reis upp. Hann var stirður í öllum kroppnum og svitinn bogaði af andliti hans. — Ég þakka yður fyrir að vilja ræða við mig. — Þér sögðust hafa séð hann nokkrum sinnum. Hvernig stendur þá á því að þér hafið ekki hremmt hann? - Ég vona það takist. En honum hefur tekizt að hverfa í fjöldann. — Hvernig er hann á sig kominn? — Eins og maður sem hefur ekki sofið í rúmi um langa hríð. Á hann enga vini hér í París? — Ég þekki enga. Við um- gengust ekki marga. Aðeins vinkonu mína eina sem heitir Nadine og býr með hljómlist- armanni. Þau litu stundum inn á kvöldin. Við keyptum vín og hann — þ.e. tónlistarmaðurinn — spilaði á rafmagnsgitar. Hún hafði sjálfsagt marg- sinnis verið með þessum raf- magnsgitartöffara — og sjálf- sagt mörgum öðrum, hugsaði hann. — Sælar frú Pigou. —Sælir, lögregluforingi. Ef eitthvað kemur upp á vona ég þér hafið sambandi við mig. Hann er nú maðurinn minn. Við skulum ekki gleyma því. Ef hann hefur drepið einhvern vil Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóftir sneri á íslensku ég gjarnan fá að vita það. Sjálfsagt er það nægileg ástæða til að fá skilnað? — Ég geri ráð fyrir þvi. Hann skrifaði niður heimils- fang íöður Pigous hjá sér og fann Lapointe í barnum á móti, hvar hann sat og las i blaði. - Jæja? — ómerkileg tuðra! Ég hef sjaldan hitt jafn margt ógeðugt fólk og við rannsókn þessa máls. Þjónn, einfaldan romm! — Veit hún ekkert seni gæti komið okkur á sporið? — Nei. Hún hefur aldrei haft áhuga á honum. Hún hætti að vinna úti jafnskjótt og hún gat og mér sýnist hún eyða mestum timanum i að flatmaga í rúm- inu sínu, spila plötur og reykja - og lesa vikurit. Sjálfsagt er hún ágætlega að sér um einkalíf kvikmyndaleikara. Þegar maðurinn hennar hvarf virðist henni hvergi hafa brugðið og þegar ég sagði að kannski hefði hann drepið mann, spurði hún hvort það væri skilnaðar- ástæða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.